Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEIRIHLUTI Reykvíkinga er ekki ánægður með þjón- ustu sveitarfélagsins samkvæmt niður- stöðu könnunar sem Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor við Háskóla Íslands, hef- ur gert á þjónustu sveitarfélaga. Þar kemur einnig fram að mun minni ánægja er meðal Reykvíkinga með þjónustu sveitar- félagsins, sem þeir búa í, en meðal íbúa annarra sveitarfé- laga. Í Reykjavík segjast 48% íbúanna vera ánægð með þjónustu borgarinnar á meðan um 60% íbúa utan Reykjavíkur segjast vera ánægð með þjón- ustuna hjá sér. Í frétt um málið í Ríkissjónvarp- inu lögðust prófessorinn og frétta- stofan á eitt um að gera sem minnst úr þessu áliti Reykvíkinga á stjórn R-listans. Umræddur prófessor sagði t.d. að meginskýringin á þessum mun lægi í því hve Reykja- víkurborg væri stór eining í sam- anburði við önnur sveitarfélög. Og í texta fréttastofunnar var fullyrt að þjónustustig í Reykjavík væri með því besta sem þekktist á landinu en ekki væri samband milli þess hversu mikil þjónusta væri veitt í sveitarfélögum og þess hversu ánægðir íbúarnir væru með hana. Ekki var því hægt að skilja frétt- ina öðru vísi en svo að svarendur í könnuninni hefðu í raun svarað vit- laust, þjónusta Reykjavíkurborgar væri í raun betri en þeir gerðu sér grein fyrir. Þrátt fyrir að fjallað væri um málið í tveimur fréttatím- um voru fleiri hugsanlegar skýr- ingar á þessari slæmu útkomu Reykjavíkurborgar ekki nefndar. Ekki hafði fréttastofan heldur áhuga á að láta fleiri sjónarmið koma fram í þessari umræðu þótt eftir því væri leitað. Það hefði þó verið ómaksins vert og spyrja t.d. hvort verið gæti að rekja mætti óánægju Reykvíkinga til breytinga á þjónustu og stjórnarháttum hjá sveitarfélaginu á und- anförnum árum. Raunar er af nógu að taka þegar rætt er um versnandi þjónustu Reykjavíkurborgar eða þá að þjónusta er ekki í samræmi við þau loforð sem fulltrúar R- listans hafa lofað. Uppnám í skipu- lagsmálum Skipulags- og bygg- ingamál er sá mála- flokkur sem Reykvík- ingar eru óánægðastir með samkvæmt um- ræddri könnun. Án efa er þetta sá málaflokkur þar sem þjónustu hefur hrakað einna mest undir núverandi stjórn vinstri manna í Reykjavík. Lóðaskorts- og uppboðsstefna R-listans hefur það í för með sér að lóðaframboð er mjög takmarkað, erfitt er að fá bygging- arlóðir og þær fáu lóðir sem fást, eru á uppsprengdu verði. Nánast vonlaust er fyrir atvinnufyrirtæki að fá nýjar lóðir. Afleiðingin er sú að fólk og fyrirtæki flýja borgina og á síðasta ári fluttu fleiri frá Reykjavík en til borgarinnar í fyrsta sinn en meira en áratug. Biðlistar barna og aldraðra lengjast Helsta kosningaloforð Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur og annarra frambjóðenda R-listans var að eyða átti biðlistum eftir dagvistarrým- um um mitt ár 1998. Þrátt fyrir að börn á leikskólaaldri séu nú um 500 færrri en þau voru þegar R-listinn náði völdum 1994, hefur biðlistinn lengst. Árið 1994 voru 1.869 börn á biðlista eftir dagvistarrými en nú eru 2.360 börn á listanum. Í kosningunum 1994 gagnrýndu frambjóðendur R-listans harðlega dugleysi sjálfstæðismanna í bygg- ingu hjúkrunarheimila aldraðra. Hétu þeir því að gera stórátak í málaflokknum kæmust þeir til valda. Á valdatíma R-listans hefur hins vegar verið dregið úr bygg- ingu hjúkrunarheimila frá því sem tíðkaðist þegar sjálfstæðismenn stjórnuðu borginni. Nú bíða um 500 aldraðir einstaklingar eftir þjón- ustu- eða hjúkrunarrými og þar af eru 255 í mjög brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Slæm frammistaða í samgöngumálum Andstaða R-listans við þann far- armáta sem mikill meirihluti Reyk- víkinga hefur valið sér, hefur gert það að verkum að afköst umferð- armannvirkja í Reykjavík eru minni en þau þyrftu að vera. T.d. er ljóst að búið væri að reisa mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar ef borg- arfulltrúar R-listans hefðu ekki klúðrað málinu með ævintýralegum hætti. Almennt ásigkomulag gatna- kerfisins hefur versnað á valdatíma R-listans vegna ónógs viðhalds eins og Reykvíkingar hafa orðið varir við. Þá hefur þjónusta almennings- samgangna í Reykjavík versnað á valdatíma R-listans. Staðan í ofangreindum mála- flokkum sýnir vel hve illa núver- andi borgarstjóra hefur tekist að viðhalda eða bæta þjónustu borg- arinnar. Þetta hefur gerst á sl. átta árum þrátt fyrir að skuldir Reykja- víkurborgar hafi margfaldast og skattar og álögur á borgarbúa stór- hækkað. Það er deginum ljósara að slík niðurstaða er algerlega óvið- unandi fyrir Reykvíkinga. Ef litið er á Reykjavíkurborg sem þjón- ustufyrirtæki er ljóst að það fyr- irtæki hefur fengið falleinkunn hjá viðskiptavinunum. Kjartan Magnússon Borgarmál Reykjavíkurborg fær falleinkunn, segir Kjartan Magnússon, enda hefur þjónustu borgarinnar hrakað á valdatíma R-listans. Höfundur er borgarfulltrúi. Þjónusta Reykjavíkur- borgar fær falleinkunn SJÁLFSTÆÐISMENN eru sein- þreyttir við talnarunuþulu sína. Það virðist skipta þá harla litlu máli hvaða staðreyndir búa að baki tölunum. Á þessu ári verður hægt að bjóða öllum börnum sem fædd eru árið 2000 leikskólapláss í þann tíma sem for- eldrarnir óska, það er öllum börnum sem verða tveggja ára á árinu. Ég vek athygli á orðunum öllum börnum og þann tíma sem foreldrarnir óska. Ég vek athygli á þeim vegna þess að í þeim felst helsti munurinn á stefnu Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðis- flokksins í leikskólamálum. Það er nefnilega svo, að í tíð sjálfstæðis- manna áttu aðeins einstæðir foreldr- ar og foreldrar í námi kost á heils- dagsplássum. Aðrir gátu ekki sótt um. Og enginn gat sótt um fyrr en barnið var orðið 18 mánaða. Giftir for- eldrar gátu bara sótt um hálfs- dagspláss og fengu það eftir dúk og disk. Þetta var stefna Sjálfstæðis- manna þó að það væri í engu sam- ræmi við veruleika foreldra. Ég veit að margir foreldrar hugsa með hrolli til þeirra tíma þegar þeir þurftu að rjúka úr vinnu til að flytja börnin sín á milli vistanna. Mörgum þótti það erfiðasti hluti þess flókna verkefnis, að vera samtímis að ala upp börn, hugsa um heimili og að stunda fulla vinnu. Það væri auðvelt að útrýma „bið- listum“ ef þessi háttur væri hafður á. Það kippir óneitanlegu úr lykkjunum að bjóða upp á þá þjónustu sem fólk þarfnast og vill, í stað þess að ákveða hvað „sé því fyrir bestu“. Það lengir óneitan- lega biðlistana að gera fólki kleift að sækja um fyrir barn þegar það er 6 mánaða í stað 18 mán- aða. Það þarf óneitanlega fleiri leikskólapláss þegar yfir 80 % barna eru í heilsdagsvist í stað 30%. Stefna Sjálf- stæðisflokksins Það væri fróðlegt að skoða hversu mörg börn væru án þjónustu ef D- listinn hefði haldið áfram að stjórna borginni eftir 1994. Ef Reykjavíkur- listinn hefði ekki tekið við og kúvent stefnunni í leikskólamálum borgar- innar. Hvernig væri staðan ef aðeins ein- stæðir foreldrar og foreldrar í námi fengju heilsdagspláss? Hvernig væri staðan ef giftir for- eldrar fengju einungis hálfsdags- pláss, mættu ekki sækja um heils- dagspláss? Hvernig væri staðan hjá einka- reknu leikskólunum ef rekstrarstyrk- ir miðuðust við hálfsdagspláss, burt- séð frá þeim tíma sem börnin eru á leikskólunum? Það þýðir ekki fyrir sjálfstæðis- menn að hrista hausinn og segja að auðvitað hefðu þeir breytt þessu öllu eftir 1994. Þeir höfðu þessa stefnu þá og það voru engin teikn á lofti um að þeir hygðust breyta henni. Um það vitna þeir leikskólar sem þeir byggðu allt til ársins 1994. Þeir miðuðust við að mikill meirihluti barna væri hálfan dag- inn í leikskóla. Reykja- víkurlistinn þurfti að bæta eldhúsum við jafn- vel nýjustu skólana, því að ekki var gert ráð fyr- ir að börnin borðuðu þar hádegismat. Staðreyndin er sú að árið 1994 var Reykjavík 20–30 árum á eftir hinum Norðurlöndunum í leikskólamálum. Það er bara svo einfalt. Og það var ekki vegna þess að þörfin væri ekki til staðar. Nei, það var vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn leit ekki á það sem skyldu sveitarfélagsins að mæta þörfum borgarbúa í þessum mála- flokki. Fyrir kosningarnar 1994 og 1998 boðuðu þeir heimgreiðslur í stað leikskóla. Heldur hljótt hefur verið um þá stefnu þeirra undanfarið. Stefna Reykjavíkurlistans Fyrir kosningar 1998 hafði komið í ljós að leikskólaþörfin var mun meiri en unnt var að sjá fyrir, fólst það eink- um í því hversu margir kjósa heils- dagspláss. Þvi var stefnunni breytt í þá veru að öll börn eldri en eins árs fengju dagvistartryggingu. Það er, pláss á leikskólum borgarinnar, hjá dagmóður eða í einkaskólum. Um þetta var kosið í kosningunum 1998. Það er deginum ljósara að sú metn- aðarfulla stefna sem rekin hefur verið í leikskólamálum sl. sjö ár, á upp á pallborðið hjá reykvískum foreldrum. Því er engin ástæða til að breyta henni. En jafnframt því að leggja áherslu á rekstur góðra leikskóla fyr- ir öll börn, hefur R-listinn viljað veita fjölbreytninni í dagvistarúrræðum brautargengi. Með því teljum við flóru auðugs mannlífs best borgið sem og mismunandi þörfum íbúanna best mætt. Þess vegna tókum við upp greiðslur með öllum börnum til dag- mæðra, en þær voru áður aðeins til einstæðra foreldra. Þá er einnig vilji til þess að styrkja dagmæðrakerfið enn frekar. Þess vegna höfum við bætt rekstr- arumhverfi einkaskóla til mikilla muna þannig að rekstrarstyrkur með hverju barni hefur fjórfaldast. Enda hefur börnum á einkaskólum fjölgað mjög og stefnir í að sú þróun haldi áfram. Þess vegna höfum við lagt mikinn metnað í leikskólamálin á þeim sjö ár- um sem Reykvíkingar hafa veitt okk- ur umboð til þess. Ekki einungins höfum við staðið fyrir gífurlegri upp- byggingu heldur lagt okkur fram um að bæta starfsumhverfi þeirra sem þar vinna svo að faglegur metnaður þeirra fái notið sín. Þetta vita foreldr- ar þeirra barna sem dvelja í leikskól- um borgarinnar. Þjónusta við yngstu borgarana var ekki og hefur aldrei verið áhugasvið Sjálfstæðismanna. Þeir klúðruðu leikskólamálunum. Þeir geta haldið áfram að þylja biðlistatölur dag út og dag inn. Það eru staðreyndirnar sem tala sínu máli. Og staðreyndin er sú að á þessu ári sjáum við fram á að öll reykvísk börn fædd árið 2000 og fyrr, verði komin með pláss á leikskólum eftir því sem foreldrar þeirra óska. Yngri börn fá pláss hjá dagmæðrum eða á einkareknum leikskólum, hvorutveggja niðurgreitt af borginni. Þá sé ég fram á að allir foreldrar sem leita til Leikskóla Reykjavíkur fái einhverja úrlausn sinna mála, ýmist á leikskólum borgarinnar, á einkaskól- um eða í niðurgreiddri vist hjá dag- mæðrum. Biðlistar sjálfstæðismanna Kristín Blöndal Sveitarstjórnarmál Staðreyndin er sú, segir Kristín Blöndal, að á þessu ári sjáum við fram á að öll reyk- vísk börn fædd 2000 og fyrr, verði komin með pláss á leikskólum. Höfundur er formaður Leikskólaráðs í Reykjavík. SÚ ÁKVÖRÐUN okkar, eigenda Fjarð- arkaupa, að stöðva verðhækkanir og lækka verð í verslun- inni um 3% til 1. maí hefur valdið mikilli um- ræðu um stöðu mála og framtíðarhorfur varð- andi verðlagsmál á matvörumarkaði. Það skal tekið skýrt fram að fyrirtækið var alls ekki með aðgerðum sínum að afla sér „ókeypis auglýsinga“. Aðgerðirnar eru heldur ekki hluti af samkeppni við aðrar matvöru- verslanir, heldur heiðarlegt og ein- lægt innlegg okkar til að stuðla að verðlækkunum og betri lífskjörum í landinu. Fjarðarkaup fóru að fordæmi aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar- innar og miðuðu aðgerðir sínar, þ.e. verðstöðvun og 3% verðlækkun, við 1. maí. Það er sá tímafrestur sem þessir aðilar hafa gefið sér til þess að styrkja gengi, ná tökum á þróun neysluvísitölu og verðlags með það að meginmarkmiði að kjarasamning- ar haldi. Um framhaldið fer síðan eftir mati á stöðu mála þegar þar að kemur, en aðgerðaþörfinni lýkur augljóslega ekki að þessu sinni á frí- degi verkalýðsins. Verðlag er þess eðlis að fyrirtækin og neytendurnir verða sífellt að standa vörð um sam- eiginlega hagsmuni og engin tíma- mörk verða sett á varðstöðu þessara aðila um hagstæð viðskipti fyrir alla. Verði markmiðinu náð gefur auga- leið að ekki verður þörf á því að hækka verð hinn 1. maí. Vonir standa þvert á móti til að verð lækki enn meira í fyllingu tímans. Grunnurinn að þeim árangri er samtakamáttur íslensku þjóðarinnar, fyrirtækja og yfirvalda og Fjarðar- kaup vilja gjarnan leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Hin mikla umræða hefur vakið marga til vitundar um mikilvægi þess að við tökum höndum saman. Og margt er nú að gerast á íslenskum matvöru- markaði. Til dæmis var haft eftir framkvæmda- stjóra Bónuss í Morg- unblaðinu að framtak Fjarðarkaupa væri já- kvætt og fyrirtækið hefur auglýst að það taki virkan þátt í því að halda vöruverði í lágmarki. Forstjóri Hagkaupa lýsti því að fyrirtækið axl- aði sína ábyrgð á sinn hátt, s.s. með tilboðum og góðu útsöluverði og for- ráðamenn Kaupáss hafa sagt upp samningum við birgja til að lækka verðlag og fjölga lágvöruverðsversl- unum. Við fögnum öllum slíkum að- gerðum enda eru þær mikilvægur hluti leiðarinnar að settu marki: betri og stöðugum lífskjörum fyrir Íslendinga. Fjölmargir viðskiptavinir Fjarð- arkaupa tóku afar vel í þessa aðgerð fyrirtækisins og lýstu ánægju með framtakið. Fyrir hönd verslunarinn- ar þakka ég hin góðu viðbrögð og all- ar þær góðu kveðjur sem við höfum fengið. Samtakamáttur- inn stuðli að var- anlegri lækkun Gísli Sigurbergsson Höfundur er verðlagsstjóri og einn eigenda Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Matvöruverð Verðlag er þess eðlis, segir Gísli Sigurbergs- son, að fyrirtækin og neytendurnir verða sí- fellt að standa vörð um sameiginlega hagsmuni. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.