Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isStjarnan tapaði fjórtánda leiknum í röð / C2 „Faxi“ er bjartsýnn á gott gengi Íslands á EM / C1 4 SÍÐUR8 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tölvufyrirtækið Tæknibæ og fram- kvæmdastjóra þess til að greiða samtals 800.000 króna sekt til rík- issjóðs fyrir ólögmæta afritun og dreifingu á forritunum Windows 98 og Microsoft Office 97 inn á hart drif í tölvum sem voru seldar, án þess að taka endurgjald fyrir forritin. Bandaríski tölvurisinn Microsoft kærði framkvæmdastjórann og Tæknibæ til ríkislögreglustjóra fyrir skipulega brotastarfsemi sem fælist í því að félagið hagnýtti sér og dreifði, með eða án endurgjalds, hugbúnaði sem Microsoft væri lög- legur rétthafi að og nyti verndar skv. höfundarlögum. Jónatan Hróbjartsson hrl., lög- maður Microsoft hér á landi, sagði í kærunni að sér hefðu borist fjöl- margar kvartanir um að Tæknibær hefði selt tölvur með forritum frá Microsoft án þess að nauðsynleg skilríki, diskar eða handbækur hefðu fylgt með. Þegar óskað hefði verið eftir skýringum hefðu forráðamenn fyrirtækisins ekki viljað kannast við að hafa selt umrædd forrit og sagt þau hafa verið á tölvunum fyrir slysni eða þá að kaupandinn hefði sett forritin inn sjálfur. Ekki refsað í héraði Framkvæmdastjórinn viður- kenndi að raðnúmer á Windows- stýrikerfum sem verslunin seldi hefði verið hið sama. Það hefði verið venja að kerfi væri sett upp af einum sameiginlegum diski á tölvurnar en notendaleyfi og söludiskar frá Microsoft hefðu síðan fylgt tölvunni. Hefði þetta verið gert vegna vinnu- hagræðingar. Sagði hann að not- endaleyfi og diskur frá Microsoft hefði fylgt til kaupenda. Taldi Hæstiréttur þessa afritun ekki í samræmi við höfundarlög. Með þessu hefði verið brotið gegn einkarétti Microsoft og hlaut fram- kvæmdastjóranum og öðrum for- svarsmönnum Tæknibæjar að hafa verið það ljóst. Skv. framburði kaup- enda og annarra þótti Hæstarétti ljóst að Tæknibær hefði gerst sekur um óheimila afritun hugbúnaðar í öllum þeim tíu tilvikum sem ákært var fyrir og í átta tilvikum um að dreifa honum án þess að tilskilin leyfi lægju fyrir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin voru framin í versl- unarrekstri með tölvur en á hinn bóginn væri rétt að líta til þess að í meirihluta þeirra tilvika sem athug- un lögreglu náði til, reyndust leyfi hafa fylgt viðkomandi tölvum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður ákveðið að refsa ekki sakborn- ingum fyrir ákæruatriðin. Tæknibæ og framkvæmdastjóran- um var í sameiningu gert að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, þ.m.t. málsvarnarlaun Sveins Andra Sveinssonar hrl., á báðum dómsstigum, 500.000 krónur. Ólögleg afrit- un og dreifing hugbúnaðar ÞORRINN hefst í dag á bónda-degi samkvæmt forníslensku dagatali. Mörsugi lauk því í gær og hefur sá mánuður ver- ið óvenju snjóléttur, einkum sunnanlands. Það var ekki fyrr en í þessari viku að Norð- lendingar fengu að kynnast snjókornum að nýju í ein- hverjum mæli. Hörður Þórðarson, veð- urfræðingur á Veðurstofu Ís- lands, sagði það mjög sjald- gæft hve snjólétt hefði verið um mestan part landsins það sem af væri janúar, einkum til fjalla. Þannig hefði varla sést snjór í Esjunni fyrr en nú síð- ustu daga í efstu hlíðum henn- ar, slík tíð væri í raun með eindæmum. Hörður treysti sér ekki í samanburð við fyrri ár þar sem hann hafði ekki tiltæk gögn fyrir framan sig. Aðspurður um veðurhorfur fyrstu daga þorra sagði Hörð- ur líkur vera á lítilsháttar élj- um í dag og á morgun sums staðar á landinu. Miðað við langtímaspá væru hins vegar meiri líkur á samfelldri snjó- komu eftir helgina sunnan- lands þegar hitastig ætti um leið að fara hækkandi. Á myndinni er Þórarinn Guðmundsson í Veislusmiðj- unni en hann „þjófstartaði“ þorranum á dögunum þegar hann hóaði saman áhugamönn- um um þorramat. Gæddu þeir sér á súrmetinu í Norska hús- inu í Heiðmörk.Morgunblaðið/Kristinn Mörsug- ur óvenju snjóléttur GYLFI Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að til við- bótar því að laun opinberra starfs- manna hafi hækkað meira en laun á almennum markaði, eins og greint var frá í blaðinu í gær, sé og ljóst að félagsmenn ASÍ sem vinni hjá rík- inu njóti ekki sömu réttinda og op- inberir starfsmenn. Þetta sé alger- lega óviðunandi. Gylfi segir sambandið oft hafa vakið athygli á þeim mun sem hefur verið á launaþróun opinberra starfsmanna og félaga innan ASÍ. „Þetta er ein ástæða hækkananna sem hafa orðið hjá ríki og sveitar- félögum. Skýringin á þessu er ein- faldlega sú að það virðast vera í gildi önnur lögmál og önnur launa- stefna hjá hinu opinbera en á al- menna vinnumarkaðinum. Eins og menn vita freistuðum við þess við gerð kjarasamninga vorið 2000 að reyna í það minnsta að halda aftur af þessari þróun og setja ákveðnar viðmiðanir. En það er greinilegt að það hefur ekki tekist.“ Mismunur á réttindum ekki inni í útreikningum Gylfi segir þetta vera eitt af þeim atriðum sem ASÍ hafi tekið upp við stjórnvöld. Til viðbótar við mis- munandi launaþróun sé einnig ljóst að réttindi er varða lífeyrissjóð og ýmis önnur réttindi hjá starfs- mönnum ríkis og sveitarfélaga, sem ekki eru í þessum útreikningum, myndu gera samanburðinn enn verri en ella. „Hluti af yfirlýsingu fjármálaráðherra,“ segir Gylfi, „í tengslum við endurskoðun kjara- samninga var að það yrði sett í gang vinna við að finna hugmyndir og leiðir til þess að jafna þessi kjör. Félagsmenn okkar sem eru starfs- menn ríkisins njóta ekki þessara sömu kjara. Það virðist því vera þannig að stéttarfélagsaðild sé nokkuð ráðandi um það hvaða rétt- indi menn fá. Þetta er auðvitað óviðunandi og eitt af því sem við tókum upp við endurskoðun kjara- samninga. En við höfum jafnframt gert stjórnvöldum grein fyrir því að haldi þetta áfram með þessum hætti þá hljóti þetta að verða launa- stefnan hjá okkur.“ Gylfi segir ASÍ ekki vera í að- stöðu til þess að bregðast við þessu núna: „Við erum ekki að gera nýja kjarasamninga heldur endurskoða gildandi samning með tilvísun í verðlagsviðmiðun. En auðvitað er það áhyggjuefni að stjórnvöld sem leggja áherslu á mikilvægi þess að það sé samið á raunhæfum nótum á vinnumarkaði sjái ekki ástæðu til þess að fylgja því eftir sjálf.“ Framkvæmdastjóri ASÍ um launaþróun hjá hinu opinbera Sömu lögmál hljóta að gilda um alla FLUGMÁLASTJÓRN mun í lok febrúar senda sex nýnema í flug- umferðarstjórn til fimm mánaða náms í Prag í Tékklandi. Nemarn- ir voru valdir úr hópi 130 umsækj- enda um nám í flugumferðar- stjórn. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir að námskeiðið í Prag hafi verið valið sökum þess að það var talið hagstæðast auk þess sem að- staðan var talin góð. Slík nám- skeið hafa áður verið haldin m.a. á Englandi, Írlandi og í Svíþjóð. Danska fyrirtækið Integra heldur námskeiðið. Flestir kennarar eru frá Norðurlöndunum og um tíma verða þar tveir kennarar frá Flug- málastjórn. Strangar hæfniskröfur gilda um val á nemendum til náms í flugumferðarstjórn. Í fréttatil- kynningu frá Flugmálastjórn kemur fram að af þeim 130 sem sóttu um í upphafi hafi 116 tekið fyrsta prófið sem lagt er fyrir um- sækjendur. Það er persónuleika- próf sem er sérstaklega hannað til að velja nemendur í flugumferð- arstjórn. Þrjátíu og níu umsækj- endur stóðust þetta próf og komu til viðtals og frekari kynningar. Eftir það þreyttu 28 umsækj- endur skipulagningar- og einbeit- ingarpróf. Af þessum 28 voru fimmtán valdir í lokahóp og loks var ákveðið að senda sex nemend- ur á námskeiðið. Að loknu námskeiðinu í Prag tekur við um eins árs réttindanám í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Að því loknu öðlast menn fyrstu réttindi sín sem flug- umferðarstjórar. Þar á eftir getur síðan tekið við sérhæft nám fyrir einstök svið flugumferðarstjórn- ar. Nemar í flugum- ferðarstjórn á námskeið í Prag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.