Morgunblaðið - 03.11.2001, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 11
Er þetta í fyrsta skipti sem sam-
keppnisyfirvöld beita samrunaákvæði
samkeppnislaga til að ógilda samruna
eftir að þeim var breytt á síðasta ári.
Búnaðarbanki Íslands og eignar-
haldsfélag bankans, Grænibær ehf.,
seldu Mjólkurfélagi Reykjavíkur og
Lýsi alla eignarhluti í Fóðurblönd-
unni í júní síðastliðnum. Eignaðist
Mjólkurfélagið 75% af hlutafé í Fóð-
urblöndunni, en eignarhlutur Lýsis
var 25%. Með kaupunum öðlaðist
Mjólkurfélagið því yfirráð yfir Fóð-
urblöndunni.
Guðmundur Guðmundsson, for-
stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar
Búnaðarbankans, segir að niðurstaða
samkeppnisráðs komi á óvart, því
Mjólkurfélagið hafi átt í viðræðum við
Samkeppnisstofnun um ýmis skilyrði
til að ná samrunanum fram, sem
bankanum hafi skilist að hafi gengið
nokkuð vel. Málið verði hins vegar
skoðað á næstunni og þá kannað
hvaða valkostir séu í þeirri stöðu sem
upp sé komin.
Katrín Pétursdóttir, framkvæmda-
stjóri Lýsis hf., vildi í gær ekki tjá sig
um niðurstöðu samkeppnisráðs á
þessu stigi.
Í tilkynningu sem Mjólkurfélag
Reykjavíkur sendi frá sér í gær segir
m.a. að það sé til athugunar að kæra
til áfrýjunarnefndar samkeppnismála
þá ákvörðun samkeppnisráðs að
ógilda samruna félagsins og Fóður-
blöndunnar hf. Segir stjórn félagsins
að þessi ákvörðun komi mjög á óvart
og valdi vonbrigðum. Ljóst hafi verið
frá upphafi að ákveðin samkeppnisleg
vandkvæði fylgdu samruna fyrirtækj-
anna. Fulltrúar félagsins og Lýsis
hefðu því lagt fram margþættar til-
lögur að skilyrðum í viðræðum við
samkeppnisyfirvöld og verið tilbúnir
að ganga mjög langt í þeim efnum til
að draga úr skaðlegum áhrifum sam-
runans á samkeppni. Þrátt fyrir það
hafi samkeppnisráð kosið að ógilda
samrunann.
Miklir yfirburðir
yfir keppinauta
Í tilkynningu samkeppnisráðs seg-
ir að meginstarfsemi Mjólkurfélags-
ins og Fóðurblöndunnar sé áþekk.
Ráðið telji að sá markaður sem mál
þetta taki í höfuðdráttum til sé mark-
aðurinn fyrir innflutning fóðurgerð-
arefna, framleiðslu og sölu á alifugla-,
svína- og jórturdýrafóðri. Á þessum
markaði hefðu Mjólkurfélagið og
Fóðurblandan samanlagt um 75%
markaðshlutdeild á árinu 2000. Telur
samkeppnisráð að þessir miklu yfir-
burðir samrunafélaganna í markaðs-
hlutdeild gefi einir og sér mjög sterka
vísbendingu um að samruninn hafi
skaðleg áhrif á samkeppni.
Þrír aðrir keppinautar eru á mark-
aðnum, en markaðshlutdeild þeirra er
mun lægri, eða á bilinu 2–17%. Starf-
semi þessara keppinauta er auk þess
að mestu staðbundin og nær ekki til
stærsta markaðssvæðisins á Suðvest-
urlandi. Samkeppnisráð segir að auk
þess hafi Mjólkurfélagið og Fóður-
blandan að flestu leyti mikla yfirburði
yfir aðra keppinauta á fóðurmarkaðn-
um þegar litið sé til efnahagslegs
styrkleika. Telur samkeppnisráð að
staða keppinauta samrunafyrirtækj-
anna eða aðrar aðstæður nái ekki að
vinna gegn þeim samkeppnishöml-
um sem stafi af samrunanum.
Samkeppnisráð segir að umrædd-
ur markaður sé lokaður og verndað-
ur. Að honum séu verulegar að-
gangshindranir m.a. vegna
tollverndar. Þá liggi fyrir að nánast
engin nýliðun hafi átt sér stað á þess-
um markaði lengi. Telur samkeppn-
isráð því að ekki sé líklegt að nýir
keppinautar muni eyða þeim sam-
keppnishömlum sem munu stafa af
yfirtöku Mjólkurfélagsins og Lýsis á
Fóðurblöndunni. Þá telur ráðið að
viðskiptavinir hins sameinaða fyrir-
tækis búi ekki yfir nægjanlegum
kaupendastyrk til að vinna gegn
skaðlegum áhrifum samrunans.
„Í ljósi þessa telur samkeppnisráð
að yfirtaka Mjólkurfélagsins og Lýs-
is á Fóðurblöndunni leiði til mynd-
unar markaðsráðandi stöðu og hafi
mjög skaðleg áhrif á samkeppni.
Muni samrunafyrirtækin hafa stór-
fellda samkeppnislega yfirburði yfir
keppinauta sína og geti hagað verð-
lagningu sinni og viðskiptaskilmál-
um að verulegu leyti án tillits til
keppinauta eða viðskiptamanna
sinna. Að óbreyttu gæti samruninn
gert fyrirtækjunum kleift að hækka
verð sem gæti leitt til þess að verð á
afurðum alifugla, svína og nautgripa
myndi hækka til neytenda,“ segir í
tilkynningu samkeppnisráðs.
Skilyrði tryggja
ekki samkeppni
Breytingar á samkeppnislögum
tóku gildi í desember 2000. Í breyt-
ingunum fólst m.a. að samruna-
ákvæði samkeppnislaga voru styrkt í
því skyni að koma í veg fyrir að aukin
samþjöppun og fákeppni á markaði
komi veg fyrir að neytendur fari á
mis við þann ávinning sem hlýst af
virkri samkeppni. Samkeppnisráð
segir að í þessu máli sé hinu nýja
samrunaákvæði beitt í fyrsta sinn til
að ógilda samruna.
Í tilkynningu samkeppnisráðs
kemur fram að samrunaaðilar hafi
gert tillögu um að samrunanum yrðu
sett skilyrði, m.a. um að eignarhlutur
Mjólkurfélagsins í Fóðurblöndunni
yrði lækkaður í 35% og að stjórnar-
áhrif Mjólkurfélagsins í Fóðurblönd-
unni yrðu takmörkuð, í því skyni að
tryggja að samruninn gæti sam-
rýmst ákvæðum samkeppnislaga.
Niðurstaða samkeppnisráðs varð á
hinn bóginn sú að setning slíkra skil-
yrða nægði ekki til að tryggja virka
samkeppni milli fyrirtækjanna.
„Vegna m.a. fákeppni á markaðn-
um og eignar Mjólkurfélagsins í Fóð-
urblöndunni myndu fyrirtækin ekki,
þrátt fyrir skilyrðin, starfa sem sjálf-
stæðir keppinautar, heldur taka
gagnkvæmt tillit hvort til annars og
verða fær um samræmda markaðs-
hegðun, um t.d. að hækka verð.
Mjólkurfélagið og Fóðurblandan
myndu því öðlast sk. sameiginlega
markaðsráðandi stöðu, en umræddar
breytingar á samkeppnislögum fólu
m.a. í sér að samkeppnisyfirvöldum
er heimilt að vinna gegn slíkri mark-
aðsþróun,“ segir að lokum í tilkynn-
ingu samkeppnisráðs.
Yfirtaka á
Fóðurblönd-
unni ógilt
SAMKEPPNISRÁÐ hefur ógilt yfirtöku Mjólkurfélags
Reykjavíkur svf. og Lýsis hf. á Fóðurblöndunni hf. Í tilkynn-
ingu frá samkeppnisráði í gær segir að ráðið telji að samrun-
inn sem felst í yfirtökunni raski samkeppni og leiði til mark-
aðsráðandi stöðu Mjólkurfélagsins á fóðurmarkaði, en
samanlagt hafi fyrirtækin tvö um 75% markaðshlutdeild.
Samkeppnisráð beitir samruna-
ákvæðum samkeppnislaga
RÁÐSTEFNA í tilefni af alþjóð-
legu ári sjálfboðaliðans fór fram á
Hótel Loftleiðum í gær að frum-
kvæði utanríkisráðuneytisins og í
samstarfi við Rauða kross Íslands,
Slysavarnafélagið Landsbjörg og
Bandalag íslenskra skáta.
Áður en ráðstefnan hófst var
þingmönnum boðið að gerast sjálf-
boðaliðar í nokkrar mínútur. Fé-
lögin þrjú höfðu nokkurn viðbúnað
á Austurvelli þannig að þingmenn
gátu sett sig í störf sjálfboðaliða á
vettvangi eftir ímyndaða neyð.
Björgunarsveitir voru með rústa-
björgunartæki, skátarnir með
sjúkratjöld og Rauði krossinn opn-
aði fjöldahjálparstöð. Hátt í 10
þingmenn af 63 sáu sér fært að
kynnast þessum málaflokki.
Tilgangurinn var að leggja
áherslu á mikilvægi sjálfboðastarfs
á Íslandi. Kannanir hafa sýnt að
um 35% þjóðarinnar hafa unnið í
sjálfboðaliðavinnu í þágu mannúð-
armála einhvern tímann á ævinni
og þeir sem ekki hafa gert það
segjast flestir hafa áhuga á mál-
efninu, einkum að starfa sem sjálf-
boðaliði með börnum og ungling-
um í vanda.
Málþing um sjálfboðaliðastörf
fer fram á Hótel Loftleiðum í dag
þar sem félagasamtök sem byggj-
ast á sjálfboðnu starfi eru boðuð,
auk þess sem fólk er hvatt til að
mæta sem áhuga hefur á mann-
úðar- og björgunarmálum.
Að sögn Þóris Guðmundssonar,
upplýsingafulltrúa RKÍ, settu þeir
þingmenn sem mættu sig vel inn í
hlutverkin og unnu meðal annars
við að skrá fólk inn í fjöldahjálp-
arstöðvar og leita að fólki í rúst-
um.
Þórir sagði sjálfboðaliðastarf í
almannavörnum á Íslandi í raun
einstakt, víðast annars staðar væri
fagfólk afgerandi í þeim störfum.
„Fjölbreytni í sjálfboðaliðastarfi
á Íslandi er mikil en það sem upp
á vantar er almenn viðurkenning,
að þjóðfélagið geri sér grein fyrir
því að þetta starf fari fram sem
mikilvægur þáttur af velferðar-
kerfinu,“ sagði Þórir.
Meðal fyrirlesarara á ráðstefn-
unni í gær var dr. Katharine Gask-
in, sem starfar við miðstöð sjálf-
boðaliðastarfs í Bretlandi. Hún
fjallaði um fjárhagslegan ávinning
samfélaga af sjálfboðaliðastarfi og
vitnaði í rannsóknir sínar þar að
lútandi í nokkrum löndum. Þær
hafa m.a. sýnt í Danmörku að hver
ein króna sem sett væri í umbun
til sjálfboðaliða eða þjálfun þeirra
skilaði sér áttfalt til baka í störfum
fyrir samfélagið. Rauði krossinn
hefur bent á þann möguleika að
fyrirtæki hér á landi fengju skat-
taívilnanir fyrir að gefa fé til sjálf-
boðasamtaka.
Ráðstefna og málþing á alþjóðlegu ári sjálfboðaliðastarfs
Þingmenn settu sig
í spor sjálfboðaliða
Morgunblaðið/Ásdís
Ögmundur Jónasson og Þórunn Sveinbjarnardóttir voru meðal þeirra
um tíu þingmanna sem kynntu sér sjálfboðaliðastörf í almannavörnum á
Austurvelli í gær þar sem fjöldahjálparstöð var komið upp.