Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 11

Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 11 DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit síðdegis á sunnudag 34. lands- fundi flokksins í Laugardalshöll. Fundurinn stóð frá fimmtudegi og sagði Davíð m.a. í lokaávarpi sínu að á landsfundinum hefðu verið rædd mörg og mikilvæg mál sem mótuðu stefnu flokksins til næstu ára. Þar bæri þó hæst samþykkt fundarins um sjávarútvegsmál. Sagðist hann telja að eftir lands- fund væri Sjálfstæðisflokkurinn vel vopnum búinn fyrir tvennar að- steðjandi kosningar og brýndi fólk til dáða fyrir þær. „Við höfum ekki enn fundið hin endanlegu hreinu og órjúfanlegu sannindi í þessum efnum,“ sagði Davíð og bætti því við að ef til vill væri ekki til neinn heilagur sann- leikur í þessum efnum, frekar en svo mörgum öðrum. „En það eiga að vera, og verða að vera, kraft- miklar umræður um sjávarútvegs- mál innan vébanda Sjálfstæðis- flokksins. Öðruvísi miðar okkur ekki áfram,“ sagði hann. Davíð sagði ennfremur að enginn færi í grafgötur um mikilvægi sjáv- arútvegsins fyrir íslensku þjóðina. Það væri eðlilegt að sitt sýndist hverjum um þau mál. „Það var því nauðsynlegt og til þess var hvatt, að landsfundur flokksins samþykkti stefnu sem hægt væri að nota til þess að ná eins víðtækri sátt og hægt er meðal þjóðarinnar um þessi mál um leið og ekki væri hvikað frá þeim grund- vallarmarkmiðum sem hljóta að vera að tryggja sem mesta hag- kvæmni í nýtingu fiskimiðanna þjóðinni allri til hagsbóta.“ Sagði hann síðan það vera von sína að sú tilslökun og sú niðurstaða sem landsfundurinn hefði komist að með afgerandi hætti dygði að mestu leyti til þess að setja niður illvígar deilur um þennan mikilvæga mála- flokk. Þannig fengjust vonandi tækifæri til að ræða betur um stjórnkerfi fiskveiða og aðra þá þætti sem snúa að hvernig auka megi arðinn af greininni, ekki að- eins hvernig beri að skipta honum. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði undir lok ræðunnar að lands- fundur væri að undanskildu Alþingi mikilvægasta stjórnmálasamkoma þjóðarinnar. Að síðustu bað hann landsfundarfulltrúa um að rísa úr sætum sínum og hrópa ferfalt húrra fyrir fósturjörðinni. Að því búnu lýsti hann því yfir að 34. landsfundi Sjálfstæðisflokksins væri slitið. Morgunblaðið/Golli Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, óskar Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins, og Geir H. Haarde varaformanni til hamingju með kjörið. Lokaávarp Davíðs Oddssonar við slit landsfundar Sjálfstæðisflokkur vel vopnum búinn BIRNA Lárusdóttir fjölmiðlafræð- ingur og forseti bæjarstjórnar á Ísa- firði hlaut flest atkvæði eða 633 af 803 mögulegum í kosningum til miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi flokks- ins. Alls voru 21 í kjöri, en kosið var að morgni sunnu- dags. Úrslit í mið- stjórnarkjörinu urðu annars þau að Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hlaut 610 atkvæði, Elínbjörg Magnúsdóttir verkalýðs- foringi 570 atkvæði, Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri 553 at- kvæði, Ellen Ingvadóttir skjalaþýð- andi 506 atkvæði, Ásta Þórarinsdóttir hagfræðingur 486 atkvæði, Magnús Þór Gylfason framkvæmdastjóri SUS 457 atkvæði, Magni Kristjánsson skipstjóri 447 atkvæði, Jón Helgi Björnsson framkvæmdastjóri 442 at- kvæði, Birgir Ármannsson lögfræð- ingur 418 atkvæði og Jón Magnússon verkfræðingur hlaut 418 atkvæði. Kosningar til mið- stjórnar Sjálfstæð- isflokksins Birna Lár- usdóttir hlaut flest atkvæði Birna Lárusdóttir VIÐ setningu kirkjuþings í gærmorgun boðaði Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráð- herra að hún myndi leggja fram lagafrumvarp þar sem veiting embætta sóknarpresta yrði al- farið færð til biskups. Kvað hún breytinguna lið í að veita þjóðkirkjunni meira sjálfstæði en hún hefði enga breytingu í för með sér varðandi réttarstöðu sóknarpresta. Í upphafi ávarps síns sagðist Sólveig Péturs- dóttir telja að þau vatnaskil sem orðið hefðu á samskiptum ríkis og kirkju með þjóðkirkjulög- unum í ársbyrjun 1998 hefðu verið heilladrjúg. Kirkjan hefði fengið meira sjálfstæði til að leysa mál sín og meira frumkvæði en hlutverk rík- isvaldsins væri eftir sem áður að styðja þjóð- kirkjuna. Varðandi lagafrumvarp um veitingu embætta sóknarpresta sagði ráðherra að í fyrra hefði verið óskað álits kirkjuþings á því að dóms- og kirkjumálaráðherra hætti afskiptum af skipan sóknarpresta og að biskup skyldi skipa þá sem og aðra presta. Var erindinu vísað til presta- stefnu og sagði ráðherra þar hafa verið ályktað varfærnislega um að slík breyting væri ekki tímabær. „Eftir að hafa tekið málið til skoðunar að nýju, m.a. í ljósi álits prófessors í lagadeild Háskóla Íslands og umsagnar guðfræðildeildar Háskóla Íslands, hef ég sannfærst æ betur um að rétt sé að leggja fram frumvarp til laga að nýju, þar sem veitingarvaldið verði alfarið fært til biskups Íslands,“ sagði ráðherra. Lagt væri til að breytt yrði væri að heimilað yrði að ösku látinna manna yrði dreift yfir sjó, vötn eða óbyggðir eins og heimilt væri víða á Vesturlönd- um. Ráðherra hvatti þjóðkirkjuna til að rétta hlut kvenna innan kirkjunnar og vinna ötullega að framgangi þeirra markmiða sem hún hefði sett sér í jafnréttisáætlun. Nýr siðferðisvandi mannkyns Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði mannkyn standa frammi fyrir nýjum siðferð- isvanda sem væru stórstígar framfarir í lækna- vísindum. Rannsóknir á stofnfrumum gætu leitt til lækninga sjúkdóma sem áður voru ólæknandi og sagði hann hér vakna mikilvægar spurningar sem snertu mannskilning. „Verður unnt að sam- ræma grundvallarkröfur kristins mannskilnings og frelsi vísindanna?“ spurði biskup og sagði af- ar brýnt að svo yrði. Þá sagði hann framfarir í fósturgreiningum hafa opnað möguleika á að greina snemma sjúkdóma, fötlun og frávik í litn- ingum. „En þessi tækni gerir líka mögulegt að velja úr einstaklinga á fósturstigi, og koma í veg fyrir að þeir lifi, einstaklinga sem hugsanlega gætu orðið byrði á samfélaginu. Við verðum að gefa þessu gaum og spyrja og leita svara við þeim siðferðilegu spurningum sem vakna: Vilj- um við slíkt samfélag, þar sem aðeins hið „hrausta“ og „heilbrigða“ fær líf? Nei. Okkur ber að standa vörð um mannhelgina, og gildi sérhvers einstaklings í margbrotnu litrófi mannlífsins," sagði biskup. Jón Helgason, forseti kirkjuþings, ræddi m.a. um vímuefni í ávarpi sínu. Sagði hann íhugunar- efni að talið væri að fjármagn til að kosta hermdarverkin í Bandaríkjunum í síðasta mán- uði ætti uppruna sinn í hagnaði af sölu eitur- lyfja. Sagði hann fórnarlömbin sem glötuðu lífi, heilsu og hamingju vegna neyslu þeirra vera margfalt fleiri en þá sem féllu og særðust í árás- inni. Jón sagði umræðuna sem vaknað hefði á liðnu sumri um börn og unglinga sem á ættu hættu að lenda á glötunarvegi vegna vímuefna- neyslu hefði staðið stutt og sömuleiðis þegar fyrir skömmu hefði verið greint frá hundruðum unglinga á fermingaraldri sem hefðu leitað með- ferðar vegnas líkrar neyslu. „Á meðan yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar dýrkar vímuna og heldur uppi verklegri kennslu í neyslu hinna löglegu efna, verður vonlítið að koma í veg fyrir að vímuefnaneysla bitni á heilsu, hamingju og lífi barna og unglinga,“ sagði Jón. Kirkjumálaráðherra boðar lagafrumvarp við setningu kirkjuþings í gær Veiting embætta sóknar- presta færist til biskups Morgunblaðið/Ásdís Nýr kirkjuvefur var opnaður við setningu kirkjuþings. Frá vinstri: Guð- mundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, Árni Svanur Danielsson vefstjóri og Jón Helgason forseti kirkjuþings. ÖRYGGISNEFND Ríkisútvarpsins greip í gær til ráðstafana til að minnka skaða af völdum hugsan- legra sýklaárása, m.a. miltisbrands- árása, eftir að grunsamleg póstsend- ing barst fréttastofu RÚV í gærmorgun. Almannavörnum ríkis- ins var gert viðvart og brugðust þær við með því að leita upplýsinga hjá landlæknisembættinu um varnir gegn sýklaárásum. Þær eru ætlaðar öllum almenningi og verða birtar á heimasíðu Almannavarna í dag, þriðjudag, á slóðinni: www.avrik.is. Starfsfólk RÚV afhendi póst Sú sending sem um ræðir barst RÚV með hraðsendingu frá Bret- landi að talið er. Bréf af stærðinni A4 var innan í plastumslagi af stærðinni A3. Að sögn Jóns Inga Benedikts- sonar formanns öryggisnefndar RÚV vaknaði grunur um að bréfin væru torkennileg, þegar starfsmenn fréttastofunnar könnuðust hvorki við bréfið eða sendanda þess. Plast- umslagið var opnað en bréfið sjálft látið vera. Öryggisnefndin hefur tilkynnt starfsfólki RÚV að afhenda nefnd- inni allan grunsamlegan póst sem gæti vakið ugg vegna hugsanlegra sýklaárása. Bréfið frá í gær var læst niður og verður sent í rannsókn til Landspít- alans. Ekki hefur verið beðið um lög- reglurannsókn í tengslum við málið og þá var enginn starfsmaður RÚV sendur í læknisrannsókn að því er Jón Ingi sagði Morgunblaðinu. Sjö manns sitja í öryggisnefnd RÚV, en hún var skipuð í nóvember á síðasta ári. Tólf manns í Bandaríkjunum hafa greinst með miltisbrand að undan- förnu og þá lét franska lögreglan 600 starfsmenn frönsku geimferðastofn- unarinnar yfirgefa bygginguna í gær eftir að grunsamlegt duft barst í bréfi. Miltisbrandur er bráðdrepandi baktería, sem ekki hefur greinst hér á landi síðan um miðjan 7. áratuginn. RÚV og Almannavarnir með við- búnað vegna hugsanlegra sýklaárása Póstsending í sýklarannsókn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.