Morgunblaðið - 16.10.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 16.10.2001, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ZONG-YUAN Zhao, sem er einn stigahæsti unglingur í heimi í sínum aldursflokki, sigraði á Atskákmóti Glefsis sem fram fór í Garðabæ um helgina eftir harða keppni við Björn Þorfinnsson. Zhao fékk 6½ vinning í 7 skákum, en eina jafnteflið var gegn Birni, sem hafnaði í öðru sæti með 6 vinninga. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Zong-Yuan Zhao 6½ v. 2. Björn Þorfinnsson 6 v. 3. Dagur Arngrímsson 5 v. 4. Halldór B. Halldórsson 4½ v. 5. Baldur Möller 3 v. 6. Davíð Kjartansson 2 v. 7. Stefán Bergsson 1 v. 8. Kjartan Thor Wikfeldt 0 v. Baráttan um efsta sætið á mótinu var spennandi allt fram á síðustu mín- útur, ekki síst fyrir tilstilli Halldórs B. Halldórssonar sem glímdi við þá Björn og Zhao í tveimur síðustu um- ferðunum. Björn lék illa af sér gegn Halldóri í sjöttu umferð, en tókst af alkunnu harðfylgi að halda barátt- unni áfram og náði að lokum jafntefli. Í síðustu umferðinni tefldi Halldór síðan við Zhao og eftir að öllum öðr- um skákum umferðarinnar var lokið sátu þeir enn að tafli og Halldóri hafði tekist að halda stöðunni í jafnvægi. Það fór þó svo að lokum að hann lék af sér og þar með tryggði Zhao sér sigur á mótinu. Það var Taflfélag Garðabæjar sem stóð fyrir mótinu í samvinnu við Tafl- félagið Helli, Skákfélags Akureyrar, Skákskóla Íslands, 12 tóna, MP-verð- bréf og Guðmund Arason. Skák frá Evrópumóti taflfélaga Björgvin Jónsson teflir sjaldan á skákmótum, en hefur þrátt fyrir það náð að halda styrkleika sínum eins og sjá mátti á Evrópumóti taflfélaga þar sem hann hlaut flesta vinninga liðs- manna Taflfélags Reykjavíkur. Hann tapaði ekki skák, fékk 6 vinninga af 7 og verðlaun fyrir bestan árangur á þriðja borði. Eins og sjá má í eftirfar- andi skák er Björgvin óhræddur við að takast á við hvössustu byrjunar- afbrigði skákfræðanna og fylgist því greinilega vel með þróun mála þótt hann tylli sér sjaldan niður við skák- borðið í opinberum mótum. Hvítt: Björgvin Jónsson Svart: Mario Horvath Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 g6 6.Be3 Bg7 7.f3 0–0 8.Dd2 Rc6 9.Bc4 Bd7 10.0–0–0 Da5 11.h4 Hfc8 12.Bb3 Re5 13.Kb1 b5!? Svartur fórnar peði fyrir gagnfæri, en oftast er leikið hér 13...Rc4 14.Bxc4 Hxc4 15.Rb3 Dc7, ásamt 16. Bd4 eða 16. h5 o.s.frv. Svartur getur ef til vill leikið 13. -- h5!? í stöðunni. 14.Rcxb5 Dxd2 15.Bxd2 -- Hvítur getur einnig drepið með hrók, t.d. 15.Hxd2 Hab8 16.a4 a6 17.Ra3 Be8 18.Bg5 Kf8 19.h5 Rxh5 20.Ka2 Hc5 21.g4 Rf6 22.Bxf6 Bxf6 23.Hxh7 Ha5 24.c3 e6 25.Bd1 Bxa4 26.b4 Bxd1 27. Hxd1 Hab5 28. Raxb5 og hvítur vann (Hannes Hlífar Stefáns- son-Guðmundur Halldórsson, 1994). 15...Hab8 Eða 15...Rc4 16.Bxc4 Hxc4 17.b3 Hc5 18.c4 e5 19.Re2 Bxb5 20.cxb5 Hxb5 21.Bg5 Hb6 22.Bxf6 Bxf6 23.Rc3 Hc6 24.Rd5 Kg7 25.Hc1 Hxc1+ 26.Kxc1 h5 27. Kb2 Bd8 28. g3 Hc8, með jafntefli 18 leikjum síðar (Þröstur Þórhallsson-Guðmundur Halldórsson, Deildarkeppni 1994). 16.a4 a6 17.Rc3 Be8 18.Bg5 Kf8 Hvítur á peði meira, en það er mjög erfitt fyrir hann að notfæra sér það. Svörtu mennnirnir standa vel til að verjast peðameirihluta hvíts á drottn- ingarvæng. 19.Ka2 Rc4 20.g4 Hc5 21.Bc1 h5 22.gxh5 Rxh5 23.Hhg1 Ra5 24.Hg5 -- Sjá stöðumynd 1 24...Rb7? Með þessum leik tapar svartur dýr- mætum tíma, því að hann verður fyrr eða síðar að drepa biskupinn á b3. Eftir 24...Rxb3 25.cxb3 Be5 26.Be3 Hcc8 27.Rd5 e6 28. Rc3 Hc7 29. Hg2 Hbc8 kemst hvítur lítið áleiðis. 25.f4 Hxg5 26.hxg5 Rc5 27.f5 gxf5?! Það er varasamt að taka valdið af riddaranum á h5. Öruggara hefði ver- ið fyrir svart að bíða átekta með 27. -- Rxb3 28. cxb3 Bd7 o.s.frv. 28.exf5 Rxb3 29.cxb3 Rg3? Eftir 29...Bd7 30.Rce2 Hc8 31.Hg1 e5 32.fxe6 fxe6 virðist svartur hafa nægilegt mótvægi fyrir peðið. Reynd- ar verður hvítur að gæta sín, t.d. 33.Hf1+ Ke7 34.Be3 e5 35.Rf5+ Bxf5 36.Hxf5 Ke6 37.Hf2 d5 38.Kb1 Hf8 39. Hxf8 Bxf8 og svartur hefur betra tafl. 30.f6! -- Sjá stöðumynd 2 30...Bh8 Eða 30...exf6 31.Bf4 Kg8 32.Bxg3 fxg5 33.Bxd6 Hb6 34.Rf5 Hb7 35.Rxg7 o.s.frv. 31.Bf4 Rh5 Engu betra er 31. -- e5 32. Bxg3 exd4 33. Bxd6+ Kg8 34. Bxb8 dxc3 35. Hd8 o.s.frv. Hvítur nær nú afgerandi liðsyfir- burðum og lokin þarnast ekki skýr- inga. 32.Hh1 Bxf6 33.gxf6 Rxf6 34.Rf5 Rg8 35.Rxd6 Hb4 36.Rxe8 Hxf4 37.Rc7 Hf6 38.R7d5 Hd6 39.Re3 e6 40.Rc4 Hd4 41.Hd1 Hxd1 42.Rxd1 Re7 43.Ka3 Rc6 44.b4 Ke7 45.b5 axb5 46.axb5 Rd4 47.Kb4 f5 48.Kc5 Rb3+ 49.Kb6 Rd4 50.Ka6 Kd7 51.b6 Rc6 52.Ra5 og svartur gafst upp. Lokin hefðu getað orðið á eftirfarandi hátt: 52...Rxa5 (52...Rb8+ 53.Kb7 e5 54.Kxb8 e4 55.b7 f4 56.Ka7 e3 57.b8D) 53.Kxa5 Kc8 54.Ka6 Kb8 55.b7 e5 56.Kb6 e4 57.Rc3 e3 58.Re2 f4 59.Rd4 f3 60.Rc6+ mát. Björn Þorsteinsson enn í fremstu röð Sigurbjörn Björnsson og Björn Þorsteinsson eru efstir á Haustmóti TR með 7½ vinning þegar ein umferð er til loka mótsins. Sigurbjörn stend- ur þó betur að vígi þar sem hann á frestaða skák við Davíð Kjartansson. Björn Þorsteinsson sigraði Sævar Bjarnason í 10. umferð og það er svo sannarlega ánægjulegt að sjá hann standa sig svo vel eftir að hafa dregið sig að mestu leyti í hlé frá þátttöku í skákmótum um árabil. Arnar Gunnarsson, sem virtist ætla að veita Sigurbirni harða keppni um efsta sætið, tapaði óvænt fyrir Einari Kr. Einarssyni í 10. umferð, en Einar var í neðsta sæti á mótinu. Ein- ar hefur reyndar haft töluverð áhrif á gang mála, þótt vinningarnir séu ekki margir, því fyrr í mótinu sigraði hann Davíð Kjartansson. Ingvar Jóhannes- son, sem var farinn að eygja mögu- leika á efsta sætinu, gerði jafntefli við Jón Árna Halldórsson í 10. umferð. Staðan í A-flokki er þessi fyrir síðustu umferð: 1. Sigurbjörn Björnsson 7½ + fr. 2. Björn Þorsteinsson 7½ v. 3.-4. Arnar Gunnarsson, Ingvar Jóhannesson 7 v. 5. Davíð Kjartansson 5½ + fr. 6.-7. Jón Árni Halldórsson, Sævar Bjarnason 4 v. 8. Dagur Arngrímsson 3½ + fr. 9. Júlíus Friðjónsson 3½ v. 10.-12 Guðni Stefán Pétursson, Guðjón Heið- ar Valgarðsson, Einar Kr. Einarsson 2½ + fr. Í B-flokki er staða efstu manna þessi: 1. Halldór Pálsson 7 v. 2. Guðmundur Kjartansson 6 v. 3. Ólafur Kjartansson 5½ v. 4. Jónas Jónasson 5 + 2 fr. 5.-7. Bjarni Magnússon, Kjartan Guðmunds- son, Halldór Garðarsson 5 v. o.s.frv. Í C-flokki er staðan þessi fyrir síð- ustu umferð: 1. Aldís Rún Lárusdóttir 9½ v. 2. Hilmar Þorsteinsson 8½ v. 3. Anna Björg Þorgrímsdóttir 8 v. 4. Sturla Þórðarson 7 v. 5. Aron Ingi Óskarsson 6½ v. 6.-10. Trausti Eiríksson, Ásgeir Mogensen, Skúli Mogensen, Ólafur Evert Úlfsson, Arn- ljótur Sigurðsson 5 v. o.s.frv. Skákmót á næstunni SÍ. 19.10. Íslandsm. skákfélaga SÍ. 23.10. Minnm. um Jóhann Þóri SA. 25.10. Hraðskákmót Zong-Yuan Zhao sigraði á Atskákmóti Glefsis Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK G a r ð a b æ r ATSKÁKMÓT 12.–14.10. 2001 SKÁK Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. ATVINNUHÚSNÆÐI Blá/hvíta húsið í Smáranum Glæsilegt 2.400 fm atvinnuhúsnæði á fjórum hæðum til leigu. Möguleikar á skiptingu í 300 fm skrifstofu- og verslunareiningar. Tryggðu þér góðan stað fyrir reksturinn í miðju höfuðborgar- svæðisins í tíma. Staðsetningin hefur mikið auglýsingagildi. Traustur eignarhaldsaðili. Upplýsingar í síma 896 6526. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Norræna félagið Aðalfundur 24. okt. 2001 Norræna félagið í Reykjavík heldur aðalfund í Norræna húsinu miðvikudaginn 24. október kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Færeyskur fróðleikur og fjör. Veitingar í boði. Stjórnin. KENNSLA Viltu vernda hjartað? Dagana 25.—27. október halda Símenntunar- stofnun KHÍ og Hjartavernd námskeið um helstu áhættuþætti hjartasjúkdóma sem tengj- ast mataræði. Einnig verður kennt að elda hjartavænan mat. Staður og stund: Kennslueldhús Kennaraháskóla Íslands, Skip- holti 37; 25. október kl. 20—22, 26. október kl. 17—21 og 27. október kl. 10—14. Kennarar: Brynhildur Briem og Stefanía V. Stefánsdóttir, kennarar við KHÍ og sérfræði- læknir frá Hjartavernd. Verð: 13.500 kr. Innifalið í verði eru 2 máltíðir og uppskriftir. Skráning er til 18. október í síma 563 3980 í Símenntunarstofnun KHÍ, netf.: simennt@khi.is . TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í breytingar í kjallara og á 1. hæð í norðurálmu dvalarheimilisins Hlíð við Austurbyggð. Um er að ræða endurnýjun snyrtiherbergja og breytingar á vakt- og línherbergi. Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr. skila- tryggingu á teiknistofunni Form ehf., Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri, frá og með mánudeg- inum 15. október nk. Tilboðin verða opnuð hjá Fasteignum Akureyr- arbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, þriðjudaginn 23. október nk. kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Fasteignir Akureyrarbæjar. Hafnarfjörður Svæðisskipulag - kynningarfundur Boðið er til kynningarfundar þar sem kynntar verða tillögur að svæðisskipulagi fyrir höfuðborg- arsvæðið 2001—2024. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg fimmtu- daginn 18. október kl. 20:00. Bæjarskipulag Hafnarfjarðar. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Lára Halla Snæfells, Erla Alex- andersdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir og Garðar Björg- vinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum uppá einka- tíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA ■ www.nudd.is BLÓMADROPAMEÐFERÐ Verð með nám- skeið í notkun blómadropa helgina 20.—21. október. Er einnig með einkatíma og held fræðslufundi og fyrirlestra. Uppl. gefur Íris Sigurðardóttir í símum 561 1885 og 866 2420, netfang isblom@simnet.is. FÉLAGSLÍF  FJÖLNIR 6001101619 I Atkv,  EDDA 6001101619 III  HLÍN 6001101619 IV/V I.O.O.F.Rb.4 15110168 I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18210168  Fl. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Ferð aðaldeilda KFUK og KFUM á Akranes í kvöld. Mæting á Holtaveg kl. 18:45. Skráning til kl. 13 í síma 588 8899. Enginn fundur hjá KFUM á fimmtudag. Kristilegt félag heilbrigðisstétta Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 16. október kl 20.00 á Háaleitisbraut 58. Venjuleg aðalfundarstörf. Umræða um trúarþarfir sjúklinga og fræðslu fyrir heil- brigðisstarfsmenn. Hugleiðing Sr. Sigfinnur Þorleifsson. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.