Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 49

Morgunblaðið - 16.10.2001, Side 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 49 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815 4507-2800-0001-4801                                     !" !#$ % &    '(' (### Öflugasta vörnin gegn öldrun fyrir augun þín AGE MANAGEMENT STIMULUS COMPLEX  EYES Þetta einstaka augnkrem frá La prairie vinnur dýpra og kröftugra gegn hrukkum og öðrum sjáanlegum einkennum öldrunar en áður hefur þekkst. Fullkomin lausn fyrir dýrmæta augnumgjörðina, húð þín verður yngri, bjartari og ljómar sem aldrei fyrr. Kringlunni 8-12, Laugavegi 23, Smáralind. 3 KYNNINGAR:  Í dag í Kringlunni.  Mið. 17. okt. í nýrri verslun í Smáralind.  Fim. 18. okt. á Laugaveginum. 10% kynningarafsláttur og veglegur kaupauki. Vertu velkomin ÞAÐ ER ekki heiglum hent að dæma þessa bók án þess að taka mið af fyrri verkum höfundanna. Það er að sjálfsögðu heilög ritning innan gagnrýnendageirans að hvert verk standi eitt og sér og skuli dæmt á eigin forsendum, án allrar vísunar í „betra en“, „nær ekki sömu hæðum og“, „vildi að verkið væri meira í lík- ingu við“ og svo framvegis. Það er þó með þessa óskráðu reglu eins og aðr- ar að oft er himinn og haf á milli sýndar og reyndar. Í tilfelli Neil Gaiman, sem skrifar Mr. Punch, er nánast ógerlegt að skilja höfundinn frá höfuðverki hans, sögunni af Morpheus og systkinum hans í Sandman. Allar fantasíu- myndasögur eru reyndar undir sömu sökina seldar. Sandmanserían skóp ný og hærri viðmið um snilld innan myndasöguheimsins og er einnig ein af fáum myndasögum sem hafa náð að skapa sér nafn hjá hinum almenna bókaunnanda. Ég er því ansi hræddur um að samanburður sé óumflýjanlegur. Mr. Punch kom út 1995 eða í þann mund sem Sandman var að renna sitt skeið. Sagan snýst um hugrenn- ingar ungs drengs sem reynir að koma einhverju skikki á óþroskaðar tilfinningar sínar í samfélagi fullorð- inna. Einföldustu mál verða að dul- arfullum leyndarmálum í meðförum hinna fullorðnu þar sem þeir mæla í hálfkveðnum vísum. Sagan er sögð í fyrstu persónu og Gaiman lætur pilt- inn túlka það sem fram fer í kringum sig með sínu barnslega ímyndunar- afli. Smátt og smátt kemur þó í ljós að dulmál umhverfisins byggist ekki einvörðungu á órum ungs hugar heldur leynist þar ýmislegt óhreint í pokahorninu. Beinagrindurnar í skápunum koma þá í ljós og spennan eykst. Teiknari bókarinnar er Dave McKean sem sá einnig um að skreyta kápur Sandman-blaðanna á sínum tíma af miklu listfengi. Hér notar hann margvíslega tækni til þess að koma hugsunum drengsins á framfæri; barnslegar teikningar sem falla eins og flís við rass við viðfangs- efnið, ljósmyndir, klippimyndir, brúður og vatnsliti í dimmum tónum. Hann nær með þessu að skapa ver- öld sem er á mörkum draums og veruleika. Veröld sem er ógnvekj- andi og forvitnileg í senn. Hreint ótrúlega vel gert og ekki spillir fyrir að bókin er í stærra broti en hefð- bundnar myndasögur sem gerir það að verkum að myndskreytingarnar ná ennþá betri tökum á lesandanum. Því miður er ekki hið sama hægt að segja um söguna sjálfa. Eins og hæfir umfjöllunarefninu þá reynir Gaiman að gefa í skyn frekar en að tala hreint út. Það tekst samt ekki nógu vel þar sem meginsagan hverf- ur nánast í skuggann af tilvistar- kvíðalegum pælingum drengsins. Vísanir hans í brúðuleikhús (sem bókin dregur nafn sitt af) verða á endanum þreyttar og hafði ég á til- finningunni að Gaiman hefði sniðið sér of þröngan stakk við framsetn- inguna. Það er ekki ólíklegt að Gaiman hafi skrifað Mr. Punch sem eins kon- ar andsvar við Sandman. Mr. Punch er persónulegt verk þar sem reynt er að skyggnast inn fyrir luktar dyr hugans á meðan Sandman var á út- opnu í endalausum vísunum og hug- myndaauðgi. Þrátt fyrir áðurnefnda galla er margt gott að finna í Mr. Punch en fyrir höfund Sandman er það bara ekki nógu gott. Svona getur nú heimurinn verið grimmur. MYNDASAGA VIKUNNAR Á mörkum draums og veruleika heimirs@mbl.is Mr. Punch eftir Neil Gaiman og Dava McKean. Útgefið af Vertigo/ DC Comics 1995. Bókin fæst í Nexus IV á Hverfisgötu. Heimir Snorrason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.