Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 25 lækningajurtir www.sagamedica.com Heilsujurtir ehf. Y D D A / S ÍA Íslenskar efla orku, kraft og vellíðan Forfeður okkar hafa allt frá landnámsöld trúað á lækningamátt ætihvannar og vísindamenn nútímans hafa staðfest að þeir höfðu rétt fyrir sér. Þeirra á meðal er dr. Sigmundur Guðbjarnason prófessor við Háskóla Íslands sem hefur meðal annars sýnt fram á að Angelica jurtaveig vinnur á veirum og bakteríum. Fjölmargir einstaklingar hafa prófað að taka Angelicu reglulega í allt að tólf mánuði með góðum árangri. Þeir telja að Angelica geri þá kraftmeiri og veiti þeim líkamlega og andlega vellíðan. Prófessor Sigmundur Guðbjarnason hóf rannsóknir á virkni íslenskra lækningajurta fyrir níu árum. Niðurstöðurnar hafa sannfært hann um virkni þeirra og gagnsemi. Fæst í heilsubúðum og apótekum. Dreifing: Heilsa, sími 533 3232 UM helgina var opnuð sýning í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á þýskum tískuljósmyndum, frá ár- unum 1945 til 1995, eftir 39 ljós- myndara. Alls eru myndirnar 188 talsins, svo eftir hvern eru fleiri en ein, eða allt að sex. Þannig taldi F.C. Gundlach, sýningarstjórinn og einn af sýnendum, sig geta gert hverjum kollega sinna verðug og sannfærandi skil og dregið fram sérstæðustu og bestu hliðar hans. Sýningin er ein af fjölmörgum sem styrkt er af IFA, þýsku stofnun- inni fyrir menningarsamskipti við útlönd, eða Institut für Auslands- beziehungen. Vissulega eru tískuljósmyndir sérstök tegund af ljósmyndum sem þjónar tilteknum markaði. Það er varla hægt að tala um fullkomlega sjálfstæða myndgerð frammi fyrir ljósmyndunum í Gerðubergi þótt fjölmargar séu þess eðlis að sjá megi að tegundin er þanin til hins ýtrasta. En það væri að misskilja tískuljósmyndir fullkomlega að skoða þær út frá markaðshyggj- unni einni saman. Allt frá því ungverski ljósmynd- arinn Martin Munkacsi blés sport- legum hreyfanleik í tískuljósmynd- ina í byrjun fjórða áratugs liðinnar aldar hefur hún gegnt hlutverki draumsýnarinnar, andstæðu hvers- dagsleikans, eins og hann birtist hvað nöturlegastur í hinni raun- sæju fréttaljósmynd. Tískuljós- myndin er með öðrum orðum hin fullkomna andstæða stríðsmyndar- innar. Allt í henni er tilbúið, svið- sett, klippt og skorið. Búi hún yfir hendingu er það vegna þess að hið óvænta hefur heppnast betur en sviðsetningin. Þar með mætti ætla að tískuljósmyndin sé lygin andspænis sannleika frétta- ljósmyndarinnar, og eflaust hefur það verið hald manna fyrir daga táknfræðilegrar skarprýni. En nú dettur fáum í hug að sviðsetningin flytji okkur minni sannleik en hið hversdagslega skyndi- skot. Í tískuljósmyndinni opinberast nefnilega draum- sýn okkar; það hvernig við vildum vera ef við mættum ráða. Áhorfandinn sem horf- ir á Isabellu Rosselini eða Cindy Crawford er ekki að- eins fangaður af fegurð þeirra og glæsilegum klæðnaði heldur einnig, og öðru fremur, andrúmsloftinu sem ljósmyndarinn hefur bú- ið til kringum þær. Í ljós- myndunum hrærast þær í veröld sem kemur fullkom- lega heim og saman við draumheim okkar óbreyttra. En margt hefur tekið stakkaskiptum á síðustu tveimur áratugum. Því meir sem hripar undan hátískunni þeim mun frjálslegar nálgast tískuljósmyndararnir við- fangsefni sitt. Beinskeyttari tökur, galsafengnari uppátæki og frumlegri nálgun bætir upp aðkrepptan tískuheiminn þar sem tilbúið-til-taks, eða prêt- à-porter, hefur rutt um koll sérsaumuðum módelflíkum svo að vesalings Yves Saint Laurent neyðist nú til að fara á eftirlaun langt fyrir aldur fram. Það er einmitt þessi sí- breytileiki tíðarandans að baki ljósmyndunum í Gerðubergi sem gerir sýninguna svo fróð- lega og skemmtilega aflestrar. Frá stjörfum og tilgerðarleg- um pósum elstu myndanna – sem þó segir ekkert um ágæti ljósmyndanna í listrænum skilningi – til djarflegri og svalari útfærslu rokkaldarinnar rekjum við okkur á vit hugmynd- lægrar tilraunastarfsemi samtím- ans. Þar má finna listamenn þekkta fyrir allt annað en tísku- ljósmyndir hafa endaskipti á hug- myndum okkar um það hvað kall- ast getur „lekkert, fix og smart“, svo notað sé hnupl numið úr reyk- vískum tuskubúðum í tímans rás. Ef þróunin er rakin frá Willy Maywald, undir lok fimmta áratug- arins, til þeirra F.C. Gundlach og Will McBride á sjöunda áratugn- um, Helmut Newton á þeim átt- unda og níunda, og loks til Olaf Martens og Wolfgang Tillmans á allra seinustu árum hljóta áhorf- endur að spyrja sig hvort tísku- heimurinn sé ekki á góðri leið með að taka til sín drjúgan skerf af hugmyndaheimi menningar og lista. Spyrji sig nú hver sem vill. Ekki þarf annað en halda upp í Breiðholt og njóta þessarar merki- legu yfirlitssýningar. Tevtónskar tískumyndir MYNDLIST Menningarmiðstöðin Gerðubergi Til 23. febrúar. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10–20; föstudaga frá kl. 11–19; og um helgar frá kl. 13–16. LJÓSMYNDIR 39 ÞÝSKIR LJÓSMYNDARAR Halldór Björn Runólfsson Ljósmynd eftir Willy Maywald af módeli íklæddu fatnaði úr hinni umdeildu Corolle-línu frá Christian Dior, árið 1947. Suzanne & Lutz, frá 1993, eftir Tillmans. Marie, Frederikke. C-prent frá 1992, eftir Olaf Martens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.