Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 525 3000 • www.husa.is 4.495kr. Bita- og borasett 112 stk Verð áður 6.337 kr. Verkfæra dagar Verðlaun FÍT Byggja undir faglegan metnað FÉLAG íslenskrateiknara veitir við-urkenningar í hin- um ýmsu flokkum greinar- innar, annað árið í röð, í Listasafni Ásmundar Sveinssonar í dag. Félagið er nú orðið 49 ára gamalt, og á sér því alllanga sögu. Formaður FÍT er Ástþór Jóhannsson og svaraði hann nokkrum spurning- um Morgunblaðsins í vik- unni. Segðu okkur fyrst eitt- hvað frá FÍT... „Félagið er stofnað 23. nóvember 1953 á vinnu- stofu Halldórs Pétursson- ar, en þar voru ásamt hon- um samankomnir Ásgeir Júlíusson, Atli Már Árna- son, Jörundur Pálsson og Stefán Jónsson. Auk þeirra teljast til stofnfélaga Tryggvi Magnús- son og Ágústa Pétursdóttir Snæ- land. Fljótlega bættust í hópinn Hörður Ágústsson, Eiríkur Smith og fleiri. Félaginu var ætlað að gæta hagsmuna teiknara og bæta kjör þeirra. Styrkja og efla at- vinnugreinina, leiðbeina um fag- leg efni, lögfræðileg álitamál og auka menntun teiknara. Eins og íslenskt þjóðfélag hefur breyst á undanförnum fimm áratugum þá hefur félagið tekið margvíslegum áherslubreytingum, þótt hjartað í því slái enn til sömu meginmark- miða. FÍT er félag sem reynir að byggja undir faglegan metnað og símenntun, með samskiptum fé- lagsmanna og fyrirlesurum, inn- lendum og erlendum. Fréttabréf kemur út tvisvar á ári og kynning- arkvöld, 2–3 á vetri, eru haldin þar sem margvísleg fagleg mál- efni eru tekin fyrir. FÍT er ekki stéttarfélag. Það er fyrst og fremst fagfélag, ætlað að halda á lofti faglegum metnaði fé- lagsmanna og hvetja þá til um- ræða og samskipta á faglegum grunni. En einnig er því ætlað að kynna starf þeirra út á við í við- skiptalífinu og meðal almennings. Þá kemur félagið að skipulagn- ingu merkjasamkeppna sem fé- lagsmenn taka þátt í, auk árlegrar viðurkenningarhátíðar, svo nokk- uð sé nefnt. Í FÍT eru skráðir yfir 200 félagar sem hafa menntað sig sérstaklega í greininni eða starfað við hana til lengri tíma. Félagar í FÍT starfa að hönnun fyrir öll form miðlunar, gamallar og nýrr- ar, þar sem leturlegrar og mynd- rænnar skipulagningar er krafist. Þeir starfa að myndskreytingum, kvikmyndagerð, hönnun vef- svæða, í útgáfufyrirtækjum, prentsmiðjum og fjölmiðlum eða eru sjálfstæðir grafískir hönnuðir sem starfa í tengslum við marg- vísleg fyrirtæki sem nýta sér þjónustu þeirra þótt starfsvett- vangur þeirra flestra sé inni á auglýsingastofunum. FÍT er í NT, samtökum norrænna teiknara, aðili að Ikograda, alþjóðasam- tökum grafískra hönn- uða, og félagi í Form Ísland og Myndstefi. Verðlaun FÍT skarast ekki við Ímark-verðlaunin eða hvað? „Nei, það var einmitt hluti af hugmyndinni að þessu fyrirkomu- lagi að þau gerðu það ekki. Ímark- hátíðin er mjög góð, en hún fjallar um aðra þætti greinarinnar að stærstum hluta, sem er gott. Lögð er áhersla á að skarast ekki á við Ímark-hátíðina og eru flokkarnir sem dæmt er um hér fæstir þeir sömu og þar. Hjá Ímark er höfuðáhersla á auglýs- ingar í mismunandi fjölmiðlum. Hér er það grafísk hönnun sem áherslan er á, en ekki auglýsing- ar. Þótt stór hluti félaga í FÍT vinni við auglýsingahönnun og hugmyndir, þá skilar stór hluti vinnu þeirra sér í öðru formi. Það er hönnunin sem ekki tengist aug- lýsingum með beinum hætti eða í gegn um hefðbundna fjölmiðla. Margt af þessu efni er hugsanlega unnið í takmörkuðu upplagi eða dreift með þeim hætti að aðrir grafískir hönnuðir hafa ekki alltaf tækifæri á að fylgjast með öllu sem gert er. Þess vegna er það kærkomið tækifæri fyrir fagið að geta dregið saman það besta sem fram kemur á hverju ári á einn stað.“ Hver er yfirlýstur tilgangur keppninnar? „Megintilgangurinn er að sýna FÍT-félögum og öðrum sem áhuga hafa á grafískri hönnun það sem merkilegast þykir vera að gerast í faginu okkar hér á ný- liðnu ári, en einnig vekja athygli á fólkinu sem starfar að gerð inn- sendra verka, hönnuðum og verk- um þeirra, sem þykja skara fram úr. Til hönnunarverðlauna FÍT eru send inn hugverk metnaðar- fullra einstaklinga sem leggja hart að sér við að búa margs kon- ar hugmyndir, skilaboð og efni í skiljanlegt og áhuga- vert form fyrir aðra í samfélaginu að njóta.“ Hvaða gildi hefur hún fyrir fagið? „Vonandi gerir hún það gagnrýnna, vandaðra og framsæknara, með því að vekja athygli á því sem félagarnir telja best vera gert hverju sinni. Verð- laun og viðurkenningar á sam- bærilegum hátíðum ráðast af inn- sendingum og dómum. Það er mjög mikilvægt til þess að slíkar hátíðir heppnist vel, að úrval inn- sendinga í öllum flokkum sé mik- ið. Þá næst heildarmynd af því sem er áhugaverðast og sýn á hvað er að gerast nýtt í faginu á hverjum tíma.“ Ástþór Jóhannsson  Ástþór Jóhannsson er fæddur 1955 í Reykjavík, en er uppalinn í Vestmannaeyjum. Útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands í grafískri hönnun. Stjórnaði hönnun, hugmynda- vinnslu og áætlanagerð í mark- aðssetningu viðskiptavina Aug- lýsingastofunnar Góðs fólks-McCann-Erickson frá árinu 1985 og síðar sem eigandi frá 1991 fram í byrjun síðastliðins árs. Hann starfar nú að ráðgjöf í grafískri hönnun og ímyndar- mótun og er einn stofnenda 1001 ehf. sem rekur Plus.is. Eiginkona Ástþórs er Katrín Ævarsdóttir klæðskeri og eru dætur þeirra Sara og Svanhildur Anja. …sem skilar sér í öðru formi Þeir segjast verða að fá að sjá það aftur og stúdera það betur ef stjórinn ætlast til að þeir skaffi efnið í það næsta. „MÉR líður orðið nokkuð vel, en vil vera fullkomlega hraustur áður en ég legg af stað að nýju á tindinn,“ sagði Haraldur Örn Ólafsson sjö- tindafari í samtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann er á hóteli í Mendoza. Er hann að jafna sig á lungnakvefi sem hann fékk nýlega ofarlega í hlíðum Aconcagua, hæsta tinds S-Ameríku (6.960 m). Hann var kominn í 5.900 metra hæð og tilbú- inn í lokaáfangann en óveður haml- aði uppgöngu og ofan í kaupið veikt- ist hann og varð að fá sýklalyf. „Ég vonast til að komast af stað á sunnudag eða mánudag og ef allt gengur vel, ætti að vera unnt að komast á tindinn á viku,“ sagði Har- aldur, sem þó vill fara varlega í að spá fram í tímann. Fjallinu var lokað vegna óveðurs og fannfergis um það leyti sem Har- aldur yfirgaf fjallið og hefur fjall- göngumönnum gengið brösuglega á fjallinu að undanförnu. Borið hefur á óhöppum, slysum og jafnvel dauðs- föllum, sem einkum má rekja til reynsluleysis sumra fjallgöngu- manna. Þeim hættir til að vanmeta fjallið, sem þó er ekki talið tækni- lega erfitt, en á móti kemur að margir fara flatt á því að hækka sig of ört og fá fjallaveiki. Ný atlaga að Aconcagua í undirbúningi JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra undirrit- uðu í gær samkomulag um þjónustu við íbúa sem um árabil hafa verið vist- aðir á Landspítala – háskólasjúkra- húsi í Kópavogi. Tuttugu íbúar sem búa í fjórum sambýlum í fjölbýlishúsi við Kópavogsbraut, sem tilheyrir Landspítala – háskólasjúkrahúsi, njóta nú þjónustu fyrir fatlaða á veg- um félagsmálaráðuneytis í stað heil- brigðisráðuneytis. Eigi síðar en 1. maí 2003 munu allir íbúarnir í fjölbýlis- húsinu hafa eignast nýtt heimili á höf- uðborgarsvæðinu. Samráð verður haft við íbúana og aðstandendur þeirra um flutninginn og leitast verður við að hann valdi sem minnstri röskun á daglegu lífi þeirra. Þetta er meginatriði samkomulags- ins sem ráðherrarnir undirrituðu í gær. Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi mun fyrst um sinn annast þjónustu við íbúana. Sam- býlin verða rekin í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Starfsmönnum sambýlanna í fjöl- býlishúsinu var öllum boðið starf hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Áunnin réttindi starfs- manna haldast við tilfærslu milli vinnuveitenda við gerð nýrra ráðn- ingarsamninga. Félagsmálaráðuneytið hefur frá árinu 1995 tekið við þjónustu 40 fyrr- um vistmanna á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Kópavogi. Samningur um þjónustu við fatlaða á sambýlum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.