Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 47 LIONSKLÚBBURINN Agla afhenti á dögunum elstu börnunum í leik- skólanum Klettaborg í Borgarnesi verkefnabækur sem heita „Geit- ungurinn“. Þessar bækur eru fyrir „skólahópinn“ en börnin í honum eru að undibúa sig fyrir skóla- göngu næsta vetur. Í bókunum eru ýmsar foræfingar og stafirnir kynntir. Börnin í leikskólunum á Bifröst og Varmalandi fá einnig verkefnabækur afhentar. Á mynd- inni má sjá Jónínu Ingólfsdóttur, formann verkefnanefndar Öglu, af- henda Steinunni Baldursdóttur leikskólastjóra fyrstu eintökin. Skólahópur fær Geitunginn Borgarnesi. Morgunblaðið. ÁLFTANESHREYFINGIN – mannlíf og umhverfi, hefur gert með sér samstarfssamning þar sem segir að markmið framboðsins sé að vinna sameiginlega að sveitarstjórnarmál- um í Bessastaðahreppi í anda lýðræð- is, jafnaðar, félagshyggju og kven- frelsis með umhverfisvernd að leiðarljósi. Kosningabandalagið felur í sér samstarf þriggja jafnrétthárra stjórnmálaflokka og hinsvegar tvennra hagsmunasamtaka í Bessa- staðahreppi og hóps óflokksbundins fólks og teljast þeir vera fjórði aðilinn að framboðinu. Að loknum kosning- um skal hreyfingin mynda sveitar- stjórnarflokk sem kýs sér fjögurra manna stjórn er skiptir með sér verk- um. Kosin skal sérstök uppstillingar- nefnd sem annast val á frambjóðend- um. Hún skal viðhafa skoðanakönnun á meðal stuðningsmanna Álftanes- hreyfingarinnar. Framsóknarflokk- urinn, Samfylkingin og Vinstrihreyf- ingin grænt framboð tilnefna hvert um sig fjóra fulltrúa í skoðanakönnun um val á frambjóðendum á framboðs- listann. Álftaneslistinn og Hags- munasamtök Bessastaðahrepps skipa síðan tvo fulltrúa óflokksbundinna stuðningsmanna hvor. Auk þessa verður reitur á kjörseðlinum fyrir við- bótarnafn. Stuðningsmenn skulu merkja við tvo fulltrúa frá hverjum framboðsaðila, átta frambjóðendur alls. Álftaneshreyfingin – mannlíf og umhverfi, verður með kynningarfund í Haukshúsum miðvikudaginn 30. jan- úar kl. 20, segir í fréttatilkynningu. Álftaneshreyf- ingin býður fram til sveit- arstjórnar ÁRLEGUR kvöldverður Burns eða „Burn’s Supper“, verður haldinn laugardaginn 26. janúar kl. 20 – 1.00, á vegum Edinborgarfélagsins í sal karlakórsins Fóstbræðra að Lang- holtsvegi 109, Reykjavík. Samkoman tengist hefð í Skot- landi og víðar um heim, þar sem minnst er fæðingardags Roberts Burns þjóðskálds Skota en Burns var fæddur 25. janúar 1759. Að venju verður snæddur haggis en Burns gerði þann rétt ódauðlegan með kvæði sínu „Address to a Haggis“, segir í fréttatilkynningu. Fagnaður- inn er vettvangur fyrir Skotlandsvini hér á landi til að hittast í skosku and- rúmslofti. Aðgangseyrir er kr. 3.500 og er fordrykkur ásamt haggis með við- eigandi meðlæti innifalið. Ekki þarf að tilkynna þátttöku en greitt er við innganginn. Allir sem dvalið hafa í Skotlandi um lengri eða skemmri tíma eru vel- komnir sem og þeir sem hafa áhuga á skosk-íslenskum menningarsam- skiptum, segir í fréttatilkynningu. Kvöldverður Edin- borgarfélagsins RÁÐSTEFNA á vegum Kvenrétt- indafélags Íslands verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur um málefni er- lendra kvenna á Íslandi undir fyr- irsögninni: Erlendar konur og ís- lenskt jafnrétti. Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 26. janúar og er öllum opin. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru jafnréttismál frá sjónarhorni kvenna með ólíkan menningarbak- grunn og hvort íslensk jafnréttisum- ræða taki tillit til margbreytileika ís- lenskra kvenna hvað uppruna varðar, segir í fréttatilkynningu. Í lok ráðstefnunnar verður Hildur Jónsdóttir með erindi sem fjallar meðal annars um sögu jafnréttis hér á landi, í tilefni af 95 ára af- mæli Kvenréttindafélags Íslands, en það var stofnað hinn 27. janúar 1907. Ráðstefna um erlendar konur og jafnrétti EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á fundi framkvæmdastjórnar Sambands ungra framsóknarmanna 22. janúar s.l.: „Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar því frumkvæði sem Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, hefur tekið í umræðunni um Evrópumál að und- anförnu. Í nýlegum háskólafyrir- lestrum í Reykjavík og á Akureyri hefur Halldór beint sjónum að áhrif- um aðildar að Evrópusambandinu á fullveldi þjóðarinnar og á íslenskan sjávarútveg en það eru einmitt mik- ilvægustu álitamálin varðandi fram- tíð Íslands í evrópusamstarfinu. Með því að ræða þessar spurning- ar hispurslaust og af þekkingu hefur Halldór Ásgrímsson lyft umræðunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóð- anna á hærra plan svo eftir er tekið. Framkvæmdastjórn SUF leggur á það áherslu að varðveisla sjálf- stæðis þjóðarinnar er stöðugt við- fangsefni íslenskra stjórmála. Samn- ingurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur á síðustu ára- tugum tryggt mikilvæga efnahags- og viðskiptahagsmuni landsins og skapað forsendur fyrir bættum lífs- kjörum almennings. Engu að síður er nauðsynlegt að endurskoða stöðu Íslands í samstarfi Evrópuþjóða, m.a. til að auka áhrif Íslendinga á lagasetningu Evrópusambandsins og styrkja enn frekar samkeppnis- stöðu landsins innan efnahagssvæð- isins. Fagna ber því frumkvæði sem utanríkisráðherra hefur tekið með því að setja þau málefni á dagskrána í viðræðum við ESB og EFTA-ríkin um breytingar á EES-samningnum. Framkvæmdastjórnin vill hins veg- ar leggja áherslu á mikilvægi þess- ara viðræðna og telur ekki ásætt- anlegt að gera eingöngu minniháttar tæknilegar breytingar á samningn- um.“ Fagna frum- kvæði utanrík- isráðherra SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd efna til gönguferðar laugardaginn 26. janúar nk. í upphafi þorra. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Gang- an tekur 3-4 tíma. Allir velkomnir. Þorraganga ÁKVEÐIÐ hefur verið að fara af stað með nýja ljósmyndakeppni á Netinu. Í síðustu keppni bárust alls 110 myndir en henni lauk í byrjun janúar. Í 1. sæti varð mynd Birgis Freys Birgissonar, í öðru sæti Guðjón Sig- urðsson og í þriðja sæti Árni Torfa- son. Hægt er að senda inn ljósmyndir í þessa ljósmyndakeppni með tölvu- pósti til 3. febrúar. Hinn 4. febrúar verður síðan hægt að greiða mynd- unum atkvæði. Öllum er frjálst að senda inn myndir og efnisval er opið. Hægt er að senda inn allt að þrjár myndir. Ljosmyndari.is er vefsíða fyrir allt áhugafólk um ljósmyndun en á henni er að finna allt er viðkemur ljósmynd- un, s.s. myndagagnrýni, greinar, við- töl, fróðleik ýmiskonar og mikið magn ljósmynda, segir í fréttatilkynningu. Ný ljósmynda- keppni á www. ljosmyndari.is VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð á Akranesi gengst fyrir fundaröð um bæjarmálefni alla laug- ardagsmorgna á tímabilinu 26. jan- úar til 16. mars. Fyrsti fundurinn verður laugar- daginn 26. janúar kl. 10-12 á Café 15. Fundarefni verða æskulýðs- og tóm- stundamál, frummælandi Einar Skúlason æskulýðsfulltrúi, segir í frétt frá stjórn VG, Akranesi. Málefnafundir VG á Akranesi „MÁLFUNDUR verður í dag, föstudaginn 25. janúar, kl. 17.30 í Pathfinder-bóksölunni, Skóla- vörðustíg 6b. Yfirskrift fundar- ins er: Eru umbætur í kapítal- ískum sjávarútvegi mögulegar? Fjallað um blekkingar í vernd- un auðæfanna í hafinu, kvóta- kerfi og baráttu fyrir fé- lagslegri fiskveiðistefnu,“ segir í fréttatilkynningu. Fundinn halda aðstandendur vikublaðsins Militant. Málfundur um verndun auðæfa hafsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.