Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 31 OFFITA Málþing 7. febrúar 2002 FRÆÐSLUNEFND NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ÍSLANDS EFNIR TIL MÁLÞINGS UM OFFITU á Hótel Loftleiðum (Þingsal 1) fimmtudaginn 7. febrúar 2002 kl. 20:00 ● Er offita arfgeng? ● Er átfíkn eingöngu hugarfarsleg? ● Hvað veldur ógnaroffitu? ● Leiðir sykurát til offitu? ● Geta allir grennst? Fundarstjóri: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ. Frummælendur: 1. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs. 2. Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Heilsustofnun NLFÍ. 3. Félagi í OA-samtökunum. 4. Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri „Ísland á iði“ ÍSÍ. Umræður og fyrirspurnir Auk frummælenda taka þátt í umræðunum: ● Ásþór Ragnarsson, sálfræðingur. ● Gígja Þórðardóttir, sjúkraþjálfari í Hreyfingu. ● Trausti Valdimarsson, lyflæknir og meltingarsérfræðingur, Heilsustofnun NLFÍ. Allir velkomnir Aðgangseyrir 600 kr. FRÍTT FYRIR FÉLAGSMENN Inngangur Í umræðum nú á tím- um má oft sjá þekking- ariðnaði svonefndum stillt upp sem starfsemi sem sé óháð nýtingu náttúruauðlinda. Jafn- vel sem andstæðu við hana. Látið er líta svo út sem um sé að ræða tvö aðskilin svið efna- hagsstarfseminnar sem lítið, jafnvel ekk- ert, hafi með hvort ann- að að gera. Annað sé úrelt og gamaldags en hitt nýtt og eigi fram- tíðina fyrir sér og sé undirstaða undir „nýju hagkerfi“. Þessu má einkum sjá haldið fram af fólki sem lítt er kunnugt raunvísind- um og tækni, en einnig stundum af mjög þröngsýnum mönnum innan raunvísinda og tækni sem eiga orðið erfitt með að sjá út yfir sérgrein sína. Flokkun iðnaðar Í hagskýrslum er efnahagsstarf- semi greind í flokka og undirflokka. Slík aðgreining er nauðsynleg til yf- irlits. Flokkunin segir hins vegar oft lítið eða ekkert til um innbyrðis tengsl milli flokkanna eða ekki. Slík tengsl eru ekki viðfangsefni hag- skýrslna. Gott dæmi um áðurnefnda brengl- aða umræðu er klausa í kennslubók í landa- fræði sem nýlega hefur verið þýdd á íslensku. Þar stendur: „Þróun í iðnríkjunum hefur leitt þau frá iðnaði sem byggist á hráefnum og orku, til iðnaðar sem byggist á þekkingu og tækni.“ Þar er iðnaður flokk- aður í tvo flokka: (1) Iðnað sem byggist á hráefnum og orku og (2) iðnað sem byggist á þekkingu og tækni. Sem dæmi um (1) er í bókinni tekinn bílaiðn- aður í Michigan og víðar í Bandaríkj- unum og sem dæmi um (2) rafeinda- iðnaður í Kísildal í Kaliforníu og í grennd við Boston. Eins og flokkunin er sett upp hlýt- ur lesandinn að álykta að þekking og tækni skipti sköpum fyrir iðnað í flokki (2), sem er rétt, en að þekking og tækni skipti heldur litlu, jafnvel óverulegu, máli fyrir iðnað í flokki (1), sem er alrangt. Einföldun er nauðsynleg til að fá yfirlit yfir marg- brotinn veruleika, en hún er vanda- söm. Hún má ekki ganga svo langt að hún afskræmi veruleikann. Það ger- ist einmitt hér. Bílaiðnaður er talinn í flokki (1). T- Fordinn (gamli Ford) á varla nokkuð annað en nafnið bíll sameiginlegt með bílum nútímans. Mismuninn eigum við að heita má allan að þakka framförum í þekkingu og tækni. Sama er að segja um muninn á flug- vélum nútímans og flugvélum Wright-bræðra og Lindbergs. Hitun húsa með jarðhita byggist vissulega á því að fyrir hendi sé hitaforði í jörðu og vinnsla jarðhita er því í flokki (1). En hann kæmi að litlu haldi ef ekki væri til þekking og tækni til að finna hann og ná honum upp á yfirborðið. Á Íslandi er í dag fjöldi hitaveitna þar sem engum datt í hug að jarðhita væri að finna. Framfarir í þekkingu og tækni hafa hér skipt sköpum. Framfarir í þekk- ingu á jarðfræði olíubergs og í leitar- og vinnslutækni á olíu hafa leitt til þess að kostnaður við að finna olíu og vinna hana á svæðum eins og Norð- ursjónum hefur lækkað um 30% að raunvirði á 10 árum. Án þessara framfara í þekkingu og tækni væri olía alls ekki unnin víða þar sem hún er unnin í dag, og það er einmitt þeim að þakka að „endingartími“ ol- íuforða í jörðu er nú lengri en hann var 1930 þrátt fyrir margfalt meiri olíunotkun nú en þá. En olíuvinnsla er í flokki (1). Nýting kjarnorku til- heyrir sömuleiðis (1) og hún byggist vissulega á bindiorku milli hluta at- ómkjarnans. En sú orka kom að litlu haldi áður en þekking manna hafði uppgötvað hana og fundið leiðir til að leysa hana úr læðingi. Aftur hafa framfarir í þekkingu og tækni ráðið úrslitum. Álvinnsla tilheyrir (1). En nútímaálver er mjög ólíkt álveri á 5. og 6. áratug 20. aldar. Þar hafa orðið mjög miklar tækniframfarir sem hafa leitt af sér minni orkunotkun og fleira. Það eru einmitt þær sem hafa gert það mögulegt fyrir álverið í Straumsvík að minnka losun sína á flúorkolefnum, gróðurhúsaloftteg- undum sem eru frá 6.000 til 9.000 sinnum öflugri en koltvísýringur, um meira en 90% frá árinu 1990. Í dag- legri notkun í heiminum í dag eru fjölmörg „gerviefni“ sem eiga sjálfa tilvist sína að þakka framförum í efnavísindum og efnavinnslutækni. Svona mætti áfram telja. Það er því fjarri öllum sanni að það sé fyrst og fremst rafeindaiðnaður og hugbún- aðariðnaður sem byggist á þekkingu og tækni. Það gerir að heita má allur iðnaður í dag í þeirri mynd sem við þekkjum hann. Hann er í dag orðinn svo samofinn þekkingu og tækni að ekki verður að skilið. Og ekki aðeins iðnaður, heldur einnig aðrir atvinnuvegir, eins og t.d. fiskveiðar. Íslenskt fiskiskip í dag á fátt nema nafnið sameiginlegt með fiskiskipi um miðja 20. öld. Það má teljast hátæknisamstæða allt frá vörpunni að staðsetningarbúnaði og siglingatækjum. Gagnkvæmni Þekkingariðnaður og nýting nátt- úruauðlinda eru orðin svo samofin nú á tímum að líkja má við Síamstvíbura sem ekki er unnt að skilja að án þess að báðir deyi. Fjölmörg fyrirtæki í þekkingariðnaði og hátækni hafa beinlínis orðið til vegna viðfangsefna í nýtingu náttúruauðlinda og iðnaðar sem byggist á henni. Nýting nátt- úruauðlinda hefur orðið markaður þessara fyrirtækja. Ótal dæmi má nefna um þetta, en þekktasta dæmið hér á landi er líklega Marel. Hrynji þessi markaður hrynja hátækni- og þekkingarfyrirtækin. Stöðugt nýjar þarfir í nýtingu náttúruauðlinda knýja stöðugt fram nýja hátækni. Eða halda menn að stórfé sé varið í að þróa dvergkafbát af einni saman forvitni? Nei! Honum eru ætluð verkefni tengd auðlindanýtingu. Borun jarðganga fyrir virkjun vatns- orku og til samgöngubóta er stýrt með leysitækni. Leit að jarðhita, olíu og jarðgasi er í æ ríkara mæli byggð á þrívíðum reiknilíkönum sem liggja á mörkum mannlegrar þekkingar á því sviði. M.a. er unnið að slíkum lík- önum á Orkustofnun til jarðhitaleit- ar Frá miðbiki síðustu aldar hefur nýting náttúruauðlinda gerbreyst og byggist í miklu ríkari mæli á hagnýt- ingu hverskonar þekkingar og tækni en áður. Breyst frá því að vera list yf- ir í að vera vísindi. Líklega er það aðeins eitt svið mannlegra athafna sem hefur orðið eins verðmæt stoð undir framþróun þekkingar- og hátækniiðnaðar og nýting náttúruauðlinda. Hernaður. Hvort sú stoð verður jafnmikilvæg í framtíðinni skal ósagt látið. Flestir munu óska að svo verði ekki. Þekkingariðnaður og nýting náttúruauðlinda Jakob Björnsson Náttúruauðlindir Frá miðbiki síðustu ald- ar hefur nýting nátt- úruauðlinda gerbreyst, segir Jakob Björnsson, og byggist í miklu ríkari mæli á hagnýtingu hverskonar þekkingar og tækni en áður. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. Í ÁR er hinn árlegi tannverndardagur haldinn í 19. sinn, hinn 1. febrúar. Af því til- efni vill undirrituð hvetja alla þroska- þjálfa og aðra þá sem sjá um umönnun ein- staklinga með fötlun, að staldra við og huga að því hvernig búið er að þeim einstaklingum sem eru í þeirra umsjá, hvað varðar tannhirðu þeirra. Árið 1997 var gerð könnun hjá starfsfólki, bæði fag- og ófag- lærðu, sem vinnur á stofnunum í Svíþjóð. Í niðurstöðum hennar kom fram, að starfsfólki fannst þáttur þeirra í umönnun að bursta tennur og halda munnholi sjúklinganna hreinu ógeðfelldasti þáttur starfsins. Öllum þátttakend- um fannst að með meiri fræðslu og þjálfun í daglegri munnhirðu myndu gæði hennar verða mark- vissari og einnig myndi það hafa í för með sér jákvæðara viðhorf starfsfólks. Í dag gera flestir sér grein fyrir mikilvægi tannhirðunnar og eru sér meðvitaðir um hvað hún er nauð- synleg. Það er mikilvægt að for- eldrar eða forráðamenn einstak- linga með fötlun geri sér grein fyrir því að það eru þeir sem bera ábyrgð á tannhirðu og tannheilsu skjólstæðinga sinna. Það er því sjálfsögð krafa að starfsfólk á sam- býlum, skammtímavistunum og á öðrum þeim stöðum, þar sem ein- staklingarnir dveljast um lengri eða skemmri tíma, sinni þessu sem og öðru af kostgæfni. Einstaklingar með fötlun þurfa mismikla aðstoð hvað varðar tannhirðu. Aðstoðin getur verið frá því að veita tilsögn, upp í að sjá alfarið um tann- hirðu þeirra. Þess vegna þarf starfsfólk viðkomandi stofnunar að sýna fagleg vinnu- brögð með kunnáttu, festu og síðast en ekki síst skilningi, þegar það framkvæmir tannhirðu hjá öðr- um. Þroskaþjálfar og aðrar umönn- unarstéttir þurfa því á grunnþekk- ingu og færni að halda er varðar tannhirðu einstaklinga með fötlun. Því verður einnig að leggja áherslu á það í endurmenntun þeirra eða starfsþjálfun að þeir öðlist slíka þekkingu. Um leið er verið að draga markvisst úr því óöryggi sem oft er til staðar þegar að tannhirðu einstaklinga með fötlun kemur. Þannig yrði tannhirðan skilvirkari í þessu tilliti og jafnvíst að öflug for- varnarúrræði kæmu í stað kostn- aðarsamra meðferðarúrræða. Að framansögðu má sjá að við- horf og þekking þeirra sem að mál- efnum fólks með fötlun kemur hef- ur allt að segja hvað varðar tannhirðu og tannheilbrigði þeirra. Er það forsenda þess að lagður verði grunnur að bættu tannheil- brigði einstaklinga með fötlun. Við skulum aldrei gleyma því að tenn- urnar eru okkar dýrmætustu perlur og á það einnig við um einstaklinga með fötlun. Því verðum við að gera allt til þess að hver einstaklingur fái að halda þeim fallegum og heil- um allt æviskeiðið. Upplýsingar um tannvernd ein- staklinga með fötlun er hægt að nálgast á heimasíðu tannheilsu- deildar heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis www.tannheilsa.is Tannhirða einstaklinga með fötlun Hlíf Anna Dagfinnsdóttir Höfundur er þroskaþjálfi og tanntæknir. Tannvernd Tennur eru okkar dýrmætustu perlur, segir Hlíf Anna Dagfinnsdóttir. Það á einnig við um einstaklinga með fötlun. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.