Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 43
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 43 KRINGLUNNI SÍMI 533 1720 „Geðveik“ ÚTSALA 50% afsláttur af öllum útsöluvörum ...djamm toppar ...peysur ...buxur ...kápur ...skór Opið lau. kl. 10-18 sun. kl. 13-17 J AFNVEL stilltustu og taugasterkustu hestar láta sér bregða við ýmis hljóð úr umhverfinu. Aðrir eru sjónhræddir og bregður við ýmiss konar óvænt áreiti. Auð- vitað eru hestar mjög mismunandi að þessu leyti, en þeir eru lifandi dýr og þrátt fyrir að maðurinn hafi getað tamið þá bregðast þeir oft við á allt annan hátt en knapinn býst við. Eðlishvötin er ótrúlega sterk og þar sem hesturinn er flóttadýr reynir hann að flýja undan því sem hræðir hann. Dularfullur hvinur skelfir hesta Svo virðist sem reiðhjól, sleðar og snjóþotur og önnur tæki sem gefa frá sér einhvers konar hvin séu sér- staklega ógnvænleg í eyrum hrossa. Svo ekki sé talað um barnavagna. Það getur líka verið erfitt fyrir okk- ur að skilja hvers vegna hross skelf- ast meira mótorhjól og vélsleða en bíla. Oft hafa orðið alvarleg slys á hestafólki þegar það hefur mætt slíkum farartækjum og hestur þess fælst, prjónað eða hlaupið stjórn- laus út í buskann. Ef knapinn er ekki alveg viðbúinn er mikil hætta á að hann missi jafnvægið og detti af baki. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi telur að oft megi líkja hestaslysum við mótor- hjólaslys. Hann segir að jafnvel þótt mótorhjól sé ekki á nema um 30 km hraða á klukkustund geti sá sem fellur af því slasast mjög alvarlega, jafnvel þótt hann sé með hjálm og í leðurgalla. Margir falla af hesti þeg- ar hann er á fullri ferð og því geti oft verið um sambærilega áverka að ræða. Hann segir hestaslys mjög al- geng, en þau eru skráð sem íþrótta- slys. Íþróttaslys sem skráð voru hjá slysadeildinni voru um 3.000 á ár- unum 1998–2000, þar af voru 1.000 þeirra tengd knattspyrnu en 510 hestamennsku. Þeir sem slösuðust í knattspyrnu fóru flestir heim en af þeim sem slösuðust í hestaslysum voru 41 lagður inn á sjúkrahús. Jón sagði hlutfall þeirra sem lagðir voru inn mun hærra í hestaslysum en fót- boltaslysum enda áverkarnir oft al- varlegri. Flest urðu þessi slys á höf- uðborgarsvæðinu en eitthvað var um að slasaðir væru fluttir af öðrum svæðum. Ekki er vitað hvert hlutfall þeirra er í þessum tölum. Enn vantar nákvæmari skráningu Skráning á slysum hefur batnað til muna á undanförnum árum, eða frá 1998, en meira fjármagn og mannskap vantar til að geta skráð þau nákvæmar. Til dæmis er ekki byrjað að skrá hvort þeir sem lenda í hestaslysum hafi verið með hjálm eða ekki og erfitt er að fá upplýs- ingar um hverjar ástæður lágu að baki slysinu. Jón segir þó að þótt ekki hafi verið gerð vísindaleg rann- sókn mikilvægi hjálma fyrir hesta- menn leyfi hann sér að álíta að það hljóti að vera betra að verja höfuðið fyrir áverkum með því að nota hjálm. Enda kemur í ljós þegar töl- ur eru skoðaðar að langflestir slas- ast einmitt á höfði. Það hefði því verið fróðlegt að geta séð hvort þeir hafi notað hjálm eða ekki. Algengast er að 15–19 ára stúlkur slasist Af þeim sem slasast eru 283 kon- ur en 227 karlar, miðað við tölur sem segja að 510 hafi slasast. Öll ár- in er fjölmennasti hópurinn stúlkur á aldrinum 15–19 ára. Þær voru 13 árið 1998, 21 árið 1999 og þá var næsti aldurshópur þ.e. 20–24 ára einnig fjölmennur eða 13. Árið 2000 slasast 15 stúlkur 15–19 ára og jafn- margar 25–29 ára konur. Af þeim körlum sem slösuðust ár- ið 1998 voru flestir á aldrinum 35–39 ára eða 11. Árið 1999 eru 40–44 ára gamlir karlar flestir eða 15 en þá slösuðust einnig 11 25–29 ára. Árið 2000 voru flestir sem slösuðust 40– 44 ára, eða 10 en einnig 9 á aldr- inum 45–49 ára og 8 á aldrinum 50– 54 ára. Á þessu þriggja ára tímabili slös- uðust flestir árið 1999 eða 186, 171 árið 2000 og 153 árið 1998. Það vekur nokkra athygli að á þessu tímabili slasaðist eitt stúlku- barn á aldrinum 0–4 ára, en einnig eru nokkrir á aldrinum 80 ára og eldri sem slösuðust. Þetta eru þó ör- fá tilfelli miðað við aðra aldurshópa. Verður hestamennska stunduð í borg framtíðarinnar? Mörgum þykir eflaust ástæðu- laust að hræða fólk með því að fjalla um slys af þessu tagi, en öllum má vera ljóst að því fylgir viss áhætta að stunda íþróttir, hverjar sem þær eru. Svo ekki sé talað um þegar íþróttin gengur út á að sitja á baki á lifandi dýri sem er með allt aðra skynjun á umhverfinu en mennirnir. Það er því ekki óraunhæft að álykta að mennirnir eigi auðveldara með að aðlagast ýmsum tækninýjungum, auknum hraða, stærri ökutækjum og meiri hávaða en hestarnir. Auð- vitað er hluti þessara slysa ekkert tengd umferð bíla, hjóla eða gang- andi fólks því oft verða slys af allt öðrum ástæðum. En mörg dæmi eru þó um hið gagnstæða. Bæði eru dæmi þess að ekið sé á hesta með fólk á baki og eins að þeir hræðist vélknúin ökutæki eða önnur öku- tæki með þeim afleiðingum að knap- inn dettur af baki og slasast. Aukin umferð og þéttari byggð vekur því upp margar spurningar um hvernig það mun ganga upp í framtíðinni að stunda hesta- mennsku í borg. Á örfáum síðustu árum hefur byggð þést í kringum flest hesthúsahverfin á höfuðborg- arsvæðinu og fólki fjölgað sem vill nú geta notað útivistarsvæðin sem byggð hafa verið upp í kringum hestamennskuna til annarra hluta. Slys í hestamennsku algeng og oft alvarleg Morgunblaðið/Valdimar Hestar eru skrítnar skepnur. Sumir þeirra hræðast hlaupandi mann í skærum fötum og hvin frá reiðhjóli en ekki stóran vörubíl á fullri ferð. Nú er verið að blanda saman umferð ríðandi, hlaupandi og hjólandi fólks á fjöl- mennasta útreiðarsvæði landsins í Reykjavík. Af því tilefni kíkti Ásdís Haraldsdóttir áhyggju- full í tölur um hestaslys og ræddi við Jón Bald- ursson, yfirlækni á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. SÖGUSETUR íslenska hestsins verður kynnt á ráðstefnu á Hól- um í Hjaltadal föstudaginn 8. febrúar næstkomandi. Ráðstefnan er haldin á vegum Sögusetursins í samvinnu við Hestamiðstöð Ís- lands í Skagafirði. Dagskrá ráðstefnunnar hefst á setningu menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Að henni lokinni kynnir Víkingur Gunn- arsson starfsemi Söguseturs ís- lenska hestsins. Af öðrum dagskrárliðum má nefna að Sigríður Sigurðardóttir, safnvörður Byggðasafns Skag- firðinga, fjallar um atriði úr notkunarsögu hestsins, Magnús Pétursson forstjóri segir frá hestamennsku í fortíð og sækir heimildir í Sturlungu og Bjarni E. Sigurðsson fjallar um hestinn í Njálssögu. Auk þess verður greint frá könnun um stöðu hestatengdrar ferðaþjónustu sem Hólaskóli og Hestamiðstöð Ís- lands hafa unnið að. Að þessu loknu verða pallborðsumræður. Milli atriða verður boðið upp á söng og kveðskap. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 þann 8. febrúar og er gert ráð fyrir að henni ljúki um kl. 15.00. Að henni lokinni verður haldið í reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki á hand- verkssýningu á vegum Búálfa, en þeir nutu styrks frá Hestamið- stöðinni til að setja sýninguna upp. Skráning á ráðstefnuna er í síma 455 6070. Ráðstefnugjald er 1.000 kr. og er hádegisverður innifalinn í verðinu Starfsemi Söguseturs íslenska hestsins kynnt á ráðstefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.