Morgunblaðið - 03.11.2001, Page 31
GUNNAR Guðjónsson ogJón Sigurjónsson, kaup-menn við Laugaveginnog félagar í Laugavegs-
samtökunum, segja að nauðsynlegt
sé að ráðist verði í uppbyggingu í
miðbænum, nýtt verslunarhúsnæði
reist sem og bílastæðahús. Þeir
segja fjölda kaupmanna hafa flúið úr
miðbænum þar sem skortur sé á al-
mennilegu verslunarrými og að gæði
verslunar í miðbænum fari minnk-
andi. Þeir segja kaupmenn við
Laugaveginn ekki hafða með í ráð-
um þegar ákvarðanir um miðborg-
ina eru teknar og að Laugavegssam-
tökin séu svo gott sem útskúfuð úr
stjórnkerfi borgarinnar.
Gunnar, sem er eigandi Gler-
augnamiðstöðvarinnar, og Jón, sem
rekur úra- og skartgripaverslunina
Hjá Jóni og Óskari, segja stefnu
borgarinnar í bílastæðamálum vera
verslun fjötur um fót. Þeir segja
aukastöðugjöld, eða stöðumælasekt-
ir, vera að sliga verslun í miðborg-
inni, en gjaldið var hækkað í fyrra.
Þeir segja viðskiptavini á svæðinu
kvarta mikið undan háum auka-
stöðugjöldum og segir Gunnar að
einn viðskiptavina hans hafi sagt að
fjölskylda sín væri að gefast upp á
því að koma í miðbæinn, þar sem
8.000 krónur hafi fallið á fjölskyld-
una á um mánaðartíma, í aukastöðu-
gjöldum.
Fyrir nokkrum dögum var tillaga
sjálfstæðismanna, um að lækka
aukastöðugjöldin úr 1.500 krónum í
750 krónur, felld í borgarráði. Gunn-
ar og Jón segjast ósáttir við að borg-
aryfirvöld hafi ekki rætt við kaup-
menn á Laugaveginum til að heyra
þeirra raddir hvað varðar þessa til-
lögu, og að eini rökstuðningurinn
fyrir því að fella tillöguna hafi verið
að starfsmenn og eigendur verslana
leggi í stæðin. Þeir segja viðskipta-
vini hvorki vera ósátta við að þeir
þurfi að leita sér að bílastæði né
borga í stöðumæli, það séu auka-
stöðugjöldin sem angri viðskiptavini.
Gunnar segir að ekki sé hægt að
bera saman stöðumælagjöld í
Reykjavík við sambærileg gjöld í
öðrum höfuðborgum. Kaupmanna-
höfn sé t.d. milljónaborg með mikla
starfsemi í miðbænum og betri al-
menningssamgöngur. „Reykjavík-
ursvæðið er ekki nógu stórt til að
bera uppi þessi gjöld, miðað við þau
verslunarsvæði sem eru til fyrir utan
miðborgarsvæðið,“ segir Gunnar.
Einnig eru Laugavegssamtökin
ósátt við að stöðumælagjöld séu not-
uð sem tekjustofn borgarinnar, en
bílastæðasjóður er notaður til að
byggja bílastæðahús. „Uppbygging
bílastæðahúsa á að vera hluti af
gatnakerfi borgarinnar en ekki fjár-
mögnuð með stöðumælum. Stöðu-
mælar eiga bara að vera þannig að
allur kostnaður af rekstrinum sé
dekkaður með einhverjum verð-
tryggingarþáttum,“ segir Gunnar.
Jón bendir á að til standi að
byggja bílastæðahús við ráðstefnu-
hús sem á að byggja við Reykjavík-
urhöfn á næstu misserum. „Eiga við-
skiptavinir okkar að borga þetta
bílastæðahús, en ekki viðskiptavinir
Kringlunnar? Það koma auðvitað all-
ir landsmenn í þetta ráðstefnuhús,
þetta er ekki sanngjarnt,“ segir Jón.
Gunnar og Jón benda einnig á að
miðbærinn er eina svæðið þar sem
er gjaldskylda, ekkert kosti að
leggja bíl við Kringluna og Smára-
lind og viðskiptavinir kaffihúsa og
kráa í miðbænum borgi ekki í bíla-
stæðasjóð þar sem ekki sé gjald-
skylda á kvöldin. Gunnar spyr hvers
vegna bílastæði við mannvirki borg-
arinnar, eins og t.d. sundstaði, séu
ekki skattlögð á sama hátt ef hugs-
unin er að skattleggja bílastæð-
anotkun á þennan hátt.
Kaupmenn útskúfaðir
úr stjórnkerfi borgarinnar
„Laugavegssamtökin, sem eru
grasrótarsamtök, eru svo til útskúf-
uð af öllu stjórnkerfi borgarinnar.
Það er Þróunarfélag Reykjavíkur-
borgar sem á að vinna að okkar mál-
um, það er undir stjórn borgar-
stjóra, hunsar okkur og vill ekkert
við okkur tala. Við höfum mörg
dæmi um það hvernig þetta stjórn-
kerfi vill stjórna kaupmönnum við
Laugaveginn,“ segir Jón. Hann
nefnir sem dæmi þegar ákveðið var
að loka miðbænum fyrir bílaumferð
síðasta sumar, einnig hafi Lauga-
vegssamtökin ekki fengið fulltrúa í
nefnd sem sér um gerð deiliskipu-
lags fyrir svæðið.
Jón segist hafa heyrt af því að til
standi að friða mörg hús á Lauga-
veginum og segir Gunnar húsfriðun-
arstefnu borgarinnar vera kolranga
og að hún standi framgangi á Lauga-
veginum fyrir þrifum. Þeir segja að
það þurfi uppbyggingu á Laugaveg-
inum til að auka verslunarrýmið og
byggja alvöruverslunarhúsnæði.
„Það þarf að skipuleggja þetta svæði
til að það sé hægt að hafa nútíma-
verslanir á þessu svæði. Auðvitað
þarf að friða einstaka hús en okkur
sýnist að það sé stefnan að friða allt-
of mörg hús,“ segir Jón.
Gunnar hefur sagt að þriðjungur
verslunarrýmis við Laugaveginn sé
til sölu og sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri í viðtali um
hvort hún hefði áhyggjur af þessari
þróun að svo væri ekki þar sem ann-
ar rekstur kæmi í staðinn fyrir þann
sem færi úr miðborginni. „Það er
rétt, en hvaða starfsemi kemur í
staðinn og á hvaða forsendum?“
spyr Gunnar. „Með auknu framboði
lækkar verðgildi húseigna, leigan
lækkar og þá sitjum við uppi með
annars flokks starfsemi eins og
klámbúllur og annað þvíumlíkt og
litlar skrýtnar verslanir. Mér finnst
það röng hugsun að hafa ekki
áhyggjur af þessu,“ heldur Gunnar
áfram.
Jón tekur undir að verslunar-
rekstur í miðbænum hafi breyst og
bendir á að fyrir 30 árum hafi Kvosin
verið aðalverslunarstaður miðborg-
arinnar. „Kvosin er bara gleðistaður
og opinberar byggingar í dag. Það
eina sem við eigum eftir er Lauga-
vegurinn og hluti af Skólavörðustíg,“
segir Jón. Hann segir að þetta þurfi
að vernda og það verði ekki gert með
ummælum eins og borgarstjóri lét
falla um að eitthvað annað komi í
staðinn fyrir það sem fer. Jón hefur
áhyggjur af því að gæðum verslunar
við Laugaveginn hafi hrakað, kaffi-
hús, veitingahús, útsölumarkaðir og
„alls konar búllur“ hafi tekið við af
verslunum sem hafi farið.
Borgaryfirvöld versti
óvinur kaupmannsins
„Miðborg verður ekki til nema
verslun verði í miðborginni. Fyrsta
hnignunarstig þessarar miðborgar
var þegar núverandi borgaryfirvöld
lokuðu Hafnarstræti þvert ofan í alla
hagsmunaaðila sem þar voru,“ segir
Gunnar. Hann segir einnig að mið-
stýring borgaryfirvalda veki úlfúð
hjá verslunarmönnum og nefnir sem
dæmi að borgaryfirvöld hafi sam-
þykkt skiltareglugerð, sem banni öll
frístandandi skilti fyrir utan versl-
anir og síðasta sumar hafi lögreglu-
menn gengið upp Laugaveginn og
beðið kaupmenn að taka inn öll
skilti. „Það eru einhver ankannaleg
sjónarmið sem ráða ferðinni þegar
afstaða er tekin í málefnum mið-
borgarinnar, því kaupmenn við
Laugaveginn eru ekki hafðir með í
ráðum,“ segir Gunnar.
Einnig nefnir hann sem dæmi að
borgin hafi komið fyrir auglýsinga-
skilti sem skyggi á rekstur ákveð-
innar verslunar og margsinnis hafi
verið farið fram á að skiltið væri fjar-
lægt, en ekkert hafi verið aðhafst.
„Hvað gerist? Nú er hægt að nýta
þessi skilti gegn hagsmunum kaup-
manna. Þarna kom auglýsing þar
sem var verið að auglýsa eitt versl-
unarsvæði og þetta náttúrlega pirr-
ar kaupmenn að borgaryfirvöld séu
alltaf versti óvinur kaupmannsins,
þetta getur ekki gengið svona
áfram,“ segir Gunnar og á þá við að
verslun í Smáralind auglýsti opnun á
þessu umrædda skilti.
Jón og Gunnar segja R-listann
hafa gefið sig út fyrir að vinna með
fólkinu og hagsmunaaðilum en segja
að Laugavegssamtökin hafi verið
hrakin úr Þróunarfélagi miðborgar-
innar. „Við eigum að senda öll okkar
erindi inn í Þróunarfélagið, sem fer
þaðan í miðborgarstjórn og þaðan til
borgarstjóra. Þetta er alltof langt.
Laugavegurinn er kjölfesta í mið-
bænum og það ætti að vera meiri
umræða um málefni sem snerta
kaupmanninn í götunni. Það eru hér
á annað hundrað verslanir og eru all-
ir að tala um að verslun við Lauga-
veginn megi ekki deyja út. Það er
verið að reyna að halda lífinu í þess-
ari starfsemi og það verður auðvitað
ekki gert nema í samráði við okkur.
Það er ekki ákveðið einhvers staðar
niðri í ráðhúsi hvernig okkar rekstur
á að vera,“ segir Jón.
Þörf fyrir uppbygg-
ingu í miðbænum
Morgunblaðið/Kristinn
Verslunarmenn við
Laugaveginn eru ósátt-
ir við hvernig borgaryf-
irvöld hafa tekið á mál-
efnum miðborgarinnar
og segja að ekkert sam-
ráð sé haft við þá um
ákvarðanir er varða
svæðið. Í samtali við
Nínu Björk Jónsdóttur
segja þeir að fasteignir
hafi fallið í verði og að
fari sem horfir muni
gæði verslunar í mið-
bænum minnka.
ninabjork@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 31
einhvern ákveðinn lágmarkstíma.
„Ég tel að skattastefna sem hefði
slíkt að markmiði gagnist bæði Ís-
landi og hinum erlendu eignamönn-
um. Þarna væri hægt að afla fjár og
fá nýja skattgreiðendur sem ella
hefðu aldrei greitt hér skatta.
„Þessir auðmenn myndu væntan-
lega fá áhuga á Íslandi þar sem þeir
myndu koma og dvelja hér reglu-
lega og það gæti skapað viðskipta-
og fjárfestingartækifæri, þarna
yrði um ríkt fólk að ræða sem hefur
nógan tíma og mikla kaupgetu og er
kannski á höttunum eftir góðum
fjárfestingarmöguleikum.“
Ferðafrelsið skiptir þennan
hóp miklu máli
Spurður um það eftir hverju
þessir auðmenn væru að sækjast
með því að „setjast að“ á Íslandi
segir Langer að um sé að ræða ein-
staklinga sem vilji hafa fótfestu í
Evrópu þannig að þeir geti ferðast
vandræðalaust. „Þetta fólk kæmi
einkum frá þeim löndum þar sem
menn þurfa að fá sérstaka vega-
bréfsáritun til þess að ferðast til
Evrópu. Þetta fólk er hins vegar yf-
irleitt ekki tilbúið til þess að bíða
dögum saman eða í röðum eftir árit-
um vestrænna sendiráða. Margt af
því væri væntanlega reiðubúið að
leggja eins og hundrað þúsund dali í
íslensk ríkisskuldabréf sem auk
þess gefa góða ávöxtun og losna í
staðinn við óþægindi og öðlast raun-
verulegt ferðafrelsi í Evrópu og
raunar víðar. Í þessu sambandi
skiptir vitaskuld miklu máli að Ís-
land er aðili að Schengen-sáttmál-
anum og íbúar hér geta því ferðast
vandræðalaust innan Evrópu og til
fleiri landa.“
Samræmd skattastefna í
Evrópu leiðir til hærri skatta
Að mati Roland Vaubels, hag-
fræðiprófessors við háskólann í
Mannheim, eru samræmdir skattar
innan Evrópusambandsins óhag-
kvæmir auk þess sem þeir leiða al-
mennt til hærri skattheimtu. Hann
segir óeðlilegt að í reynd gildi meiri-
hlutaregla um skattamál innan
ESB. Það leiði til þess að löndin
sem eru með hærra skattstig, sem
séu í meirihluta, knýi fram hækkun
skatta í löndum sem búa við lægra
skattstig til þess að jafna sam-
keppnisstöðuna. Þegar samkeppn-
isstaðan hafi verið jöfnuð hafi þau
oft tilhneigingu til þess að hækka
eigin skatta og sami vítahringurinn
endurtaki sig og niðurstaðan sé svo
almennt hærri skattar.
„Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins hefur verið að reyna
að koma á eins konar evrópuskatti
og ég tel það vera ákaflega hættu-
legt. Hlutfall „heppilegra“ skatta af
vergri landsframleiðslu hlýtur að
vera misjafnt í mismunandi lönd-
um. Ástæðurnar eru fjölmargar.
Lönd með háar þjóðartekjur á
mann geta leyft sér hærri skatt-
heimtu en þjóðir með lágar tekjur á
mann. Fjöldi íbúa á hvern ferkíló-
metra er mjög mismunandi sem aft-
ur ætti að öllu eðlilegu að þýða mis-
munandi skattheimtu, meðalaldur
íbúanna skiptir máli, þarfir íbúanna
fyrir opinbera þjónustu eru mis-
munandi, skattheimta
á fjármagn í mjög opn-
um hagkerfum hlýtur
almennt að verða
minni en í lokuðum og
þannig mætti lengi
telja. Og það er sömu-
leiðis eðlilegt að form skattheimt-
unnar sé mismunandi eftir löndum.
Ég get nefnt sem dæmi að íbúar í
suðrænum löndum eru gjarnari á að
skjóta sér undan tekjuskatti en til
að mynda Norðurlandaþjóðirnar
sem virðast sætta sig betur við
hann. Því væri ekki óeðlilegt að hafa
lægri tekjuskatt í suðrænu löndun-
um en hærri veltuskatta á móti.“
Spurður um það hvort ekki sé
skilningur innan framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins á
þessum rökum segir Vaubel: „Ég
hélt einu sinni fyrirlestur hjá þeim
þar sem ég benti á að samræmd
skattastefna væri í eðli sínu röng.
Mér hefur aldrei verið boðið til
þeirra síðan.“
áfram á sömu braut og láta ekki
undan utanaðkomandi þrýstingi um
lækkun vaxta. Walker segir rétt að
leggja áherslu á verðbólgumarkmið
eins og Seðlabanki Íslands gerir.
Hann ítrekar að enginn vilji fara til
baka til þess tíma þegar óðaverð-
bólga ríkti. „Þá lét Seðlabankinn
undan utanaðkomandi þrýstingi en
það má hann alls ekki gera núna.“
Skattastefna sem laðar
erlenda auðmenn til landsins
Ísland ætti með skattastefnu
sinni að reyna að laða til sín vel-
stæða erlenda íbúa. Almennt væri
hér um að ræða eignamikið fólk ut-
an Evrópu sem fengi fast dvalar-
leyfi en ynni ekki og byggi ekki á Ís-
landi nema kannski hluta úr ári.
Skilyrðið yrði að þessir einstakling-
ar myndu fjárfesta á Íslandi, til
dæmis í ríkisskuldabréfum sem
geymd yrðu í Seðlabankanum svo
lengi sem dvalarleyfið væri í gildi.
Af bréfunum fengu
menn síðan vexti og
greiddu af þeim 10%
fjármagnstekju-
skatt.
Þetta segir Mars-
hall J. Langer, lög-
fræðingur og sérfræðingur á sviði
skattamála. Hann segir að með
þessu móti megi laða til Íslands er-
lent fjármagn auk þess sem tekjur
fengjust af útgjöldum þessara ein-
staklinga hér. Þá sýni reynslan
einnig að þegar einstaklingar „setj-
ist að“ í landi með þessum hætti
kynnist þeir betur öllum aðstæðum
og séu líklegri til þess að fjárfesta
umfram skyldufjárfestinguna þeg-
ar fram í sækir.
Spurður um það hvort veðrátta á
Íslandi væri ekki til þess fallin að
draga úr áhuga erlendra aðila á því
að fá fast dvalarleyfi á Íslandi segir
Langer að þessir einstaklingar
myndu vart búa hér nema á sumrin
eða brot úr sumri. Gerð skuli krafa
um að þeir dvelji hér á hverju ári en
ekki sé skynsamlegt að kveða á um
ánægju
gar ís-
á skatt-
itt þær
skatta á
Íslandi
u hæstu
gunum.
dir neð-
amlegt“
ers kom
amlegs“
gvaxtar.
ngum á
þar sem
r er sá
g sagði
mála um
ti skatt-
af mikl-
bera og
na þeim
ann það
æðingu í
mennta-
jónustu
il rann-
ð í Kan-
ð draga
pinbera
skerfis.
ann ís-
ð nýta
kisfyrir-
ar fyrir
ekki að
órnvöld
áhyggj-
slenska
staðna í
á þyrfti
aldsins,
mfangs-
tt.
ingi
nka Ís-
ðan ár-
n. Hann
að halda
tasamkeppni, tækifæri fyrir Ísland?
tar
legir
arnorg@mbl.is og steingerdur@mbl.is
Fyrirhugaðar
breytingar á ís-
lenska skattkerf-
inu þær réttu
Morgunblaðið/Þorkell
að það að laða erlenda auðmenn til Íslands
árfestingu þeirra þegar fram í sækir.
Morgunblaðið/Ásdís
fyrirhugaðar skattbreytingar íslensku rík-
nmitt þær réttu til að auka hagsæld.