Morgunblaðið - 16.12.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 16.12.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kid Timer takmarkar aðgang barna Skammtar tíma í tölvunni BÖRN nota heimilis-tölvur í vaxandimæli og sums stað- ar er jafnvel talað um vandamál í þeim efnum, ekki hvað síst vegna þess að erfitt hefur verið að fylgjast með því hvað börnin eru að bardúsa, t.d. á Netinu. Margt barnið rekst í tíma og ótíma inn á óæskileg svæði Netsins og önnur liggja yfir ofbeldis- leikjum. Nú hefur Birgir Daníel Birgisson hjá fyrir- tækinu Netlist búið til nýtt forrit, „Kid Timer“, sem gerir foreldrum kleift á einfaldan máta að hafa eft- irlit með börnum sínum við notkun heimilistölvunnar. Morgunblaðið ræddi við Birgi á dögunum. Hvað er Kid Timer og hvernig virkar það? „Kid Timer er einfalt og öflugt forrit sem skammtar tíma og fylg- ist með tölvunotkun á heimilinu. Með Kid Timer geta foreldrar á auðveldan hátt haft náið eftirlit með tölvunni rétt eins og þeir stæðu yfir barninu. Kid Timer gerir heimilistölvuna að öruggari leikvelli með auknu eftirliti og kemur í veg fyrir óhóflega notkun. Þetta er einfalt og öflugt forrit með stillanlega tímaskömmtun og skjákanna sem fylgist með öllu sem fram fer á tölvuskjánum. Það samanstendur af eftirlitsmynda- vél sem skráir reglulega það sem birtist á skjánum og stillanlegum tímavara. Með því er hægt að ákvarða tíma fyrirfram sem við- komandi dvelur við tölvuna. Hægt er að setja upp notendaskrá fyrir yngri tölvunotendur heimilisins. Foreldrar fara inn í Kid Timer- stjórnkerfið og slá inn þann tíma sem þau telja að æskilegt sé að börn þeirra dvelji við tölvuna hverju sinni. Skjákanninn eða eft- irlitsmyndavél tekur myndir af skjánum með reglulegu millibili eftir því sem óskað er við uppsetn- ingu hjá viðkomandi notanda. Forritið er einfalt að setja upp í tölvunni og ekki þarf við hann neinar viðbætur eða reglulegar uppfærslur til að halda forritinu virku. Það krefst PC tölvu með Windows 95, 98 eða ME „Mill- ennium Edition“ Hver var kveikjan að þessu for- riti? „Innan fjölskyldunar og hjá vinafólki varð ég fljótt var við hve miklum tíma börnin eyddu í tölv- unni. Sum þeirra eyddu öllum frí- tíma sínum í tölvunni og það yfirleitt alveg eftirlitslaust. Kom það fljótt til tals á heimilunum að þetta væri orðið vandamál sem jókst stöðugt. Þetta átti sterkan þátt í að hugmyndin varð til.“ Er hugmyndin þín, eða er ein- hvers konar erlend fyrirmynd? „Já, hugmyndin er mín og kviknaði hún fyrst fyrir þremur árum. Hún er í raun mjög einföld, en þó hefur ekki enn komið nein vara á markað, hvorki hérlendis né erlendis, sem getur talist sam- keppnishæf. Að vísu hafa verið til um nokk- urt skeið hinar og þess- ar síur fyrir Netið sem eiga að sía burt ýmsan óþverra sem börn gætu rekist á, á flakki sínu um Netið. En vandamálið með svona síur er að þær verða fljótt úreltar og þarf því stöðugt að uppfæra þær og í raun eru þær aldrei full- komlega öruggar. Kid Timer kemur að vandanum frá annarri hlið með svokallaðri eftirlits- myndavél eða skjákanna. Hann fylgist með barninu og geta því foreldrar séð hvaða vefsíður barn- ið heimsótti á flakki sínu um Net- ið, hvað það er að gera á spjallrás- unum, tölvuleikjum, sem sagt allt það sem það tekur sér fyrir hend- ur í tölvunni. Með þessu móti lær- ir barnið það fljótt að mamma og pabbi vita hvað það gerir í tölv- unni og stuðlar þetta því að heil- brigðari notkun heimilistölvunn- ar.“ Á ekki bara að treysta bless- uðum börnunum? „Þörfin fyrir svona hugbúnað hefur skapast jafnt og þétt á und- anförnum árum og í dag er hún orðin gífurleg. Það er staðreynd að börn eyða of miklum tíma fyrir framan tölvuskjáinn og að mestur hluti þess tíma fer í tölvuleiki og Netið. Oft og tíðum eru þau einnig eftirlitslaus í tölvunni og frítíminn fer nánast allur í að strádrepa þúsundir misfríðra skepna í hin- um og þessum ofbeldisleikjum, eða vafra um Netið inn á vafasam- ar síður. Með þessari óhóflegu notkun á heimilistölvunni missir hún marks sem mikilvæg miðstöð upplýsinga og kennslu og verður lítið annað en ruslakarfa eða dóta- kassi. Heimilistölvan getur að sjálf- sögðu boðið upp á skemmtilega af- þreyingu en sömuleiðis misholla og Kid Timer gerir foreldrum kleift að hafa vakandi auga með því sem börnin aðhafast í tölvunni og kemur í veg fyrir óhóflega notkun. Kid Timer hindrar og að börn sem eru ein heima eyði öllum deginum eft- irlitslaust fyrir framan tölvuskjáinn og ein- angri sig þannig frá kunningjum og vinum. Með Kid Timer skammta foreldr- arnir börnum sínum tíma í tölv- unni og þau þurfa ekki að rífast um það sín á milli hvert þeirra eigi að nota tölvuna. Slík vandamál verða úr sögunni.“ Markmið? „Að Kid Timer verði staðlaður búnaður í heimilistölvum, leikja- tölvum og stafrænum sjónvörpum framtíðarinnar.“ Birgir Daníel Birgisson  Birgir Daníel Birgisson er fæddur í Reykjavík árið 1980. Einnig uppalinn í höfuðstaðnum. Birgir er útskrifaður af tölvu- fræðibraut Iðnskólans í Reykja- vík með forritun og þróun sem sérsvið. Hann vann ýmis sölu- og þjónustustörf með námi en fyrir tveimur árum stofnaði hann Netlist sem hefur m.a. haft með höndum verkefni fyrir Lands- bankann, Olís, Hjálparstarf kirkjunnar, Gott fólk-McCann Erickson o.fl. Hann er makalaus og barnlaus. … stuðlar að heilbrigðari notkun Það er kominn tími á þetta. Sú gamla búin að sukka villt og brjálað í útlöndum og Palli P. alltaf að pína aumingjana, þú búinn að brjóta gleraugun og ekki hef ég verið bestur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.