Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 49 Málefni: Grein í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Áburðarverk- smiðjan og starfsmannafélagið“. Undirritaður vill f.h. stjórnar Áburðarverksmiðjunnar hf. koma eft- irfarandi á framfæri. Starfsmannafélag Áburðarverk- smiðjunnar (SFÁ) er sjálfstætt starf- andi félag án nokkurrar íhlutunar eig- enda Áburðarverksmiðjunnar hf. og eru öll fjármál og umsýsla starfs- mannafélagsins alfarið á þeirra veg- um. Það er því í hæsta máta ósmekklegt af þessum fyrrverandi starfsmönnum að gefa það til kynna í fyrirsögn og grein sinni að málum sé öðruvísi farið. Hvað varðar hremmingar vegna lífeyrissjóðs SFÁ kom Áburðarverk- smiðjan hf. verulega til hjálpar – um- fram skyldur – og bætti í lífeyrisfram- lag 1,5% vegna hremmninga, sem einnig voru Áburðarverksmiðjunni óviðkomandi. Virðingarfyllst, Áburðarverksmiðjan hf. HARALDUR HARALDSSON, formaður stjórnar. Athuga- semd Frá Haraldi Haraldssyni: Framþróun í Reykjavík Brotist úr viðjum stöðnunar Kjördæmisþ ing reykvískra sjálfstæðismanna laugardaginn 26. janúar á Hótel Sögu, Súlnasal Dagskrá 13.15 Aðalfundur Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um að haldið verði prófkjör vegna borgarstjórnarkosninganna 25. maí næstkomandi. 3. Ávarp varaformanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde. Opinn fundur 14.30 Framþróun í Reykjavík – Brotist úr viðjum stöðnunar Formaður Varðar – Fulltrúaráðsins, Margeir Pétursson, flytur inngangsorð. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Ásgeir Bolli Kristinsson, verslunarmaður Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Eyþór Arnalds, varaborgarfulltrúi Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Pallborðsumræður Stjórnandi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Þingforseti: Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra Allir velkomnir Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í ReykjavíkSJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Kjördæmisþinginu lýkur með þorrablóti í Valhöll um kvöldið. Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 1. flokkur, 24. janúar 2002 Kr. 1.000.000,- 44B 3226G 3493B 6615H 6882B 7690E 9444F 12385F 17984E 18559B RÍKISÚTVARPINU er ætlað að vera vagga íslenskrar menningar. Það á að spegla menningarstig og metnað auðugs og fjölbreytilegs nútímasamfélags. Æðsti maður Ríkisútvarpsins er menntamála- ráðherra. Hans er að tryggja stofnuninni við- unandi skilyrði til að sinna hlutverki sínu, hlúa að þeim rótum sem gera ættu stofnuninni kleift að blómstra. Þrengingar og hark hafa einkennt Ríkisútvarpið á undangengnum ár- um, sömu árum og lýst hefur verið sem mesta blómaskeiði íslenskrar hagsögu. Margir af helstu ráðgjöfum og skutilsveinum menntamálaráð- herrans hafa ítrekað lýst því yfir að annað hvort beri að einkavæða stofn- unina og selja, eða hreinlega leggja hana niður. Hvort sem um er að kenna seinagangi við ákvarðana- töku, lakri stjórnun eða markvissum ásetningi um að láta fjara undan Ríkisútvarpinu smátt og smátt, er ljóst að í tíð Björns Bjarnasonar hef- ur niðurlæging Ríkisútvarpsins farið stigvaxandi og það í réttu hlutfalli við ómarkvissar og stundum glóru- litlar ákvarðanatökur um framtíðar- skipan stofnunarinnar. Örvænting starfsmanna og vel- unnara Ríkisútvarpsins er vel skilj- anleg. Nýjasta dæmið er markviss eyðilegging Rásar 2, en sú ráðstöfun hefur verið studd þeim rökum einum að það sé hluti af stjórnarsáttmál- anum að flytja ríkisstofnanir út á land. Sé það svo, liggur þá ekki bein- ast við að menntamálaráðherrann gangi sjálfur á undan með góðu for- dæmi og flytji menntamálaráðuneyt- ið til Akureyrar? En það eru fleiri en starfsmenn og velunnarar Ríkisút- varpsins sem undrast hugarþel og aðgerðir æðsta manns ríkisins í menningarmálunum. Sú stétt sem prýtt hefur forsíður stórblaða um víða veröld á undanförnum misser- um og árum og sannað svo ekki verð- ur um villst hve gríðarleg sóknarfæri liggja í útflutningi alþýðutónlistar frá Íslandi, hafði satt að segja búist við því að fá einhvers konar klapp á bakið frá ráðherranum sínum, þó ekki væri nema eilítinn viðurkenn- ingar- eða hvatningarvott. Þess í stað horfir þessi stétt tónlistar- manna upp á mennta- og menningar- málaráðherra Íslands beita sér markvisst gegn hagsmunum alþýðu- tónlistarinnar. Þannig stendur þessi æðsti maður tónlistarlífsins í landinu EINN ráðherra ríkisstjórnarinnar gegn þeim margyfirlýsta ásetningi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ný- sköpunarsjóðs o.fl. að stuðla að vax- andi þróun og útflutningi íslenskrar alþýðutónlistar með sérstökum sjóði. Hann neitar m.ö.o. að viður- kenna greinina sem tekjuskapandi atvinnugrein og neitar landsmönn- um þar með um mikilsverðan arð af þessari tegund útflutnings. Það er fyllsta ástæða til að hvetja Björn Bjarnason til að loka vel á eftir sér í menntamálaráðuneytinu. Við skulum sameinast um að óska hon- um velfarnaðar á nýjum vettvangi. JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON, tónlistarmaður. Fari Björn fagnandi Frá Jakobi Frímanni Magnússyni: Jakob Frímann Magnússon ÉG LENTI í bílveltu í mars 1999 og skaddaðist talsvert. Helstu áverkar komu ekki almennilega í ljós fyrr en talsvert seinna, kanski vegna fyrri áverka eða áhugaleysis lækna. Sum af þeim vottorðum sem ég fékk voru í mótsögn við það sem læknarnir sögðu mér. En hvað um það, ég ætl- aði ekki að tala um vottorð frá lækn- um í þessari grein. Samkvæmt öllum reglum um slys fór ég í svokallað tveggja lækna mat, ég ætla ekki að nafngreina þá hér, þeir skoðuðu mig í krók og kring og töluðu heilmikið við mig. Þeir voru einnig með svokölluð áverkavottorð frá nokkrum fjölda lækna. Þettatók nokkra klukkutíma og fengu þeir víst vel borgað fyrir. Hvorki samtölin né vottoðin eða skoðunin virðist hafa skipt máli. Þeir dæmdu mig aum- ingja fyrir slys og aumingja eftir slys og að aumingjar ættu ekki rétt á bót- um frá tryggingafélögum. Eftir þessa útreið var kallað eftir aðstoð örorkunefndar. Trygginga- félagið neitaði að greiða kostnað af örorkunefnd (þeir héldu kanski að ég gæfist upp). Ég önglaði saman 70.000 kr fyir mati hjá þessari örorkunefnd og fór á hennar fund. Það var mikið talað, skoðað, spekúlerað og þeir voru einnig með fjölda vottorða. Þeir tilkynntu mér að þeir væru öllum óháðir og tækju sínar ákvarðanir án utanaðkomandi þrýstings. Þeir unnu fljótt og vel eftir því sem lögfræðingurinn minn segir. Lög- fræðingurinn segir að matið sé nokk- uð gott og ég er á sömu skoðun og hann, allavega miðað við fyrri niður- lægingu. Ég fékk einhverja örorkupró- sentu, en maður sem ég þekki og fékk áverka á sama stað og ég og ekki var hægt að benda nákvæmlega á áverkann, var víst kallað tognun eða eitthvað slíkt, fékk 40% hærra mat en ég fékk, samt eru til myndir af skaðanum hjá mér og veldur minn skaði miklu meiri vandamálum. Ekki þurfti hinn maðurinn að fara í aðgerð vegna sinna áverka. Ég er búinn að fara í eina og á allavega tvær eftir. Ég veit fyrir víst að aldrei hefur sá læknir, sem mest hefur haft með mig að gera, verið spurður að einu né neinu. ATLI BRYNJARSSON, Skeiðarvogi 147, Reykjavík. Örorku- mat Frá Atla Brynjarssyni: ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.