Morgunblaðið - 03.11.2001, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 51
DAGBÓK
Gott verð
Góð þjónusta
Alltaf fullt af
nýjum vörum
Stærðir 36-42 og 44-56
Eddufelli 2
s. 557 1730
Bæjarlind 6
s. 554 7030
Opið
mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
HELGARTILBOÐ
Verð áður 4.420 kr.
Verð áður
14.900 kr.
1.990.-
9.900.-Tilboð
Opið til kl. 16 á laugardögum
malmö
jojo
Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518
Ný sending
Ullar- og kasmírkápur
Flottir aðskornir heilsársfrakkar
Opið laugardaga frá kl. 10-15ÞRJÚ grönd er ekki falleg-
ur samningur í NS – einn lit-
ur opinn og aðeins sex slagir
til reiðu. En Ítalinn Bocchi
fékk slag gefins á útspilinu
og beitti svo blekkingu til að
fæla vörnina frá veikleikan-
um. Spilið er frá viðureign
Ítala og Frakka á HM í Par-
ís:
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 1086
♥ 1086
♦ D642
♣Á62
Vestur Austur
♠ DG73 ♠ 92
♥ KG93 ♥ Á532
♦ K85 ♦ G10
♣104 ♣G9853
Suður
♠ ÁK54
♥ D7
♦ Á973
♣KD7
Vestur Norður Austur Suður
Quantin Duboin Multon Bocchi
Pass Pass Pass 2 lauf *
Pass 2 hjörtu
*Pass
2 grönd
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Í kerfi Bocchi og Duboin
sýnir opnun á tveimur lauf-
um veik spil með hálitina eða
18-19 punkta og jafna skipt-
ingu, eins og hér. Frakkinn
Quantin var óheppinn í vali á
útspilslit þegar hann lagði af
stað með smáan spaða.
Bocchi stakk upp tíu blinds
og fékk þar sjöunda slaginn.
En það var allt of snemmt að
fagna og Bocchi ákvað að slá
ryki í augu varnarinnar með
því að fara sjálfur í hjartað. Í
öðrum slag spilaði hann
hjarta á drottninguna og
kóng vesturs. Quantin gat
með engu móti séð fyrir sér
hjartastöðuna og hélt áfram
með spaðann, spilaði drottn-
ingunni. Bocchi drap, spilaði
tígli á drottningu (Quantin
dúkkaði), tígli á ásinn og enn
tígli. Quantin var inn í þriðja
sinn og nú á síðasta séns. En
hann nýtti sér ekki loka-
tækifærið og hélt áfram með
spaðann. Og þá gat Bocchi
lagt upp níu slagi.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson.
LJÓÐABROT
VIÐLÖG
Margur prísar sumarið
fyrir fagran fuglasöng.
En eg hæli vetrinum,
því nóttin er löng.
Gef eg mitt ekki kærleiksker
til kaups fyrir neinum plógi,
ellegar hindir hendi mér
fyrir hundrað dýr á skógi.
Setjum gullsöðulinn á
gangarann væna.
Við skulum ríða
í lundinn þann hinn græna.
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 5. nóvem-
ber, verður sjötugur Óðinn
Árnason, Mýrarvegi 111,
Akureyri. Af því tilefni taka
hann og eiginkona hans,
Gunnþóra Árnadóttir, á
móti ættingjum og vinum á
Græna hattinum við Hafn-
arstræti á Akureyri á
sunnudag, 4. nóvember, frá
kl. 16-19.
60 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 3. nóv-
ember er sextugur Kristján
K. Normann, Hæðargarði
14, Reykjavík. Í tilefni dags-
ins tekur hann og kona hans,
Gréta Þ. Sigmundsdóttir, á
móti ættingjum og vinum í
dag milli kl. 16–19 í Fóst-
bræðrasalnum, Langholts-
vegi 109.
60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 3. nóv-
ember, er sextugur Frið-
finnur Ágústsson, Mávahlíð
24, Reykjavík. Hann og eig-
inkona hans, Helga Haf-
berg, taka á móti ættingjum
og vinum í Kiwanis-húsinu,
Engjateig 11, í dag kl. 16-18.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bc4 Rf6
4. d3 e6 5. Bb3 Be7 6. c3 O-O
7. O-O Rc6 8. He1 b5 9.
Rbd2 a5 10. d4 cxd4 11. cxd4
Bb7 12. Rf1 Hc8 13.
Rg3 Db6 14. d5 Rg4
15. dxc6 Dxf2+ 16.
Kh1 Bxc6 17. He2
a4 18. Bc2 d5
Staðan kom upp í
minningarmóti Jó-
hanns Þóris Jóns-
sonar sem lauk í
gær. Áskell Örn
Kárason (2.258)
hafði hvítt gegn Sig-
urði Páli Steindórs-
syni (2.213). 19.
Re5! Dxe2 20. Dxe2
Rxe5 21. exd5 Bxd5
22. Be4 Bc4 23. Bxh7+
Kxh7 24. Dxe5 Hc5 25.
De4+ f5 26. Db7 Bf6 27. Be3
Hd5 28. Rh5 Bxb2 29. Hb1
Be5 30. Bf4 Hfd8 31. h4 Bc3
32. Kh2 H8d7 33. Dc6 e5 34.
Bg5 f4 35. Hc1 Bb2 36.
Hxc4 bxc4 37. Dxc4 a3 38.
De4+ Kg8 39. Bf6 Hd2 40.
Bxg7 Hxg7 41. Rxg7 Kxg7
42. h5 og svartur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329, eða sent
á netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert seigur og missir
sjaldan sjónar á takmarki
þínu. Þessi þrautseigja skil-
ar þér ótrúlega langt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Orð sem falla í hita leiksins
valda þér verulegum heila-
brotum. Taktu þau samt ekki
of alvarlega, því viðkomandi
vill efalaust taka þau aftur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Tækni nútímans er ótrúleg
og þú átt ekki að streitast á
móti henni, heldur taka hana
í þína þjónustu. Þannig opn-
ast þér nýir möguleikar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefðir gott af því að kom-
ast eitthvað afsíðis og spek-
úlera í hlutunum. Það birtast
oft nýir fletir þegar málin
eru könnuð í ró og næði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Reyndu að taka til hendinni
heima við. Þú kemur sjálfum
þér á óvart, því þú getur svo
miklu meira en þú hefur
haldið. Brettu upp ermarn-
ar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vertu óhræddur við að segja
skoðanir þínar hver sem í
hlut á. Það á að vera auðvelt
að vera hreinskilinn án
hamagangs og stóryrða.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Gefðu þér tíma til að aðstoða
vini þína, sem hafa leitað
hjálpar hjá þér. Mundu að
þeir voru til fyrir þig, þegar
þú þurftir á þeim að halda.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Langi þig til þess að lyfta
þér upp, skaltu gera það og
njóta þess. Það hefur ekkert
upp á sig að neita sér um allt
í misskildu samviskubiti.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú átt eftir að verða hissa
þegar upp á yfirborðið kem-
ur sérstakt fjölskyldumál.
Þótt framandi sé verður að
leysa það sem önnur slík.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú gætir fengið ýmsar hug-
myndir af því að gefa þér
tíma til að spjalla við vinina.
Og hver veit nema einhver
þeirra eigi eftir að opna þér
dyr.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Láttu ekki fordóma hafa
áhrif á hvernig þú metur til-
boð sem þér berast. Vertu
opinn og gefðu þér góðan
tíma til að kanna málin frá
öllum hliðum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Öll menntun er eftirsóknar-
verð svo þú ættir að grípa
tækifæri sem gefast á því
sviði. Það er aldrei að vita
hvenær sú þekking gagnast
þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hafðu vakandi auga á fjár-
málunum og láttu engan bil-
bug á þér finna þótt útlitið sé
ekki alltaf jafnglæsilegt.
Sýndu fyrirhyggju og spar-
semi.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FRÉTTIR
GÖNGUFERÐ á Grímannsfell í
Mosfellssveit með Ferðafélagi Ís-
lands verður farin sunnudaginn 4.
Gönguferð
á Grímannsfell
nóvember. Áætlaður göngutími er
3,5–5 klst. Fararstjóri er Eiríkur
Þormóðsson. Þátttökugjald 1.500/
1.800 kr. Brottför er frá BSÍ kl.
10.30 og komið við í Mörkinni 6.
Í DAG er langur laugardagur á
Laugaveginum og mikið um að vera.
Töframaður og trúður skemmta
börnum jafnt sem fullorðnum og
léttir tónar verða fluttir af tónlist-
arfólki. Mikið er um tilboð í versl-
unum sem eru með lengri opnunar-
tíma – til kl. 17 – í tilefni dagsins. Á
Laugaveginum er einnig listasýn-
ingin SÍE og fer hún fram í glugg-
um 29 verslana við Laugaveginn.
Þetta er samstarfsverkefni list-
nema á Íslandi, í Eistlandi og Finn-
landi, segir í fréttatilkynningu.
Langur
laugardagur á
Laugaveginum
ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavík-
ur eða ÍR hefur stofnað sér-
staka dansdeild og er því fyrsta
íþróttafélagið á landinu sem
stofnar slíka deild. Innan dans-
deildarinnar er kenndur og iðk-
aður almennur samkvæmis-
dans fyrir alla aldurshópa undir
stjórn Hólmfríðar Þorvalds-
dóttur danskennara og keppn-
isdans undir stjórn Árna Þórs
Eyþórssonar, Loga Vígþórs-
sonar danskennara og Víðis
Stefánssonar. „Æfingar fara
fram í sal á efri hæð ÍR-hússins
við Skógarsel,“ segir í fréttatil-
kynningu.
ÍR stofnar
dansdeild
60 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag-
inn 4. nóvember, er sextug-
ur Sigurður Ingvarsson,
rafverktaki og oddviti
Gerðahrepps. Eiginkona
hans er Kristín Guðmunds-
dóttir. Hjónin verða að
heiman á afmælisdaginn.
GULLBRÚÐKAUP.
Í dag, laugardaginn
3. nóvember, eiga
50 ára hjúskaparaf-
mæli hjónin Guð-
ríður Þórðardóttir
og Njáll Þorgeirs-
son, Fannborg 8,
Kópavogi, áður bú-
sett í Stykkishólmi.
Þau verða að heim-
an í dag.