Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 29
Steinunn
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 29
Isl-Antik Hólshrauni 5, sími 565 5858, 220 Hfj.
Bakvið Fjarðarkaup. Opið kl. 12-18 alla daga.
RISA-ÚTSALA
á ANTIKI er hafin
Verslun hættir – Allt á að seljast
Allt að 75% afsláttur
BREYTINGAR á lögum ogreglum um opinberanstuðning við vísindarann-sóknir hafa verið á dag-
skrá undanfarin ár. Ástæðan er m.a.
sú að landið er orðið ríkt af fræði-
mönnum en miklu fé hefur verið varið
til uppbyggingar á íslenska mennta-
og námslánakerfinu undanfarna ára-
tugi. Vísindin setja því æ meiri svip á
íslensk efnahagsmál, og Rannsóknar-
ráð Íslands (RANNÍS) þarf að hafna
metnaðarfullum umsóknum um
styrki til vísindarannsókna, og einnig
að veita þeim sem fá styrki of lágar
upphæðir. Knýjandi hefur verið að
mæta þessari síauknu sókn í rann-
sóknafé með markvissum aðgerðum
en nú stunda ríflega 1.100 Íslending-
ar framhaldsnám eftir fyrstu há-
skólagráðu. En hverju þarf að
breyta? Lögum, til dæmis núgildandi
lögum um Rannsóknarráð Íslands,
sem hefur hingað til verið stefnu-
markandi á sviði rannsókna og vís-
inda hérlendis, og séð um úthlutun
styrkja.
Meiri áhrif ráðherra
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra kynnti helstu atriði nýrra frum-
varpa um þessi mál á Rannsókna-
stefnu ReykjavíkurAkademíunnar
18. janúar. Fram kom að þrjú frum-
vörp eru tilbúin. Forsætisráðherra
mun leggja fram frumvarp um Vís-
inda- og tækniráð Íslands, mennta-
málaráðherra um opinberan stuðning
við vísindarannsóknir og viðskipta-
ráðherra um opinberan stuðning við
tækniþróun og nýsköpun í þágu at-
vinnulífsins. Frumvörpin hafa verið
lögð fram í ríkisstjórn og eru þar nú
til umræðu. Það sem hér er skrifað er
með fyrirvara um einhverjar breyt-
ingar.
Í frumvarpi til laga um Vísinda- og
tækniráð er mælt fyrir um að ráðið
fjalli bæði um vísindarannsóknir og
tækniþróun.
Hlutur stjórnmálamanna verður
stórefldur í stefnumótun í málefnum
rannsókna og þróunar en í Vísinda-
og tækniráði Íslands verður forsætis-
ráðherra og ráðherrar
menntamála, iðnaðar og
fjármála. Auk þessa tilnefna
ráðherrar sjávarútvegs,
landbúnaðar, heilbrigðis og
umhverfis í ráðið, aðilar
vinnumarkaðarins og há-
skólar. Í ráðinu munu sitja
samtals 18 manns.
Björn Bjarnason lagði til
að Vísinda- og tækniráð
myndi starfa undir forystu
forsætisráðherra. Ef til vill
mun þetta ráð koma saman
tvisvar á ári, en það mun á
milli þeirra funda starfa í
tveimur nefndum: Vísinda-
nefnd sem heyrir undir
menntamálaráðuneyti og
tækninefnd sem heyrir und-
ir iðnaðarráðuneyti. Nefnd-
irnar hafa náið samráð og
vinna tillögur í sínum mála-
flokkum.
Öflugur Rannsókna-
sjóður
Í núverandi kerfi fjallar sami að-
ilinn, Rannsóknarráð Íslands, um
stefnuna í vísindarannsóknum, út-
hlutar styrkjum og þjónustar rann-
sóknahópa. Í nýrri skipan vísinda- og
tæknimála verður þetta aðskilið.
Rannsóknarráð Íslands verður að
þjónustumiðstöð vísinda- og rann-
sókna, stjórnmálamenn munu ásamt
vísindamönnum og aðilum atvinnu-
lífsins hinsvegar móta stefnuna, og er
það nýlunda hér á landi. Þjónustu-
miðstöðin tekur við hlutverki núver-
andi skrifstofu Rannsóknarráðs. Hún
mun sinna gagnasöfnun og miðlun
upplýsinga fyrir Vísinda- og tækni-
ráð. Menntamálaráðuneyti og iðnað-
arráðuneyti munu hinsvegar annast
umsýslu fyrir vísindanefnd og tækni-
nefnd.
Menntamálaráðherra skipar fimm
manna stjórn Rannsóknasjóðs til
þriggja ára í senn, og skulu fjórir
nefndarmanna vera tilnefndir af Vís-
inda- og tækniráði. Formaður vís-
indanefndar skal jafnframt vera for-
maður stjórnar Rannsóknasjóðs.
Stjórn Rannsóknasjóðs fer með
stjórn Tækjasjóðs, og menntamála-
ráðherra skipar þriggja manna stjórn
Rannsóknanámssjóðs til þriggja ára í
senn. Stjórnir sjóðanna taka endan-
legar ákvarðanir um úthlutun
styrkja. Með því að hafa sömu stjórn í
báðum sjóðunum er leitast við að
samþætta úthlutanir Tækjasjóðs og
úthlutanir úr Rannsóknasjóði.
Mörk grunnrannsókna og
hagnýtra rannsókna
Talið hefur verið að mörkin milli
Vísindasjóðs og Tæknisjóðs hafi
hindrað samanburð umsókna. Þessir
sjóðir verða nú sameinaðir í Rann-
sóknasjóði, þar verða rannsóknir
styrktar eftir gæðum, sem metin eru
samkvæmt faglegum kröfum á við-
komandi sviði. Hér hverfa einnig
mörkin á milli grunnrannsókna og
svokallaðra hagnýtra rannsókna því
að ekki er skilgreint hverjir geta sótt
um í hinum sameinaða Rannsókna-
sjóði heldur eru sömu viðmið í gildi
við mat á öllum umsóknum.
Björn Bjarnason sagði að gífurleg-
ar breytingar hefðu orðið á síðustu
árum hér á landi á umræddum svið-
um og minnti á að 21. desember sl.
hefðu hann og Páll Skúlason, rektor
HÍ, undirritað nýjan rannsókna-
samning. Í honum eru markaðar
meginkröfur varðandi vísindastarf og
rannsóknir innan Háskóla Íslands.
Nýtt laga- og stjórnsýsluumhverfi
er rökrétt framhald af því sem hefur
átt sér stað, og markmiðin eru m.a. að
stuðla að því að vísindarannsóknir og
tækniþróun dafni í samfélagi sem
þarf trausta undirstöðuþekkingu og
tæknikunnáttu. Þannig geti áhrif
rannsókna á þjóðarhag og hagvöxt
orðið sýnileg og fengið umfjöllun í
þjóðhagsáætlun.
Ísland virkara í vísindum
En hverjir eiga að njóta styrkja,
hvernig á að úthluta þessu fé? Í frum-
varpi menntamálaráðherra segir eitt-
hvað á þessa leið: Hlutverk Rann-
sóknasjóðs er að styrkja vísinda-
rannsóknir á Íslandi og í þeim til-
gangi styrkir sjóðurinn tilgreind
rannsóknarverkefni einstaklinga og
rannsóknahópa, háskóla, rannsókna-
stofnana og fyrirtækja. Rannsókna-
sjóður veitir styrki samkvæmt al-
mennum áherslum Vísinda- og tækni-
ráðs og á grundvelli ítarlegs faglegs
mats á gæðum rannsóknarverkefna
og færni þeirra einstaklinga sem
stunda rannsóknir. Samningur um
styrkveitingu er bundinn við rann-
sóknir ákveðinna einstaklinga, hvort
sem þeir, fyrirtæki eða stofnanir sem
þeir starfa hjá eru formlegir umsækj-
endur eða aðilar samningsins.
„Þetta eru mjög einföld og skýr
lög,“ sagði Björn Bjarnason, „þetta er
ekki flókin lagasetning, þótt flókið
hafi verið að átta sig á hugmynda-
fræðinni og komast að niðurstöðu eft-
ir umræður og skoðanaskipti. Ég lít á
þetta sömu augum og ég hef litið á
samningagerðina við háskólana, að
verið sé að skapa opið og framsækið
umhverfi fyrir vísinda- og rannsókna-
starfsemi sem tekur mið af því sem
best hefur reynst annars staðar og
gerir okkur kleift að verða ennþá
virkari þátttakendur á þessu sviði og
leggja meira af mörkum.“
Vísindastefna/ Hlutur stjórnmálamanna verður stórefldur í stefnumótun í málefnum rannsókna
og þróunar. RANNÍS verður að þjónustumiðstöð vísinda og rannsókna. Gunnar Hersveinn kynnti sér
nýskipan í vísinda- og tæknimálum samkvæmt þremur frumvörpum þriggja ráðherra.
Skarpari
pólitík í
vísindum
Vísindarannsóknir hafa æ meiri
áhrif á efnahag
Vísindasjóður og Tæknisjóður
renna saman í nýjan sjóð
Morgunblaðið/Þorkell
„Markmiðið er að skapa opið og framsækið
umhverfi fyrir vísinda- og rannsóknastarf-
semi á Íslandi,“ sagði Björn Bjarnason.
-
,
. / 0 !1
!! "!
!2!
- / 0 1
34
!"
#$%
!" &
' (
„Breytingar þessar gætu þýtt
gagngera uppstokkun á
fræða- og tæknisamfélaginu,
verði þær
að veru-
leika. Auk
mikilvægra
breytinga á
innra skipu-
lagi er
varða út-
hlutanir á
styrkjum
mun fræða-
samfélagið
væntanlega verða með þessu
aðskilið frá tæknisamfélag-
inu. Að fleiru hefur verið
hugað í þessu sambandi.
Sameining Vísinda- og
Tæknisjóðs í einn sjóð miðar
fyrst og fremst að úthlutun
styrkja til einstaklinga og
rannsóknahópa sem starfa
sjálfstætt í eigin fyr-
irtækjum, á stofnunum og í
háskólum, en ekki til op-
inberra stofnana eða rík-
isaðila. Þessi sjóður mun
starfa innan mennta-
málaráðuneytisins en vegna
tækninýjunga, vöruþróunar
og nýsköpunar skal aftur á
móti sótt í sjóð sem lýtur að
yfirstjórn iðnaðarráðuneyt-
isins. Báðar þessar áherslu-
breytingar ættu að gefa sjálf-
stætt starfandi fræðimönnum
og t.d. háskólanemum í fram-
haldsnámi aukna möguleika á
framlögum úr sjóðnum vegna
þess að hinn nýi sameinaði
sjóður rennur óskiptur til
þessa eina markhóps en það
er mikilvæg breyting frá því
sem áður var.
Ég fagna öllum þessum
þáttum fyrirhugaðra breyt-
inga og tel að þær verði bæði
fræða- og tæknisamfélaginu
til góðs. Mér sýnist að með
sameiningu sjóðanna tveggja
[Vísinda- og Tæknisjóðs]
verði dregið úr þeim skýru
mörkum sem standa á milli
grunnrannsókna og hagnýtra
rannsókna. Samhliða þessu
verða hin óumflýjanlegu og
mikilvægu skil milli fræða-
samfélagsins og tækni-
samfélagsins greinilega færð
til og mjög skýrt afmörkuð.
[...]
Stærsti kosturinn við
breytingartillögurnar er samt
sá að skilja skuli skýrar en
áður fræði- og vísindalegar
grunnrannsóknir, hvort sem
þær eru hagnýtar eða ekki,
frá sýnilegri framleiðslu á
tækninýjungum og vöruþró-
un. Framlagðar breyting-
artillögur eru því að mínu
mati í takt við þá þróun sem
átt hefur sér stað í heimi vís-
inda, fræða og tækni í dag.“
Steinunn Kristjánsdóttir,
formaður stjórnar RA. 18/1
Kristjánsdóttir
„Ég fagna því hugmyndum
menntamálaráðherra um stefnu-
markandi vísinda- og tækniráð
(Science and
Technology Pol-
icy Council) und-
ir forsætisráð-
herra. Það geri
ég í von um að
ráðherrar sem í
því tækju sæti
vilji leysa þann
vanda forgangs-
röðunar sem við búum við í dag og
gefi stefnumótun á þessu sviði það
pólitíska vægi sem nauðsynlegt er.
Ég held að það væri afar mikilvægt
fyrsta skref til að móta framtíðar-
uppbyggingu skilvirks vísinda- og
tæknikerfis hér á landi. Að mínu
mati þarf með því að tengja sem
best vísindamenntun og rannsóknir
innan háskóla og rannsóknastofn-
ana og tryggja náin tengsl við at-
vinnulífið og notendur í víðum skiln-
ingi og hlúa að nýsköpun og miðlun
þekkingar á öllum sviðum þjóðlífs-
ins.“ [...]
„Því miður fer áhrifamáttur sjóða
Rannsóknarráðs nú ört þverrandi
sem hlutfall af heildarumsvifum
rannsókna hér á landi. Jafnframt
rýrnar kaupmáttur þeirra og það
verða æ færri mannmánuðir í rann-
sóknum sem þeir geta greitt fyrir.
Veiting færri og stærri styrkja, m.a.
svonefndra „öndvegisstyrkja“ úr
Vísindasjóði, var örþrifaráð hjá
Rannsóknarráði til að viðhalda
slagkrafti sjóðsins þótt í færri verk-
efnum væri. Það gengur þó augljós-
lega ekki til lengdar. Ég vona að
skipulagsbreyting skapi samstilltan
vilja á vettvangi ríkisstjórnar og al-
þingis til að efla þennan þátt.“
Vilhjálmur Lúðvíksson
framkvæmdastjóri RANNÍS. 18/1
Vilhjálmur Lúðvíksson