Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKI voru teknar ákvarðanir í gær á stjórnarfundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um hvort fallið verður frá hug- myndum um að halda forustu- prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Stjórnin hafði áður samþykkt að leggja til við full- trúaráð að halda leiðtogaprófkjör um 1. sætið á framboðslistanum en í ljósi þess að Inga Jóna Þórðardóttir og Eyþór Arnalds hafa bæði hætt við þátttöku og lýst stuðningi við Björn Bjarnason, hefur verið rætt um að falla frá tillögunni um próf- kjör. Gengið verður formlega frá hvaða aðferð verður viðhöfð um val á fram- boðslista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar á kjör- dæmisþingi næstkomandi laugardag en þar mun stjórn fulltrúaráðsins leggja tillögu sína fyrir aðalfund. Höldum okkar striki Margeir Pétursson, formaður stjórnar fulltrúaráðsins, sagði eftir fundinn í gær að ekki hafi verið ákveðið á þessum fundi að falla frá fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri og benti hann jafnframt á að það hafi í sjálfu sér aldrei verið samþykkt formlega að halda slíkt prófkjör. Auk þess hafi heldur ekki verið aug- lýst eftir framboðum. ,,Við vorum bara að ræða stöðu mála,“ sagði hann um fundinn og sagði að málin myndu skýrast á kjördæmisþinginu um helgina. ,,Það er engin pressa á okkur. Við bara höldum okkar striki,“ sagði hann. Stjórn fulltrúaráðsins beindi því til kjörnefndar fyrr í þessum mán- uði að fulltrúaráðsmenn, sem eru um 1.400 að tölu, verði beðnir um að stinga upp á 2 til 4 nöfnum sem þeir vilja sjá ofarlega á lista flokksins í vor. Að sögn Margeirs er þessi vinna nú í fullum gangi og eiga nið- urstöður að liggja fyrir hjá kjör- nefnd 6. febrúar. Margeir sagði að þessi tilnefningaraðferð hefði fallið í góðan jarðveg og gengi vel. ,,Í sjálfu sér hefði prófkjör um fyrsta sætið leitt það í ljós úr hvað miklu mann- vali er að spila hjá Sjálfstæðis- flokknum hér í borginni,“ sagði Margeir. Reglurnar ekki hugsaðar fyrir einstaka frambjóðendur ,,Við vorum bara að ræða málin og þá breyttu stöðu sem komin er upp,“ sagði Stefanía Óskarsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík og fulltrúi í kjörnefnd í gær. Hún sagði að fram- boðsmálin í Reykjavík væru á góðri siglingu. ,,Þegar við gerðum tillögur um hvernig við myndum haga okkar framboðslista og reglum um val full- trúa á hann þá vorum við ekkert að hugsa þær reglur fyrir einstaka frambjóðendur, heldur að setja upp ákveðna aðferð sem við töldum að myndi virka best og tryggja sem öfl- ugastan lista,“ sagði hún. Stefanía sagði aðspurð að ákvörð- un Ingu Jónu um að draga framboð sitt til baka hafi komið henni á óvart. ,,Það er augljóst að hún taldi að þetta væri flokknum fyrir bestu. Hún er ennþá með í leiknum og býr yfir mikilli reynslu og er öflugur talsmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún á marga stuðningsmenn og það er gott að vita að hún er ennþá með,“ sagði Stefanía. Er hún var spurð um þá yfirlýs- ingu Ingu Jónu Þórðardóttur að lýsa sig reiðubúna að skipa 8. sætið sagði Stefanía að ef ákveðið verði að viðhafa uppstillingu í Reykjavík sé það algerlega í höndum kjörnefnd- ar. ,,Þetta er ein af þeim mörgu ábendingum sem kjörnefnd mun taka við en við búumst við ábend- ingum frá 1.400 manns um eitt til fjögur nöfn þannig að það verður sjálfsagt úr mjög mörgum nöfnum að velja.“ Morgunblaðið/Ásdís Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, kom saman til fundar í Valhöll í hádeginu í gær til að ræða stöðu framboðsmála vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. 20 fulltrúar eiga sæti í stjórninni. Afstaða til leiðtogapróf- kjörs tekin á laugardag Rætt var um framboðsmál á stjórnarfundi Varðar í gær „OKKUR þykir leitt að farþegar okkar hafi orðið fyrir óþægindum og er eðlilegt að þeir hafi orðið ótta- slegnir,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, um það atvik þegar flugmenn vélar Flugleiða, Boeing 757, hættu skyndilega við lendingu á Gard- ermoen- flugvellinum í Ósló í Noregi á þriðjudag og „kipptu“ vélinni snöggt aftur upp, flugu einn hring í kringum flugvöllinn áður en þeir lentu vélinni „með eðlilegum hætti“. Að sögn Guðjóns voru um 75 farþeg- ar í vélinni þegar þetta gerðist. Frá atvikinu er greint í norska netmiðlinum Dagsavisen og vitnað í einn farþeganna, Helge H. Wilter sem lýsir því að mikil skelfing hafi gripið um sig meðal farþeganna þegar vélin hafi verið „rifin“ upp aftur. „Einhverjir hrópuðu og æptu og aðrir báðu til Guðs...“, er m.a. haft eftir Wilter sem lýsir því einnig að farangur, bækur, blöð, bjórdósir og annað lauslegt hafi kastast til um farþegarýmið. Wilter segir að hann hafi haldið að vélin væri að hrapa og því verið þeirri stund fegnastur þegar vélin var loksins lent. „Þegar vélin snerti loksins flug- brautina föðmuðum við hvert annað í gleði yfir því að vera á lífi.“ Wilter gagnrýnir það að farþegarnir hafi ekki fengið skýringar á því hvað hefði gerst. „Ég hélt um tíma að þetta væri mitt síðasta.“ Grunur um bilun í aðflugsbúnaði Guðjón segir í samtali við Morg- unblaðið að flugvélin hafi verið í venjulegu áætlunarflugi til Ósló þegar atvikið varð. Klukkan var rúmlega tíu um morgun og var að sögn Guðjóns fremur lágskýjað yfir borginni og slydda. „Þegar vélin var í rúmlega þúsund feta hæð fengu flugmenn grun um bilun í að- flugsbúnaði. Þeir tóku því ákvörðun um að hætta við lendingu og kipptu vélinni upp aftur,“ segir hann og skýrir frá því að þegar flugvélin er „rifin“ svo snöggt upp þrýstist far- þegarnir ofan í sætin. Þegar síðan vélinni er náð upp og jafnvægi næst lyftast farþegarnir upp aftur og þeir fá eins konar „sviftilfinningu“ og lausir hlutir færast til. „Það er mjög eðlilegt að fólk verði skelkað við þessar aðstæður,“ útskýrir hann. Guðjón segir það mjög sjaldgæft að svona atvik eigi sér stað en hann bendir á að flugmennirnir hafi brugðist hárrétt við. „Flugmenn- irnir töldu að aðflugsbúnaðurinn gæfi ekki til kynna réttar upplýs- ingar og því var ákveðið að kippa vélinni upp aftur. Það voru fyr- irbyggjandi aðgerðir til að forðast hættu.“ Guðjón segir að flugmenn- irnir hafi síðan flogið vélinni einn hring og lent henni nokkrum mínum síðar með eðlilægum hætti. „Vélin var skoðuð í Ósló og búnaðurinn prófaður. Hann reyndist í lagi þann- ig að vélin hélt áfram til Stokkhólms svo heim til Íslands síðdegis sama dag.“ Flugstjóri skýrði frá atvikinu Aðspurður segir Guðjón það ekki rétt sem haft er eftir Wilter í norska netmiðlinum Dagsavisen að farþeg- ar hafi ekki fengið neinar upplýs- ingar um það sem gerðist. „Flug- stjórinn skýrði frá því sem gerðist áður en vélin lenti í Ósló en ef til vill hafa farþegarnir verið í það miklu uppnámi að þau boð hafi ekki kom- ist nægilega vel til skila,“ segir Guð- jón og bætir því við að flugfreyj- urnar hafi auk þess rætt við farþega á leið út úr vélinni. „Auðvitað er þó atvik sem þetta hvimleitt en það er ekki við neinn að sakast. Viðbrögð flugmannanna voru hárrétt.“ Í Dagsavisen er haft eftir fulltrúa Flugleiða í Noregi að félagið muni hafa samband við alla farþega vél- arinnar og útskýra hvað hefði gerst en aðspurður segir Guðjón að engin ákvörðun hefði verið tekin um það meðal stjórnenda félagsins. Flugleiðavél með um 75 farþega innanborðs hætti skyndilega við lendingu í Ósló Farþegar föðmuðust þegar vélin var lent heilu og höldnu Eðlilegt að fólk verði skelkað við þessar aðstæður, segir upplýsingafulltrúi Flugleiða LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lokið rannsókn sinni á flugslysinu í Skerjafirði hinn 7. ágúst árið 2000 þegar einshreyfils flugvélin TF- GTI hrapaði í sjóinn. Sex manns létust af völdum flugslyssins. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hvort og þá hver verður ákærður og fyrir hvaða. Einnig kemur til greina að senda málsgögnin til ríkissaksóknara. Rannsókn lögreglu hófst eftir að aðstandendur þeirra sem létust í flugslysinu kærðu flugrekanda og flugrekstrarstjóra Leiguflugs Ís- leifs Ottesen og forstöðumann við- haldsverkstæðis flugvéla fyrir refsiverðan verknað. Að sögn Egils Stephensens, sak- sóknara hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, hefur rannsóknin verið tímafrek m.a. sökum þess að um af- ar óvenjulegt mál er að ræða fyrir lögreglu og ákæruvald. „Þetta varðar mjög flókna lög- gjöf, bæði loftferðalögin og aragrúa fyrirmæla sem gefin hafa verið út af Flugmálastjórn sem aftur styðj- ast við reglur frá Alþjóðaflugmála- stofnuninni,“ segir hann. Í löggjöf- inni séu víða að finna almennar lýsingar sem gefa nokkuð svigrúm á því hvaða reglur gilda um flug- rekstur. Þá sé ekki að fullu ljóst hvernig farið er eftir reglunum í reynd og hvaða kröfur Flugmála- stjórn gerir til flugrekanda. Því geti reynst erfitt að átta sig á því hvort tiltekið atvik í rekstri flug- félags sé refsivert. Sömuleiðis þurfi að ganga úr skugga um að merking reglna hafi ekki brenglast þegar þær voru þýddar úr ensku í ís- lensku. Segir Egill að m.a. af þess- um sökum hafi allmörgum spurn- ingum verið beint til Flugmála- stjórnar. Áður en lögregla gat lokið rann- sókninni varð skýrsla rannsóknar- nefndar flugslysa að liggja fyrir auk þess sem bíða þurfti eftir svör- um frá Flugmálastjórn. Eftir að skýrslan og svörin bárust lögreglu þurfti ennfremur að taka afstöðu til þess hvaða áhrif þau hefðu á gang rannsóknarinnar. Að auki bárust lögreglu fjöl- margar ábendingar frá aðstand- endum þeirra sem létust í flugslys- inu og tók nokkurn tíma að vinna úr þeim. Ein slík ábending laut að framburði kafara frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en aðstand- endur beindu því til samgönguráð- herra að þeir gæfu skýrslu hjá lög- reglu og varð lögregla við því. Auk þess sem hinir kærðu hafa verið yfirheyrðir hafa verið teknar skýrslur af vitnum, þeim sem komu að fluginu bæði í Reykjavík og í Vestmannaeyjum og fleirum. Lögreglurannsókn á flugslysinu í Skerjafirði lokið Ákvörðun um framhald tekin á næstu dögum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í fyrradag tvítugan mann í sex vikna gæsluvarðhald, að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna ítrekaðra auðgunarbrota að undanförnu Hann var handtekinn ásamt öðr- um manni á miðvikudagsmorgun eftir innbrot í verslunina Office 1 í Skeifunni. Um er að ræða síbrota- gæslu og eru fleiri mál á hendur honum í ákærumeðferð. Stefnt að því að dómur gangi í málum hans áður en gæsluvarðhaldið rennur út. Hinn maðurinn var frjáls ferða sinna að loknum yfirheyrslum hjá lögreglu. Í gæslu- varðhaldi vegna auðg- unarbrota ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Hafnarfirði var kölluð til átta sinnum, frá morgni til klukkan 17 í gær, vegna sinuelda víðsvegar í umdæminu. Um minni- háttar bruna var að ræða en fjöldi útkalla í vikunni er orðinn um tveir tugir og hefur Slökkviliðið á höfuð- borgarsvæðinu verið beðið um að- stoð í nokkrum tilvikanna. Lögreglan segir að krakkar séu að fikta við íkveikju og hvetur foreldra til að fyrirbyggja slíkan óvitaskap sem getur farið úr böndunum með ófyrirséðum afleiðingum. Átta útköll vegna sinuelda SEX innbrot höfðu verið tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík seinnipart- inn í gær, þar af fjögur í bíla við Sól- tún, Jórufell, Nóatún og Kringluna. Brotist var inn í tvo söluturna en engu var stolið. Úr bílunum var hins vegar stolið verðmætum, þar á með- al voru teknir 100 geisladiskar og magnari úr bíl við Kringluna. Er tjónið talið nema 150 þúsund krón- um. 100 geisladisk- um stolið úr bíl ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.