Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga AnnaKristinsdóttir fæddist 27. maí 1901 í Bæ á Rauðasandi í Strandasýslu. Hún lést á heimili sínu í Seljahlíð 17. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Krist- inn Benediktsson sjó- maður frá Geststaða- seli í Strandasýslu, f. 21. apríl 1872, d. 10. júní 1924, og Krist- jana Einarsdóttir frá Bjarneyjum á Breiða- firði, f. 26.3. 1866, d. 12.3. 1929. Hálfbróðir sammæðra var Finnbogi Ingimundarson, f. 10.7. 1908, d. 29.11. 1932. Hálf- systkini samfeðra voru Sigríður, f. 20.12. 1900, d. 14.10. 1986, Berg- þóra, f. 14.6. 1902, d. 11.2. 1976, Guðbjörg, f. 24.11. 1904, d. 31.5. 1969, Kristján, f. 21.11. 1908, d. 22.10. 1966, Benedikt, f. 7.5. 1915, d. 23.6. 1967, og Svava, f. 21.6. 1918, d. 30.6. 1975. Helga Anna giftist 14.10. 1934 Grími Thomsen Tómassyni, f. 14.7. 1907, d. 31.7. 1949 af slysförum. Þau áttu fjögur börn: Finnbjörgu, f. 20.4. 1934, Áslaugu , f. 11.10. 1937, Kristinn, f. 15.10. 1941, og Tómas, f. 23.12. 1944. Útför Helgu Önnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku amma. Nú ert þrautum þínum lokið í þessu lífi og þú getur hvílst. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allt sem þú varst okkur. Alltaf varstu amma okkar og lést okkur aldrei finna annað þó að blóðböndin væru ekki til staðar. Alveg frá fyrstu tíð fyrir u.þ.b. 35 árum tókstu okkur eins og við værum barnabörnin þín og ekkert annað. Við viljum þakka þér fyrir hann pabba okkar sem hef- ur reynst okkur svo vel. Við munum eftir heimsóknum á Hraunhvamminn, þangað var alltaf gott að koma. Þegar þú fluttir þaðan þá fluttirðu til okkar í Ljósheimana og bjóst hjá okkur, það var okkur mikils virði, þá kynntumst við þér svo vel. Það er ekki ofsögum sagt að okkur fannst þú vera skemmtilegasta kona sem til var. Þú hafðir alltaf frá svo skemmtilegu að segja og þú mundir allt svo vel. Þú sagðir okkur frá pabba, Boggu, Áslaugu og Tómasi þegar þau voru að alast upp á Álfta- nesinu, prakkarastrikunum hans pabba og ýmsu öðru. Svo var alveg unun að heyra þig segja frá, þegar þú varst búin að lesa einhverja góða bók. Aldrei féll þér verk úr hendi, vannst í fiski alla daga og prjónaðir og saumaðir á kvöldin, ekki munum við eftir öðru en því að þú værir allt- af að gera eitthvað. Aldrei þurftum við að láta okkur verða kalt á hönd- um og fótum, því þú sást nú fyrir því, alltaf að prjóna sokka og vettlinga, sem þú gafst okkur. Langömmu- börnin þín og langalangömmubörnin fengu að njóta þess líka, því þú hætt- ir ekkert að prjóna þó að aldurinn færðist yfir. Ekki var laust við að stoltið hafi stigið okkur til höfuðs þegar við til- kynntum öllum sem heyra vildu að það væri hún amma okkar sem hefði hlaupið í kvennahlaupinu 99 ára gömul og verið elsta konan sem tók þar þátt. Já, þrautseigja þín og dugnaður verður okkur fyrirmynd um ókomin ár. Hvað þú varst falleg á 100 ára afmælinu þínu í maí sl., við vorum svo hreykin af þér og þakklát fyrir það að fá að taka þátt í þessum tímamótum með þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við systkinin kveðjum þig, elsku amma, með söknuði og þökkum þér samfylgdina. Minningin um þig mun vara að ei- lífu í huga okkar og hjarta. Hvíldu í friði. Eydís, Elín Hildur og Ástráður. Elsku Anna. Nú er komið að kveðjustund. Ég vil þakka þér allt sem þú gerðir fyrir pabba og okkur systkinin. Það var guðsgjöf þegar þú komst á Grettó eftir að Bergþóra lést og varst hjá pabba í öll þessi ár. Það var svo gott að koma heim á Grettó þegar ég kom suður. Oft varst þú fljót að baka pönnukökur og laða fram góðu kjötsúpuna þína. Þú sendir mig með vettlinga og sokka á þau litlu hjá mér. Við eigum góðar minningar frá því þegar þú og pabbi komuð í heimsókn til okkar út í Eyjar. Eftir að þið pabbi fluttuð í Seljahlíð reyndi ég alltaf að koma við ef ég átti leið suður. Þú vildir alltaf fá fréttir af okkur öllum þegar við töluðum saman í síma. Ég varðveiti vel púðann sem þú saumaðir handa mér þegar þú varst níræð. Nú kveð ég þig elsku Anna og bið góðan Guð að styrkja börnin þín og fjölskyldur þeirra. Guð blessi þig. Emma og fjölskylda. Elsku Anna. Þá er kveðjustundin komin, þú náðir þínu takmarki og varðst manna elst í okkar fjölskyldu, 100 ára og rúmlega 7 mánaða, geri aðrir betur, þetta kallast nokkuð góður aldur. Ef allir væru jafn lífs- glaðir og þú varst þá væri heimurinn annar í dag, alltaf komst þú manni í gott skap með góðu skapi og létt- leika þegar maður heimsótti þig, sem var allt of sjaldan, það var alveg sama hvort þú varst sárlasin eða hress, alltaf gast þú gert grín og þá helst að sjálfri þér. Þau voru ekki fá sokkapörin og vettlingarnir sem börnin mín nutu frá þér. Þau kölluðu þig alltaf ömmu Önnu því þau þekktu aldrei ömmu Tótu. Alltaf var tilhlökkun hjá þeim að fá að fara í pössun til afa og ömmu á Grettó, því þar biðu þeirra heitar pönnukökur og köld mjólk og ým- islegt fleira, svo sem vettlingar eða sokkar. Þau höfðu gaman af sögunum sem þú sagðir þeim frá því þegar þú varst að alast upp sem var í mikilli fátækt og ekki alltaf dans á rósum, þeim fannst ansi skrítið að hún amma og hann afi hefðu ekki átt önnur leikföng en leggi og skeljar og oft lítið að borða. Ekki til útvarp, því síður sjónvarp og enginn ísskápur til að kæla mjólkina, en mjólkin á Grettó var alltaf svo köld. Oft vökn- uðu spurningar hjá þeim þegar heim var komið eins og t.d. hvað þið gerð- uð í gamla daga þegar ekki voru til fleiri leikföng o.þ.h. sem er svolítið erfitt fyrir nútímabörn að skilja, þau sem hafa allt og mikið af öllu í dag og kunna jafnvel ekki að leika sér. Allt- af spurðir þú hvernig gengi hjá strákunum í fótboltanum, og vissir alltaf hver var að gera hvað, alveg fram á síðasta dag. Áhugi þinn á að þjálfa þig til að geta tekið þátt í kvennahlaupinu þegar þú varst 99 ára gleymist ekki, það var í annað sinn sem þú tókst þátt því þegar þú varst 95 ára komst þú öllum á óvart með þátttöku, það vissi þetta enginn í fjölskyldunni fyrr en þú birtist á sjónvarpsskján- um og þá hrópuðu allir er þetta ekki hún amma Anna? Jú það var hún amma Anna sem þarna birtist á skjánum. Þú hefðir gjarnan viljað taka oftar þátt í hlaupinu en heilsa þín leyfði það ekki. Sjaldan heyrðist þú kvarta þó þú værir sárþjáð, vildir alltaf bjarga þér sjálf, ekki að vera að ónáða aðra að óþörfu. Harkan í þér var ótrúleg en kannski var þetta nú líka dálítil þrjóska. Þú fórst sjaldnast að ráðum annarra, en fórst bara áfram af þrautseigju hvort sem getan var til eða ekki. Það vita það fáir hversu erfitt þú áttir oft á lífsleiðinni en með dugnaði þínum komst þú nokkuð vel í gegn- um lífið og náðir þessum háa aldri. Þú sagðist ætla að verða 100 ára og náðir því takmarki og 7 mánuðum betur. Ekki áttum við von á því í vor, rétt fyrir afmælið þitt varst þú svo ansi lasin, en þú hresstist og mættir svo sæt og fín í afmælið þitt og við geymum þær minningar á myndum og í hjörtum okkar. Þegar til stóð að þú færir heim eftir tveggja tíma veru í veislunni þá sagðist þú vera innan um fjölskyldu og vini og þú ætlaðir ekki strax heim. Þarna var þér vel lýst, elsku Anna mín. Nokkuð nálægt dauðanum komstu um nírætt, þá sprakk í þér maginn og fékkst lífhimnubólgu, þá áttum við ekki von á því að þú næðir þér, en þú hristir þetta af þér og lifð- ir í 11 ár til viðbótar, að mestu leyti í Seljahlíð eftir þetta eða í tæp 10 ár. Þegar kom til tals að þið pabbi færuð á öldrunarstofnun þá varst þú ekki tilbúin í það. En lést þig hafa það þegar þú varst búin að skoða hús- næðið sem þið fenguð enda var það frábært. Þú sagðist ekki ætla að blanda geði við vistmenn nema nauðsynlegt væri, en varst ekki búin að vera nema rúman mánuð þegar þú tókst þátt í tískusýningu í Selja- hlíð og gleymi ég því ekki, þú varst frábær og eins og þú hefðir aldrei gert annað og hafðir ákaflega gaman af handavinnu og föndri þó heilsan væri ekki alltaf nógu góð. Þeir eru ekki svo fáir púðarnir og myndirnar til eftir þig á heimilum barna þinna, barnabarnabarna og hjá mér. Við systkinin viljum þakka þér fyrir alla þá umhyggju sem þú sýnd- ir pabba bæði á Grettó og í Seljahlíð. Ég þakka starfsfólkinu í Seljahlíð fyrir það að leyfa þér að vera í her- berginu þínu til dauðadags, eins og þú óskaðir. Þar sem Eva dóttir mín er stödd erlendis og getur ekki fylgt þér bið- ur hún um kveðjur og þakkir fyrir allt, amma Anna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Saknaðarkveðjur Helga Þorkelsdóttir og systkini og fjölskyldur þeirra. Anna var systir langömmu barnanna minna. En þar sem hvorki ég né þau þekktu langömmu sína og hún Anna hélt heimili með mági sín- um honum Þorkeli langafa fannst okkur hún vera langamma þeirra. Og hún stóð sig vel í því hlutverki. En það er ekki eingöngu vegna þess að hún var langamma barnanna minna sem mér þótti vænt um hana Önnu. Það er svo ánægjulegt að manni skuli hlotnast að kynnast svo falslausri, elskulegri, geðgóðri og snjallri manneskju sem henni Önnu. Þótt ég þekki ekki ítarlega sögu uppvaxtarára Önnu skilst mér að hún hafi ekki alist upp í frjóum jarð- vegi. Að hún hafi ekki fengið al- mennilegan áburð. Hvorki hafi verið borinn áburður á þroska hennar andlegan né líkamlegan. En upp- skeran var engu að síður sérstak- lega góð. Konan náði að verða 100 ára. Hugur og hönd sívirk allt lífið. Það var nokkru eftir að hún varð 90 ára að hún hringdi til mín og sagðist vera óánægð með hælinn sem hún prjónaði. Enda hafi henni ekki verið kennt að prjóna hæl frek- ar en annað prjón. Hún hafi fundið það út sjálf. Ég sagði henni hvernig ég prjóna hæl þarna í gegnum síma. Ég leit til hennar nokkrum dögum síðar og jú hún var búin að prjóna sokka með hæl eftir símaleiðsögninni. Ég velti því nú fyrir mér hvernig þetta blóm hefði blómstrað ef það hefði fengið umhyggju eins og með- albarn fær á Íslandi í dag. Takk fyrir samfylgdina. Valgerður Garðarsdóttir. HELGA ANNA KRISTINSDÓTTIR                            !" #! ! !  $ %$  #   &"  '   #'#  !  " !#$  !%& ##  '(  !#$    (##  )* $+# !#$   ( ,  - # ./ ##   (#   !##  ! 0 $! (#$    !##  ## .  #$  !  !#$   # #   ).'  !##  !-! $  (1#$    %  %'  %  %  %' " ( )      !     * ! !  !   2 32 (  +./ 4#0 !-                *    +   ,  !" '     %.' #$  %'   $ %' %  %'  %  %  %' "      ! !  567 82 32   (* $, !- ! # !' !9  *,. +,   #       -   !"  #  !  !   !  (  %   .  /00 ! $ +,0 #$  ! +,0 ##     0  $$#  '!+,0 ##  +! $  $ %  %' "       !     ! !          72&& 32 ,#   4, (4 ! ),0 +9: *,. +,      !"    2        *   ! 3   %   .  ++0 &         #       1      *  "!    0//*4*0./25 1 6     "    *   $   !  #$  !    4+0774*02. 8       ! 9     ! !$ #$  #$    ;/ (+! "! #$   /  (#$  ! ;/ (##  & " (##  8# # +   #$  (! 0 $& ##  ; +!#& & ##  # ./ "& ##  ! <).  $  /  0 $#$  ! 0 ## " ( )           ;=  567 2    8 # 5!      +   & ;  1#$   -! $##  &$$ ;  1#$  (/  ##  0 ;  1##   $ 0 #$   . ;  1#$  >!  %.' ##       %  %'  %  %  %' "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.