Morgunblaðið - 25.01.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.01.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 525 3000 • www.husa.is 4.495kr. Bita- og borasett 112 stk Verð áður 6.337 kr. Verkfæra dagar Verðlaun FÍT Byggja undir faglegan metnað FÉLAG íslenskrateiknara veitir við-urkenningar í hin- um ýmsu flokkum greinar- innar, annað árið í röð, í Listasafni Ásmundar Sveinssonar í dag. Félagið er nú orðið 49 ára gamalt, og á sér því alllanga sögu. Formaður FÍT er Ástþór Jóhannsson og svaraði hann nokkrum spurning- um Morgunblaðsins í vik- unni. Segðu okkur fyrst eitt- hvað frá FÍT... „Félagið er stofnað 23. nóvember 1953 á vinnu- stofu Halldórs Pétursson- ar, en þar voru ásamt hon- um samankomnir Ásgeir Júlíusson, Atli Már Árna- son, Jörundur Pálsson og Stefán Jónsson. Auk þeirra teljast til stofnfélaga Tryggvi Magnús- son og Ágústa Pétursdóttir Snæ- land. Fljótlega bættust í hópinn Hörður Ágústsson, Eiríkur Smith og fleiri. Félaginu var ætlað að gæta hagsmuna teiknara og bæta kjör þeirra. Styrkja og efla at- vinnugreinina, leiðbeina um fag- leg efni, lögfræðileg álitamál og auka menntun teiknara. Eins og íslenskt þjóðfélag hefur breyst á undanförnum fimm áratugum þá hefur félagið tekið margvíslegum áherslubreytingum, þótt hjartað í því slái enn til sömu meginmark- miða. FÍT er félag sem reynir að byggja undir faglegan metnað og símenntun, með samskiptum fé- lagsmanna og fyrirlesurum, inn- lendum og erlendum. Fréttabréf kemur út tvisvar á ári og kynning- arkvöld, 2–3 á vetri, eru haldin þar sem margvísleg fagleg mál- efni eru tekin fyrir. FÍT er ekki stéttarfélag. Það er fyrst og fremst fagfélag, ætlað að halda á lofti faglegum metnaði fé- lagsmanna og hvetja þá til um- ræða og samskipta á faglegum grunni. En einnig er því ætlað að kynna starf þeirra út á við í við- skiptalífinu og meðal almennings. Þá kemur félagið að skipulagn- ingu merkjasamkeppna sem fé- lagsmenn taka þátt í, auk árlegrar viðurkenningarhátíðar, svo nokk- uð sé nefnt. Í FÍT eru skráðir yfir 200 félagar sem hafa menntað sig sérstaklega í greininni eða starfað við hana til lengri tíma. Félagar í FÍT starfa að hönnun fyrir öll form miðlunar, gamallar og nýrr- ar, þar sem leturlegrar og mynd- rænnar skipulagningar er krafist. Þeir starfa að myndskreytingum, kvikmyndagerð, hönnun vef- svæða, í útgáfufyrirtækjum, prentsmiðjum og fjölmiðlum eða eru sjálfstæðir grafískir hönnuðir sem starfa í tengslum við marg- vísleg fyrirtæki sem nýta sér þjónustu þeirra þótt starfsvett- vangur þeirra flestra sé inni á auglýsingastofunum. FÍT er í NT, samtökum norrænna teiknara, aðili að Ikograda, alþjóðasam- tökum grafískra hönn- uða, og félagi í Form Ísland og Myndstefi. Verðlaun FÍT skarast ekki við Ímark-verðlaunin eða hvað? „Nei, það var einmitt hluti af hugmyndinni að þessu fyrirkomu- lagi að þau gerðu það ekki. Ímark- hátíðin er mjög góð, en hún fjallar um aðra þætti greinarinnar að stærstum hluta, sem er gott. Lögð er áhersla á að skarast ekki á við Ímark-hátíðina og eru flokkarnir sem dæmt er um hér fæstir þeir sömu og þar. Hjá Ímark er höfuðáhersla á auglýs- ingar í mismunandi fjölmiðlum. Hér er það grafísk hönnun sem áherslan er á, en ekki auglýsing- ar. Þótt stór hluti félaga í FÍT vinni við auglýsingahönnun og hugmyndir, þá skilar stór hluti vinnu þeirra sér í öðru formi. Það er hönnunin sem ekki tengist aug- lýsingum með beinum hætti eða í gegn um hefðbundna fjölmiðla. Margt af þessu efni er hugsanlega unnið í takmörkuðu upplagi eða dreift með þeim hætti að aðrir grafískir hönnuðir hafa ekki alltaf tækifæri á að fylgjast með öllu sem gert er. Þess vegna er það kærkomið tækifæri fyrir fagið að geta dregið saman það besta sem fram kemur á hverju ári á einn stað.“ Hver er yfirlýstur tilgangur keppninnar? „Megintilgangurinn er að sýna FÍT-félögum og öðrum sem áhuga hafa á grafískri hönnun það sem merkilegast þykir vera að gerast í faginu okkar hér á ný- liðnu ári, en einnig vekja athygli á fólkinu sem starfar að gerð inn- sendra verka, hönnuðum og verk- um þeirra, sem þykja skara fram úr. Til hönnunarverðlauna FÍT eru send inn hugverk metnaðar- fullra einstaklinga sem leggja hart að sér við að búa margs kon- ar hugmyndir, skilaboð og efni í skiljanlegt og áhuga- vert form fyrir aðra í samfélaginu að njóta.“ Hvaða gildi hefur hún fyrir fagið? „Vonandi gerir hún það gagnrýnna, vandaðra og framsæknara, með því að vekja athygli á því sem félagarnir telja best vera gert hverju sinni. Verð- laun og viðurkenningar á sam- bærilegum hátíðum ráðast af inn- sendingum og dómum. Það er mjög mikilvægt til þess að slíkar hátíðir heppnist vel, að úrval inn- sendinga í öllum flokkum sé mik- ið. Þá næst heildarmynd af því sem er áhugaverðast og sýn á hvað er að gerast nýtt í faginu á hverjum tíma.“ Ástþór Jóhannsson  Ástþór Jóhannsson er fæddur 1955 í Reykjavík, en er uppalinn í Vestmannaeyjum. Útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands í grafískri hönnun. Stjórnaði hönnun, hugmynda- vinnslu og áætlanagerð í mark- aðssetningu viðskiptavina Aug- lýsingastofunnar Góðs fólks-McCann-Erickson frá árinu 1985 og síðar sem eigandi frá 1991 fram í byrjun síðastliðins árs. Hann starfar nú að ráðgjöf í grafískri hönnun og ímyndar- mótun og er einn stofnenda 1001 ehf. sem rekur Plus.is. Eiginkona Ástþórs er Katrín Ævarsdóttir klæðskeri og eru dætur þeirra Sara og Svanhildur Anja. …sem skilar sér í öðru formi Þeir segjast verða að fá að sjá það aftur og stúdera það betur ef stjórinn ætlast til að þeir skaffi efnið í það næsta. „MÉR líður orðið nokkuð vel, en vil vera fullkomlega hraustur áður en ég legg af stað að nýju á tindinn,“ sagði Haraldur Örn Ólafsson sjö- tindafari í samtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann er á hóteli í Mendoza. Er hann að jafna sig á lungnakvefi sem hann fékk nýlega ofarlega í hlíðum Aconcagua, hæsta tinds S-Ameríku (6.960 m). Hann var kominn í 5.900 metra hæð og tilbú- inn í lokaáfangann en óveður haml- aði uppgöngu og ofan í kaupið veikt- ist hann og varð að fá sýklalyf. „Ég vonast til að komast af stað á sunnudag eða mánudag og ef allt gengur vel, ætti að vera unnt að komast á tindinn á viku,“ sagði Har- aldur, sem þó vill fara varlega í að spá fram í tímann. Fjallinu var lokað vegna óveðurs og fannfergis um það leyti sem Har- aldur yfirgaf fjallið og hefur fjall- göngumönnum gengið brösuglega á fjallinu að undanförnu. Borið hefur á óhöppum, slysum og jafnvel dauðs- föllum, sem einkum má rekja til reynsluleysis sumra fjallgöngu- manna. Þeim hættir til að vanmeta fjallið, sem þó er ekki talið tækni- lega erfitt, en á móti kemur að margir fara flatt á því að hækka sig of ört og fá fjallaveiki. Ný atlaga að Aconcagua í undirbúningi JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra undirrit- uðu í gær samkomulag um þjónustu við íbúa sem um árabil hafa verið vist- aðir á Landspítala – háskólasjúkra- húsi í Kópavogi. Tuttugu íbúar sem búa í fjórum sambýlum í fjölbýlishúsi við Kópavogsbraut, sem tilheyrir Landspítala – háskólasjúkrahúsi, njóta nú þjónustu fyrir fatlaða á veg- um félagsmálaráðuneytis í stað heil- brigðisráðuneytis. Eigi síðar en 1. maí 2003 munu allir íbúarnir í fjölbýlis- húsinu hafa eignast nýtt heimili á höf- uðborgarsvæðinu. Samráð verður haft við íbúana og aðstandendur þeirra um flutninginn og leitast verður við að hann valdi sem minnstri röskun á daglegu lífi þeirra. Þetta er meginatriði samkomulags- ins sem ráðherrarnir undirrituðu í gær. Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi mun fyrst um sinn annast þjónustu við íbúana. Sam- býlin verða rekin í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Starfsmönnum sambýlanna í fjöl- býlishúsinu var öllum boðið starf hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Áunnin réttindi starfs- manna haldast við tilfærslu milli vinnuveitenda við gerð nýrra ráðn- ingarsamninga. Félagsmálaráðuneytið hefur frá árinu 1995 tekið við þjónustu 40 fyrr- um vistmanna á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Kópavogi. Samningur um þjónustu við fatlaða á sambýlum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.