Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 41
YFIRLÝSING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 41 VIÐ, undirritaðir, höfum í rúmt ár gagnrýnt opinberlega rannsókn rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) á flugslysinu í Skerjafirði. Við höfum í þeirri umfjöllun fært fram yfirveguð og málefnaleg rök. Og nú er svo kom- ið að okkur hafa borist nýjar upplýs- ingar, staðfestar og vottaðar, sem gera það að verkum að mælirinn er endanlega fullur. Þessar upplýsingar eru þess eðlis að ráðherra samgöngu- mála verður að bregðast við þeim, annars er hann endanlega að bregð- ast skyldum sínum. Forsætisráð- herra verður að vera undirráðherra sínum ráðagóður í þessu efni og Al- þingi að hafa áhrif á ákvarðanaferlið. Engin stjórnsýslueining má í skjóli sjálfstæðis komast upp með svo al- varleg afglöp sem að sönnu hafa hent RNF. Rétt er að minna ráðherra og Alþingi á skilaboð endurskoðunar- nefndar Alþjóðaflugmálastofnunar- innar (ICAO): „Endurskoðunar- nefndin taldi að sjálfstæði RNF ætti að takmarkast við hina eiginlegu rannsóknarþætti og einkum þó fram- setningu niðurstaðna og tillagna í ör- yggisátt. Almennt séð ætti RNF að fullu að bera ábyrgð gagnvart sam- gönguráðuneyti (ásamt Alþingi og nefndum þess) hvað varðar stefnu sína og verklag.“ Fyrri ávirðingar Fljótlega eftir flugslys fengum við staðfestingar á ófullnægjandi vinnu- brögðum RNF og vöktum á því at- hygli hjá viðeigandi aðilum. Allt stað- festist það þegar lokaskýrsla RNF um flugslysið kom út í mars, þegar frumskýrslan opinberaðist og þegar ritskoðun flugmálastjórnar var dreg- in fram í dagsljósið. Í því sambandi má benda á tillögur nefndarinnar í ör- yggisátt. Gagnrýni okkar hefur beinst að ýmsum þáttum. Má þar nefna ýmist ófullnægjandi, engar eða allt of seinar skýrslutökur af ýmsum aðilum er málinu tengjast. Er til dæmis alveg með ólíkindum að nefndin skuli hafa dregið það í meira en 13 vikur að taka skýrslu af flugstjóra vélarinnar sem var nýlent þegar TF-GTI var vísað frá. Þá má nefna ófullnægjandi rann- sókn á flugumferðastjórninni en þar vitum við að enn er mörgum spurn- ingum ósvarað. Þá vitum við að öll kurl eru engan veginn komin til grafar varðandi skráningu og útgáfu lofthæfiskírtein- is TF-GTI, en einmitt umföllunin um þann þátt tók skuggalegum breyting- um frá drögunum yfir í lokaskýrluna, flugmálastjórn til þægðar. Við teljum okkur hafa vitneskju um að við útgáfu lofthæfiskírteinisins hafi svo alvar- legir hlutir gerst að við höfum farið fram á opinbera rannsókn á þeim þætti sérstaklega. Fulltrúar RNF hafa meira að segja lýst því yfir við annan okkar að flugvélin hafi aldrei átt að fá lofthæfiskírteini á grundvelli þeirra gagna sem fyrir lágu þegar það var gefið út. Ekki rataði það í skýrsluna. Skýringuna á því er vafa- laust að finna í ritskoðun flugmála- stjórnar og vilja RNF til að fara eftir henni. Við höfum einnig vakið athygli á ófullnægjandi vinnubrögðum nefnd- arinnar varðandi þátt viðhalds- og skoðunaraðila flugvélarinnar en eig- andi þess verkstæðis var jafnframt tæknistjóri LÍÓ ehf. Það er kannski ekki að undra því sami aðili var í aðal- hlutverki í „rannsókn RNF á hreyfli TF-GTI“, sem fram fór á verkstæði hans. Við höfum allar ástæður til að van- treysta „rannsókn og niðurstöðum RNF“ hvað hreyfilinn varðar. RNF spillti þessu mikilvæga sönnunar- gagni með því að afhenda Ísleifi Otte- sen hreyfilinn aðeins 4 dögum eftir flugslys þegar nefndin í hroka sínum taldi sig hafa „fullrannsakað“ hann. Því höfum við enga möguleika á að kalla til eigin og/eða óháða sérfræð- inga til að gera á honum fullnægjandi rannsókn. Þetta er mun alvarlegra í ljósi þess að gögn liggja fyrir sem benda til að alvarleg fölsun hafi átt sér stað varðandi bakgrunn hreyfils- ins. Gagnrýni okkar á störfum RNF varð til þess að samgönguráðherra sá sig knúinn til að fara þess á leit við ICAO að hún tæki RNF út. ICAO- menn höfðu þó einungis umboð til að kanna hvaða aðstæður RNF hefði til að gera sómasamlega rannsókn en, eins og fram kemur í skýrslu þeirra, höfðu ekki umboð til að fara ofan í saumana á rannsókn RNF á Skerja- fjarðarflugslysinu. Þá hefur sam- gönguráðherra séð sig knúinn til að skipa starfshóp sem á að gera tillögur að breytingum á lögum og reglugerð- um um rannsóknir á flugslysum. Nýjar upplýsingar Við höfum átt ítarlegar viðræður við kafara þá sem komu að björgun farþeganna og flaksins úr sjó. Þeir staðfesta að nánast allt í skýrslu RNF sem vísar til vinnu þeirra er rangt. Þar má nefna legu flaksins og ástand þess á sjávarbotni, frásögn af björgun og röð far- þega úr flakinu. Þá kemur eftirfarandi fram í skýrslu RNF: „Lítil eldsneytisbrák var á sjónum við flakið og kafararnir sem unnu við að bjarga mönnun- um urðu lítið varir við eldsneytismengun í sjónum.“ Þetta er al- rangt. Á myndbandi af björgunaraðgerðum sést töluverð eldsneyt- isbrák á sjónum. Þar að auki varð einn kafar- anna frá að hverfa vegna verulegra óþæginda frá eldsneyti í sjónum þeg- ar hafist var handa við að lyfta flakinu af hafsbotni u.þ.b. 1–1,5 klst. eftir slysið. Hann tjáði fulltrúa RNF tví- vegis frá þessari reynslu sinni. RNF kaus þó að hunsa þennan framburð hans algerlega. Í þessu sambandi er einnig vert að geta þess að RNF ræddi ekkert við kafarana fyrr en mörgum mánuðum eftir slysið og þá einungis stuttlega í síma. Er það með ólíkindum að RNF skyldi ekki hafa meiri áhuga á að taka ítarlega skýrslu af þessum mönnum sem best kynnt- ust aðstæðum á slysstað og ástandi flugvélarinnar á sjávarbotni áður en hún stórskemmdist við hífinguna. Þá höfum við það staðfest að hlutar úr flakinu (báðar hurðir, framrúða, vélarhlífar o.fl.) voru skildir eftir á hafsbotni og ekki sóttir fyrr en löngu síðar. Lokaorð RNF hefur því á alvarlegan hátt kastað til höndum við rannsóknina á flugslysinu og gerð skýrslunnar. Þannig höfum við vissu fyrir því að í veigamiklum atriðum er farið með rangt mál í skýrslunni. Hvað þá með annað í skýrslunni? Hverju er hægt að treysta? RNF hefur í umræðunni skýlt sér á bak við það að opinber rannsókn er í gangi. En í sinni rannsókn styðst lög- reglan í veigamiklum atriðum við þá vinnu sem RNF innti af hendi. Og þar sem hún er mjög ófullnægjandi, nið- urstöður á köflum rangar og villandi, þá getur hin opinbera rannsókn lög- regluyfirvalda liðið fyrir það. Almannahagsmunir krefjast þess að allir sem með störfum sínum eiga að stuðla að flugöryggi á Íslandi vinni vinnuna sína samviskusamlega og séu hæfir til þess. Lög um rannsókn flug- slysa segja að aðalmarkmiðið með slíkum rannsóknum sé að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Það hefur klárlega ekki átt sér stað í þessu máli. Fram komnar upplýsingar eru þess eðlis að RNF ætti þegar í stað að segja af sér, annars á að víkja þeim frá. Ráðherra samgöngumála á að koma inn í og gera að sinni þá rann- sókn óháðra sérfræðinga sem nú stendur yfir að frumkvæði okkar. Friðrik Þór Guðmundsson, Jón Ólafur Skarphéðinsson. Nú er mælirinn fullur Yfirlýsing vegna nýrra, alvarlegra upplýsinga um rannsókn flug- slyssins í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Morgunblaðið/Kristinn Krani köfunarpramma hífir flak flugvélarinnar TF-GTI af botni Skerjafjarðar. Friðrik Þór Guðmundsson Jón Ólafur Skarphéðinsson FRÉTTIR AÐALFUNDUR Læknafélags Ís- lands lýsir áhyggjum yfir glundroða og ómarkvissri uppbyggingu sem ein- kennt hefur sameiningarferli sjúkra- húsanna í Reykjavík, jafnframt því sem stjórnvöld eru átalin fyrir að hafa staðið sig slælega í þeim efnum. Aðal- fundurinn staðfesti einnig yfirlýsingu stjórnar LÍ og ÍE um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sem formaður félags- ins undirritaði með fyrirvara um stað- festingu aðalfundarins síðla í ágúst- mánuði. Í ályktun aðalfundarins sem hald- inn var 12. og 13. október síðastliðinn segir að það sé með öllu óviðunandi að við sameiningu sjúkrahúsanna hafi ekki legið fyrir ákvörðun um framtíð- arstaðsetningu og að í fjárlögum skuli ekki hafa verið gert ráð fyrir útgjöld- um til að standa straum af umtals- verðum stofnkostnaði sem óhjá- kvæmilega fylgdi sameiningunni. Bæta þarf starfskjör heimilislækna Þá er lýst óánægju með það hve yf- irstjórn Landspítala – háskólasjúkra- húss hafi haft forystumenn lækna á sjúkrahúsunum takmarkað með í ráð- um varðandi grundvallarstefnumótun og framkvæmd sameiningarinnar. Ennfremur hvetur aðalfundurinn lækna til að taka meiri þátt í upp- byggingu hins sameinaða sjúkrahúss og og axla þá ábyrgð sem hver og einn hljóti að bera í þessu þýðingarmikla máli. Þá samþykkti aðalfundurinn einnig ályktun varðandi skort heimilislækna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Segir þar að grípa þurfi til róttækra úrræða til þess að bæta starfskjör þeirra og skorað á heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið að gera vandaða athugun á þörf fyrir sérfræðinga í heimilis- lækningum á þessu svæði, jafnframt því að gera þjónustuna fjölbreyttari með því að veita einkareknum lækna- stofum brautargengi. Þá samþykkti aðalfundurinn yfir- lýsingu varðandi starfsumhverfi lækna þar sem segir að heilbrigðis- þjónusta á Íslandi sé góð og skilvirk í samanburði við heilbrigðisþjónustu iðnríkja Vesturlanda. Það séu gömul sannindi og ný að tilraunir til umbóta takist illa séu þær þvingaðar fram án víðtæks skilnings og stuðnings þeirra sem við þær eiga að búa. „Það hefur einkennt þróun heil- brigðismála á Íslandi, að þar hefur gætt varfærni og aðgát verið höfð við að innleiða nýjar hugmyndir og reynt að aðlaga þær íslensku umhverfi án þess að varpa fyrir róða því, sem vel hefur reynst hér á landi. Það er að sínu leyti hvatning til þess að haldið verði áfram á sömu braut,“ segir síð- an. Aðalfundur Læknafélags Íslands Yfirlýsing LÍ og ÍE staðfest MÁLVERK af Guðlaugi Þorvalds- syni, fyrrum rektor Háskóla Íslands og ríkissáttasemjara, var afhjúpað í Odda, húsnæði Viðskipta- og hag- fræðideildar HÍ á laugardag. Mál- verkið, sem er gjöf frá fyrrverandi nemendum Guðlaugs, var afhjúpað af ekkju hans, frú Kristínu Krist- insdóttur, en Guðlaugur hefði orðið 77 ára á laugardaginn. Málverkið er eftir Gunnar Karlsson listmálara og er á 3. hæð í Odda. Guðlaugur Þorvaldsson fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík 13. október 1924 og lauk cand. oecon prófi frá HÍ 1950. Á starfsferli sín- um var Guðlaugur m.a. ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu 1966– 1967 og prófessor við viðskiptadeild HÍ frá 1967–1979. Hann var rektor HÍ frá 1973–1979 og gegndi stöðu ríkissáttasemjara frá 1979–1994. Guðlaugur lést árið 1996, þá 71 árs að aldri. Morgunblaðið/Golli Málverk af Guðlaugi Þorvaldssyni afhjúpað DÓMNEFND Norðurlandaráðs ákvað á fundi sínum í Helsinki nýver- ið að veita Mats Segnestam norrænu umhverfis- og náttúruverndarverð- launin fyrir árið 2001. Hann fær verð- launin fyrir framsýni og virka þátt- töku í að innleiða umhverfisvernd í þróunaráætlanir sem grunn að sjálf- bærri þróun. Þema norrænu umhverfis- og nátt- úruverndarverðlaunanna á þessu ári er „Ábyrgð Norðurlanda í alþjóðlegri umhverfisvernd“. Mats Segnestam hafði á sjöunda áratugnum frum- kvæði að því að skipuleggja samstarf- ið milli náttúruverndarsamtaka á Norðurlöndum og hefur ennfremur átt þátt í að byggja upp Náttúru- verndarsamtök Svíþjóðar og gera þau að virkri og nútímalegri hreyfingu. Á árinu 1974 tók hann þátt í að setja á laggirnar evrópsku umhverf- isverndarskrifstofuna, sem í dag er ráðgefandi í stefnu Evrópusambands- ins í umhverfismálum. Frá árinu 1988 hefur Mats Segnestam verið ráðgjafi í umhverfismálum fyrir Sidas sem mótar stefnu í náttúruvernd og um- hverfismálum. Norrænu umhverfis- og náttúruverndarverðlaunin nema 350.000 dönskum krónum og verða af- hent við hátíðlega athöfn á Norður- landaráðsþingi í Kaupmannahöfn 30. október. Hlýtur norrænu umhverfisverðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.