Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ GERA má ráð fyrir að flugfélag sem flýgur hingað til lands geti þurft að greiða a.m.k. um 2.000 kr. fyrir hvern farþega sem kemur hingað með flugvélum félagsins. Þá hafa verið tekin saman afgreiðslugjöld sem renna til þess aðila sem þjón- ustar flugvélina hér á landi, lending- argjöld og vopnaleitargjald sem flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli fær í sinn hlut, en síðarnefnda gjald- ið hækkaði verulega nú um áramót- in, og innritunargjald sem rennur til flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Breska flugfélagið Go hefur til- kynnt að það muni ekki fljúga hing- að til lands í sumar eins og það hef- ur gert tvö undangengin sumur og er hár kostnaður á Keflavíkurflug- velli helsta ástæða þessarar ákvörð- unar samkvæmt upplýsingum fé- lagsins. Það flækir útreikninga í þessum efnum að gjöldin eru innheimt af ólíkum stofni. Þannig miðast lend- ingargjöldin við þunga flugvélar, innritunar- og vopnaleitargjaldið við fjölda farþega og þjónustugjaldið við stærð flugvélar og bera skoða neðangreindan útreikning í því ljósi. Þau gjöld sem greiða þarf vegna lendingar flugvéla á Keflavíkurflug- velli og flugfélög greiða skiptast þannig að í lendingargjald þarf að greiða 7,05 Bandaríkjadali eða um 700 krónur fyrir hvert lendingar- tonn og hefur það gjald verið óbreytt frá árinu 1989. Gera má ráð fyrir að meðalfarþegaflugvél sé 60– 70 tonn að þyngd og að gjald vegna lendingar hennar geti því numið 40– 50 þúsund kr. Vopnaleitargjald meira en tvöfaldast Vopnaleitargjald er nú 300 kr. fyrir fullorðna og 150 kr. fyrir börn. Það hækkaði verulega um áramótin, en það var áður 65 kr. fyrir börn og 1.255 kr. fyrir fullorðna. Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Kefla- víkurflugvelli, segir að ástæðan fyrir hækkuninni séu stórauknar örygg- iskröfur og kostnaður því samfara. Ofangreind gjöld renna til flug- málastjórnar á Keflavíkurflugvelli og standa undir rekstrarkostnaði vallarins. Áætlaðar tekjur af lendingar- gjöldum í ár eru 510 milljónir króna og dragast saman um 40 milljónir frá árinu 2001 vegna minni flugum- ferðar, en tekjur af vopnaleitar- gjöldum hækka úr 70 milljónum kr. í fyrra í 137 milljónir kr. í ár sam- kvæmt áætlunum, að sögn Björns Inga. Undanfarin ár hefur verið afgang- ur á rekstri vallarins. Rekstraraf- gangurinn nam 22 milljónum kr. ár- ið 2000 og 27 milljónum kr. á árinu 1999, en niðurstaða varðandi árið í ár liggur ekki fyrir. Að sögn Björns Inga hefur rekstrarafgangurinn verið notaður til ýmissa nauðsyn- legra endurbóta á vellinum. Til viðbótar er síðan greitt innrit- unargjald af hverjum farþega og rennur það til flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar. Það nemur fimm Banda- ríkjadölum á hvern farþega eða um 500 kr. Loks þurfa flugvélar að greiða af- greiðslugjald til þess aðila sem þjón- ustar flugvélarnar sem hér lenda og sér um að koma flugvélunum að og frá flugstöðinni, taka á móti farþeg- um, afferma vélarnar, koma far- angri til farþega og þrífa þær ef um það er að ræða. Slíkur kostnaður gæti numið um 200 þúsund krónum til viðbótar fyrir hverja lendingu fyrir farþegaflugvél af meðalstærð, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Sá kostnaður er óháður fjölda farþega. Samantekt á gjöldum vegna lendinga flugvéla á Keflavíkurflugvelli Kostnaður gæti numið um 2.000 krónum á hvern farþega INNNES ehf. hefur lækkað heild- söluverð á Pascual-jógúrt um 5,3%. Magnús Óli Ólafsson hjá Innnes segir að lækkun þessi sé vegna hag- stæðari innkaupa á vörunni. Frá því að Innnes ehf. hóf innflutning á Pasc- ual-jógúrt 1999 hafi heildsöluverð á Pascual-jógúrt hækkað um 12,6%, á meðan gengi evru hafi hækkað um 20,5%. Á sama tíma hafi íslensk jóg- úrt og sambærilegar mjólkurvörur hækkað í verði á bilinu 22%–24 %. Þá sé ástæða til þess að nefna að miðað við meðaltal smásöluverðs Pascual- jógúrtar taki ríkið til sín um það bil 55 krónur af hverri einingu í formi hárra tolla og virðisaukaskatts. Lækka verð á Pascual-jógúrt DRÍFA Hjartardóttir, fyrsti þing- maður Sunnlendinga, og Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, eiga í dag fund með Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra vegna óánægju Eyjamanna með að engin bílferja á að koma í stað Herjólfs í maí þegar skipið fer í slipp heldur hvalaskoðunarbáturinn Brimrún. Drífa sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa kynnt sér málið og rætt m.a. við Vegagerðina og Sam- skip, sem reka Herjólf. Hún sagði að finna þyrfti einhverja lausn á málinu. „Ég skil hvað Vestmannaeyingar eru óánægðir með sín samgöngumál. Þau hafa verið í erfiðum farvegi nú síðastliðið ár. Fólk er hvorki ánægt með fjölda ferða né hve fáir bílar komast til Eyja yfir sumartímann. Í raun finnst mér fráleitt að Herjólfur skuli fara í slipp í maímánuði, þegar ferðamannatíminn er að byrja, en ekki yfir vetrarmánuðina. Ekki veit ég ástæðuna en sem leikmaður finnst mér þetta ótækt. Ég hef feng- ið þau svör hjá Samskipum að fyr- irtækið sé að reyna að finna ein- hverja lausn í málinu,“ sagði Drífa. Þingmaður og bæjarstjóri funda með ráðherra KONA um sextugt var flutt á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi í gærmorgun með áverka á fæti eftir að hafa lent undir afturhjóli stræt- isvagns á mótum Höfðabakka og Vesturhóla. Meiðsl konunnar reynd- ust ekki alvarleg og mun hún ekki hafa beinbrotnað samkvæmt upplýs- ingum frá slysadeild. Samkvæmt lögreglu var konan á hlaupum á eftir vagninum þegar henni skrikaði fótur og rann undir vagninn með þeim af- leiðingum að annað afturhjól hans ók yfir fót hennar þegar vagninn ók af stað. Farþegar í vagninum hlúðu að hinni slösuðu á meðan beðið var sjúkraliðs og læknis. Lenti með fót undir afturhjóli strætisvagns FYRIRTÆKI í Reykjavík hefur borist tölvupóstur frá erlendum manni sem fer fram á að fyrirtæk- ið aðstoði sig við að koma undan peningasjóðum, sem sendandi bréfsins segir að Slobodan [Milos- evich, fyrrverandi Júgóslavíufor- seti] og bróðir sendandans hafi komið sér upp. Maðurinn, sem nefnir sig Milanovic, býður fyrir- tækinu 15% hlutdeild ef það að- stoði við að koma þessu fé úr landi og inn á bankareikninga. Í bréfinu segir að bróðir sendandans, Vlajko Stojiljkovic, sæti nú ákæru stríðs- glæpadómstóls SÞ í Haag. Hann hafi ásamt Slobodan safnað alls 200 milljónum dala í sjóði í evr- ópskum gjaldmiðlum en nú þegar heimaland þeirra hafi snúist gegn þeim beri brýna nauðsyn til að koma peningunum í öruggt skjól. Á undanförnum árum hafa ís- lenskum fyrirtækjum og einstak- lingum í síauknum mæli borist vafasöm bréf frá nígerískum fyr- irtækjum með gylliboðum um skjótfenginn gróða ef þau aðstoða við peningaþvætti. Skv. upplýsing- um sem fengust hjá Birgi Ár- mannssyni, aðstoðarframkvæmda- stjóra Verslunarráðs Íslands, hefur færst í vöxt á síðustu árum að bréf af þessu tagi berist frá Afr- íkuríkjum, en ekki hafa áður borist fregnir um slík erindi frá Evrópu. Verslunarráð hefur ítrekað varað menn við að taka mark á innihaldi slíkra bréfa þar sem reynt er, oft með útsmognum hætti, að svíkja út úr þeim fé. Fyrirtæki berst tölvu- póstur frá Júgóslavíu Beðið um að- stoð við að koma sjóð- um undan ALÞJÓÐADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í gær. Alþjóðadagurinn er samvinnuverkefni Stúdentaráðs HÍ, Alþjóðaskrifstofu háskólastigs- ins, Rannsóknarþjónustu Háskól- ans, Atvinnumiðstöðvar stúdenta og Landsskrifstofu Leonardo. Dag- urinn er haldinn árlega og var vel sóttur í þetta sinn sem og undan- farin ár að sögn Þyríar Höllu Stein- grímsdóttur, alþjóðafulltrúa Stúd- entaráðs HÍ. Um 300 erlendir nemar við HÍ Dagskrá Alþjóðadagsins fór fram í hátíðarsal Háskólans. Þar kynntu erlendir nemar við HÍ heimalönd sín og háskóla með ýmsum hætti og svöruðu spurningum gesta. Að sögn Þyríar Höllu eru um 300 er- lendir nemendur í HÍ. Óskar Egg- ert Óskarsson frá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins kynnti möguleika kennara á háskólastigi á að fá styrki til að stunda kennslu erlend- is. Einnig kynntu fulltrúar frá Al- þjóðaskrifstofunni og Atvinnu- miðstöð stúdenta stúdentaskipti og starfsþjálfun erlendis. Morgunblaðið/Sverrir Erlendir stúdentar við Háskóla Íslands kynntu heimalönd sín og háskóla á Alþjóðadeginum. Alþjóðadagur Háskóla Íslands AFURÐIR íslenskra kúa júkust um rúmlega 5% á síðasta ári. Meðalkýr- in mjólkaði 4.894 kíló, en árið á und- an voru meðalafurðirnar 4.664 kíló. Afurðaaukningin hefur orðið mjög hröð á síðustu árum, en ekki eru nema fimm ár síðan meðalkýrin mjólkaði tæplega 4.200 kíló. Aukn- ingin á síðustu fimm árum er um 17%. Jafnhliða þessari miklu afurða- aukningu á síðasta ári hækkar einnig próteinhlutfall mjólkurinnar og mælist að meðaltali 3,36%. Uppgjöri á afurðaskýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna fyrir árið 2001 er lokið. Á búum sem halda af- urðaskýrslur fara fram á milli 80 og 90% af allri mjólkurframleiðslu í landinu. Samtals fjögur bú, þar sem eru fleiri en 10 kýr, eru með meðalaf- urðir eftir hverja kú yfir 7.000 kg af mjólk. Efst er kúabú Eggerts Páls- sonar og Páls Eggertssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð með 7.136 kg af mjólk eftir kúna, en næst á eftir koma búin í Birtingaholti I í Hruna- mannahreppi með 7.129 kg, Miðhjá- leigu í Austur-Landeyjum með 7.112 kg og Litlu-Tungu II í Holtum með 7.075 kg af mjólk. Sex kýr í landinu mjólkuðu yfir 10 tonn af mjólk á árinu. Þar trónir á toppnum Skræpa 252 í Stóru-Hild- isey 2 í Austur-Landeyjum sem mjólkaði 12.038 kg. Ef afurðir eru mældar í kg verðefna, mjólkurpró- teini og mjólkurfitu, er Sletta 219 á Fossi í Hrunamannahreppi með mestar afurðir eða 955 kg og er það meira en dæmi eru um áður hér á landi. Afurðir íslensku kýrinnar aukast                                   !"#         FERÐASKRIFSTOFAN Heims- ferðir mun í vor bjóða upp á beint leiguflug til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Ferðirnar verða kynntar um helgina og í dag ætti að vera hægt að lesa um þær á vefnum www.heimsferdir.is. Verð er frá 46.600 krónum. Í haust hyggst ferðaskrifstofan standa fyrir reglubundnum flugferð- um til borgarinnar og verður boðið upp á tvær flugferðir í viku. Heimsferðir fljúga beint til Búdapest Í DESEMBER gengu alls 163 nem- endur undir próf í almennri lögfræði við Háskóla Íslands og af þeim náðu 29, eða 17,8%, tilskilinni lágmarks- einkunn, sem er 7,0 en almennt er lágmarkseinkunn 5,0 í námskeiðum við HÍ. Samkvæmt niðurstöðum prófa féllu því 82,2% nemenda í al- mennri lögfræði í desember en hæsta fallhlutfallið er frá jan- úarprófum árið 1996 þegar 92,9% nemenda féllu. Í desember árið 2000 þreyttu 155 nemendur próf í al- mennri lögfræði og af þeim náðu 35 lágmarkseinkunn en 120 féllu. Lægsta fallhlutfallið í er frá 1991 til 2001 var í upptökuprófi í ágúst 1996 þegar 65,2% nemenda féllu. 82% fall í al- mennri lögfræði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.