Morgunblaðið - 03.11.2001, Side 53

Morgunblaðið - 03.11.2001, Side 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 53 Vesturgötu 2, sími 551 8900 í kvöld HARMONIKUBALL „.....húrra nú ætti að vera ball“ Og nú er einmitt ball í kvöld frá kl. 22.00 í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Gömlu og nýju dansarnir. Dansleikur fyrir alla.Í DAG fer fram hátíðardagskrá áGistiheimilinu Bjargi í Búðardal til- einkuð rokkkónginum sjálfum, Elvis Presley. Það er aðdáendaklúbbur Elvis Presley á Íslandi sem stendur fyrir hátíðinni en klúbbur sá hefur verið einkar virkur upp á síðkastið og haldið hvern stórviðburðinn á fætur öðrum Presley til dýrðar og sjálfum sér og öðrum til skemmt- unar. Meðal þeirra „Elvisa“ sem fram munu koma á Presleyhátíðinni í Búðardal eru Siggi Presley, Kristinn Runólfur Guðlaugsson, sveitasöngv- arinn Rúnar Hart og enginn annar en söngtextaséníið Þorsteinn Egg- ertsson en hann var einmitt fyrstur manna nefndur Presley Íslands og er eins og flestir vita höfundur text- ans við lagið „Heim í Búðardal“. Stjarna kvöldsins er síðan Jósef Ólason, söngvari og formaður aðdá- endaklúbbsins, en hann býður upp á tvær Presley-sýningar. Þeir Rúnar Hart og Torfi Gunn- þórsson munu síðan leika fyrir dansi og njóta aðstoðar allra söngvara sem fram koma fyrr um daginn. Sýningin hefst kl. 11. Aðgangs- eyrir er 500 kr. og mun renna óskiptur til krabbameinsveikra barna. Aðdáendaklúbbur Elvis Presley stendur fyrir hátíðardagskrá Kóngsins bíður vafalítið brúðarval í Búðardal í dag. Elvis kemur heim í Búðardal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.