Morgunblaðið - 16.12.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 16.12.2001, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 29 Hjallakirkja Aðventusöngvar verða kl. 20.30. Kammerkórinn Vox Gaud- iae syngur og einsöngvari er Hrafn- hildur Björnsdóttir, sópransöng- kona. Þau flytja m.a. verk eftir Britten, Bruckner, Bach og Distler auk hefðbundinna aðventu- og jóla- laga og einnig er almennur söngur. Fyrirmynd aðventusöngvanna er sótt til Englands og skiptast á ritn- ingarlestrar og söngur. Ritning- arlestrarnir eru sóttir í spádómsrit Gamla testamentisins og í guðspjöll Nýja testamentisins. Söngvarnir fjalla um aðventuna, fæðinguna og Maríu guðsmóður. Söngstjóri og orgelleikari er Jón Ólafur Sigurðsson og upplesari er séra Íris Kristjánsdóttir. Norræna húsið Davíð Oddsson for- sætisráðherra les sögu fyrir börnin í Söguherberginu kl. 13 og afhendir vinningshöfum bókagjafir frá Máli og menn- ingu. Ævin- týrasýningunni lýkur á sunnu- dag. Norska barnakvikmynd- in Ferðin til jólastjörnunnar verður sýnd kl. 14. Myndin er frá 1976 og tekur 92 mín. í flutningi. Leikstjóri er Oli Solum. Handrit er gert eftir leikriti eftir Sverre Brandt. Myndin er ætluð börnum eldri en fimm ára. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Rúss- neska kvikmyndin Veiðimenn í Síb- eríu verður sýnd kl. 15. Myndin er frá sjötta áratug síðustu aldar og segir frá því er veiðimenn eru sendir út af örkinni til að fanga lifandi Síb- eríu-tígra. Myndin er með enskum texta og er aðgangur ókeypis. Borgarleikhúsið Tónleikar söng- leikjadeildar Domus Vox verða kl. 20. Nemendur eldri deildar flytja lög úr ýmsum söngleikjum, m.a. úr Chicago, Rent, Gypsy og The Life. Leikstjóri er Margrét Eir. Píanó- leikari er Agnar Már Magnússon. Nemendur yngri deildar flytja ýmis lög, t.d. úr söngvaseiði (Sound of music), It’s been a hard day’s night og Moulin Rouge. Stjórnendur Kol- brún Anna Björnsdóttir og Margrét J. Pálmadóttir. Skálholtskirkja Skálholtskórinn heldur tónleika kl. 21. Gestir kórsins að þessu sinni eru Sophie Schoonj- ans hörpuleikari og Páll Rósinkranz söngvari. Þá kemur kirkjukór Stóra- Núps- og Ólafsvallakirkju til sam- söngs ásamt stjórnanda sínum Þor- björgu Jóhannsdóttur, en einnig syngur Kammerkór Biskupstungna og hljóðfæraleikarar frá Tónlistar- skóla Árnesinga. Orgelleikari er Kári Þormar. Stjórnandi Skálholts- kórsins er Hilmars Arnar Agnars- sonar. Þorlákskirkja Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunn- arsson organisti halda tónleika kl. 20. Þeir flytja tónlist af nýútkomn- um geisladiski þeirra, Sálmur jólanna. Menningarmiðstöðin á Lauga- landi Holta- og Landsveit Menn- ing, handverk og listir nefnist dag- skrá sem hefst kl. 11 og stendur til kl. 18. Fram koma Félagar úr Harmonikkufélagi Rangæinga, Veirurnar syngja við stjórn og und- irleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, píanóleikara, jólasveinar, félagar úr Leikfélagi Rangæinga, Bjarni Harð- arson blaðamaður og sagnagrúskari kynnir bók sína um yfirskilvitleg pláss í héraðinu. Einsöng syngja Gísli Stefánsson á Hellu og Guð- mundur Sigurðsson úrNjarðvík. Kirkjuhvoll, Akranesi Mæðgurnar Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur og Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari efna til aðventustundar við arininn kl. 16. Steinunn les úr bók sinni Reisubók Guðríðar Sím- onardóttur. Arna Kristín leikur tónlist eftir Johan Sebastian Bach, Oistein Sommerfeldt og Geir Rafns- son. Menningarmiðstöðin í Edinborg, Ísafirði Bandaríska myndlist- arkonan Holly Hughes opnar sýn- ingu á verkum sínum kl. 17. Holly hefur um nokkurra ára skeið siglt um heiminn á seglskútu og samhliða unnið að myndlist. Hún sýnir af- rakstur sköpunar sinnar hér á landi og við strendur Íslands auk sýn- ishorna af eldri verkum. Á opn- uninni heldur hún fyrirlestur og sýna litskyggnur um verk sín. Sýn- ingin er opin daglega til jóla frá kl. 16-18. MÁNUDAGUR Kópavogskirkja Skólakór Kársness syngur árlega jólasöngva kl. 20:30. Á efnisskrá eru aðventu- og jólalög, sungin við kertaljós. Í kórnum eru um 50 söngvarar á aldrinum 10-16 ára. Auk þess syngur Stjörnukór Kársness nokkur jólalög, en kórinn skipa fyrrverandi kórfélagar úr barnakórunum. Stjórnandi er Þór- unn Björnsdóttir og undirleikari Marteinn H. Friðriksson. Aðgangur er ókeypis. Dómkirkjan Jólatónleikar nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík verða kl. 20. Borgarneskirkja Gunnar Gunnars- son, organisti og Sigurður Flosason, saxófónleikari flytja sálma jólanna, aðventu- og jólasálma, kl. 20. Tón- leikarnir eru á vegum sóknarinnar og Borgarfjarðarprófastsdæmis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Davíð Oddsson Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.