Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 51
DAGBÓK
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen),
sími 553 0100.
Opið virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16.
15%
aukaafsláttur
af völdum vöruflokkum!
hefst á morgun
LAUGAVEGI 1, S. 561 7760.
ÚTSALAN
Velkomin um borð
O F S C A N D I N A V I A
ALA
Enn meiri verðlækkun
Biblíulestrar með áherslu á siðfræðiboðskap Jesú
verða haldnir í Breiðholtskirkju átta fimmtudaga
frá 31. janúar til 21. mars 2002, kl. 20:00-22:00.
Kennari: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Verð kr. 3.500.
Upplýsingar á Biskupsstofu í síma 535 1500.
Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar
Áfangar
http://www.kirkjan.is/leikmannaskoli/
Námskeið um siðfræði verður haldið í Háskóla Íslands
sex miðvikudaga, frá 30. janúar til 6. mars 2002, kl. 18:00-20:00.
Kennarar: Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur, sr. Ingileif Malmberg og
sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Verð kr. 4.900.
Upplýsingar á Biskupsstofu í síma 535 1500.
Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar
Siðferðileg álitamál samtímans
http://www.kirkjan.is/leikmannaskoli/
Spegla- og
rammaefni
í miklu úrvali sími 581 1384
AUSTUR opnar í fyrstu
hendi á tveimur veikum
spöðum og síðan liggur leið
NS upp í fjögur hjörtu.
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ ÁKD10
♥ 9875
♦ Á8
♣D32
Suður
♠ 4
♥ ÁKDG10
♦ D1043
♣865
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 2 spaðar * 3 hjörtu
Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Pass
* 5-10 punktar og sexlitur.
Vestur er ekki þræll
þeirrar reglu að spila út í lit
makkers og kemur vörninni
vel af stað með laufgosa út.
Gosinn fær að eiga fyrsta
slaginn og áfram kemur
lauf, en nú tekur austur tvo
næstu slagi á laufkóng og
laufás. Spilar svo trompi. Nú
er tími til kominn að lesand-
inn taki við stjórninni í suð-
ur. Hvernig á að spila þetta?
Vörnin hefur tekið þrjá
slagi og virðist fá þann
fjórða á tígul nema hægt sé
að nýta allan spaðann í
borði. Sem er langsótt ef
austur á gosann sjötta í
spaða, eins og allt bendir til.
Kastþröng er þó til í dæm-
inu – svokallað „Vínar-
bragð“. Þá er tígulásinn tek-
inn og trompunum spilað til
enda. Austur þvingast ef
hann á tígulkóng til hliðar
við spaðann.
Norður
♠ ÁKD10
♥ 9875
♦ Á8
♣D32
Vestur Austur
♠ 32 ♠ G98765
♥ 62 ♥ 43
♦ K9765 ♦ G2
♣G1097 ♣ÁK4
Suður
♠ 4
♥ ÁKDG10
♦ D1043
♣865
En svo er auðvitað ekki,
því austur ætti opnun á ein-
um spaða með tígulkónginn
til viðbótar. Gosann getur
hann þó átt og því ætti sagn-
hafi að spila út tíguldrottn-
ingu og yfirfæra tígulhót-
unina þannig á austur.
Framhaldið rekur sig sjálft:
í lokastöðunni þarf austur að
henda tígulgosa til að valda
spaðatíuna.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
ÁST
Sólin brennir nóttina,
og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir
og eftir sólarlag.
Þú ert yndi mitt áður
og eftir að dagur rís,
svölun í sumarsins eldi
og sólbráð á vetrarins ís.
- - -
Aldir og andartök hrynja
með undursamlegum nið;
það er ekkert í heiminum öllum
nema eilífðin, guð – og við.
Sigurður Nordal
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert heillandi og hæfi-
leikaríkur hugsjónamaður
sem býrð yfir miklum sann-
færingarkrafti.
Á nýju ári munu þér opnast
margar nýjar leiðir. Gættu
þess að velja vel.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert mjög náinn vini þín-
um í dag og þú gerir þér
grein fyrir því að það er vin-
áttan sem gefur lífi þínu
hvað mest gildi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þig langar til að fegra heim-
ili þitt. Það er góð hugmynd
því umhverfi þitt hefur áhrif
á afköst þín og sköpunar-
gáfu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Fegurðarskyn þitt er óvenju
næmt í dag. Reyndu að vera
í þægilegu umhverfi því það
mun létta lund þína.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú nýtur gjafmildi einhvers í
dag. Sá rausnarlegi er að öll-
um líkindum vinur eða maki.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Tilfinningar þínar til ástvin-
ar þíns eru lausar við alla
sjálfselsku í dag. Þú gætir
jafnvel fengið á tilfinninguna
að þú hafir fundið sálufélaga
í maka þínum og það gerir
þig mjög hamingjusaman.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ættir að þiggja hjálp
samstarfsmanna þinna. Hún
gerir þig ekki endilega
skuldbundinn þeim en sýnir
að þú vinnir með góðu fólki.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Sum ykkar fá tækifæri til að
hefja nýtt ástarsamband í
dag. Það sem gerir þetta
samband sérstakt er sú
hlýja og hugulsemi sem ein-
kennir það.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Gefðu þér tíma til að gera
heimili þitt meira aðlaðandi.
Sýndu fjölskyldu þinni hlýju
og ástúð því þú vilt að ham-
ingja ríki á heimilinu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Dagdraumar eru skaðlaus
skemmtun svo framarlega
sem við missum ekki tengsl-
in við raunveruleikann. Ein-
stein sagði að snilld sín fæl-
ist í ímyndunaraflinu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þig langar til að kaupa eitt-
hvað fallegt handa sjálfum
þér eða ástvini þínum í dag.
Þú ættir að láta það eftir
þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Í dag einkennast samskipti
þín við aðra af háttvísi og
hugulsemi. Þú gefur þér
tíma til að skilja sjónarmið
annarra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú átt óvenju auðvelt með að
sjá hlutina fyrir þér í dag.
Þetta getur komið sér vel í
listsköpun eða annarri sköp-
un.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4.
e3 Bb7 5. Bd3 d5 6. b3 Rbd7
7. O-O Bd6 8. Rc3 O-O 9.
Bb2 c5 10. cxd5 exd5 11. Hc1
He8 12. Bf5 De7 13. Dc2 Re4
14. Hfd1 Had8 15. dxc5
Rdxc5 16. b4 Ra6 17. a3 Rc7
18. Rd4 g6 19. Rxe4 dxe4 20.
g3 Rd5 21. Bh3 Be5 22. b5
Dg5 23. Db3 Rf6 24. Da4
Dh5 25. Kg2 Bc8 26. Bxc8
Hxc8 27. h3 Dg5
Staðan kom upp í
A-flokki Corus-stór-
meistaramótsins í
Wijk aan Zee. Ung-
verjinn Peter Leko
(2713) sem ætlaði sér
að verða heimsmeist-
ari 1999 hafði svart
gegn Rússanum Ev-
geny Bareev (2707)
sem nýtti sér til hins
ýtrasta ólánlega
stöðu svörtu mann-
anna. 28. Hxc8! Hxc8
29. Rc6! Bxb2 Ekki
gekk upp að leika
29...Hxc6 vegna 30. bxc6
Bxb2 31. c7. 30. Re7+ Kg7
31. Rxc8 Df5 32. Rd6 Df3+
33. Kg1 Be5 34. Dc2 h5 35.
h4 Dg4 36. Kg2 Df3+ 37.
Kg1 Dg4 38. Db3 Bxg3 39.
Dxf7+ Kh6 40. Df8+ Kh7
41. De7+ og svartur gafst
upp.
Úrslit Íslandsmótsins í at-
skák hefjast í kvöld kl. 20 í
húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur. Margir stór-
meistarar eru skráðir til
leiks og eru allir áhorfendur
velkomnir.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Árnað heilla
Ljósmynd/Sissa
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 14. júlí sl. í Kópa-
vogskirkju af sr. Ægi Fr.
Sigurgeirssyni Kristjana
Lilja Hendriksdóttir og
Sabri Einar Ómarsson
Kikkmitto.
Ljósmynd/Sissa
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 18. ágúst sl. í Laug-
arneskirkju af sr. Bjarna
Karlssyni Pálína Pálma-
dóttir og Ingólfur Péturs-
son.
Með morgunkaffinu
Varstu að gefa henni
hundamat aftur?!
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Ég er bara
með kvef.
Annars er
ekkert að
frétta.
Gæti verið að þú haf-
ir sett of mikið lyfti-
duft í þessa köku?