Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 45 VILTU KYNNAST JÓGA? Erum að hefja vetrarstarfið. Námskeið og opnir tímar fyrir byrjendur sem og lengra komna. Hugræktarskóli Ananda Marga, Hafnarbraut 12, 200 Kópavogi. Upplýsingar í síma 554 7434. www.anandamarga.is anandamarga@anandamarga.is F já rmá la fö l l i n Sumi f Count i f Subto ta l Sumproduct Lookup P ivo t tab les o . f l . Kennari er Baldur Sveinsson sem meðal annars hefur gefið út veglega bók um Excel, sem fylgir með í námskeiðinu. Baldur Sveinsson Bíldshöfði 18, sími 567 1466 EXCEL Framhaldsnámskeið Hnitmiðað námskeið fyrir fjármálastjóra og þá sem auka vilja við þekkingu sína í Excel. Farið er í gerð fjárhags- og rekstraráætlana og kynnt hin ýmsu reikniföll sem nota má til hagræðingar við útreikninga. Komdu og taktu þátt í skemmtilegum umræðum um borgar- og sveitarstjórnarpólitík. Landssamband sjálfstæðiskvenna gengst fyrir eldfjörugum umræðufundi um brennandi málefni komandi borgar- og sveitarstjórnakosninga í Valhöll í kvöld kl. 20:00. Frummælendur verða nokkrar af þeim sjálfstæðiskonum, sem standa í fremstu víglínu sveitarstjórnamálanna: Inga Jóna Þórðardóttir, Reykjavík Ingunn Guðmundsdóttir, Árborg Ásdís Halla Bragadóttir, Garðabæ Ásgerður Halldórsdóttir, Seltjarnanesi Ellen Ingvadóttir stýrir fundi Landssamband sjálfstæðiskvenna í hringiðu borgar- og sveitarstjórna Dagskrá 10:45-11:00 Innritun ráðstefnugesta 11:00-11:05 Setning ráðstefnu, Heiðar Þ. Hallgrímsson, formaður LÍSU 11:05-11:25 Nýjar gervitunglamyndir, nýir notkunarmöguleikar Kolbeinn Árnason, Landmælingar Íslands/ Háskóli Íslands 11:25-11:45 Notkun gervitunglagagna til kortlagningar gróðurþekju Sigmar Metúsalemsson, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins 11:45-12:05 Ratsjármyndir úr gervitunglum og notkun þeirra til að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum Freysteinn Sigmundsson, Norræna eldfjallastöðin 12:05-12:40 Hádegisverður: Gufusoðinn lax með smjörsteiktu grænmeti og sítrónusósu, framreitt með nýbökuðu brauði 12:40-13:00 Fjarkönnun við jöklarannsóknir á Íslandi Helgi Björnsson og Sverrir Guðmundsson, Raunvísindastofnun Háskólans 13:00-13:20 Flokkun fjarkönnunargagna með mikilli upplausn Jón Atli Benediktsson,Verkfræðideild Háskóla Íslands 13:20-14:00 Umræður 14:00 Ráðstefnulok Nánari upplýsingar á heimasíðu LÍSU: www.rvk.is/lisa Ráðstefnustjóri: Magnús Guðmundsson, forstjóri, Landmælinga Íslands Skráning: lisa@aknet.is eða í síma 530 9110 Verð: Félagsmenn LÍSU kr 4.500, aðrir kr 6.500, námsmenn kr. 1.500 ráðstefna með hádegisverði. Námsmenn kr. 300 ráðstefna án hádegisverðar. 1956 - 1996 Hádegisráðstefna LÍSU samtakanna og Landmælinga Íslands Notkun gervitunglamynda við rannsóknir, kortlagningu og eftirlit Föstudaginn 19. október á Hótel Loftleiðum, kl. 10:45-14:00. Eru gervitunglamyndir orðnar sambærilegar og samkeppnishæfar við loftmyndir? Gerir slík tækni aðrar hefðbundnari mælingar óþarfar? Hver er framtíðin í sambandi við gögn og vinnsluaðferðir? Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti- ganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkj- unni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Sam- vera foreldra unga barna kl.14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í neðri safnaðarsal. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig- rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung- lingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Langholtskirkja. Endurminningafundur karla í Guðbrandsstofu kl. 14. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Guðfræð- ingurinn Hans Guðberg Alfreðsson ræðir efnið Hver er Jesú frá Nasaret í mínum augum? Allir velkomnir. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og lof- gjörð við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Hans Guðberg Alfreðsson flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving sálgæsluþjóns (sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Ný- ir félagar velkomnir. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10–12. Fræðsla: Slysavarnir barna. Herdís Storgaard hjá Árvekni sér um fræðslu. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Bach í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Ath. breyttan tíma, verður nú þriðja þriðju- dag í mánuði kl. 20.30. Þetta eru 17. tón- leikarnir í tónleikaröðinni. Þýski organist- inn Jörg E. Sondermann leikur orgelverk eftir J.S. Bach. Aðgangseyrir rennur til hjálparstarfs kirkjunnar. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK, kirkjustarf aldraðra, hefst með leikfimi kl. 11.15. Léttur málsverður. Helgistund, samvera og kaffi. Starf fyrir 10–12 ára á vegum KFUM&K og Digraneskirkju. Húsið opnað kl. 16.30. Fótboltaspil, borðtennis og önn- ur spil. Eggert Kaaber kemur í heimsókn. Alfa-námskeiðið. Fræðari sr. Magnús B. Björnsson. Kvöldverður kl. 19, fræðsla, hópumræður, helgistund. Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund í kirkjunni. Organisti leikur frá kl. 12. Kl. 12.10 hefst stundin og að henni lok- inni kl. 12.25 er framreiddur léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Fyrirbænaefnum má koma til presta og djákna. Þeir sem óska eftir akstri láti vita fyrir kl. 10 á þriðjudagsmorgni í síma 557-3280. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og kaffiveitingar. Kirkjukrakkar í Engja- skóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Bænar- og kyrrðarstund kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 18. Opið hús kl. 17–18.30 fyr- ir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðsfélag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl 17. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar fyrir 6–9 ára krakka. Kl. 17.30 TTT-kirkjustarf 10–12 ára krakka, gengið inn um kirkjudyr uppi. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl. 14–16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Aðgengi frá Kirkjuteig. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundir- búningur í Kirkjulundi: Kl. 14.30–15.10 8.A og B í Holtaskóla. Kl. 15.15–15.55 8.ST í Myllubakkaskóla. Kl. 16–16.40 8. IM Myllubakkaskóla. Fundur fyrir þá sem misst hafa ástvini sína í sjálfsvígum kl. 20. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkj- unni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðju- dögum kl. 10–12. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Á SAMVERU eldri borgara í Laug- arneskirkju sem haldin verður fimmtudaginn 18. nk. munum við fá góða gesti í heimsókn. Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, tollfulltrúi og fíkniefnahundaþjálfari, mun koma til að segja frá starfi toll- gæslumanna og kynna fyrir okkur fíkniefnahundinn Bassa sem með honum starfar. Þorsteinn Haukur hefur langa reynslu og lærdómsrík viðhorf sem gott er að heyra og hvetjum við eldri borgara til að koma á þennan áhugaverða fund í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Þjónustuhópur safnaðarins annast skipulagningu og veitingar í sam- vinnu við Sigríði Finnbogadóttur, kirkjuvörð og sóknarprest. Lögregluhundur og húsbóndi hans heimsækja eldri borgara Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.