Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 26
BOÐIÐ er til brúðkaupsveislu á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Veislan verður síðan endur- tekin jafn lengi og gestir fást til að taka þátt í veislunni. Brúðhjónin eru Andri, upprennandi listmálari og Birna, upprennandi óperusöngkona, og foreldrar hennar eru Agnar aug- lýsingasali, Laufey eiginkona hans og Ása hjákona. Bróðir Birnu, Gunnar, er viðkvæmur fasteignasali sem elskar Gróu flugstjóra sem er með Valla besta vini Andra en Gróa varð einu sinni ólétt eftir Andra. Magnús geðlæknir er æskuvinur Birnu og elskar hana ennþá, en Valli er dálítið óútreiknanlegur og kemur á óvart áður en lýkur. Faðir Andra er Hannes bílapartasali sem er al- veg tilbúinn að fara í bíó með Lauf- eyju þó hún geti ekki stillt sig um að þrífa speglana á salerni kvikmynda- hússins. Smáskrýtið hversdagsfólk eða hversdagsleg skringimenni. Undirtitill verksins er hjóna- bandssaga á augabragði og vísar til forms verksins en það hverfist um einn tímapunkt, brúðkaupsveisluna, en fer fram og til baka í tíma; sýnir okkur framtíðarhorfur ungu brúð- hjónanna og hverjir fortíðarstraum- ar hafa leitt þau saman í heilagt hjónaband. „Form verksins er eins konar framhaldstilraun af því sem ég var að gera í Vitleysingunum. Tímarás sýningarinnar á sviðinu er órofin en innan hennar er farið fram og til baka í innri tíma verksins,“ segir Ólafur Haukur. „Hjónabandið er ein af þessum stofnunum sem þjóðfélagið trúir á í blindni, þrátt fyrir að vitað sé að sjö- tíu og fimm prósent allra hjóna- banda fara í vaskinn,“ bætir hann við. Gjá milli hugmynda- heims og veruleika Þetta er líklega kjarni þess sem Ólafur Haukur er að fást við í þessu nýjasta leikriti sínu. Mótsagnirnar í nútímasamfélaginu þar sem okkur er innrættur kristilegur boðskapur byggður á boðorðunum tíu en sam- skipti okkar virðast meira og minna ganga gegn þeim boðskap. „Það er augljóst af titlinum að eitt boðorð- anna hefur orðið útundan en ég vil ekki gefa meira út á það né hvernig á að skilja það,“ segir Ólafur. Hér er stutt tillaga: Annaðhvort svíkjum við öll boðorðin nema eitt, eða við reynum að standa við þau öll nema eitt sem okkur er fyrirmunað að hlýða. Undirritaður er hreinlega ekki nægilega sleipur í boðorðunum til að geta talið á fingrum sér hvaða boðorðum er til skila haldið í verk- inu og hvert þeirra verður útundan. Væntanlegir áhorfendur verða að kynna sér það sjálfir. Hér er kannski komin hugmynd að getraun fyrir Borgarleikhúsið. „Við búum í samfélagi sem byggir á kristnum gildum. Í þessu leikriti er ekki verið að taka fyrir stórsyndir heldur hið daglega framferði okkar og hvernig við brjótum reglurnar sem við höfum sett okkur nánast daglega í öllum samskiptum. Þetta á við um öll svið samfélagsins, hvort heldur er í pólitík, viðskiptum eða einkalífi. Það sem við viljum trúa á eru einfaldlega goðsagnir. Ástin, hjónabandið og vonin um farsæld. Goðsögnin um ástina og hjóna- bandið lifir ennþá góðu lífi þrátt fyr- ir að staðreyndir tali öðru máli. Það er þess virði að velta því fyrir sér hvers vegna slík gjá er milli hug- myndaheims okkar og raunveru leikans.“ Það kemur á óvart að boðberi sannleikans í leikritinu er Agnar faðir Birnu, samviskulaus auglýs- ingasali sem svífst einskis í viðskipt- um og einkalífinu. Ég spyr Ólaf Hauk hvort hann sé ekki með þessu að grafa undan sannfæringarkrafti verksins. „Agnar er einfaldlega raunsær maður í okkar nútímasam- hengi. Hann er einn af þessum mönnum sem Hann er einn af þess- um mönnum sem skapa veröldina. Hann segir sjálfur að hann „hafi horfst í augu við sína martröð og beðið fullkominn ósigur. Það má kannski líta á hann sem djöfullega persónu, sem stendur handan við samviskukvöl sína og hefur lagt frá sér allar siðferðilegar vangaveltur. Hann stendur handan góðs og ills. Agnar er einn þeirra sem eru ekki heftir af boðum og bönnum heldur skapa sínar eigin reglur, sem þeir sveigja og beygja eftir þörfum.“ Bresta í söng þegar minnst varir Sýningin er lífleg og þar sem um- gjörðin er veisla þá eru persónurnar að skemmta sér og fyrir vikið skemmta þær áhorfendum í leiðinni. Þegar minnst varir bresta persón- urnar í söng og lögin eru af öllum gerðum, óperuaríur, sígild og vel þekkt dægurlög bæði innlend og er- lend. Er Ólafur Haukur að reyna að endurtaka formúluna úr Þreki og tárum frá því um árið? „Það mátti svo sem eiga von á þessari spurningu fyrr eða seinna. Svarið er nei, að því undanskildu að ég hef þá skoðun að það eigi að vera bannað að vera leiðinlegur í leikhúsi. Þó manni sé full alvara með því sem maður er að segja þá má gera það á skemmtilegan hátt. Leiksýningar eiga að hafa ákveðið spennu- og skemmtigildi. Það er alþekkt að per- sónur bresti í söng í leiksýningum. Mér finnst líka að sönghefðin sé eitt af séreinkennum okkar íslenska leikhúss og við eigum að halda í hana. Það felst í henni ákveðinn al- þýðleiki í framsetningu sem mér lík- ar vel. Við þurfum líka að gæta okk- ar á því þegar við erum að gera formtilraunir í leikhúsinu að fara ekki framúr áhorfendum. Missa ekki tengslin við þá. En við verðum líka að hugsa fyrir þeim hluta áhorfenda – yngri kynslóðunum – sem eru komnir svo langt framúr okkur sem eldri erum í myndlestrarskilningi að við megum hafa okkur öll við að missa þann hluta ekki frá okkur vegna afturhaldsemi. Kröfum þessa hóps verður leikhúsið líka að svara. Þannig getur framsæknasti hluti áhorfenda notið sýningarinnar á einn hátt en aðrir á annan. Ég er ekki að segja að þetta leikrit mitt svari öllum þessum kröfum, heldur er þetta almenn niðurstaða mín um hlutverk leikhússins í dag gagnvart ólíkum hópum áhorfenda. Ef við ætlum á annað borð að lifa af í leik- húsinu í breyttum heimi.“ Einhvern tíma heyrði ég því fleygt að Boðorðin níu væri leikrit frá níunda ártugnum í nýjum bún- ingi. Er eitthvað hæft í því? „Nei, í rauninni ekki. En það sem þú ert að vísa til er leikritið Hund- heppinn sem sýnt var í Nemenda- leikhúsi Leiklistarskóla Íslands vor- ið 1988. Ég umskrifaði Hundhepp- inn yfir í kvikmyndahandrit á sínum tíma sem náði svo aldrei lengra. Það breyttist talsvert í þeim meðförum. Boðorðin níu spruttu síðan uppúr því handriti en áherslur og hug- myndir eru mjög afleiddar og og breyttar frá því sem þar var. Þetta er því nýtt leikrit á alla vegu en þessi saga segir kannski meira um hvernig hugmyndir fæðast og þróast hver af annarri fremur en að þær verði til í einhverju tómarúmi.“ Líklega er þetta ágæt lýsing á því alþekkta fyrirbæri sem stundum nefnist „samfella í höfundarverki“. „Já, ætli það ekki bara.“ Goðsagnir um ástina Í kvöld verður frumsýnt á Stóra sviði Borgar- leikhússins nýtt leikrit, Boðorðin níu, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hávar Sigurjónsson ræddi við hann um kristið siðferði í nú- tímasamfélaginu. Sigið á seinni hluta veislunnar. Björn Ingi Hilmarsson og Gísli Örn Garðarsson í forgrunni. havar@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Björn Ingi Hilmarsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ þróunar sem samfélag manna gekk í gegnum og þó ekki nema að nú skilja menn að enginn vinnur stríð verða þessi stríð ef til vill trygging fyrir friði til framtíðar, þó illa horfi nú um sinn. Vera má að manninum sé svo varnað minnis, að hann kunni ekki degi lengur hvað sé honum fyrir bestu. Meginþema tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í gærkvöldi í Háskólabíói var síðasta heimsstyrj- öldin og þjáningar manna. Fyrst var leikið Harmljóð um fórnarlömbin í Hirosíma eftir Penderecki, þá Eftir- lifandinn frá Varsjá eftir Schönberg og síðast þrettánda sinfónían, op.113, eftir Shostakovitsj, sem nefnd er SAGA Evrópuþjóða er vörðuð styrjöldum og innbyrðis átökum og þó færðar hafi verið sársaukafullar fórnir, sem oftar en ekki börðu harð- ast á almennum borgurum, voru þessar styrjaldir einnig sú gerjun Babí Jar, samin við og nefnd eftir ljóði Jevtúshenkos. Harmljóðið eftir Penderecki vakti mikla eftirtekt og táknrænt fyrir þann sársauka og þjáningar sem fórnarlömb atóm- sprengjunnar þurftu að líða. Fyrir utan sérstöðu tónmálsins, þar sem hvorki er að heyra lagferli eða hryn- skipan, aðeins ískrandi sársaukann, er verkið að mestu ritað án nótna, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Leikur hljómsveitarinnar var áhrifa- mikill undir stjórn Maksymiuk. Annað verkið á efnisskránni var Eftirlifandinn frá Varsjá eftir Schönberg er fjallar um fanga nasista, sem bregðast við skip- unum fangavarðanna með því að syngja hebr- eskan sálm. Þarna er tónmálið bæði takt- og tónbundið og þrátt fyrir að verkið sé að nokkru byggt á tólftónakerfinu er það undir lokin frekar frjálst hvað snertir tón- ferli og hryn og einstaka tónhendingar jafnvel tóntegunda- bundnar. Þetta áhrifamikla verk var geysivel flutt og var framsögn Ólafs Kjartans Sigurðarsonar sérlega áhrifamikil og einnig sálmurinn, sem nokkrir söngmenn úr Karlakórnum Fóstbræðrum sungu. Meginverk tónleikanna var þrett- ánda sinfónían eftir Shostakovitsj við fimm ljóð eftir Jevtúshenko en það fyrsta heitir Babí Jar eftir dalnum þar sem nasistar myrtu þúsundir gyðinga en „Yfir Babí Jar þýtur í óræktargrasi. Trén horfa ógnandi á svip eins og dómarar. Og allt eitt þög- ult óp.“ Þetta stórbrotna verk var glæsi- lega flutt. Bassasöngvarinn Gleb Nikolskij söng af glæsibrag, með sinni hljómfögru og þróttmiklu rödd, þó merkja mætti að hæsi angraði hann undir það síðasta. Karlakórinn Fóstbræður söng sérlega vel og hljómsveitin undir stjórn Maksym- iuk lék af öryggi. Þetta voru sérlega áhrifamiklir tónleikar, bæði er varðar glæsilegan flutning og áhrifamikla tónlist, sem svo sannarlega á erindi við okkur í dag. Einu má þó finna að varðandi þessa tónleika og það er leturgerð og leturstærð textans í efnisskrá, sem ekki er lesvænn fyrir flesta. Svona „post-modernisk“ uppsetning, sam- anber blaðsíðutal og smáletur án setningaskila, er ekki frumleg hönn- un, heldur ankannaleg og óþæg þeim er lesa vilja og jafnvel reyna að fylgj- ast með textanum og þýðingunni. Efnisskráin er líklega ekki fyrir tón- leikagesti, heldur leiktæki hönnuðar. TÓNLIST Háskólabíó Flutt voru verk eftir Penderecki, Schönberg og Shostakovitsj. Ein- söngvari: Gleb Nikolskij. Sögumaður: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Karla- kórinn Fóstbræður, kórstjóri Árni Harðarson. Hljómsveitarstjóri: Jerzy Maksymiuk. Fimmtudagurinn 24. janúar, 2002. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR „Og allt eitt þögult óp“ Nótur úr Harmljóði um fórnarlömbin í Hir- osíma eftir Penderecki. Jón Ásgeirsson eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Gísli Örn Garðarsson, Eggert Þorleifsson, Hanna María Karlsdóttir, Theodór Júlíusson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ellert Ingimundarson. Hljómsveitarstjóri: Óskar Einarsson. Tónlistarmenn: Jóhann Ámundsson, Matthías Stefson, Stefán Már Magnússon, Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Hljóðstjórn: Ólafur Örn Thoroddsen Búningar: Filippía Elísdóttir Lýsing: Elfar Bjarnason Leikstjórn: Viðar Eggertsson Boðorðin níu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.