Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 1
20. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. JANÚAR 2002 RAFMAGNIÐ var tekið af nokkrum af mikilvægustu mannvirkjum rússneska hers- ins á austurströnd Rússlands í gær vegna vangoldinna skulda. „Lokað var fyrir allt rafmagn og hita til allra stöðva Kyrra- hafsflotans, flughersins og loft- varnasveita, sem eru verstu skuldunautar okkar,“ sagði Míkhaíl Tsedrík, aðstoðarfor- stjóri rússneska orkufyrirtæk- isins Dalenergo. Að sögn Tsedríks nema skuldir hersins við orkufyrir- tækið andvirði nær 700 millj- óna króna. Í fjárlögunum var gert ráð fyrir því að varnar- málaráðuneytið fengi fé til að greiða skuldirnar, en þær hafa ekki enn verið greiddar. Rafmagnsleysi er algengt á austurströnd Rússlands. Rússland Rafmagn- ið tekið af hernum Moskvu. AFP. TALSMENN Ísraelsstjórnar neit- uðu alfarið í gær ásökunum þess efn- is að Ísrael hefði staðið fyrir morðinu á Elie Hobeika, stríðsherra í Líbanon á árum borgarastyrjaldarinnar þar 1975–1990. Sagði talsmaður utanrík- isráðuneytisins þær „fáránlegar“. Áður hafði Emile Lahoud, forseti Líbanons, gefið þetta í skyn en dauði Hobeikas, sem lést við sjötta mann þegar bílsprengja sprakk í Beirút í gærmorgun, kemur í veg fyrir að hann geti borið vitni fyrir rétti í Belg- íu sem rannsakar nú hvort ástæða sé til að ákæra Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, fyrir glæpi gegn mannkyni. Lahoud sagði í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér, að morðingjar Hobeikas hefðu viljað „beina sjónum umheimsins frá þeim glæpum sem nú eru framdir á herteknu svæðun- um í Palestínu“. Sagði einnig að til- gangur morðsins á Hobeika hefði verið „að tryggja að hinn látni vitnaði ekki fyrir rétti í Belgíu“. Ennfremur sagði að takmark morðingjanna væri að valda pólitísku uppnámi í Líbanon en sú tilraun væri dæmd til að mistakast. Talsmaður Ísraelsstjórnar sagði Ísrael hins vegar ekkert hafa haft með þessa atburði að gera og taldi líklegra að Sýrlendingar bæru ábyrgð á morðinu, enda hefðu stjórn- völd í Damaskus lítinn áhuga haft á því að Hobeika færi að greina frá hlut þeirra í aðgerðum gegn Bandaríkja- her á árum áður og öðrum mann- drápum í Mið-Austurlöndum. Málið á hendur Sharon í Belgíu víkur að ásökunum þess efnis að hann hafi sem varnarmálaráðherra Ísraels árið 1982 borið beina ábyrgð á fjöldamorðum á palestínskum flóttamönnum í búðum í Beirút en Ísrael gerði það ár innrás í Líbanon. Áður hefur rannsóknarnefnd í Ísr- ael komist að þeirri niðurstöðu að Sharon hafi borið óbeina ábyrgð á morðunum en Hobeika var þar jafn- framt bendlaður við aðild. Hann neit- aði þó ætíð að hafa átt hlut að máli og belgískur þingmaður, Josy Dubie, hélt því fram í gær að Hobeika hefði sagt sér fyrr í vikunni að hann byggi yfir nýjum upplýsingum um fjölda- morðin í Líbanon sem hann væri reiðubúinn til að segja frá í réttar- höldum yfir Sharon. Forsætisráðherra Ísraels bendlaður við morðið á Elie Hobeika Ísraelar segja ásak- anirnar fáránlegar Jerúsalem, Beirút. AFP. Reuters Líbanskir hermenn kanna brak bifreiðar Elies Hobeikas eftir sprengjutilræðið í Beirút í gær.  Fyrrverandi/24 FJÓRIR Palestínumenn féllu í átök- um á heimastjórnarsvæðunum í gær en mikil spenna var á svæðinu eins og marga undanfarna daga. Til- kynntu Bandaríkjamenn að þeir hefðu ákveðið að fresta því um óákveðinn tíma að senda sérlegan sáttasemjara sinn, hershöfðingjann Anthony Zinni, til heimshlutans í ljósi þess ástands sem nú ríkti. Palestínskir stjórnarerindrekar sögðu að einn liðsmanna Hamas- samtakanna, Bakr Hamdan, hefði fallið eftir að ísraelsk herþyrla skaut flugskeyti að bíl hans í bænum Khan Yunis á Gazaströndinni í gærkvöldi. Ísraelski herinn sagði Hamdan bera ábyrgð á fjölda ódæðisverka. Áður hafði einn fallið í átökum við ísraelska hermenn í Ramallah og lík tveggja til viðbótar fundust í gær- morgun. Sagði ísraelsk útvarpsstöð að mennirnir hefðu ætlað að standa fyrir sjálfsmorðsárás, en sprengja þeirra hefði sprungið of snemma. Fjórir Palestínu- menn féllu Jerúsalem, Gaza-borg. AP, AFP. JOHN Walker-Lindh, Bandaríkja- maðurinn ungi sem sakaður er um að hafa barist með al-Qaeda-hryðju- verkasamtökunum í Afganistan, kom fyrir alríkisrétt í Virginíu í Banda- ríkjunum í gær og hlýddi þar á ákæru á hendur sér. Úrskurðaði dómari Walker-Lindh í gæsluvarðhald þar til réttarhöld hefjast yfir honum 6. febr- úar. Þegar Walker-Lindh var spurður hvort hann skildi ákæru um að hann hefði tekið þátt í samsæri um að myrða Bandaríkjamenn svaraði hann: „Já, það geri ég, þakka þér fyr- ir,“ og kvaðst síðan engra spurninga þurfa að spyrja réttinn um ákæruat- riðin. Walker-Lindh á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Gífurleg öryggisgæsla var í dóms- húsinu, sem er skammt frá Pentagon, byggingu bandaríska varnarmála- ráðuneytisins sem varð fyrir árás hryðjuverkamanna 11. september síðastliðinn. Walker-Lindh er sakað- ur um að hafa verið í vitorði með þeim sem skipulögðu árásina. Leyniskytt- ur voru á þaki hússins og fjöldi lög- reglumanna var þar á verði. Þeir sem fóru inn í dómsalinn urðu að fara gegnum málmleitartæki. Foreldrar Walker-Lindhs, Frank og Marilyn, hittu son sinn að máli fyrr í gær en sátu síðan í dómsalnum. Sagði Frank að sonur sinn væri sak- laus af ákærunni. Hart barist í Kandahar Sérsveitir Bandaríkjahers réðust í gær til atlögu við tvennar búðir í Afg- anistan sem talið var að hefðu að geyma talibana og liðsmenn al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna. Tólf menn féllu í átökunum og 27 voru teknir höndum, að sögn talsmanna bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins. Einn Bandaríkjamaður særðist. Richard Myers, forseti bandaríska herráðsins, sagði aðgerðirnar í fjöll- um norður af Kandahar í suðurhluta landsins hafa hafist snemma í gær og upphófst mikill bardagi sem stóð drykklanga stund. Walker-Lindh úrskurð- aður í gæsluvarðhald Alexandríu í Virgíníu-ríki. AFP. AP John Walker-Lindh, sem nefnd- ur hefur verið „bandaríski talib- aninn“, er hann mætti til réttar. ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í gær sjá já- kvæð merki um að bandarískur efna- hagur væri að ná jafnvægi en var- aði þó við því að batinn yrði senni- lega ekki jafn hraður og aðilar á markaði myndu kjósa. „Það hafa verið merki um að ýms- ir þeir kraftar sem haldið hafa efnahagslífinu niðri síðasta árið séu að veikjast og að hjól efnahagslífsins séu tekin að hreyfast á ný,“ sagði Greenspan þegar hann flutti fjár- laganefnd bandarísku öldungadeild- arinnar ársfjórðungsskýrslu sína. Áfram stefnt að aðgerðum Greenspan hvatti þingmenn til að halda fast við áætlanir um afgang á fjárlögum og sagði að slíkt væri nauðsynlegt svo hægt væri að greiða fyrirsjáanlegan kostnað sem fellur til í almannatryggingum á næstu áratugum. Ólíkt því sem hann sagði við sama tækifæri fyrir þremur mán- uðum kvaðst Greenspan hins vegar líta svo á að efnahagur Bandaríkj- anna myndi rétta úr kútnum, jafnvel þó að ekki kæmu til sérstakar að- gerðir stjórnvalda til að örva hann. Fulltrúar stjórnvalda sögðu þó áfram stefnt að slíkum aðgerðum, en þær felast m.a. í skattalækkunum. Rofar til vest- anhafs Washington, New York. AFP. Alan Greenspan ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.