Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 36

Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur SigurðurJóelsson skip- stjóri fæddist í Reykjavík 25. maí 1953. Hann lést hinn 6. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Ingimar Jóel Ingimarsson, f. 6.9. 1927, d. 14.3. 1997, og Kristín Ólafsdótt- ir, f. 15.4. 1936, sjúkraliði, búsett á Akureyri. Hálfsystk- ini Ólafs, sammæðra, eru: Jón Jónsson, f. 30.8. 1957, strætis- vagnstjóri, kvæntur Maríu Ell- ingsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Vilborg Jónsdóttir, f. 12.4. 1961, markaðsfulltrúi, gift Ara Þór Jóhannessyni rafeinda- virkja og eiga þau þrjú börn; og Þorsteinn Yngvi Jónsson, f. 21.6. 1967, og á hann einn son. Ólafur kvæntist 5.8. 1973 Önnu Kristrúnu Björnsdóttur, f. 4.10. 1953. Hún er dóttir Björns Björg- vinssonar, lögg. endurskoðanda, f. 12.9. 1916, d. 12.8. 1976, og Erlu Jónsdóttur, f. 1.4. 1927. Nú- verandi sambýlismaður Erlu er Ásgeir Ágústsson. Börn Ólafs og Önnu eru: Arnar, f. 24.9. 1973, nemi við HR, kærasta hans er Steinunn María Halldórsdóttir, f. 6.10.1977; Erla, f. 15.9. 1975, nemur fatahönnun í Design Institut í Aarhus og er sambýlismaður hennar Hendrik Pétur Sigurðsson, f. 13.6. 1973. Sonur þeirra er Kristófer Aron Hendriksson, f. 17.2. 1999.; Ing- unn, f. 4.1. 1977, hún er við nám í HÍ og er sambýlismað- ur hennar Elvar Örn Atlason, f. 15.9. 1972; Ólafur Valur, f. 21.5. 1985, nemi í Dan- mörku. Ólafur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1972 og var við nám í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík á árunum 1976-78. Eftir að námi lauk réð Ólafur sig sem stýrimann hjá Nesskipum hf. og starfaði þar á árunum 1978-83. Þá hóf hann störf sem stýrimaður hjá Skipa- félaginu Nes hf. þar sem hann var fastur skipstjóri frá árinu 1984 til dánardags. Útför Ólafs fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Í dag græt ég minn besta vin, ég græt eiginmann og góðan mann, sem stóð við hlið mér hvar sem hann var staddur í heiminum, var með mér í andanum og hugsaði til mín hverja mínútu. Ég græt mann sem gaf mér ást og umhyggju í afmælisgjöf á hverju ári og óskaði þess að vera minn besti vinur í gegnum allt sem líf- ið hafði upp á að bjóða. Ég græt stór- brotinn mann sem hafði mikið að gefa samferðafólki sínu, en þáði sitt í auð- mýkt. Umhyggja hans fyrir mér og börn- um okkar gekk fram fyrir hans eigin þarfir, en fyrir sjálfan sig óskaði hann þess eins, að okkur liði vel og hann fengi að vera með okkur. Nú er hann farinn frá okkur, en hann mun lifa í hjarta mínu alla tíð. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega’ og nú, og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú! (M. Joch.) Anna. „Í húsi föður míns eru mörg híbýli; væri ekki svo, mundi ég þá hafa sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? Og þegar ég er farinn burt og hef búið ykkur stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem ég er.“ (Jóh. 14.) Í þessum setningum finn ég von um að faðir minn sé í betri heimi, heimi þar sem gleði og von er allsráð- andi, heimi þar sem ég mun hitta hann seinna. Faðir minn var kvaddur úr þessum heimi allt of ungur og á ég erfitt með að skilja hvað gerst hefur. Við áttum eftir að ræða og gera svo marga hluti saman að gífurlegt tómarúm hefur myndast í hjarta mér. Við áttum ávallt einstaklega gott samband sem við ræktuðum hvenær sem tækifæri gafst til. Það sem ég kem til með að sakna hvað mest eru faðmlögin sem við höfum átt í hvert einasta skipti sem hann kom í land eða fór út á sjó, en þau sýndu okkur báðum hve mikil hlýja var á milli okkar og efast ég ekki um það að hann hafi fundið hve mikið ég elskaði hann. Óli var ekki bara faðir minn heldur einn af mínum bestu vinum. Við eydd- um eins miklum tíma saman og við gátum og vildi ég óska þess að sá tími hefði verið lengri. Ég minnist þess tíma með gleði sem við eyddum sam- an í billjard, við að dytta að húsinu eða róta upp í garðinum. Faðir minn var einstakur maður, maður sem ég gat treyst og talað við. Hann lagði allt upp úr því að vera heiðarlegur og traustur. Hann hefur ávallt verið vinur vina sinna og gerði allt fyrir þá, enda átti hann mikið af góðum vinum sem hann treysti og sem lögðu traust sitt á hann. Faðir minn var vinnusamur og átti erfitt með að skilja eftir verk óklárað. Hann var skipulagður og vandaður í sinni vinnu. Hann lagði mikið upp úr því að kenna mér að vinna eftir þess- um lífsreglum sínum og vona ég svo sannarlega að honum hafi tekist að kenna mér hluti eða tvo. Faðir minn var trúaður maður sem þótti gott að hlusta á guðsorð og því er ég sannfærður um að hann á eftir að hljóta áheyrn guðs og að hann situr nú með ömmu sinni, henni Sigríði Sig- urmundsdóttur, sem honum þótti svo vænt um. Arnar. Elsku besti pabbi minn. Ég get ekki lýst hvað fráfall þitt leggst þungt á mig. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu. Þú gafst mér svo mikið, jafnvel þótt þú værir mikið á sjónum. Þú not- aðir allan tímann sem þú hafðir í landi til að sinna fjölskyldunni. Pabbi, ég er þér svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þú varst svo umhyggjusamur og ástríkur faðir, ég fann alla tíð hversu vænt þér þótti um mig. Ég skil betur með tím- anum hversu mikið þú lagðir á þig til að veita mér gott líf og gafst þér alltaf góðan tíma til að vera með mér. Pabbi, þú varst einstakur maður enda varstu engum öðrum líkur. Ég var alltaf svo stolt af að eiga þig sem pabba. Þær minningar sem þú skilur eftir eru mér mikill styrkur. Pabbi, þú munt ávallt eiga mitt hjarta og ég hugga mig við ljúfar minningar sem þú skilur eftir hjá mér. Minning þín er mitt ljós. Þú verður ávallt hjá mér í anda. Pabbi minn, ég veit að þú ert á góðum stað og bíður mín. Þín verður sárlega saknað. Þín dóttir Ingunn. Elsku hjartans pabbi minn, það er svo sárt að kveðja þig. Þú varst einn af duglegustu mönnum sem ég hef nokkurn tíma þekkt. Þú varst sjómað- ur af lífi og sál. Það var ekki fyrr en um daginn sem ég áttaði mig að því hve mikið þú elskaðir að vera sjómað- ur. Þú mátt kalla það eigingirni í mér að vilja hafa haft þig í landi hjá okkur meira, en ég skil þig betur núna. Við fæðumst öll í eitthvert hlutverk í þessu lífi og sjómennskan var þitt. Þú varst eins góður eiginmaður og faðir okkar og þú varst sjómaður. Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem þú varst með okkur þó þær væru ekki eins margar og ég hefði viljað að þær voru. En þeir tímar sem þú varst heima með okkur voru góðir. Þú hugsaðir vel um mömmu og okkur. Ég get ekki lýst því með orðum hve þakklát ég er fyrir þessa síðustu mán- uði sem þú varst með okkur í sumar. Ég kynntist þér upp á nýtt og eign- aðist í raun nýjan vin þetta sumar. Ég ætla að þakka fyrir göngutúrana og línuskautaferðirnar okkar til Sunds, sem ég met svo mikils. Þú varst faðir minn, kennari og vinur. Ég hef alltaf verið svo stolt af að hafa átt þig sem föður. Þú gerðir mig að stærri mann- eskju og ég mun alltaf elska þig pabbi. Þú varst einn af einstökustu mönnum sem lifað hafa. Þú passaðir svo vel upp á líkama þinn. Hollustan var númer 1, 2 og 3 í þínu lífi. Gönguferðir og hjólatúrar á hverjum degi. Reyktir hvorki né drakkst og varst líka mikið á móti því. Ég er svo glöð yfir því að þú baðst mig um að gefa þér það í af- mælisgjöf og jólagjöf næstu árin að hætta að reykja og það tókst. Eina ástæðan fyrir því að það tókst var að það var sama hvaða markmið þú sett- ir þér, þú náðir því eða virkilega reyndir þitt allra besta og þú varst mín fyrirmynd. Þú varst nægjusamur maður í einu og öllu. Reglusamur og kurteis. Þú varst fyrirmynd okkar allra. Heimurinn væri betri staður ef fólk væri eins vandað og þú varst. Ég sakna þín svo mikið og ég sakna þess að sjá þig leika við Kristofer. Hann er ljósið þitt. Þú ert ávallt í okkar hjarta. Allir vondir, hver er bestur? Þú, elsku pabbi minn. Bless elsku faðir minn, tengdafaðir og afi. Sjáumst í næsta lífi. Erla, Hendrik og Kristofer. Elsku Óli okkar. Ekki hefði mig ór- að fyrir því þegar við Ingibjörg kom- um niður í skipið til þín fyrir hádegi 14. september síðastliðinn og þú bauðst okkur að borða hádegisverð með þér þar að þetta væri í síðasta sinn sem við sæjumst. Við vorum svo glaðar yfir því hversu vel þú leist út og varst frísklegur að sjá eftir veik- indin fyrr á árinu. Þú varst alltaf svo þakklátur fyrir berin sem ég gat fært þér í gegnum árin, hvort sem það var í Reykjavík eða þegar þú komst á skipinu þínu til Akureyrar. Það var svo yndislegt þegar við hittumst heima á Akureyri og gátum átt góðar stundir saman og þú færðir okkur fréttir af fjölskyldunni þinni og litla dóttursyni þínum. Þú áttir góða konu og yndisleg börn og það er ógleymanlegt þegar þú komst yfir hafið með sólargeislann þinn, Ólaf Val, frá Danmörku og baðst okkur Aðalgeir að hjálpa honum í flug til Reykjavíkur. Við systkinin söknum þín sárt og þökkum allar þær ánægjustundir sem við gátum átt saman með þér og fjöl- skyldu þinni. Minning þín lifir sem ljós í hjarta okkar. Elsku Anna og börn, guð gefi ykk- ur styrk á þessum erfiðum tímum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Þín mamma, Jón, Vilborg og Þorsteinn. Góður drengur er horfinn á braut. Ólafur hafði ákveðið að nota stutta viðdvöl í landi til þess að ganga á fjöll ásamt góðum vinum. En skjótt bregð- ur sólu og hann lagði á göngu á annað fjall, fjallið eina og hæsta þar sem hinn almáttugi bíður okkar allra. Ólafur hafði átt við vanheilsu að stríða og beðið eftir aðgerð á erlendri grund í sex mánuði. Eftir þá aðgerð var framtíðin björt og áhugi á að kom- ast til starfa á ný. Sjá landið sitt rísa úr sæ umvafið birtu miðnætursólar- innar. Það fegursta sem hann minnt- ist frá æskudögum sínum við Breið- fjörð var að sjá sólina síga í ægi vestur af Bjargtöngum á bjartri sumarnótt- unni. Nú er allt sviðið breytt og það haustar að í hugum okkar fjölskyldu Ólafs. Við minnumst góðs drengs, mikils mannkostamanns sem öllum vildi vel. Ást og umhyggja fyrir fjöl- skyldu sinni var hans líf. Oft voru langar og erfiðar ferðir yfir hafið í millilandasiglingum, en það óx honum ekki í augum. Hann stýrði skipi sínu heilu í höfn. Ólafur Jóelsson var farsæll maður í starfi sínu sem skipstjóri, hann var vandaður maður í öllum samskiptum. Við eigum eftir að sakna þess þeg- ar „Lómur“ kemur til hafnar í Reykjavík að eiga ekki von á Ólafi í heimsókn. Við þökkum Ólafi Jóelssyni fyrir samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu hans Erla og Ásgeir. Okkur varð illa brugðið þegar fréttist að Óli frændi og æskufélagi hefði orðið bráðkvaddur aðeins 48 ára gamall. Margar skemmtilegar minningar um Óla koma upp í hugann. Mikil til- hlökkun var á Fossá á Barðaströnd þegar strákurinn Óli frændi var væntanlegur. Loksins sást bíll koma niður hálsinn og Stjáni ömmubróðir Óla mætti með augastein Siggu ömmu. Á hlaðinu stóð 6 ára, rauð- hærður, nýklipptur polli í alvöru gallabuxum og rauðköflóttri skyrtu og gúmmískóm. Hann mátti ekkert vera að því að heilsa öllu þessu fólki, því það var annað og meira spennandi sem tók á móti honum, það var hund- urinn Spori, gamall og þreyttur. Frá því augnabliki voru þeir óaðskiljan- legir, veltust um og léku sér, en Spori leit ekki við öðrum krökkum eftir það. Að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að dvelja í sveit hjá Kristínu langömmu og Haraldi syni hennar og fjölskyldu verður seint þakkað. Að kynnast líðandi búskaparháttum á þessum tíma, ekkert rafmagn, allur matur heimatilbúinn og saltaður í tunnur, sofið á baðstofuloftinu, þvott- urinn skolaður í ánni og hengdur upp í hjall. Sækja kýr og mjólka, skilja og strokka, það var þroskandi fyrir krakka að taka þátt í þessu. Ekki var nú minna gaman að taka þátt í því sem gerðist til sjós, leggja og vitja sela- og hrognkelsaneta, fara út í eyj- ar til dúntöku og eggjaleitar eða skarfatökuferðirnar frægu. Ferðir með Halla frænda sem sló í þúfum til að bjarga grasi hér og þar, binda í bagga og reiða heim á hesti eða sigla með bagga úr úteyjum. Ríða saman á hestum út í Hörgsnes til að reka kind- ur úr fjörunni, syngjandi íslensk ætt- jarðarlög, Óli þeysti mikið til að verða alltaf fyrstur heim. Síðan að upplifa og taka þátt í því að byggja öll hús upp á bænum, fá rafmagnið og nýjan veg að bænum, en áður þurfti að fara upp á Þingmannaheiði og yfir vatns- mikla á til að komast þangað. Læra að keyra dráttarvél og jeppa. Fara í göngur og smala á heiðum og fjöllum. Á þessum árum var Ingvi frændi eins og tvílemba, lömbin hans hétu Badda og Óli. Mikið var farið til berja á þess- um árum og Óli duglegur að tína, sagðist „tína eins og Ingvi“, það var goðið hans. Óli var um 10-12 ára þegar hann sagðist ætla að verða sjómaður, enda kom hann á vorin í mörg ár til að vera með Ingva frænda á grásleppuveið- um. Óli fór fyrir Siggu ömmu sína í Verslunarskólann, en sleppti útskrift- arpartýinu þar til að komast til Ingva og Stellu og fara á sjóinn með Ingva. Síðan, að eigin sögn, í Stýrimanna- skólann fyrir sjálfan sig og helgaði líf sitt sjómennsku og skipstjórn, var lengst af í siglingum. Óli var mjög iðinn og samvisku- samur, síðasta sumarið sem hann fór vestur til Ingva á grásleppuna var hann orðinn skipverji á Svaninum RE, var þá í fríi milli vetrar- og sum- arsíldveiða. Óli giftist æskuást sinni Önnu og bjuggu þau lengst af í Reykjavík, þau eignuðust fjögur börn. Mikill er missir fjölskyldunnar. Með Óla er genginn drengur góð- ur, við þökkum honum samfylgdina, og biðjum Guð og allar góðar vættir að styrkja fjölskyldu hans á erfiðum tímum. Ingvi, Stella og Bjarney. Það var vor í lofti, dag tekið að lengja og tré og blóm farin að vakna aftur til lífsins eftir veturinn. Glað- værar raddir og hlátur heyrðust á þessum fallega degi sem bar með sér fyrirheit um bjarta og gæfuríka fram- tíð. Hópur ungmenna var saman kominn til að fagna lokaprófi úr Verslunarskólanum. Frá þessum degi eru mínar fyrstu minningar um Ólaf Jóelsson, sem var þá að útskrifast ásamt Önnu systur minni. Óli eða Óli Jóels, eins og við köll- uðum hann alltaf, og Anna systir ákváðu snemma að eyða saman æv- inni, giftu sig og eignuðust fjögur börn: Arnar, Erlu, Ingunni og Ólaf Val. Óli lagði ekki fyrir sig skrifstofu- störf en fór ungur á sjóinn, fyrst á fiskveiðar og síðar var hann í milli- landasiglingum og mörg síðustu árin sem skipstjóri. Því var hann oft lang- tímum að heiman frá fjölskyldu og vinum og fjarri um hátíðir og við sér- stök tækifæri þegar fjölskyldan vildi gjarnan vera saman. Var það bæði honum og fjölskyldunni oft þung- bært. Aðstæður á hafi úti geta verið erfiðar og veður vond og fór Óli ekki varhluta af því. Hann lenti í ýmsum raunum á sjómannsferli sínum sem ekki verða raktar hér. Hann var ekki margorður um þessa atburði og ekki er hægt fyrir ókunnuga að setja sig í þau spor. Öllu þessu tók hann þó með stakri ró og yfirvegun og sinnti starfi ÓLAFUR SIGURÐUR JÓELSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.