Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BESSASTAÐAHREPPUR hefur ákveðið að falla frá tæplega 6,7% hækkun leikskólagjalda sem taka átti gildi frá og með 1. janúar síðast- liðinn og verða þannig við áskorun ASÍ um að sveitarfélög endurskoði gjaldskrárhækkanir á leikskólum. Gunnar Valur Gíslason, sveitar- stjóri í Bessastaðahreppi, segir að hreppsráð hafi einnig lagt til að breytingu á gjaldskrá Frístundar Álftanesskóla, sem er vísir að heils- dagsskóla og taka átti gildi 1. jan- úar síðastliðinn, verði frestað til 1. ágúst og að breytingartillagan verði þá jafnframt endurskoðuð með hlið- sjón af þróun verðlags. „Þá höfum við einnig lagt til við hreppsnefnd að gjaldskrár fé- lagsþjónustu, sundlaugar og gæsluvallar á þessu ári verði ekki hækkaðar.“ Gunnar segir að með hliðsjón af umræðu í þjóð- félaginu hafi hreppsráð Bessa- staðahrepps ákveðið að leggja til við hrepps- nefnd að fallið verði frá þegar ákveðinni hækkun leikskólagjalda í Bessastaðahreppi um 6,7% frá og með 1. janúar 2002 og að gjöldin verði ekki hækkuð á árinu. „Þegar umræðan um að rauðu strikin væru í hættu og fyrirtækin fóru að bregðast við þá förum við að hugsa okkar mál líka. Og þegar for- sætisráðherra og forystumenn ASÍ hvöttu sveitarfélögin til þess að end- urskoða hækkanir á gjaldskrám þá töldum við rétt að leggja okkar skerf til málanna.“ Allra hagur að halda verðbólgunni í skefjum Aðspurður segir Gunnar að leik- skólagjöld hafi síðast verið hækkuð 1. janúar 2001. „Verðbólgan var um 9% í fyrra og þetta þýðir því að Bessastaðahreppur er að taka á sig kostnaðarauka og við það bætist að hækkun launakostnaðar vegna leik- skóla var vel umfram hækkun vísi- tölu neysluverðs. En miðað við skuldastöðu sveitarfélaganna og þar með okkar eigin þá hefur hvert pró- sentustig í aukinni verðbólgu veru- leg áhrif á skuldastöðu okkar. Við teljum því mjög brýnt að halda verðlagshækkunum og þá um leið mögulegum launahækkunum í skefjum. Það er okkar skoðun að hags- munir íbúanna hér í Bessastaða- hreppi fari mjög vel saman við hagsmuni ASÍ, Samtaka atvinnulífs- ins og ríkisstjórnarinnar. Það er allra hagur að verðbólgu sé haldið í skefjum.“ Bessastaðahreppur tekur áskorun Alþýðusambands Íslands Draga hækkun á leik- skólagjöldum til baka Gunnar Valur Gíslason FORYSTUMENN ASÍ áttu fundi með bæjarstjórunum í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi í gær, m.a. vegna gjaldskrárhækkana í leik- skólum og hækkunar fasteigna- gjalda. Gylfi Arnbjörnsson segir að er- indið hafi verið mjög einfalt: „Við óskum einfaldlega eftir því að þau dragi til baka eða endurskoði gjald- skrárhækkanir sínar, bæði hvað varðar leikskóla, fasteignagjöld og önnur gjöld. Þeir eru þátttakendur og við viljum kalla þá til ábyrgðar um að vera með okkur í þessari að- gerð.“ Aðspurður segir Gylfi að við- brögð af hálfu bæjarstjóranna hafi í sjálfu sér verið nokkuð jákvæð. „Við áttum ekki von á að fá neinar skuldbindingar eða svör. Menn tóku hins vegar jákvætt í erindi okkar og þessi mál verða vænt- anlega tekin til pólitískrar umræðu á vettvangi sveitarfélaganna. Vafa- laust munu svör ríkisstjórnarinnar um það hvernig hún ætlar að mæta þessu skipta máli. Við væntum þess og eigum von á því að sveitar- félögin almennt taki þessu erindi með jákvæðum hætti þannig að við getum átt von á því á næstu vikum að fá því svarað hvaða ákvarðanir þau taka.“ Hafnarfjarðarbær fús til samstarfs Í frétt á heimasíðu Hafnarfjarð- arbæjar kemur fram að á fundi með Magnúsi Gunnarssyni, bæjarstjóra, hafi Grétar Þorsteinssson, formað- ur ASÍ, lagt áherslu á að bætt lífs- kjör fólks í landinu væru undir því komin að árangur næðist í barátt- unni við verðbólguna. Áframhald- andi hækkun verðlags myndi með skjótum hætti afmá þann bata í lífs- kjörum Íslendinga sem náðst hefur á undanförnum árum. Því þyrftu allir að leggja sitt lóð á vogarskálar til að tryggja stöðugt verðlag svo umsamdar launahækkanir skiluðu sér í bættum lífskjörum. Haft er eftir Magnúsi að litlar sem engar gjaldskrárhækkanir hafi átt sér stað hjá Hafnarfjarð- arbæ um síðustu áramót og að álagning fasteignaskatta á íbúðar- húsnæði hafi verið lækkuð úr 0,375% af fasteignamati niður í 0,32%. Þá hafi lóðarleiga verið lækkuð úr 1% af fasteignamati nið- ur í 0,5%. Hafnarfjarðarbær hafi þó ákveðið að nýta til fulls útvars- heimild og því hækkaði útsvar úr 12,70% í 13,03%. Þá kemur fram að leikskólagjöld hafi verið óbreytt frá 1. janúar 2001 og þau séu með lægsta móti miðað við önnur sveitarfélög. Raf- orkuverð hafi með samruna Raf- veitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja lækkað um 10% 1. mars sl. og verið lækkað aftur í byrjun september þannig að á árinu hafi raforkuverð lækkað í heild um 14%. Magnús lýsti því yfir að Hafn- arfjarðarbær myndi ekki skorast undan því að taka enn frekari þátt í því þjóðþrifaverkefni að halda verðbólgunni í skefjum; á næsta fundi bæjarráðs yrði rætt með hvaða hætti Hafnarfjarðarbær gæti stigið viðbótarskref í þá átt. Jákvæð viðbrögð af hálfu stærstu sveitarfélaganna Frá fundinum í Hafnarfirði í gær: Halldór Árnason, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Magnús Gunnarsson bæjarstjóri og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. HÆKKUN á geymslugjöldum hjá Skráningarstofunni var aug- lýst fyrir mistök, að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, aðstoðar- manns dómsmálaráðherra. Auglýst hækkun á verði núm- eraplatna stendur. Auglýst var að geymslugjald- ið myndi hækka úr 600 kr. í 1500 kr. og að verð á númeraplötum myndi hækka um 50%. „Það stóð aldrei til að hækka geymslugjöldin,“ segir Ingvi. „Dómsmálaráðherra heimilaði hækkun á númeraplötunum, en andvirði þeirra rennur til fang- elsismála. Ástæðan fyrir því að númeraplöturnar voru hækkað- ar er sú að fjárlögin gera ráð fyrir því að fangelsin afli sér sér- tekna yfir 60 milljónir króna og miðað við þróun mála töldu menn einsýnt að það myndi ekki nást nema með því að hækka verð platnanna. Stærsti hluti sértekna fangelsanna eru tekjur vegna skráningarnúmera.“ Geymslu- gjöld hækka ekki STJÓRNENDUR fyrirtækja sem framleiða og flytja inn hreinlætis- vörur telja verðhækkanir ekki hafa verið umfram það sem eðlilegt geti talist og hvað framtak Friggjar snertir segja þeir mikilvægt að skoða fyrri verðhækkanir hjá fyrir- tækjum. Það að lækka verð um 3% segi alls ekki alla söguna. Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri Mjallar, segir að menn séu að skoða málin eins og væntanlega fleiri fyrirtæki. „Við höfum verið mjög hófsamir í hækkunum á okkar vörum frá því að Mjöll og hreinlæt- issvið Sjafnar og Sámur sameinuð- ust í eitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári þrátt fyrir gengishækkanir og verðbólgu á þeim tíma. Staðreyndin er sú að við erum fyrst og fremst að keppa við innflutning og ef við horf- um til hækkana á okkar vörum þá eru þær vel undir þeim hækkunum sem hafa orðið á innfluttum sam- keppnisvörum. Okkar aðalmarkaður er fyrir- tækja- og stofnanamarkaður en ekki neytendamarkaður en Frigg lækk- aði bara verðið á neytendavörum sem þeir framleiða sjálfir. Við ætlum einfaldlega að skoða betur hvernig við getum lagt okkar af mörkum til þess að tryggja stöð- ugleika. En við erum auðvitað líka að bera saman hækkanir hjá keppi- nautunum og okkur sjálfum.“ Einar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Danól, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um verð- lækkun. Menn vilji bíða eftir nýrri tollskrá og sjá hver þróun gengis og skoða málin betur í byrjun næsta mánaðar. Einar segir að verðhækk- anir hjá Danól á síðasta ári hafi verið í samræmi við breytingar á gengi og ekki umfram það. Guðmundur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Tandurs, segir að fyr- irtækið starfi eingöngu á fyrirtækja- markaði og Frigg hafi ekki lækkað verð á þeim vörum. „Þær vörur sem við framleiðum hafa hækkað minna síðastliðið ár en sem nemur verð- bólgu og hækkun aðfangaverðs vegna gengisbreytinga, m.a. vegna harðrar samkeppni. Það er engin ástæða til þess að vera með flugelda- sýningar, aðalmálið er að halda verð- lagi í skefjum og þá ekki bara til 1. maí, um það snýst málið.“ Þarf að bera saman fyrri verð- hækkanir ALMENNT gjald, miðað við átta tíma vistun með mat í leik- skólum á Seltjarnarnesi, hækk- aði um 10% í fyrra. Jónmundur Guðmarsson, for- seti bæjarstjórnar Seltjarnar- nessbæjar, segist undrast um- mæli framkvæmdastjóra ASÍ um gríðarlegar hækkanir sveit- arfélaga á leikskólagjöldum. „Ég tel þessa framsetningu nokkuð villandi og ekki til þess fallna að bæta skilning á því hvernig við tökumst á við aðsteðjandi efna- hagsvanda. Ljóst er að flest ef ekki öll sveitarfélög glíma við hækkanir á rekstarkostnaði, m.a. vegna nýrra kjarasamninga sem eru langt umfram umrædd- ar gjaldskrárhækkanir.“ Jónmundur segir að almennt gjald á leikskólum á Seltjarnar- nesi hafi hækkað um 10% um mitt ár í fyrra og hafi þá ekki hækkað frá október árið 1999. Rekstrarkostnaður leikskólanna hafi hins vegar hækkað um 25% milli ára eða 15% umfram hækk- un leikskólagjaldanna. „Til þess að halda sömu hlut- deild foreldra og bæjar í rekstr- arkostnaði hefði gjaldskrá því þurft að hækka um 25%. Hækk- un launakostnaðar á sama tíma er t.d. rúmlega 11 milljónir eða 26%. Hjá okkur á Seltjarnarnesi varð niðurstaðan hins vegar sú að bæjarsjóður tæki á sig aukna hlutdeild í þessum hækkunum. Hlutdeild foreldra í rekstrar- kostnaði leikskólanna var t.d. um 47% fyrir mitt ár en er nú um 36%. Þetta merkir einfald- lega að á sama tíma og kostn- aður hefur hækkað hefur hlut- deild foreldra í honum lækkað. Ég reikna með að svipaða sögu sé að segja um mörg önnur sveitarfélög og ég tel þetta innan eðlilegra marka.“ Hlutur foreldra hefur lækkað Rekstrarkostnaður leikskóla á Seltjarn- arnesi hækkaði um fjórðung í fyrra SAMKVÆMT útreikningum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga hafa sveitarfélögin í landinu hækkað þjónustugjöld sín um 5,05% á síðustu tólf mánuðum. Sambandið segir að hækkunin sé því mun minni en sem nemur almennri verðlagsþróun í landinu en verðlag hækkaði á síðasta ári um 9,4%. Í umræðu síðustu vikna um verð- lagsmál hefur gagnrýni beinst að sveitarfélögunum. Samband ís- lenskra sveitarfélaga hefur skoðað gjaldskrárbreytingar sveitarfélag- anna á síðasta ári og er niðurstaða sambandsins að sveitarfélögin hafi ekki farið offari í hækkunum. Þeir þættir innan vísitölunnar sem eru á ábyrgð sveitarfélaganna vega sam- tals 5,61% af vísitölu neysluverðs. Stærstu liðirnir eru rafmagn, hiti, fasteignagjöld og dagheimili og gæsluvellir. Á síðustu tólf mánuðum hafa fast- eignagjöld hækkað um 7,5%, hiti um 3,5%, strætisvagnagjöld um 13,6%, gjöld sem innheimt eru af grunn- skólanemum um 9% og gjöld vegna veru barna á dagheimilum og gæslu- völlum hafa hækkað um 9,3%. Engar hækkanir hafa orðið á gjöldum í sund, fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Borgarbókasafn eða vegna bíla- stæða. Þá hefur rafmagn til lýsingar lækkað um 0,4%. Samtals hafa því gjöld sveitarfélaga hækkað um 5,05% á síðustu tólf mánuðum. Á sama tíma hefur neysluverðsvísitala hækkað um 9,4% og launavísitala um 9,6%. Þjónustugjöld hækkuðu um 5% í fyrra Samband íslenskra sveitarfélaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.