Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 44

Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á MIÐJUM áttunda áratug síðustu aldar byrjaði lítill hópur anarkista að halda árlegan „dag gegn McDon- ald’s“ 16. október. Ástæðurnar fyr- ir því að þetta fólk var á móti því fyrirtæki eru nokkrar: McDonald’s er ein af stærstu keðjunum í matvælaiðnaðinum. Stærstu fyrirtækin í hinum alþjóð- lega matvælaiðnaði eru oft og iðu- lega sökuð um að standa fyrir rusl- framleiðslu, bæði að framleiða og selja óhollan mat, sem er auglýstur sem gæðafæða, og í kringum fram- leiðsluna skapast ótrúlegt magn af pappírs- og plastrusli. Þessi fyrir- tæki, og þá sérstaklega McDo- nald’s, eru einnig sökuð um auglýs- ingasiðleysi þar sem auglýsingar þeirra beinast mikið að börnum. Þessar auglýsingar, sem og útlit og öll ímynd veitingakeðjanna og framsett sem fjörugir staðir, eru sagðar vera yfirhylming yfir mis- notkun vinnuafls, umhverfis og dýra. Mörg hinna stóru fyrirtækja innan matvælaiðnaðarins og víðar hafa verið staðin að verki við að reyna að sniðganga gild réttindi verkalýðsfélaga. Einnig er því hald- ið fram að náttúrulegt skóglendi og þar með búsvæði margra frum- stæðari hópa manna auk dýrateg- unda sé rutt til að skapa beitilendur fyrir kjötframleiðslu hamborgara- staðanna. Það er jafnframt stað- reynd að hundruð þúsunda skepna, bæði nautgripa og fiðurfénaðs, er slátrað dag hvern eftir stutta ævi í þröngum básum, einungis til að metta skyndibitamarkaðinn. Margir hópar fólks vilja vekja andóf gegn þessum hluta menning- ar okkar því að aukin útbreiðsla skyndibitakeðja þýðir aukna eins- leitni samfélaganna og minna val fyrir hvert og eitt okkar. SIGURÐUR HARÐARSON, Grettisgötu 6, Reykjavík. Alþjóðlegur dagur gegn McDonald’s Frá Sigurði Harðarsyni: ÞAÐ ER mikið deilt um notagildi nagladekkja og hugsanlega loft- mengun af notkun þeirra og oft vitn- að í rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið á þessum þáttum erlendis. Þær rannsóknir tel ég ekki vera mjög traustvekjandi fyrir okkur Íslend- inga þar sem þær eru gerðar við allt aðrar veðurfarsaðstæður en hér eru. Sérstaklega hefur verið vitnað til notagildis nagladekkja í snjó og að sjálfsögðu varð niðurstaðan sú að notagildi þeirra við slíkar aðstæður væri mjög lítið. Þessi niðurstaða ætti varla að koma reyndum íslenskum ökumönnum á óvart sem ferðast mikið um landið að vetri til, því ég tel að þeim sé flestum ljóst að naglarnir þurfa að ná niður í yfirborð vegarins svo þeir geti veitt viðnám. Á Íslandi er mjög mikill raki og selta í snjónum sem gerir það að verkum að hann þjappast auðveld- lega undir hjólum bílsins. Því skiptir það miklu máli að munstrið á dekkj- unum vinni vel í snjónum þar sem naglarnir eru lítt virkir. Það hefur verið mjög misjafnt eftir tegundum dekkja hversu vel munstur nagla- dekkja virkar í snjó. Nagladekk sem virka illa í snjó geta veitt falskt ör- yggi hjá þeim sem halda að það sé nóg að vera á nagladekkjum, þá sé öryggið tryggt við hvaða aðstæður sem er. Það gera aftur á móti bara þeir ökumenn sem aka of hratt, bæði á auðum vegi og hálum, vegna and- legs vanhæfis til aksturs bifreiða. Hér er mjög óstöðugt veðurfar og sveiflast ört á milli hita og kulda sem orsakar mikil svellalög á vegum, oft langtímum saman. Oft eru þessi svell blaut og því flughál. Við þessar að- stæður gildir að vera á nöglum eða keðjum. Annar búnaður með svipað viðnám á blautu svelli hefur enn ekki komið fram. Á blautu svelli er vatnslag undir dekkjunum og aðeins oddar nagl- anna ná niður í svellið, dekkin sjálf veita lítið sem ekkert viðnám. Harð- kornadekk gera lítið gagn við þessar aðstæður. Þessi svellalög eru sérís- lenskt fyrirbæri, því koma rann- sóknir erlendis að litlu gagni fyrir okkur Íslendinga. Talað hefur verið um að banna nagladekk. Það jafngildir að neita að viðurkenna hvar og við hvaða að- stæður við búum. Hverjum dytti í hug að minnka einangrun í húsum eða leggja minni kostnað í hitaveitu- lagnir, bara vegna þess að það sé hægt að komast af með minni kostn- að á þessum þáttum erlendis. Einnig hefur verið talað um að láta þá sem nota nagladekk borga sér- stakt gjald. Ef slíkt gjald verður inn- heimt tel ég nauðsynlegt að setja sérstakt gjald á breiðu jeppadekkin sem slíta malbikinu mun meira en fólksbíladekk og þyrla upp ryk- mengun margfalt meira en fólksbíla- dekk gera og eru á götunum allt árið, en nagladekkin aðeins á veturna. Stærsti kostnaðarliðurinn við um- ferðina eru slysin sem kosta okkur milljarða á ári, varla verður þeim fækkað með því að taka burt einn virkasta öryggisþáttinn. Nær væri að auka eftirlit með umferðinni og reyna að kenna mönnum að beita nagladekkjum rétt, heldur en að eyða stórfé í það að fækka örygg- isþáttum. Við megum ekki miða notkun nagladekkja eingöngu við Reykja- vík, því þar eru aðstæður allt aðrar en utan borgarmarkanna. Þess vegna er hreinlega heimskulegt að lög og reglur um notkun nagla- dekkja miðist eingöngu við hags- muni Reykvíkinga og aðstæður þar. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Nagladekk Frá Guðvarði Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.