Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í MORGUNBLAÐINU í gær, 1.
nóv., var grein frá Sigurði B. Stef-
ánssyni og skrifar hann um Ford
Focus og búnað hans. Því miður er
fátt í grein Sigurðar rétt með farið
og því vill Brimborg fá að koma
eftirfarandi á framfæri.
Ford Focus er margverðlaun-
aður bíll eins og Sigurður bendir
réttilega á og tekur sérstaklega
fram að Focus sé vel að þeim verð-
launum kominn. Þar má helst
nefna Bíll ársins í Evrópu og í
Bandaríkjunum og ekki síst frá-
bæra einkunn í Euro NCAP
árekstraprófinu þar sem Focus
fékk fjórar stjörnur.
Sigurður heldur því fram að um-
boðin komi ekki búnaði bílanna
nægjanlega vel á framfæri en hann
hlýtur þá að eiga við einhverja
aðra en Brimborg því hvergi er
hægt að finna nákvæmari verðlista
en hjá Brimborg þar sem ná-
kvæmlega er talinn upp sá bún-
aður og tækni sem innifalinn er í
verði bílanna og er þetta mjög
löng upptalning. Einnig má finna
sömu og fleiri upplýsingar á
heimasíðu Brimborgar sem er
brimborg.is og því er það Brim-
borg fullkomin ráðgáta hvað Sig-
urður meinar.
Einnig fullyrðir hann að ýmis-
legt komi ekki heim og saman við
það sem umboðið hérlendis hefur
haldið fram. Þar sem hann kýs að
nefna ekki þetta „ýmislegt“ er því
miður ekki hægt að svara því.
Sigurður talar mikið um öryggi
Focus og er það vel enda einn
öruggasti bíllinn í sínum flokki og
hefur fengið frábæra einkunn í
árekstraprófi. Hann nefnir það að
Focus hafi einungis tvo öryggis-
púða hér á landi en að í Evrópu
séu þeir allir með fjóra púða og
gefur í skyn að sú útgáfa hafi farið
í gegnum árekstrapróf en ekki
tveggja púða útgáfan. Þetta er
rangt hjá Sigurði.
Ford býður Focus ekki með
hliðarpúðum sem staðalbúnað frá
verksmiðju heldur er það undir
hverjum markaði komið hvaða
búnað hann bætir í bílinn umfram
verksmiðjustaðalbúnað. Þess
vegna var Focus 1.6 prófaður ÁN
hliðarpúða í prófi EURO NCAP
vegna þess að þessi stofnun prófar
bílana m.v. þann búnað sem fram-
leiðandinn skilgreinir sem staðal-
búnað frá verksmiðju. Samt fékk
Focus mjög góða einkunn í
árekstraprófinu eða 83 stig af 100
mögulegum. Þess má geta að
helsti keppinautur Focus í Evrópu,
VW Golf, fékk nákvæmlega sömu
einkunn og Focus en var prófaður
með hliðarpúðum. Niðurstöðuna í
árekstraprófinu er hægt að skoða
á heimasíðu EURO NCAP sem er
http://www.euroncap.com/re-
sults.htm en í grófum dráttum eru
niðurstöðurnar þannig fyrir Ford
Focus og VW Golf.
Einkunn fyrir árekstur að fram-
an, á hlið og í heild.
Teg. árekstrar Focus Golf
Framan 69 63
Hlið 83 83
Í heild 74 74
Sigurður ræðir um hemlabúnað
Ford Focus og gefur í skyn að
hann sé verri hér á landi en ann-
ars staðar í Evrópu. Ford Focus
er búinn sama hemlabúnaði hér
eins og annars staðar og er stað-
albúnaður frá verksmiðju og er sá
búnaður ABS hemlar með EBD
hemlajöfnun. Skv. tækniupplýsing-
um frá Ford er staðalbúnaður í öll-
um 1.6 lítra Focus bílum skála-
hemlar en aðeins Þýskaland er
með diskahemla sem staðalbúnað
skv. þeim bókum. Einnig er í boði
fyrir alla markaði diskahemlar ef
vélar eru 1.8 eða 2.0 og einnig ef
keypt er ESP stöðugleikastýri-
kerfi sem aukabúnaður.
Hvort Focus er framleiddur í
Þýskalandi eða Spáni hefur ekkert
með gæðin að gera og þeir bílar
sem Brimborg hefur selt hér á
landi hafa komið frábærlega vel
út. Íhlutir bílsins koma víðsvegar
að úr heiminum en mest frá Evr-
ópu, þ.m.t. Þýskalandi, en síðan
eru bílarnir settir saman á mis-
munandi stöðum. Það mætti miklu
frekar kalla Focus evrópskan bíl
og í raun eru bílar í dag mjög al-
þjóðlegir og það sem skiptir mestu
máli er hvar þeir eru hannaðir og
kröfurnar sem gerðar eru til hönn-
unarinnar. Það hefur tekist frá-
bærlega vel með Focus enda er
hann söluhæsti bíll heims, bíll árs-
ins í tveimur heimsálfum og nýtur
hann mikilla vinsælda á Íslandi.
Sigurði finnst verðlagningin á
Ford Focus skrítin en við skiljum
ekki hvernig hann getur verið
ósáttur við að Ford Focus sé veru-
lega ódýrari en helsti keppinaut-
urinn sem er VW Golf en sá bíll
kostar 1.850.000 á meðan Focus
kostar kr. 1.778.000 og ef hann vill
bæta tveimur loftpúðum við þá
kostar það aukalega kr. 20.000 en
þá fær hann að auki upphituð sæti,
sportsæti, leðurstýri, Trend grill
og Titanium útlit á innréttingu og
þrátt fyrir þetta er Ford Focus
verulega ódýrari. Þetta er okkur
mikil ráðgáta en gæti auðvitað
skýrst af því að honum finnist að
verðlaunabíll eins og Focus eigi
auðvitað að vera dýrari en helsti
keppinauturinn en það finnst okk-
ur ekki ef við mögulega getum.
Stefna Brimborgar er að bjóða
viðskiptavinum sínum alltaf bestu
vöruna á besta verðinu með fag-
legri og persónulegri þjónustu.
Sigurður er velkominn til Brim-
borgar til að fá allar ofangreindar
upplýsingar staðfestar enn frekar
og ræða málin yfir kaffi.
EGILL JÓHANNSSON
framkvæmdastjóri.
Ford Focus stenst
allar kröfur
Frá Agli Jóhannssyni: