Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 19

Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 19 ÆTLA má að ýsuafli þeirra 89 krókabáta sem fá úthlutað ýsu- kvóta á Austfjörðum fari úr 762 tonnum á síðasta fiskveiðiári í 211 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Þetta kom fram á opnum fundi Fé- lags smábátaeigenda á Austurlandi sem haldinn var á Egilsstöðum á laugardag. Í máli Arnar Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, kom fram að ýsu- afli austfirskra krókabáta verður aðeins rúmur fjórðungur af því sem var á síðasta fiskveiðiári. Þar tapast 552 tonn, sem jafngilda 86,5 milljónum í aflaverðmæti. Alls áætlaði Örn að áhrif laga um kvótasetningu á ýsu, ufsa og stein- bít hjá krókabátum hefði þau áhrif að aflaverðmæti minnkaði um 143 milljónir á Austfjörðum. Skiptir gríðarlegu máli fyrir smærri sveitarfélög Jósef Friðriksson, sveitarstjóri í Stöðvarhreppi, sagði í framsögu sinni á fundinum að áhrif laganna væru ekki öll komin fram. Hins- vegar væri nú þegar ljóst að ýsu- og steinbítskvóti væri vart fáan- legur á markaði, nema á mjög háu verði. Verð á fiskmörkuðum hefði auk þess rokið upp og mörg smærri fiskverkunarfyrirtæki sem hefðu byggt sig upp til að vinna fisk til útflutnings með flugi og treyst á hráefnisöflun á mörkuðum færu brátt að lenda í vandræðum. Ennfremur hefði markaðsverð á bátum sem voru í þorskaflahá- markskerfinu hrapað um 40–60%. Sagði Jósef að ef ekkert yrði að gert lentu mörg smáútgerðarfyr- irtæki í greiðsluerfiðleikum og gjaldþrotum, sem á endanum yrði ekki borið uppi af öðrum en hinum almenna borgara í formi hækkaðra vaxta bankanna sem svifust einskis til að ná til baka töpuðum kröfum. Jósef sagði útgerð fimm þorsk- aflahámarksbáta frá Stöðvarfirði á síðasta fiskveiðiári hafa skilað sveitarfélögum útsvarstekjum sem nema rúmum 13% af skatttekjum Stöðvarhrepps og þá væri aðeins miðað við launagreiðslur til sjó- manna og beitningarfólks. Þá væru ótaldar útsvarstekjur landvinnslu, umsýslu og þjónustugreina sem skapast af útgerð bátanna. Þannig væri ljóst að smábátaútgerð skipti smærri strandbyggðir gríðarlega miklu máli. „Eitthvað segir mér að ef stjórnvaldsaðgerð sem gæti leitt til þess að útsvarstekjur borgar- sjóðs Reykjavíkur lækkuðu um 13%, eða 2,3 milljarða á ári, þá yrði hún umsvifalaust dregin til baka, ef nokkrum heilvita manni dytti þá nokkurn tíma svoleiðis vitleysa í hug. Ég leyfi mér að fullyrða að þeir háu herrar og frúr sem sömdu og samþykktu lögin um stjórn fisk- veiða létu sér ekki detta í hug að framkvæmdin gæti haft þessi áhrif á einstök byggðarlög sem flest eiga í nógum vanda fyrir þótt þessu sé ekki bætt ofaná,“ sagði Jósef. Fjölmörg störf hafa tapast Í ályktun fundarins er skorað á ráðherra og þingmenn kjördæm- isins að beita sér af alefli að lausn þess vanda sem framkvæmd laga um kvótasetningu krókabáta hefur leitt af sér og stuðla að því að krókakerfin sem afnumin voru 1. september sl. verði aftur lögleidd. Segir í ályktuninni að kvótasetn- ing, auk veiðarfæratakmarkana, hafi valdið því að fjölmörg störf hafa tapast í fjórðungnum. Bent er á að Austfirðingar megi síst við frekari hremmingum á sviði at- vinnumála. Veiðikerfi krókabáta síðastliðin fiskveiðiár hafi verið raunhæft framlag kvótakerfisins til að efla hinar dreifðu byggðir lands- ins og afnám þess kalli á atvinnu- leysi, fólksflótta og doða alls mann- lífs. Kvótasetning á ýsu á þessu fiskveiðiári hefur mikil áhrif á útgerð krókabáta á Austurlandi Tugmilljónir tapast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.