Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 23 L a u g a rda g i n n 2 6 . j a n ú a r 2 0 0 2 í f é l a g s he i m i l i nu F ó l k v a ng i á K j a l a r ne s i Á þinginu verða notaðar einfaldar og skemmtilegar vinnuaðferðir sem nú verður beitt í fyrsta sinn í tengslum við skipulagsvinnu hér á landi. Al l i r geta sett f ram sín s jónarmið – þín skoðun skipt i r mál i ! Þú getur litið inn og tekið þátt í einum eða fleiri vinnuhópum eða verið með allan daginn. Allir velkomnir og er aðgangur ókeypis. Hægt er að sitja allt þingið eða líta við. Boðið verður upp á kaffiveitingar og barnapössun á meðan þing stendur yfir. Þetta er þitt tækifæri til að taka þátt í skipulagningu vistvænnar byggðar á Kjalarnesi, ekki láta það fram hjá þér fara. Fyr r i h lu t i : Kl. 10:00 Setning, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri V innuhópar : Kl. 10:15 Umhverfi og útivist - Vistvæn byggð - möguleikar á Kjalarnesi. - Hvernig viljum við nýta útivistarmöguleikana? Samgöngur - Má bæta samgöngur á Kjalarnesi? - Vistvænar samgöngur og umferðaröryggi. Kl. 11:45 Hópar kynna niðurstöður. Einnig kynna nemendur Klébergsskóla hugmyndir um vistvæna byggð og það sem betur má fara á Kjalarnesi Kl. 12:30 Hádegismatur seldur á kostnaðarverði V innuhópar : Kl. 13:15 Atvinnumál á vistvænum forsendum - Sóknarfæri fyrir núverandi atvinnustarfsemi? - Ný atvinnutækifæri. Vistvæn byggð og mannlíf - Hvað er vistvæn byggð? - Hvernig getur Grundahverfi vaxið sem vistvæn byggð? - Umhverfisvitund og gott mannlíf. Kl. 14:30 Kaffihlé og hópar kynna niðurstöður Sk ipu lagshópar : Kl. 15:00 Skipulagsvinna Meðal viðfangsefna er: Vistvæn byggð í Grundahverfi og á Álfsnesi, skógarbyggð, vistvæn heimili og lifnaðarhættir og framtíðarsýn fyrir byggð undir Esjunni. Kl. 16:30 Kaffihlé og hópar kynna niðurstöður Kl. 17:00 Næstu skref – allir taka þátt Kl. 18:00 Þingslit Se inn i h lu t i : Í Fólkvangi þriðjudaginn 29. janúar kl. 20:00 verða niðurstöður þingsins kynntar. ÁHYGGJUR fara nú vaxandi um að afstaða stjórnar Silvio Berlusconis á Ítalíu til dómstóla geti haft þau áhrif að sjálfstæði réttarkerfis landsins lendi í háska. Ítalskir sak- sóknarar efndu í liðnum mánuði til mótmæla um allt landið en þeir segja að stjórnvöld reyni að hefta frjálsræði þeirra og skipti sér af réttarhöldum til að vernda forsætis- ráðherrann. Aðalsaksóknarinn í Mílanó, Francesco Saverio Borrelli, réðst þá harkalega á ríkisstjórnina og sagði hana reyna að sverta dóm- stóla og sagði að umbætur hennar á réttarkerfinu væru máttlausar og jafnvel hættulegar. Borrelli var saksóknari í mikilli herferð gegn spillingu er nefnd var Hreinar hendur og efnt var til fyrir nokkrum árum. Hún olli meðal ann- ars því að flokkur Kristilegra demó- krata, sem hafði ráðið mestu í land- inu í nær hálfa öld, sundraðist. Nokkrir af valdamestu stjórnmála- leiðtogum landsins voru dregnir fyr- ir rétt eða flúðu land. Hægrimaðurinn Berlusconi er umsvifamesti fjármálamaður lands- ins, hann á auk þess fyrirtæki utan Ítalíu og hefur verið sakaður um mútur og margvísleg önnur afbrot en sjálfur segir hann að um ofsóknir vinstrisinnaðra saksóknara sé að ræða. Markmið þeirra sé að draga úr trausti á honum sem stjórnmála- manni. Hann hefur einnig verið ákærður á Spáni fyrir fjármálamis- ferli. Andstaða hans við að sam- þykkja ný, sameiginleg lög aðild- arríkja Evrópusambandsins um gagnkvæmt framsal meintra af- brotamanna hefur verið talin stafa af hagsmunaárekstri, Berlusconi vilji reyna að komast hjá því að verða yfirheyrður á Spáni. Malasíumaðurinn Param Cum- araswamy er sérfræðingur Mann- réttindastofnunar Sameinuðu þjóð- anna og fylgist með því hvort sjálfstæði dómstóla í aðildarríkjun- um sé tryggt. Hann hvatti í gær ítölsku stjórnina til að forðast öll óeðlileg afskipti af starfi dómstóla og tryggja sjálfstæði þeirra. „Árekstrar af þessu tagi geta grafið undan réttarríkinu á Ítalíu,“ sagði Cumaraswami. Talsmaður Berlusc- onis sagði að stjórnin myndi ekki svara áskoruninni að svo komnu máli. Eftirlitsstofnun vegna Berlusconis? Ítölsk þingnefnd ræðir nú hvort stofna beri sérstaka eftirlitsstofnun til að rannsaka mál þar sem talið er að um hagsmunaárekstra geti verið að ræða og ljóst að tilefnið er mál- efni forsætisráðherrans. Berlusconi ræður yfir meirihlutanum af einka- reknum sjónvarpsstöðvum Ítalíu og þykir því ljóst að hagsmunir hans og ríkissjónvarpsins hljóti að rekast á. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Ítalíu, kaupsýslumaðurinn Mel Sembler, sagði í gær að leysa yrði deilur stjórnvalda við saksóknara. Hann sagðist sjálfur hafa reynst vanhæfur til að taka við tilboði George W. Bush forseta um að verða yfirmaður bandaríska Ex- port-Import-bankans vegna þess að hans eigin fyrirtæki myndu þurfa að fá lán hjá bankanum. Í staðinn varð hann sendiherra á Ítalíu. SÞ hafa áhyggjur af ítölsku réttarfari Stjórn Berlusconis í stríði við saksóknara Sameinuðu þjóðunum, Róm. AP, AFP. NIÐURSTÖÐUR tveggja nýrra rannsókna ættu að vera mið- aldra karlmönnum gleðiefni, en þær benda annars vegar til þess að fjörugt kynlíf verndi þá fyrir hjartaáfalli og hins vegar að nokkrir áfengir drykkir á dag dragi úr líkunum á elliglöpum. Vísindamenn við læknadeild Erasmus-háskólans í Rotterdam rannsökuðu tengslin milli áfeng- isneyslu og elliglapa hjá nær 8.000 manns yfir 55 ára aldri. Á sex ára tímabili varð elliglapa vart hjá 197 þeirra, í flestum tilvikum Alzheimer-sjúkdóms- ins. Í ljós kom að 42% minni lík- ur voru á að elliglöp kæmu fram hjá þeim sem neyttu áfengis í hófi, það er að segja eins til þriggja áfengra drykkja á dag, en hjá bindindisfólki. Átti það bæði við um konur og karla. Mikil áfengisdrykkja, það er að segja yfir fjórir áfengir drykkir á dag, reyndist þó ekki hafa þennan ávinning í för með sér fyrir karla. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að hófdrykkja kunni að draga úr hættu á æðaþrengslum, en engar vísbendingar komu fram um að ákveðnar tegundir áfeng- is virkuðu betur en aðrar að þessu leyti. Í rannsókninni var tekið mið af þáttum eins og sykursýki, blóðþrýstingi, reykingum og menntun, en niðurstöður hennar verða birtar í næsta tölublaði breska læknablaðsins The Lanc- et. Reglulegt kynlíf gott fyrir hjartað Þá bendir ný rannsókn til þess að virkt kynlíf hafi ekki í för með sér aukna hættu á hjartaáföllum fyrir miðaldra karlmenn. Þvert á móti geti það haft fyrirbyggjandi áhrif að hafa samfarir nokkrum sinnum í viku. Rannsóknin var gerð af vís- indamönnum við Bristol-háskóla og voru niðurstöður hennar birtar í síðustu viku í tímaritinu Journal of Epidemiology and Community Health, sem bresku læknasamtökin gefa út. Lyklar að langlífi Kynlíf og áfengi sýnast draga úr hjartaáföllum og elliglöpum París. AFP. Reuters Ný rannsókn bendir til þess að hófdrykkja dragi úr líkum á elliglöpum. FRANSKI félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu lést af krabba- meini á sjúkrahúsi í París í gær, að því er samstarfsmenn hans greindu frá. Hann var 71 árs. Bourdieu var forseti fé- lagsfræði- deildar hins virta skóla College de France og var vel þekktur baráttu- maður fyrir félagsleg- um umbót- um. Bourdieu var af mörgum álitinn einn helsti frumkvöðullinn í hreyf- ingu baráttufólks gegn hnatt- væðingu nú á síðustu árum. Hann var höfundur bókarinnar La Misere du Monde (Eymd heimsins), sem kom út 1993, um félagslega misskiptingu, og undanfarið hafði hann haldið uppi harðri gagnrýni á fjöl- miðla. Franskir menntamenn og leiðtogar mátu mikils ná- kvæmni hans og staðfestu. Pierre Bourdieu látinn París. AFP. Pierre Bourdieu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.