Morgunblaðið - 16.12.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 16.12.2001, Qupperneq 60
GEIR Ólafsson, oft nefndur Iceblue, hefur verið áberandi í ís- lensku skemmtanalífi síðustu misser- in. Hann hefur víða troðið upp með afbragðshljómsveit sinni, Furstun- um, sem skipuð er tónlistarmönnum er verið hafa í fremstu röð um ára- tuga skeið. Þegar Geir kemur fram er ávallt líf í tuskunum og rómuð er frábær sviðsframkoma hans með tilheyrandi steppdansi og óþrjótandi glaðværð. Hann er óumdeilanlega skemmti- kraftur og mörgum áhorfandanum gleðigjafi, en nú er Geir að þreyta prófraun þar sem steppdans og bros koma að takmörkuðu liði. Hann hef- ur gefið út plötu. Plötuna nefnir Geir Á minn hátt sem er tilvísan í þýðingu Þorsteins Eggertssonar á meist- arasmíðinni „My Way“, sem Frank Sinatra gerði ódauðlega. Nær öll lögin á þessari afurð Geirs eru ódauðleg meistara- stykki úr dægur- lagasögunni; lög sem margir af fræg- ustu söngvurum þessa heims hafa áður túlkað. Og þá spyr maður: Hvers vegna þú, Geir? Er einhverju við að bæta? Það er ekki nema von að ég spyrji því Geir virðist sjálfur efins er hann syngur í upphafslagi plötunnar: „… they all sang it with so much feel- ing – that mister Iceblue, he ain’t gonna add anything new.“ Ég er hjartanlega sammála þessari athuga- semd Geirs. Það hefði kannski verið skiljan- legt ef stórsöngvarar á borð við Björgvin Halldórsson eða Pál Rósinkranz hefðu gert plötu með lögum þessum – og þó, það er búið að syngja þetta allt svo oft og sérdeilis vel. Geir er líka enginn stórsöngvari; langt í frá. Röddin er brothætt og laglínuáherslur oft einkennilegar. Til- finningin í flutn- ingnum þykir mér líka oftsinnis á skjön við inni- hald text- anna. Ice- blue er því ágætt við- urnefni á Geir, því að þótt hann sé alls ekki svalur, þá er hann oft ískaldur, túlkunarlega séð. Þá er enskuframburður Geirs víða út í hött, samanber lagið „The Lady Is A Tramp (Champ)“ þar sem Geir ber orðið „Lady“ ítrekað fram sem „leití“ sem í orðinu sé bókstafurinn „t“, bor- inn fram með norðlenskum hreim. Svona klaufavillur eru reyndar út um alla plötu. Víða er Geir tæpur á tóninum og hringlar röddin iðulega sitt hvoru megin við hinn hreina tón. Þetta er sérstaklega slæmt í „For Once in My Life“, þar sem Geir hreinlega spring- ur á limminu og ræður ekki við sitt sjálfskipaða aðalsmerki, háu tónana. Sjálfum finnst mér í fínu lagi að hver syngi með sínu nefi, þegar um er að ræða eigin lagasmíðar og er menn þurfa að koma einhverju per- sónulegu á framfæri. En að taka heimsþekktar dægurlagaperlur og syngja þær inn á plötu; slíkt ber að varast nema menn telji eitthvað mik- ið í söng eða túlkun sína spunnið. Kannski lítur Geir svo á að tiltækið sé þess virði þar sem hann er mjó- róma tenór og túlkunarlega afar ólík- ur snillingum á borð við áðurnefndan Sinatra. Að þar með hafi hann eitt- hvað fram að færa. Geir er vissulega einstakur, en slíkt er ekki alltaf já- kvætt. Ég myndi t.d. hafa takmark- aðan áhuga á því að heyra bassa- söngvarann ágæta, Þorvald „Á sjó“ Halldórsson, syngja þekkt lög sem tenórinn Stefán Hilmarsson hefur kyrjað og þykja þau lög þó ekki eins „heilög“ og til dæmis snilldarsmíðar Cole Porters, sem Geir allt að því misþyrmir á plötu sinni. Undirleikurinn á plötunni er ann- ars fagmannlegur og til fyrirmyndar. Útsetningar Þóris Baldurssonar eru feikigóðar þótt lítt frumlegar séu, enda sennilega aldrei ætlunin að gera róttækar breytingar á frum- gerðunum. Það er kannski ástæðu- laust að nefna einn spilara umfram annan; þetta er fyrirtakshljómsveit. Ágætir sólóar eru víða en heldur þykir mér Jón Páll Bjarnason spar- lega nýttur til þeirra verka. Hann á þó frábæran sóló í „The Lady Is a Tramp (Champ)“. Þá er Harolds nokkurs Burrs enn ógetið. Hann syngur dúett við Geir í „My Kind of Town“ og gerir vel. Kannski hef ég hlustað of mikið á frumgerðir laganna sem plötu Geirs prýða. Hugsanleg þykir mér líka of vænt um þau til að gefa útfærslum Geirs tækifæri. Ég held þó ekki. Geir stenst einfaldlega ekki prófið og flutningur hans engan samanburð við fyrri útgáfur. Það er ekki nóg að vera með valinn mann í hverju rúmi; sjálfur þarf forsöngvarann að vera fremstur meðal jafningja – ekki hálf- drættingur á við hina, þ.e. undirleik- arana. Ekki meir, Geir. Tónlist Ekki meir, Geir Geir Ólafsson Á minn hátt Geir Ólafsson gefur út Á minn hátt, geisladiskur söngvarans Geirs Ólafssonar. Um undirleik sjá þeir Árni Scheving á bassa, Jón Páll Bjarna- son á gítar, Þórir Baldursson á Hamm- ond-orgel og hljómborð, Einar Valur Scheving á trommur, Carl Möller á píanó, Kristinn Svavarsson á saxófóna, Kjartan Hákonarson og Birkir Freyr Matthíasson á trompet og flygelhorn. Þá leikur Guð- mundur Steingrímsson á slagverk í félagi við Geir sjálfan. Harold Burr syngur dúett við Geir í „My Kind of Town“. Hljómsveit- arstjóri er Árni Scheving en Þórir Bald- ursson útsetti lögin. Þeir Árni og Þórir stýrðu upptökum en Gunnar Smári Helga- son hljóðblandaði eigin hljóðritanir og Georgs Magnússonar. Geir gefur sjálfur út en Skífan dreifir. Orri Harðarson „[N]ú er Geir að þreyta prófraun þar sem stepp- dans og bros koma að takmörkuðu liði …“ segir Orri Harðarson í umfjöll- un sinni um Á minn hátt. 60 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 307 Fyrsta ævintýrið um töfradrenginn Harry Potter er nú loks komið til Íslands eftir að hafa slegið öll met sem hægt er að slá allstaðar þar sem hún hefur verið sýnd. Harry Potter er leyfð öllum aldurshópum. 1/2 Kvikmyndir.com Allur heimurinn mun þekkja nafn hans 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 RadíóX strik.is  MBL  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Vit 314 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 316 Mánudag kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 299 Mánudag kl. 5.50, 8 og 10.10. Frumsýning Frumsýning Frábær gamanmynd með Mark Wahlberg (Planet of the Apes, Perfect Storm) og Jennifer Aniston (Friends) með dúndur rokki sem rokkunnendur mega ekki alls ekki missa af. Fæstir fá tækifæri til þess að VERÐA uppáhaldsstjarnan sín! 3% LÍKAMSFITA. 1% HEILASTARFSEMI Hinn nautheimski Derek Zoolander fær ekki borgað fyrir að hugsa! Nýjasta mynd Ben Stiller´s sem fór á kostum í hinum frábæru grínsmellum Meet The Parents og There´s Something About Mary. Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Vit nr. 292  Kvikmyndir.is  DV Strik.is  ÓHT Rás 2 Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Vit nr. 296 Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal SV Mbl Sýnd kl. 8. B. i. 16. 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2  HL Mbl  SG DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6.  HJ Mbl ÓHT RÚV Allur heimurinn mun þekkja nafn hans strik.is  ÓHT Rás 2  MBL Edduverðlaun6 BROTHERHOOD OF THE WOLF Ó.H.T Rás2 Strik.is Kvikmyndir.co Ein persóna getur breytt lífi þínu að eilífu. Frá leikstjóra Delicatessen 4 evrópsk kvikmyndaverðlaun. M.a. Besta mynd Evrópu, Besta leikstjórn og Besta kvikmyndataka.Sýnd kl. 12 á hádeigi, 3, 6 og 9. Mán. kl. 3, 6 og 9. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Jólamynd • Frumsýning 1/2 RadíóX MÁLARINN og sálmurinn hans um litinn. Kvikmynd eftir Erlend Sveinsson  Ó.H.T Rás2  SV Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 6. B.i.14. Sýnd kl. 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 8 og 10.30. Stóll áður kr: 58.900 - kynningarverð kr: 48.900.- Skammel áður kr: 24.900.- kynningarverð kr: 15.900.- MARKAÐUR Í KRINGLUNNI - Sími: 533 4025 (við hliðina á Konfektbúðinni) Stólarnir fást hjá F y r s t i r koma f y r s t i r f á ! w w w . t k . i s TA K M A R K A Ð M AG N ! Það heitasta í dag! FAXAFENI S: 568 4020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.