Morgunblaðið - 03.11.2001, Page 47

Morgunblaðið - 03.11.2001, Page 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 47 MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beð- ið að birta eftirfarandi athugasemd frá Tryggingastofnun ríkisins: „Í staðtölum Tryggingastofnunar fyrir árið 2000 er m.a. fjallað um lyfja- mál og gerð grein fyrir kostnaði við nokkra lyfjaflokka. Í texta er notað orðið „gleðipilla“ sem er bein þýðing á orðinu „lykke- pillen“ sem er mikið notað í Dan- mörku. Tryggingastofnun fellst á að þessi orðanotkun er óheppileg og hefur sært marga þá er þurfa að nota þessi lyf til hjálpar gegn erfiðum sjúkdóm- um. Tryggingastofnun telur afar brýnt að koma fram við skjólstæðinga af fullri virðingu og vill stuðla á virkan hátt að því að geðsjúkir geti lifað og starfað í þjóðfélaginu af fullri reisn.“ Athugasemd LISTA- og handverksdagur ásamt kaffisölu verður á Sólvangi, Hafn- arfirði, laugardaginn 3. nóvember kl. 14. Allur ágóði rennur til starfsemi vinnustofunnar. Gler- og myndlistakonan Re- bekka Gunnarsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í anddyri Sólvangs sama dag, segir í frétta- tilkynningu. Lista- og handverks- dagur Sólvangs LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga hafa um árabil verið með jólakorta- sölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Jóla- kortin eru með misjöfnum myndum frá ári til árs og pökkuð inn í 5 korta pakka, sem kosta 400 kr. Jólakortin fást á skrifstofu LHS á Suðurgötu 10 í Reykjavík og hjá aðildarfélögunum úti á landi. Næstu helgar verða félagar í Landssamtökum hjartasjúklinga í Kolaportinu að selja jólakort eins og undanfarin ár. Jólakortasala Landssamtakanna hefur verið ein besta fjáröflunarleið samtakanna til þessa, segir í frétta- tilkynningu. Jólakorta- sala LHS BLESSUN verður haldin á vegum Karuna, samfélags Kadampa-búdd- ista, í Háskólabíói á sunnudag. At- höfnin verður í sal 4 og hefst klukkan 11, en skráning byrjar klukkan 10.15. Skráningargjald er 4.000 krónur með hádegisverði og kennslu síðdegis. Kennarinn Venerable Kelsang Lodrö veitir hina sérstöku blessun. Um 100 manns koma hingað til lands og verða viðstaddir, þar af 30 munk- ar og nunnur, segir í tilkynningu frá Karuna-samfélaginu á Íslandi Blessun á vegum Karuna á Íslandi HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur heldur sinn árlega basar á Hallveig- arstöðum við Túngötu, sunnudaginn 4. nóvember kl. 14. Þar verða einnig á boðstólum lukkupakkar fyrir börn. Allur ágóði rennur til líknarmála. Húsmæðrafélagið með basar HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með sinn árlega kirkju- og kaffisöludag sunnudaginn 4. nóvember. Messa verður í Kópavogskirkju kl. 14 og þar mun Húnakórinn syngja undir stjórn Elínar Ó. Óskarsdóttur. Kl. 14.30 verður kaffisala í Húnabúð, Skeifunni 11. Kaffi og veitingar kosta kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Kaffisöludagur hjá Húnvetninga- félaginu ÍSLENSKA karlalandsliðið í hand- knattleik bregður á leik með gestum Smáralindar í Vetrargarðinum, sunnudaginn 4. nóvember kl. 14.30– 16. Liðsmenn landsliðsins munu árita veggspjöld sem gefin verða og einnig verður brugðið á leik og hitað upp fyrir leikinn við Norðmenn sem verður seinna um kvöldið. Gestum og gangandi verður boðið að spreyta sig í handknattleik en haldin verður vítakeppni þar sem þátttakendur munu reyna að koma boltanum í netið fram hjá markvörð- um landsliðsins. „Einnig verður efnt til skotkeppni en í verðlaun verða miðar á leikinn við Norðmenn sem hefst kl. 20 á sunnudagskvöldið,“ segir í fréttatilkynningu. Íslenska karla- landsliðið í Smáralind Sýningarstaðir í Chelsea Meðfylgjandi kort átti að fylgja grein Huldu Stefánsdóttur um list- galleríin í Chelsea-hverfinu í New York í Lesbók um liðna helgi en féll niður. Sýnir það staðsetningu gall- eríanna sem fjallað er um í greininni. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Rangt nafn í Velvakanda Í Velvakanda föstudaginn 2. nóv- ember var rangt höfundarnafn undir pistlinum Lögreglu þakkað. Höfund- ur er Ómar F. Dabney og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.                                                LEIÐRÉTT WARIS Dirie mun árita bók sína, Eyðimerkurblómið, í Eymundsson íAusturstræti í dag, laugardag, kl. 14-15. Í bókinni segir Dirie frá storma- sömu lífi sínu sem hófst í eyðimörk í Sómalíu þar sem hún mátti þola grimmilega meðferð þegar hún var umskorin þriggja ára. Hún er nú stödd á Íslandi og í til- efni af heimsókninni verður bókin seld með 15% afslætti í öllum Ey- mundsson-verslunum til 10. nóvem- ber. Waris Dirie áritar bók sína JÓLAKORT Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, eru komin út og eru til sölu hjá skrifstofu félagsins í Hlíðasmára 14 í Kópavogi. Sala á jólakortum er ein helsta fjáröflunarleið félags- ins. Fyrirtæki geta pantað inn- áprentanir að eigin ósk og hefur skrifstofa SKB milligöngu þar um. Hægt er að panta jólakort SKB á heimasíðu félagsins, www.skb.is. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna styður fjárhagslega og félagslega við bakið á fjölskyld- um krabbameinssjúkra barna og gætir hagsmuna þeirra innan sjúkrahúss sem utan, segir í fréttatilkynningu. Jólakort til styrktar SKB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.