Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.01.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 31 lögurnar að veruleika. Á fundinum kom fram að talið er að á síðasta fiskveiðiári hafi alls 172 aflamarks- skip fært til sín meiri kvóta en sem nam helmingi af úthlutuðum afla- heimildum. Þar af voru 60 bátar undir 10 brúttórúmlestum. Þannig er ljóst að fjöldi skipa mun hverfa úr rekstri ef tillögur samtakanna verða að veruleika. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, sagði ljóst að miðað við afrakstursgetu fiski- stofnanna við landið yrði að minnka flotann. Það hefði væntanlega í för með sér að sjómönnum myndi fækka eitthvað en hann gerði ekki ráð fyrir því að það yrði verulegt. Við því væri hinsvegar ekkert að gera og lagði hann áherslu á að slíkri fækkun fylgdi töluvert hag- ræði. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, tók í sama streng og sagði útilokað að stunda útgerð á leigumarkaðnum nema með því að svindla á einhverjum. Þar að auki væri nú verið að draga á flot gömul og illa búinn skip og það væri ekki sú framtíðarsýn sem hann óskaði íslenskum sjávarútvegi. Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands, sagði að grunnurinn að betri framtíð íslensks sjávarútvegs fælist í að skipunum fækkaði og þau störf sem eftir yrðu veittu þá meira ör- yggi og tryggari tekjur, enda yrði þá gert upp við sjómenn eftir þeim kjarasamningum sem í gildi væru. Ráðherra hlýtur að taka tillit til skoðana hagsmunaaðila Aðspurðir sögðust forsvarsmenn samtakanna sannfærðir um að sjáv- arútvegsráðherra myndi taka tillit til tillagnanna, þrátt fyrir að þær væru í meginatriðum á skjön við álit meirihluta endurskoðunarnefndar- innar, nefndar sem ráðherrann skipaði sjálfur. Á fundinum í gær kom fram að í nefndinni hefði enginn hagsmuna- aðili átt sæti og þeir sem ættu að lifa við þau lög sem sett væru, hlytu að hafa eitthvað um þau að segja. Sjó- menn og útvegsmenn hefðu deilt um þessi atriði í nær tvo áratugi og því væri eðlilegt að tekið yrði tillit til sameiginlegra hugmynda. Endur- skoðunarnefndin hefði átt að leita sátta í sjávarútvegi, en tillögur hennar gengju hinsvegar þvert á skoðanir allra hagsmunaaðila. veiðiheimilda. Hann sagði að með því að þrengja heimild til framsals á kvóta gætu sjómenn vitað fyrirfram hvað skip, sem þeir ráða sig á, mundi veiða. Það tryggði betur at- vinnuöryggi þeirra. Kristján sagði að útvegsmönnum hefði lengi sviðið umræðan um að útgerðarmenn leigðu frá sér kvóta á meðan skip þeirra lægi óhreyft við bryggju, en þeir sjálfir á sólarströnd fyrir hagn- aðinn. „Þessi umræða hefur verið greininni neikvæð og við viljum sporna við henni. Þess vegna leggj- um við til að kvótinn sé sóttur á þau skip sem fá réttindunum úthlutað.“ Kristján viðurkenndi að um þess- ar tillögur væru skiptar skoðanir innan LÍÚ en þær hefðu engu að síður verið samþykktar samhljóða í stjórn sambandsins. Hefur áhrif á útgerð vel á annað hundrað skipa Erfitt er að segja um hversu mörg skip falla úr rekstri verði til- eypt hing- ð líta á Ís- s konar . Tillögur nna gætu num í gær ast væri pum sem tofa hefði enn sam- kipa hefð- eir hefðu num, jafn- ns komið að landi. ndi og til- draga úr kvæð um í gær tjórnun á fði verið úthlutun reytingar á lögum um stjórn fiskveiða ði dregið úr flamarks Morgunblaðið/Sverrir rmaður LÍÚ, kynnir sameiginlegar tillögur hagsmunasamtaka sjómanna og útvegs- m standa Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, og Guðjón Ár- sson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar í Reykjavík. hema@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn að því að koma í veg fyrir að útgerðarmenn meðan skip þeirra liggja bundin við bryggju. V IÐRÆÐUNEFNDIR Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs hafa ákveðið að leggja tillögu um sameiginlegt framboð flokkanna til borgarstjórnarkosninga fyrir stofnanir flokkanna. Verður það kosningabandalag í nafni Reykja- víkurlistans. Hver flokkur fær fjög- ur sæti af fimmtán efstu sætum listans, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir skipar áttunda sætið og uppstill- ingarnefnd ákveður skipan í tvö sætanna. Fulltrúar flokkanna, Sigríður Stefánsdóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík, Guðjón Ólafur Jónsson, formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, og Stefán Jóhann Stefánsson, for- maður kjördæmafélags Samfylk- ingarinnar í Reykjavík, kynntu framboðið ásamt Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra. Þau lögðu áherslu á að kosningabanda- lagið væri samstarf þriggja jafn- rétthárra aðila og að við skipan starfa á vegum kosningabandalags- ins yrði tryggt að jöfnuður væri milli framboðanna. „Jafnræðisregla er hornsteinn og viðmiðun samstarfsins,“ segir í frétt frá viðræðunefndunum. Kosn- ingabandalagið byggist annars vegar á samstarfsyfirlýsingu og hins vegar málefnasamningi sem hvort tveggja verður lagt fyrir fundi flokkanna laugardaginn 2. febrúar. VG og Framsókn með forseta borgarstjórnar Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð skipar í 1., 6., 11. og 13. sæti listans. Framsóknarflokkurinn skipar menn í 2, 5., 10. og 14. sæti listans og Samfylkingin í 3., 4., 9. og 15. sæti. Gert er ráð fyrir að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir skipi 8. sæti listans og veiti honum forystu. Uppstillingarnefnd verður falið að skipa í tvö sæti, það 7. og 12., en hana eiga að skipa tveir frá hverj- um flokki auk borgarstjóra. Teljast fulltrúar í þau sæti á ábyrgð flokk- anna sameiginlega. Þá felst í sam- komulaginu að Vinstrihreyfingin – grænt framboð tilnefni forseta um hverjir myndu skipa 7. og 12. sæti listans, það yrðu frambjóðend- ur sem flokkunum þremur væru þóknanlegir en þeir þyrftu ekki endilega að vera flokksbundnir. Ekki voru fulltrúarnir fáanlegir til að nefna dæmi um frambjóðend- ur en fulltrúi Framsóknarflokksins sagði rótgróið og reynslumikið fólk tilbúið til starfa og kvaðst ekki bú- ast við miklum breytingum þar. Fulltrúi Samfylkingarinnar sagði hana hafa fólk sem vildi starfa áfram fyrir Reykjavíkurlistann, bæði sem borgarfulltrúar og að öðrum verkefnum. Ingibjörg Sól- rún sagði að í stjórnmálum ætti enginn neitt, flokkarnir hefðu ýms- ar aðferðir og menn þyrftu að vinna sér inn þau störf sem þeir tækju að sér og vakin var athygli á því að umboð borgarfulltrúa væri til fjög- urra ára í senn. Standist samjöfnuð við það sem best gerist Í frétt viðræðunefndanna segir meðal annars um samstarfið: „Markmið samstarfsins er að tryggja að í Reykjavík dafni þrótt- mikið samfélag þar sem jöfnuður og velferð borgarbúa er í öndvegi og virðing er borin fyrir náttúru og umhverfi. Unnið verður enn frekar að því að styrkja stöðu Reykjavík- ur sem öflugrar og gróskumikillar höfuðborgar allra landsmanna og um leið sem alþjóðlegrar, vist- vænnar borgar sem byggir á ís- lenskum grunni. Í skipulagi og þjónustu borgarinnar verða lífs- gæði þeirra sem hér búa og starfa höfð í fyrirrúmi og þannig rennt styrkum stoðum undir atvinnu- og menningarlíf sem stenst samjöfnuð við það sem best gerist.“ Þá segir í frétt flokkanna að árangur Reykja- víkurlistans í borgarmálum hafi verið skýr frá árinu 1994. „Einsetningu grunnskólans lýk- ur í haust. Á þessu ári njóta 93% barna á aldrinum eins til fimm ára niðurgreiddrar dagvistarþjónustu á vegum borgarinnar. Þá sér fyrir endann á hinni viðamiklu og kostn- aðarsömu hreinsun strandlengj- unnar. Markvisst hefur verið unnið að því að auka þátttöku og áhrif Reykvíkinga á ákvarðanir borgar- innar.“ borgarstjórnar fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins en Framsóknar- flokkurinn á öðru og fjórða ári þess verði Reykjavíkurlistinn í meiri- hluta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti ánægju sinni með þessa niðurstöðu og sagði Reykjavíkurlistann nú bjóða fram í þriðja sinn. Hún sagði félagshyggjuflokkana bjóða fram í þágu Reykvíkinga, það hefðu þeir gert í átta ár og nú væri ætlunin að leggjast enn sameiginlega á árarn- ar. Borgarstjóri sagði margt hafa áunnist á átta árum, meðal annars í skólamálum, leikskólamálum og umhverfismálum en næg viðfangs- efni væru þó framundan. Jafnræði milli flokkanna „Eins og endranær byggist sam- starf flokkanna á jafnræðishugsun, að allir flokkarnir sitji við sama borð og að það ríki algjört jafnræði milli flokkanna. Við höfum aldrei í þessu samstarfi metið flokkana eft- ir styrkleika,“ sagði Ingibjörg Sól- rún og sagði þetta jafnræði alltaf hafa verið grunninn að samstarfinu og svo yrði einnig nú. „Við verðum tilbúin í þennan stóra slag sem verður um borgina í vor eftir fund- ina í flokkunum og við ætlum að fylkja fólkinu í borginni sem til- heyrir þessum flokkum og stendur utan flokka í þetta sinn sem endra- nær og við erum full bjartsýni á framhaldið í okkar samstarfi á næstu fjórum árum.“ Aðspurð um hvernig hver flokk- ur myndi velja fulltrúa sína í sæti listans sögðu þau að hver flokkur fyrir sig myndi ákveða það. Ætl- unin væri að leggja samstarfsyfir- lýsinguna og málefnasamkomulag- ið fyrir fundi flokkanna 2. febrúar til afgreiðslu, væntanlega yrði skip- að í uppstillingarnefndir og flokk- arnir hver fyrir sig ákvæðu að- ferðafræði við röðun í sætin. Ekki var upplýst á fundinum um nein atriði málefnasamkomulagsins en fulltrúarnir sögðu samkomulag hafa náðst um helstu málaflokka. Bent var á að þrátt fyrir kosninga- bandalag væru flokkarnir sem að því stæðu þrír og þeir hefðu hver um sig sínar áherslur í mismunandi málaflokkum. Þá kom fram að ekki hafa verið settar fram hugmyndir Tillaga um málefnasamkomulag kosningabandalags Reykjavíkurlistans tilbúin Morgunblaðið/Þorkell Sigríður Stefánsdóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jóhann Stefánsson kynntu tillögur um framboð Reykjavíkurlistans til borgarstjórnarkosninga í vor. Jafnræðisregla horn- steinn samstarfsins Flokkarnir þrír sem standa að Reykjavíkur- listanum munu hver um sig velja mann í fjögur sæti á framboðslista til borgarstjórnarkosn- inga. Uppstillingar- nefnd velur í tvö sæti og borgarstjóri skipar eitt sætið. LAGT er til að skipan 15 efstu sæta Reykjavíkurlistans verði sem hér segir: 1. Vinstrihreyfingin – grænt framboð 2. Framsóknarflokkurinn 3. Samfylkingin 4. Samfylkingin 5. Framsóknarflokkurinn 6. Vinstrihreyfingin – grænt framboð 7. Uppstillingarnefnd velji frambjóðanda 8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 9. Samfylkingin 10. Framsóknarflokkurinn 11. Vinstrihreyfingin – grænt framboð 12. Uppstillingarnefnd velji frambjóðanda 13. Vinstrihreyfingin – grænt framboð 14. Framsóknarflokkurinn 15. Samfylkingin Tillaga að skipun Reykjavíkurlistans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.