Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                            ! "# $  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ ER ljóst orðið að göng um Héð- insfjörð eiga að verða tvíbreið, ekki einkavegur fyrir Siglfirðinga, heldur gætu einnig orðið þjóðvegur og þá áfram um önnur göng út í Fljót. Sé þetta árangur af þeirri gagnrýni sem hefur verið haldið uppi, hefur hún ekki orðið til einskis. Vantar þó enn afdráttarlausa viðurkenningu á því að slík tenging landshlutanna báðum megin Tröllaskaga um láglendisveg sé annað tveggja meginmarkmiða þessara framkvæmda. Einmitt það markmið, sem eitt fær réttlætt svo dýrt verk þjóðhagslega, þótt einhver bið verði á að ljúka því. En jafnframt þessu er nokkur hætta á, að göngin til Fljóta fari undir Siglufjarðarskarð í stefnu á Hraun- amöl, og síðan láti menn freistast til að halda sömu stefnu að Haganesvík með vegi um Hraunamöl, til að spara sér krókinn inn fyrir Miklavatn. Væru þá Austur-Fljót afskipt orðin. Að öðru leyti væri þetta góð lega hringvegar. En víst munu náttúru- verndarmenn vilja friða Hraunamöl fyrir þessum hremmingum, m.a. vegna fugla. Sú leið sem höfundur þessa pistils hefur stungið upp á og hvatt menn til að kanna, er laus við báða þessa ann- marka. Raskar ekki heldur ró í Héð- insfirði. Hún er og að öðru leyti betri en hin eða a.m.k. eins góður kostur, tekur t.a.m. jafnmikið tillit til Siglfirð- inga og Fljótamanna, og einnig þeirra sem eiga lengri leið að fara. Þetta er að sjálfsögðu háð því að hún fái staðizt tæknilega, að gangamunnar geti orð- ið innan eðlilegra marka, en það neit- ar Vegagerðin að rannsaka og ber við of „þröngum ramma“ sem yfirvöld hafi sett. Engin önnur rök eru færð fyrir þessari afstöðu, enginn grunur um að hugmyndin sé slæm, þvert á móti er því hampað að hún hafi áður verið á borði Vegagerðarinnar og alls ekki léttvæg fundin, heldur einungis „utan þess ramma“ sem settur var – og engin gögn finnast þó um. Að vísu beitir hin virðulega stofnun útúrsnún- ingi og raunar fölsun á samanburði kostnaðar, sem enginn grundvöllur er fyrir án rannsóknar, en með því reyn- ir hún að stýra athugun Skipulags- stofnunar og ráðuneytis burt frá þessari tillögu. Tillagan hefur ekki verið kynnt op- inberlega, ekki einu sinni með mynd, enda erfitt litlajóni að koma slíku við sökum þrengsla í hinu eina blaði þjóð- arinnar, getur kostað margra vikna bið og e.t.v. málalok á meðan, þó að sérajón kunni að fá birtar fimm grein- ar og enn fleiri svargreinar á sama tíma um ótímabundna meinloku. Vegna fyrirspurna verður þess nú samt freistað að fá birta mynd af þessu landsvæði með línum sam- kvæmt þeirri hugmynd sem hér er um að ræða. En þeim verður að taka með fyrirvara, allar línur um vegi, göng og gangamunna, meðan rann- sóknir fást ekki gerðar. Grunnhugmyndin er sú, að göng frá Ólafsfirði liggi sunnan Héðins- fjarðar og verði þó a.m.k. dyr að botni hans, og að Siglufirði opnist göngin í Hólsdal. Óvíst er hversu langt út í dal- inn göngin verða að ná m.a. vegna fannfergis. Og er hugsanlegt, að þrátt fyrir öll ráð með forskálum úr stáli og með heitu vatni utan úr Fljótum til að leggja í vegi og bræða snjó, yrðu þau lengri en svo að raunhæf þyki. En að óreyndu verður þetta ekki fullyrt og ekki víst að þau yrðu öllu lengri en göngin um Héðinsfjörð. Nú er stað- fest, að þau verði fulla 11 km með steyptum forskálum, en þeir eru dýr- ari einingar heldur en göng í bergi. Samt má ætla, að leiðin til Hólsdals yrði eitthvað dýrari (12 km?), nema líka sé gert ráð fyrir göngum út í Fljót (seinna?), en þá jafnast kostn- aður að fullu, því að sú álma yrði styttri en önnur göng út þangað. Setji Vegagerðin dæmið upp svo, að fyrst komi þessi göng milli Hólsdals og Fljóta (6 km), þá hlýtur hún að reikna göngin til Ólafsfjarðar 10 km í stað 17, sem hún gerir í blekkingaleik sínum til Skipulagsstofnunar! Og er þá eftir að bera saman aðra kosti, í fyrsta lagi að hér er í rauninni boðið upp á þrjár leiðir í einni, ef álm- an til Fljóta er talin með: Leið milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, milli Ólafsfjarðar og Fljóta og milli Siglu- fjarðar og Fljóta. Tvær þeirra hinar stytztu sem orðið geta milli nefndra staða, öll leiðin, en milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar að vísu 2–3 km lengri en um Héðinsfjörð. Sá yrði aftur á móti gallinn í augum Siglfirðinga, að þeir geta ekki teymt alla túrista í hverja sjoppu í bænum, eins og beint liggur við ef haldið verður dauðahaldi í rússibanann um Almenninga. En ég er einn þeirra sem trúa því alls ekki að Siglfirðingar muni til lengdar una þeim vegi né fagna því að hafa alla umferð í gegnum bæinn, þar sem ætla má að flest hús nötri við hverja ferð hinna stærri farartækja. Fyrir þjóðfélagið liggur mest á göngum í báðar áttir frá Reyðarfirði. Til að efla Norðurland hygg ég áhrifa- mest að gera sem fyrst göng um Vaðlaheiði – og um Öxnadalsheiði (4 km göng um Bakkaselsbrekku), og er af báðum þessum ástæðum án allra raka það sem formælendur ganga um Héðinsfjörð telja þeim mest til gildis. En vel má skilja þrá Siglfirðinga að fá sín göng á undan öllum öðrum, og sízt myndi ég mæla gegn því, ef mér þætti vel á málum haldið. En þetta er allt of dýrt verk – og of varanlegt – til þess að verða unnið til bráðabirgða eða á annan hátt öðruvísi en bezt verður gert. Hér þarf því að skoða betur. GUÐJÓN JÓNSSON, fv. kennari. Siglufjarðargöngin Frá Guðjóni Jónssyni:              6  "2    = "2     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.