Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 27
Slavar eftir Tony Kushner. Þýðing: Sigurður Hróarsson. Leikendur: Þráinn Karlsson, Eyvindur Erlendsson, Að- alsteinn Bergdal, Saga Jóns- dóttir, Skúli Gautason, Þor- steinn Bachmann, Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Matthildur Brynja Sigrún- ardóttir og Tinna Ingólfsdóttir. Leikstjórn, leikmynd og bún- ingar: Halldór E. Laxness. Hljóðmynd: Gunnar Sig- urbjörnsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Gervi, hár og förðun: Linda B. Óladóttir og Halldóra Vé- björnsdóttir. SPÁNVERJINN Alejandro Amen- ábar er að sumra mati einn eftir- tektarverðasti kvikmyndagerðar- maður samtímans. Leikstjóri og handritshöfundur sem síðast lauk við The Others en vakti fyrst heimsathygli með hinni dularfullu og spennandi Abre Los Ojos, eða Opnaðu augu þín. Bandaríski kvik- myndaiðnaðurinn hefur löngum „Hollywoodserað“ gæðamyndir annarra þjóða, einkum þær sem gerðar eru utan hins enskumæl- andi heims. Enda lítið spenntir fyr- ir textuðum eða raddsettum mynd- um. Þeir hafa greinilega séð mikla möguleika, listræna og fjárhags- lega, í fyrrnefndri mynd því þeir settu umsvifalaust í gang endur- gerð í Hollywood og spöruðu hvergi til. Afraksturinn er Vanilla Sky, 70 milljóna dala framleiðsla með Tom Cruise, einum vinsælasta leikara samtímans, í aðalhlutverki, ásamt spönsku senjorítunni Penélope Cruz og gamla harðjaxlinum Kurt Russell. Þá fer Cameron Diaz með lítið en veigamikið hlutverk. Leik- stjóri er Cameron Crowe sem gerði m.a. Almost Famous á síð- asta ári og hina vinsælu Jerry Maguire, þar sem samvinna þeirra Cruise skilaði lofi. Enda kom eng- inn annar til greina er Crowe valdi í aðalhlutverk David Ames, einkar farsæls bókaútgefanda í New York. Líf hans er sannkallaður dans á rósum. Allt gengur honum í haginn á vinnustað, býr höfðing- lega og vefur fögrum konum um fingur sér. Á allt af öllu, eða hvað? Eitthvað vantar inní myndina. Kjölfestan er ekki alveg nægileg. Hann hefur ekki fundið konuna sem hann treystir til að deila með lífinu, heimilinu, eignast með fjöl- skyldu. Svo gerist það, einn fagran veð- urdag, að David rekst á stúlkuna sem uppfyllir alla hans drauma (Penélope Cruz). Þó vill ekki betur til en svo að hann missir sjónar á henni fyrir smávægilegan klaufa- skap. Samtímis hefst margslungin at- burðarás, sannkölluð rússíbanareið um veröld ásta, kynlífs, spennu, ógna og drauma, sem áhorfandinn verður að upplifa og verður ekki rakin nánar. Leikarar: Tom Cruise (Top Gun, Color of Money, Mission: Impossible I og II, Magnolia); Penélope Cruz (Belle Ep- oque, Allt um móður mina, Blow, Captain Corelli’s Mandolin); Kurt Russell (Escape From New York, The Thing, Unlawful Entry, Tombstone, Breakdown); Cameron Diaz (There’s Something About Mary, Being John Malkovich, Charlie’s Angels); Jason Lee (Almost Famous, Chasing Amy). Leikstjóri: Cameron Crowe (Fast Tim- es at Ridgemont High, Jerry Maguire, Almost Famous). Opnaðu augun! Penélope Cruz og Tom Cruise í Vanilla Sky. Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Reykjavík og Borgarbíó Akureyri frum- sýna Vanilla Sky, með Tom Cruise, Penélope Cruz, Kurt Russell og Cam- eron Diaz. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 27 LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir í kvöld leikritið Slavar! en það er eftir hinn margverðlaunaða bandaríska leikritahöfund Tony Kushner. Sig- urður Hróarsson þýddi verkið, en leikstjóri er Halldór E. Laxness. Sýning Leikfélags Akureyrar er frumflutningur verksins á Íslandi. Leikritið gerist í Rússlandi og fjallar um Rússa, en er engu að síður bandarískt nútímaleikrit og lýtur að öllu leyti lögmálum skáldskaparins. Sigurður Hróarsson sagði að þeg- ar leikrit væru valin til flutnings yrði að hafa ýmislegt í huga, þau þyrftu að falla undir almenna listræna stefnu leikhússins á hverjum tíma, miðað við þann leikhóp sem til staðar væri, þá þyrfti það að vera af þeirri stærð og gerð að það rúmaðist innan fjárhags- ramma leikhússins og eins þyrfti það að eiga erindi við áhorfendur. Leik- ritið uppfyllti öll þessi skilyrði, „en fyrst og fremst er um afburða gott verk að ræða,“ sagði Sigurður. Verkið hefst í marsmánuði árið 1985 og gerist í þinghöllinni í Kreml. Þar sitja á þingi helstu flokksgæð- ingar Æðstaráðs sovéska Kommún- istaflokksins og líst mönnum illa á þær blikur sem þá eru á lofti. Farið er að hrikta í stoðum kerfisins og há- værar raddir kalla á gagngerar breytingar. Flokkurinn er að liðast í sundur, ríkið að falli komið og komm- únisminn má muna sinn fífil fegri. Mikil átök eru á milli umbótamanna og afturhaldsseggja. Síðari hluti verksins gerist sjö árum síðar eða ár- ið 1992 og þá í Síberíu. Sovétríkin hafa liðast í sundur, kommúnisminn fyrir bí, Gorbatsjov farinn frá völdum og Jeltsín sestur í forsetastólinn í Rússlandi. Sundurliðun Sovétríkjanna og sundurkramin hjörtu „Fall kommúnismans og sundur- liðun Sovétríkjanna eru einhverjir merkustu atburðir sem urðu undir lok síðustu aldar og þetta er ekki búið mál. Þannig fjallar verkið um nýlið- inn stórviðburð, en líkt og gildir um allar góðar leikbókmenntir er efni þess ekki eingöngu bundið ákveðnum stað og stund. Þetta verk fjallar líka um tilfinningar þess fólks sem við sögu kemur, átök heila og hjarta, vonir og þrár, ást og dauða, allt það sem markar tilvist mannsins,“ sagði Sigurður. „Fólkið stendur frammi fyrir mikl- um breytingum og höfundurinn sýnir okkur hvernig menn taka á því þegar allt sem þeim hafði verið kennt og þeir bundið vonir við stenst ekki. Menn þurfa að endurskoða tilveru sína og trú frá grunni.“ Í leikritinu er ekki um að ræða beina sögu með upphafi, miðju og endi í hefðbundnum skilningi, heldur er brugðið upp ótal myndum og kóm- ískum leiftursýnum af ástandinu og arfleifð kerfisins. „Leikritið er heilaspuni höfundar- ins en hann sækir engu að síður í heimildir. Það hefst með ansi miklum grallarahætti, en alvaran vex eftir því sem á líður verkið,“ sagði Sigurður. Spilað á allan tilfinningaskalann Verkið sagði hann vera óvanalegt að allri byggingu, en höfundurinn væri efninu trúr í framsetningu þess. „Þarna er fjallað um sundurkramin hjörtu og tilvist manna í brostnum heimi, þannig að hann grípur til þess að segja ekki hefðbundna sögu, held- ur birtir okkur hinn brotakennda heim í nokkrum myndbrotum og að því er við fyrstu sýn virðist án aug- ljósra tengsla. Þannig er verkið al- gjörlega ófyrirséð og áhorfendur vita ekki á hverju þeir eiga von næst,“ sagði Sigurður. Í kynningu á verkinu segir að það sé hressilegt, skemmti- legt, fyndið, átakanlegt, sorglegt og nístandi háðskt. „Það er spilað á allan tilfinningaskalann, áhorfendur geta eflaust bæði grátið af hlátri og fengið sting fyrir hjartað.“ Margverðlaunaður höfundur Höfundurinn, Tony Kushner, er Bandaríkjamaður, fæddur á Man- hattan í New York árið 1956, en ólst upp í Louisiana. Hann hefur skrifað fjölda leikrita og hafa þau verið sett upp um víða veröld. Hefur hann hlot- ið fjölda viðurkenninga í heimalandi sínu, m.a. Pulitzer-verðlaunin og tví- vegis hefur hann fengið Tony-verð- launin fyrir „besta nýja bandaríska leikritið“. Miklu lofsorði var á hann lokið beggja vegna Atlantsála fyrir tvíleik sinn „Englar í Ameríku“, en fyrra verkið hafði undirtitilinn „Nýtt árþúsund nálgast“ og það síðara „Perestrojka“. Fyrri hluti þess var sýndur í Borgarleikhúsinu árið 1993 og er eina verkið til þessa eftir Kushner sem sýnt hefur verið hér á landi. Í framhaldi af þessu verki var hann ráðinn á samning hjá „Actors Theatre“ í Louisville í Kentucky til að semja sérstakt leikrit fyrir leiklist- arhátíð sem ber nafnið „Humana Festival of New American Plays“, en afrakstur þess er Slavar!. Verkið var frumsýnt árið 1994 og hefur síðan farið sigurför um Bandaríkin og m.a. verið sýnt á Broadway. Þá hefur leik- ritið verið sýnt í fjölmörgum stór- borgum Evrópu. Leikfélag Akureyrar frumsýnir Slava! Hrunin tilvera endurskoðuð Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Þráinn Karlsson og Eyvindur Erlendsson í hlutverkum sínum í leikrit- inu Slavar! sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld. Aðalsteinn Bergdal og Þorsteinn Bachmann í hlutverkum sínum, en í verkinu eru karlar gerendur og konur þolendur. María Pálsdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir í hlutverkum sínum. HIÐ íslenska Bókmenntafélag gengst fyrir fimm kvölda námskeiði um heimspeki Nietzsches sem hefst á þriðjudag. Rætt verður um afstöðu Nietzsch- es til heimspek- innar, aðferð hans og helstu verk, stíl og framsetn- ingarmáta Nietzsches, helstu og frægustu hugmyndir hans, t.d. um dauða guðs, siðleysið og ofurmennið og hugmyndir Nietzsches um tengsl hins góða og hins fagra. Auk þess verður leitast við að svara helstu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn Nietzsche. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Róbert H. Har- aldsson en fyrir síðustu jól sendi hann frá sér greinasafnið Tveggja manna tal (Hið íslenska bókmennta- félag, 2001) en tvær af greinunum fjalla um Nietzsche. Námskeiðið er svokallað Lær- dómsritanámskeið Bókmenntafé- lagsins, sem er viðbót við hefð- bundna bókaútgáfu þessa aldna menningarfélags (stofnað 1816), en tilefnið eru hin fjölbreyttu Lær- dómsrit, sem nú eru orðin 50 talsins. Nietzsche: fimm kvölda námskeið Friedrich Nietzsche
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.