Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 50
mann frá U2 vegna þessa. Þess má geta að Scor- sese hefur aldrei hreppt Óskarsstytt- una eftirsóttu þrátt fyrir að hafa gert tímamótamynd- ir á borð við Raging Bull og Taxi Driver. Gangs of New York fjallar um uppgang og æviferil írska og ítalskra mafíósa en helstu leik- arar eru Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz. HIN sjarmerandi söngspíra írsku rokksveitarinnar U2, Bono Vox, mun sjá um tónlistina við nýjustu mynd Martins Scorseses, Gangs of New York. Þetta hefur yf- irmaður Miramax-kvikmyndafyr- irtækisins, Harvey Weinstein, staðfest. Ekki hefur náðst í tals- Bono semur bíótónlist FÓLK Í FRÉTTUM 50 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Meðlimir Náttfara leika sína eigin rokktónlist sem þeir segja ekki í anda neins: Rúnar, Andri, Nói og Haraldur. ROKKARAR allra landa gætu gert margt vitlausara en að mæla sér mót á Gauki á Stöng í kvöld. Eins og upp- lýst fólk hefur væntalega áttað sig á þá er Gaukurinn góði lagður undir Stefnumót Undirtóna og verður eng- in breyting á í kvöld. Þá ætla sveit- irnar Singapore Sling og Náttfari að ryðja sér til rúms og rokka feitara en almennt gengur og gerist. Singapore Sling hefur verið lítt áberandi síðustu misseri en ruddist fram á sjónarsviðið með miklum lát- um í síðustu viku þegar þeir hituðu upp fyrir Washington-sveitina Trans Am. Einhverjar mannabreytingar ku hafa átt sér stað en líkkistunagla- rokk þeirra hefur litlum sem engum breytingum tekið. Þær fregnir hafa og borist úr herbúðum sveitarinnar að útgáfa kunni að vera á næsta leiti, sem hljóta að vera gleðitíðindi fyrir fylgismenn hennar sem þurft hafa að sætta sig við að nálgast lögin sprelli- lifandi. Náttfari hefur verið heldur iðnari við kolann og sá, líkt og Singapore Sling, um að ylja æstum Trans Am unnendum um hjartaræturnar í síð- ustu viku. Enn eiga þeir sameigin- legt með Slingurum að útgáfumál hafa verið rædd tíðla á hljómsveit- arfundum undanfarið og miðar þeim viðræðum vel áfram og gætu allt eins endað með plötu. Gaukurinn verður opnaður kl. 21 og aðgangseyrir er 500 kr. fyrir þá sem náð hafa 18 ára aldri. Aðrir verða að bíða betra færis að bera sveitirnar augum. Stefnumót við ræflarokkara 13. 10. 2001 3 1 1 0 5 1 4 1 2 5 3 7 10 15 23 5 10. 10. 2001 3 4 24 26 31 33 16 17 SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4 og 6 með ísl. tali Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 8 og 10.10. Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Sýnd í sal 1 og einnig í Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni í sal 1. Miðasala opnar kl. 15 S k r á n i n g e r í s í m a 5 6 5 - 9 5 0 0 Ertu undir pressu? Það er hægt að létta á pressunni hratt, örugglega og með einföldum hætti. Aðferðin dugir ævilangt við allt nám og öll störf! Komdu á hraðlestrarnámskeið - strax. Síðasta námskeið ársins hefst 25. október. Síðasta hraðlestrarnámskeiðið... HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s SLAYER hafa lengi átt einstakan stað í þungarokksheimum og með þessari rosalegu plötu reka þeir veldissprota sinn af öllu afli í gólf- ið og styrkja sig enn frekar í sessi sem ein magnaðasta þungarokks- sveit samtímans. Þessir menn bara neita að gefa svo mikið sem þumlung eftir, hvað sem tautar og raular, og virð- ist standa á sama um hvað er að gerast hjá öðrum hausaskökurum. Hver plata virðist ógurlegri en sú sem á undan kom, Araya öskrar af meiri og meiri krafti; þyngri og hraðari keyrsla og ég veit ekki hvað og hvað. Og þetta frá mönn- um sem eru að komast á fertugs- aldurinn! Semsagt: Slayer eru Slayer á God Hates Us All. Ef týna á til gagnrýnispunkta væri svosem hægt að álasa þeim fyrir tilbreyt- ingarleysi. En það hefur nú sjaldn- ast verið áhyggjuefni í þunga- rokki. Er þetta ekki bara það sem kallast að standa fastur á sínu? Þeir, sem hugnast hreint og beint en umfram allt brjálað þungarokk með stóru Þ-i, þurfa ekki að leita lengra en hingað.  Tónlist Þetta er náttúrlega bilun Slayer God Hates Us All Arista/BMG Kóngarnir eru kóngarnir. Svo einfalt er það nú. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.