Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 29

Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 29
Ályktun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins um sjávarútvegsmál HÉR á eftir fer í heildályktun landsfundarSjálfstæðisflokksinsum sjávarútvegsmál: „Sjávarútvegurinn er ein af grunnstoðum íslensks atvinnu- lífs. Ríkulegur afrakstur auð- linda hafsins hefur átt stærstan þátt í að skipa íslensku þjóðinni á bekk með auðugustu ríkjum veraldar. Hagkvæm nýting sjáv- arauðlindarinnar er forsendur fyrir góðri afkomu sjávarút- vegsfyrirtækja og fyrir velmeg- un þjóðarinnar í bráð og lengd. Landsfundur áréttar að markmið sjávarútvegsstefnunn- ar skal vera að tryggja há- marksarðsemi af fiskistofnunum í þágu þjóðarinnar allrar enda eru fiskistofnarnir í hafinu eign hennar. Það er grundvallar- skylda núlifandi Íslendinga að skila auðlindum hafsins í því ástandi að komandi kynslóðir geti notið afraksturs þeirra. Árangursrík fiskveiðistjórnun skiptir sjávarútveginn og alla landsmenn höfuðmáli. Lands- fundur telur mikilvægt að í meginatriðum verði áfram byggt á núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi. Brýnt er að það kerfi sem sjávarútveginum er skapað sé heildstæðast og nái til allra veiða, skipa og landsvæða. Landsfundur telur æskilegt að sem mest sátt náist um framtíð- arfyrirkomulag fiskveiðistjórn- unar. Það er forsenda þess að þeim sem í atvinnugreininni starfa sé mögulegt að taka ákvarðanir í rekstri sínum til lengri tíma. Tryggja verður festu í fiskveiðistjórnunar- kerfinu þar sem við óvissu um fyrirkomulag ýmissa grundvall- arþátta kerfisins verður ekki búið til lengdar. Slík kerfi þarfnast þó reglulegrar endur- skoðunar og eru sveigjanleiki og sanngirni mikilvægir þættir í viðhaldi þeirra. Sömu reglur skulu gilda um sjávarútvegsfyr- irtæki og allan annan atvinnu- rekstur í landinu. Landsfundur tekur undir álit meirihluta nefndar um endur- skoðun laga um stjórn fiskveiða, um að áfram skuli byggja á afla- markskerfinu en útgerðin greiði hóflegt gjald fyrir afnot af veiði- heimildum sem annars vegar taki mið af kostnaði hins op- inbera vegna stjórnunar fisk- veiða og hins vegar af afkomu sjávarútvegsins á hverjum tíma. Samhliða er nauðsynlegt að auka frjálsræði í rekstrarum- hverfi fyrirtækjanna og að hluta gjaldsins verði varið til að byggja upp atvinnulíf í þeim byggðarlögum sem treyst hafa á sjávarútveg. Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra að leita allra leiða til þess að bæta hlut hinna minni sjávarbyggða sem treyst hafa á afla krókabáta. Landsfundur telur nauðsyn- legt að ákvörðun um hámarks- afla sé hverju sinni byggð á vís- indalegum grunni. Hins vegar veldur ástand nytjastofna um þessar mundir áhyggjum og vinbrigðum. Landsfundur telur mikilvægt að fiski- og hafrann- sóknir verði stórefldar. Brýnt er að Hafrannsóknastofnun takist að endurvekja og efla álit og traust meðal aðila sjávarútvegs- ins og og landsmanna allra. Fagna ber þeirri ákvörðun ráð- herra að taka vísindalegt starf Hafrannsóknastofnunar til skoð- unar og fá til þeirrar athugunar óháðan erlendan sérfræðing. Ís- lendingum er nauðsynlegt að búa yfir bestu fáanlegri þekk- ingu á sviði hafrannsókna sem völ er á hveru sinni. Leita ber að leiða til þess að auðvelda að- gang sjálfstætt starfandi vís- indamanna úr háskólasamfé- laginu og víðar, að rannsókn- argögnum. Þannig má efla gagnrýna, vísindalega umræðu um þennan mikilvæga málaflokk sem er forsenda framfara og ár- angurs. Þá er nauðsynlegt að auka og treysta mjög samráð vísindamanna, sjómanna og út- vegsmanna um fiskveiðiráðgjöf- ina. Einnig er mikilvægt að at- hugaðar verðir leiðir til að aðilar sjávarútvegsins megi taka meiri þátt í stefnumörkun og axli meiri ábyrgð við fram- kvæmd fiskveiðistjórnunar. Landsfundur telur mikilvægt að unnið sé að því að auka verð- mæti sjávarfangs og ýta undir nýsköpun í greininni. Nauðsynlegt er að taka til endurskoðunar öll fræðslu- og menntunarmál sjávarútvegsins í samráði við samstarfi við aðila í greininni með það fyrir augum að auka veg þekkingar og vís- inda í þessum greinum. Landsfundurinn áréttar það sjónarmið að hefja beri hval- veiðar eins og Alþingi hefur ályktað um og stefnt skuli að því að þær hefjist á næsta ári. Okkur ber skylda til að nýta auðlindir sjávarins, þar með tal- in sjávarspendýrin með skyn- samlegum og sjálfbærum hætti. Það er skýlaus réttur okkar sem fullvalda ríkis að hagnýta efnahagslögsöguna. Afskipti annarra þjóða af því eru íhlutun í íslensk innanríkismál sem ber að mótmæla harðlega. Lands- fundur fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gerast að- ili að Alþjóðahvalveiðiráðinu á nýjan leik, með fyrirvara um núllkvóta samþykkt ráðsins. Vera í ráðinu virðist enn færa leiðin til að unnt verði að veiða og vinna hval í framtíðinni og flytja út hvalaafurðir. Hins veg- ar ber að harma þá afstöðu sem ýmis nágrannaríki okkar hafa tekið til aðildar Íslands að Al- þjóðahvalveiðiráðinu. Góð umgengni um hafið og auðlindir þess skiptir Íslendinga höfuðmáli. Íslenskir sjómenn og útvegsmenn hafa sýnt skilning á mikilvægi góðrar umgengni og sjálfbærrar nýtingar auðlind- anna. Íslendingum ber að vera í fararbroddi þjóða er leggja áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda, ekki síst á alþjóðleg- um hafsvæðum. Leitað verði allra leiða til að tryggja sem besta umgengni um auðlindir sjávar og koma í veg fyrir brott- kast á fiski sem kostur er. Í þessu skyni verði eftirlit aukið enn frekar og gert markvissara og markaðslausna verði leitað til að draga úr tilhneigingu til brottkasts og annarra undan- bragða.“ Útgerðin greiði hóflegt gjald fyrir afnot af veiðiheimildum MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 29 LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS fnað. Sig- ggvi Agn- breyting- til máls í dsfundar- na. ttir arfulltrúa rliggjandi dar væri B. Jóns- þannig að eru samn- hæfilega kki sáttir var Ás- agði m.a.: að það sé sett auðlindagjald á einn atvinnuveg. Ég skal samþykkja auðlindaskatt á sjávarútveginn ef það er sett auð- lindagjald á allar auðlindir þjóðar- innar.“ Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra tók fram í upphafi máls síns að hann hefði ekki verið tals- maður auðlindagjalds. „En ég hef heldur ekki litið svo á að ég ætti að vinna gegn auðlindagjaldi. Ég hef litið svo á að mitt hlutverk væri að leita sátta í þessu máli og finna lausn sem allir gætu sem best við unað. Og ég gerði það í þeim anda sem fram kom á seinasta landsfundi og birtist þar bæði í ræðu formanns og álykt- unum landsfundarins og kemur einnig fram í stjórnarsáttmála rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar. End- urskoðunarnefndin var skipuð með þetta markmið í huga og ég held að sú niðurstaða sem þar hefur komið fram sé vel til þess fallin að við get- um náð um hana sátt.“ Og áfram hélt Árni: „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er stór hópur sem er algjörlega á móti því að veiðileyfagjald sé lagt á. Þeir aðilar í þeim hópi sem fallast á að veiðigjaldið sé lagt á eru að leggja mikið á sig til að ná sáttum í málinu. Þeir hinir, sem eru svo einstreng- ingslegir í sinni afstöðu að það skipt- ir þá engu máli að það er búið að taka og viðurkenna grundvallar- ákvörðun um veiðileyfagjaldið; um áþreifanlegan og raunverulegan hluta almennings í arðinum að auð- lindinni – þeir vilja láta kné fylgja kviði og þeir vilja líka að það verði farin fyrningarleiðin. Þeir vilja með öðrum orðum fá að ráða öllu. Þeir vilja ekki leita sátta í málinu.“ Að lokum sagði Árni m.a.: „Við skulum leita sátta. Við skulum taka í útrétta hönd þeirra sem ekki hafa viljað veiðileyfagjald en eru tilbúnir að sættast á það á þeim nótum sem endurskoðunarnefndin hefur lagt til.“ Næstur til að taka til máls var Guðjón Hjörleifsson og lagði hann einnig áherslu á að fyrirliggjandi ályktun sjávarútvegsnefndarinnar væri sáttatillaga. „Við þurfum að fara sæmilega sátt héðan af þessum fundi og því legg ég til að ályktun sjávarútvegsnefndar verði sam- þykkt óbreytt.“ Þingmaðurinn Vilhjálmur Egils- son, sem var fulltrúi í endurskoðun- arnefnd sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða, sagði að í endur- skoðunarnefndinni hefði verið gerð heiðarleg tilraun til að ná sáttum um þau mál sem deilt væri um. „Því mið- ur gekk það ekki upp. Það má segja að þessar umræður sem hér eru lýsi því að það er ekkert einfalt mál að ná sátt um þessi mál yfirleitt.“ Vilhjálmur fjallaði um auðlinda- skattinn í þessu sambandi. „Ég hef ekki verið áhugamaður um þennan skatt. En eina hagfræðilega réttlæt- ingin fyrir þessum skatti er sú að það sé einhver umframhagnaður í sjávarútvegi. Einhver auðlinda- renta. Einhver hagnaður umfram það sem gerist í öðrum atvinnu- greinum. Þessi auðlindarenta hefur látið á sér standa hingað til en von- andi fer að rofa til í þeim efnum.“ Síðan fór hann yfir það hvernig auðlindaskattsupphæðin hefði orðið til í endurskoðunarnefndinni. „Þeg- ar var farið að ræða um upphæðir á auðlindaskattinum var útgangs- punkturinn sá að Kristinn H. Gunn- arsson lagði fram tillögu um þrjú til fimm prósent fyrningu á ári sem þýðir sex til átta og hálfan milljarð í skattlagningu á sjávarútveginn á ári. Síðan tóku fulltrúar stjórnarand- stöðunnar í nefndinni undir þessa tillögu. Við sem vorum ekki hrifnir af þessum skatti fórum að spá í það hvað þetta þýddi. Og þrjú til fimm prósent fyrning þýðir sex til sjö pró- sent skattlagningu á útflutnings- tekjur sjávarútvegsins og þetta eru engir smá peningar...“ Vilhjálmur greindi síðan frá því að það næsta sem hefði gerst í nefnd- inni hefði verið það að nefndarmenn hefðu farið að vinna út frá því að auð- lindaskatturinn yrði í kringum tvo og hálfan til þrjá milljarða. „Og ég hélt að ég væri að ganga mjög langt til að miðla málum við fulltrúa stjórnarandstöðunnar og Kristinn H. Gunnarsson með þeirri upphæð,“ sagði hann. „Og við unnum dálítið lengi út frá þeim tölum. En þá gerist það að það er haldinn fundur Sam- bands sveitarfélagi í Norðurlandi vestra þar sem voru forystumenn í sveitarstjórnum af öllu því svæði. Og þar er lögð fram tillaga þar sem auð- lindaskatti er hafnað. Þá er farið að ganga á ýmsa þingmenn sem þar eru staddir. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar. Þá kemur annað hljóð í strokkinn. Þá kemur einn sem segir: „Þetta eru bara stjórnarflokkarnir sem eru að standa fyrir þessu.“ Og næsti sagði: „Þetta er bara hann Villi!“ Svo kom sá þriðji og sagði: „Auðlindaskattur! Ég hef aldrei vilj- að auðlindaskatt! Ég vil bara rétt- læti!“ Þannig að ég get sagt ykkur það að á næsta fundi í nefndinni var talan snarlega lækkuð. Hún fór nið- ur í fimmtán hundruð milljónir.“ „Besta niðurstaðan“ Síðastur til að taka til máls var Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hann sagði m.a. um ályktun sjáv- arútvegsnefndar: „Í ályktuninni er ekki hvert orð eins og ég vildi hafa það nákvæmlega. Ég býst við að í þessum sal séu ekki margir sem gætu sagt: þessi ályktun er ná- kvæmlega eins og ég vil hafa hana. Því fer fjarri hjá mörgum, ekki mjög fjarri hjá mér, en þetta er besta nið- urstaðan sem við gátum sett saman undir forystu sjávarútvegsráðherr- ans.“ Síðan sagði Davíð: „Menn ræða um (niðurstöðu) endurskoðunar- nefndar um sjávarútvegsmál eins og hún sé endapunktur. Þessi nefnd hefur skilað áliti með fyrirvara og meirihluti stjórnarflokkanna hefur náð þar ákveðinni samstöðu. Minni- hlutinn er á öðru máli. Síðan gengur málið til sjávarútvegsráðherrans, þaðan til ríkisstjórnarinnar, þaðan til þingflokkanna, þannig að það er margt sem á eftir að gerast í um- ræðu um þessi mál og auðvitað mun sú vinna sem fram hefur farið hér á fundinum, þær umræður sem hér hafa átt sér stað, sú vinna sem fór fram í sjávarútvegsnefndinni fyrir atbeina sjávarútvegsráðherra sér- staklega hafa mikið að segja um það hvernig þeirri vinnu lýkur. Hins veg- ar gerðu fulltrúar stjórnarandstöð- unnar í nefndinni sérstaka tillögu. Þeirri tillögu var hafnað. Þessum til- lögum hefur nú skolað hér inn á landfsund Sjálfstæðisflokksins. Þær felast í breytingartillögum Markús- ar Möller og fleiri. Það er algjörlega ljóst að ef slík tillaga yrði samþykkt yrði vinna sjávarútvegsráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þingflokksins alveg fyrir bý. Þannig að tillagan gengur ekki upp og getur ekki í raun markað stefnuna fram á veginn. Það er áríðandi að sjávarútvegsráðherr- ann, ríkisstjórnin og þingflokkurinn hafi þá leiðsögn frá landsfundinum sem í nefndaráliti sjávarútvegs- nefndarinnar felst. Ég vænti þess að landsfundarfulltrúar muni átta sig á þessari mikilvægu niðurstöðu.“ Að þessum orðum loknum fór fram skrifleg atkvæðagreiðsla um tillögu fimmmenninganna. Var hún felld með með 520 atkvæðum gegn 121 atkvæði. Alls 645 landsfundar- fulltrúar tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Fjórir skiluðu auðu. Drög að ályktun um sjávarútvegsmál þar sem fallist er á hóflegt auðlindagjald voru síðan samþykkt „með öllum þorra atkvæða gegn einu“ eins og Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fundarstjóri, orðaði það. mræðum um drög að ályktun um sjávarútvegsmál stórt skref átt til sátta“ Morgunblaðið/Kristinn thiesen sjávarútvegsráðherra. st á um sjávarútvegsmál á Sjálfstæðisflokksins um eftir er greint frá umræðun- óru á fundinum á laugardag. bátana,“ á lands- ega þakk- r vel tek- fir það í að byggi skýrði lands- ð baki til- i að keilu og eiðar ennu ksbátana, þ.e. það sem varðar undirmál í þorski, ýsu og ufsa, þannig að 10% af aflanum megi vera undirmál sem telst einungis að hálfu leyti til kvót- ans. Í þriðja lagi að heimiluð verði jöfn skipti á milli krókaaflamarks- kerfisins og aflamarkskerfisins og í fjórða lagi að þeir sem veiða teg- undir sem þeir ekki hafa kvóta fyr- ir geti veitt 5% og skilað tekjunum af því til Hafrannsóknastofunar- innar. Og að lokum í fimmta lagi legg ég fram frumvarp um það að gera breytingar á aflahlutdeildinni þannig að aflahlutdeild krókabát- anna verði hækkuð í ýsu, steinbít og ufsa þannig að í ýsunni verði hún 14,5%. Verði þetta samþykkt á Alþingi mun ég endurskoða heild- araflamarkið til að mæta þessari aukningu.“ Síðan sagði Árni: „Ég vona að menn líti ekki svo á að þótt til- lögugreinin hafi verið almennt orð- uð að ekkert standi á bak við hana. Þetta er það sem ég mun vinna að; annaðhvort með þeim tækjum sem ég hef í dag eða með því að leggja til frumvörp til að þetta megi ná fram að ganga. iðar krókabáta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.