Morgunblaðið - 16.10.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 16.10.2001, Síða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ PENINGASTEFNA Seðlabankans þarf á hverjum tíma að vera framsýn og taka mið af verðbólguhorfum næstu eitt til tvö ár fremur en af verðbólguþróun þess tíma sem ákvörðunin er tekin, að mati Þórar- ins G. Péturssonar, deildarstjóra hagrannsókna við hagfræðisvið Seðlabanka Íslands. Slík stefna hef- ur verið formfest með nýjum ramma peningastefnunnar, að því er fram kemur í grein Þórarins sem birtast mun í næsta hefti rits Seðlabanka Ís- lands, Peningamálum, sem kemur út í byrjun nóvember. Þórarinn hélt fyrirlestur á mál- stofu hagfræðisviðs Seðlabanka Ís- lands í gær þar sem hann leitaðist við að svara spurningunni: Hvernig hefur peningastefnan áhrif á hag- kerfið og hversu langan tíma tekur það? Hann segir alþjóðlegar rannsókn- ir gefa til kynna að meginþungi áhrifa af aðgerðum seðlabanka í pen- ingamálum komi fram eftir um eitt ár, en aðgerða seðlabanka í peninga- málum fer yfirleitt fyrst að gæta í innlendri eftirspurn eftir u.þ.b. hálft ár. Fyrstu áhrifa á verðbólgu fer yf- irleitt að gæta eftir um ár og meg- inþungi áhrifa á verðbólgu kemur fram u.þ.b. hálfu öðru ári til tveimur árum eftir vaxtahækkunina. Miðlunarferli peningastefnunnar, þ.e. hvernig vaxtaákvarðanir seðla- banka hafa áhrif á eftirspurn í hag- kerfinu, verðbólguvæntingar og verðbólgu, segir Þórarinn í meginat- riðum vera með sama hætti hér á landi og alþjóðlegar rannsóknir gefa til kynna. „Þó virðast áhrif peninga- stefnunnar á innlent verðlag taka heldur styttri tíma og helgast það líklega af mikilvægi beinna áhrifa gengis krónunnar á innlent verðlag í gegnum innfluttar vörur og þjón- ustu.“ Þessar tiltölulega löngu tíma- tafir frá vaxaákvörðunum Seðla- bankans og þangað til þær fara að hafa áhrif í hagkerfinu gera það sem áður er nefnt að verkum, að mati Þórarins, þ.e. að peningastefnan þurfi á hverjum tíma að vera fram- sýn. Í grein Þórarins segir einnig: „Til langs tíma hefur peningastefnan hins vegar eingöngu áhrif á nafn- stærðir en getur ekki stuðlað að við- varandi hagvexti umfram vöxt fram- leiðslugetu hagkerfisins. Sé það reynt mun það á endanum eingöngu skila sér í viðvarandi og jafnvel vax- andi verðbólgu.“ Flókið og breytilegt ferli Áhrif peningastefnunnar á hag- kerfið er flókið ferli og breytilegt eins og fram kom í fyrirlestri Þór- arins en hann setti fram skýringar- mynd áþekkri þeirri sem hér birtist, til að sýna ferlana, annars vegar að hækkun stýrivaxta getur haft áhrif til lækkunar verðbólgu í gegnum minnkandi eftirspurn, hins vegar í gegnum styrkara gengi og lækkandi innflutningsverðlag. Þórarinn fjallaði svo um hvert skref og dæmi- gerð viðbrögð við vaxtahækkun seðlabanka, að öðru óbreyttu. Þórarinn lagði áherslu á að raun- vextir og raungengi skiptu mestu máli fyrir útgjalda- og fjárfestingar- ákvarðanir einstaklinga og fyrir- tækja, auk aðhaldsstigs peninga- stefnunnar. Neysluútgjöld einstaklinga drag- ast almennt saman vegna hækkunar stýrivaxta. Greiðslubyrði útistand- andi skulda eykst, hlutabréfa- og húsnæðisverð lækkar og erfiðara verður að afla lánsfjár þar sem veð- hæfar eignir lækka í verði. Þórarinn sagði fólk hér á landi nauðbeygt til að taka tillit til vaxtastigs líkt og er- lendis. Þrátt fyrir verðtryggingu hér á landi og ýmis lán sem ekki bera breytilega vexti væru lokaáhrif af hækkun stýrivaxta hér á landi sam- bærileg við það sem gerðist í öðrum löndum. Þórarinn sagði áhrif af ým- iss konar lánum með breytilega vexti, t.d. kreditkortalán og bílalán, nokkuð mikil í þessu sambandi. Málstofa hagfræðisviðs Seðlabankans Framsýn peningastefna mikilvæg                                                          ! "#     $    %     &       GREININGARDEILDIR margra erlendra verðbréfafyrirtækja mæla nú með kaupum á bréfum í líftækni- fyrirtækinu deCODE Genetics. Gert er ráð fyrir að gengi hluta- bréfa í félaginu geti orðið allt að 14 dollarar á komandi ári. Í greiningarskýrslu JP Morgan í New York, sem gefin var út 27. september síðastliðinn, er því spáð að gengi hlutabréfa í deCODE fari upp í 10 dollara á komandi ári. Markaðsverðmæti félagsins yrði þá um 300 milljónir dollara eða um 30 milljarðar íslenskra króna. Sérfræðingar JP Morgan nefna í skýrslu sinni að styrkleikar de- CODE liggi meðal annars í sam- starfssamningum við Roche, Gen- mab og Medarex til næstu fimm ára. Þar segir að samvinnan við Roche geti leitt til þess að tekjur deCODE vaxi mjög ört frá seinni hluta ársins 2001 og nokkur næstu ár en spár JP Morgan gera ráð fyrir a.m.k. tvöföldun tekna félagsins á síðari hluta árs miðað við fyrri hluta ársins. Tekjur ársins í heild gætu því orðið 35-40 milljónir dollara, samkvæmt þessum spám, en voru 11 milljónir dollara á fyrri árshelm- ingi, eða rúmur einn milljarður ís- lenskra króna. Gert er ráð fyrir að tap félagsins nemi 55-60 milljónum dollara á árinu 2001 og 35-40 milljónum doll- ara árin 2002 og fari lækkandi ár frá ári. Búist er við að félagið skili hagnaði frá árinu 2006. Eiga talsvert mikla hækkun inni Sérfæðingar hjá bandaríska fjár- málafyrirtækinu Lehman Brothers telja hlutabréf í deCODE mjög van- metin. Þeir hafa mælt með kaupum í félaginu en 5. október sl. hófu þeir að mæla sterklega með kaupum í deCODE (strong-buy). Segja þeir félagið eiga talsvert mikla hækkun inni, frammistaða þess á markaði hafi verið um 30% undir öðrum líf- tæknifyrirtækjum á Nasdaq síðustu þrjá mánuði og 64% undir sé miðað við 12 mánuði. Þetta sé þrátt fyrir ýmsar merkar uppgötvanir fyrir- tækisins á þessum tíma. Lehman Brothers spá því að gengið geti orðið 12,50 dollarar, markaðsvirði félagsins geti því orðið um 400 milljónir dollara eða 40 milljarðar króna. Þá má nefna að belgíska fjár- málafyrirtækið Puilaetco mælir einnig með kaupum í deCODE. Í skýrslu frá 1. október sl. spá þeir að gengið fari í 11 dollara en segja þó sanngjarnt verð fyrir hlutabréf í fé- laginu vera á bilinu 9 til 14 dollarar. Lokagengi hlutabréfa í deCODE var 8,11 dollarar í gær og hafði hækkað um 0,87% frá fyrra degi. Erlendar greiningardeildir verðbréfafyrirtækja Mælt með kaup- um í deCODE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.