Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐGANGUR AÐ RAFRÆNUM GAGNASÖFNUM Samningar um landsaðgang að raf-rænum gagnasöfnum eru stórtskref fram á við og veita óviðjafn- anlegan aðgang jafnt fræðimönnum sem námsmönnum og almenningi að erlend- um heimildum. Samningurinn felur í sér að allir tölvunotendur, sem kaupa net- þjónustu í gegnum íslenskar veitur, geta leitað í rafrænum gagnasöfnum og tíma- ritum á vefnum og er þetta í fyrsta skipti, sem slíkur samningur er gerður fyrir hönd heillar þjóðar. Ekki er flóknara að komast inn á rafræna gagnagrunninn en að slá inn slóðina www.hvar.is í tölvu hér á landi og þarf ekki einu sinni lykilorð. Í grein um samninginn í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins kemur fram að engin önnur þjóð hafi náð slíkum samn- ingum og án þeirra hefðu íslenskir vís- indamenn ekki aðgang að nýjustu heim- ildum og um 2.200 nemendur í fjarnámi hér á landi ættu erfitt með að stunda nám. Margir erlendir háskólar nota ekki síst góðan kost bóka og tímarita til að laða að nemendur og þess eru jafnvel dæmi að skólar leggi svo mikið upp úr bókasöfn- um sínum að nýnemar eru látnir koma í skólann áður en kennsla hefst til að geta kynnt sér söfnin í næði. Ef einangrun Ís- lands hefur á einhverju sviði verið tilfinn- anleg er það í þessum efnum. Bókakosti Landsbókasafnsins er til dæmis í ýmsum greinum áfátt og sömu sögu má segja um fræðileg tímarit. Með þessum samningi fyrir landið allt hefur staðan gjörbreyst. Í stað þess að þurfa að bíða vikum saman eftir að fá fræðigrein senda er hægt að sækja hana á Netið eða skoða útdrátt til að meta hvort greinin nýtist. Ótrúlegar framfarir hafa verið í flutn- ingi greina og gagna í rafræn gagnasöfn. Sólveig Þorsteinsdóttir, forstöðumaður bókasafns Landspítala – háskólasjúkra- húss, lýsti því hér í blaðinu að fyrir nokkrum árum hafi aðeins verið hægt að nálgast þær upplýsingar, sem nú eru í boði á www.hvar.is, í prentuðu formi á bókasöfnum. Með tilkomu tölvunnar og gegnum mótald hefðu bókasafnsfræð- ingar haft aðgang að ákveðnum gagna- grunnum og sáu þeir jafnframt um leit fyrir einstaklinga og fræðimenn. Í fyrstu voru upplýsingarnar mjög takmarkaðar og nær eingöngu vísað í prentaðar grein- ar og hvar þær væri að finna, seinna var hægt að fá útdrætti úr greinunum og loks urðu þær allar aðgengilegar, en þó aðeins á bókasöfnum. Með tilkomu Nets- ins og Vefjarins urðu þessar upplýsingar hins vegar allar aðgengilegar. Þóra Gylfadóttir, verkefnisstjóri vefj- arins í Landsbókasafni Íslands – Há- skólabókasafni, segir að semjendur gagnasafnanna líti á samningana við Ís- land sem tilraunaverkefni, sem styðjast megi við í framtíðinni þegar samið verði við þjóðir, sem séu skemmra á veg komn- ar en við og þeir líti á þetta sem mikinn áfanga í markaðssetningu. „Landsaðgangurinn og allt sem í hon- um er að finna er stærsta bókasafn sem við höfum nokkru sinni haft aðgang að og mun stærra en okkur gat nokkurn tíma dreymt um að koma upp,“ segir Sólveig Þorsteinsdóttir. „Það má segja að al- menningsbókasafnið, skólabókasafnið og fræðabókasafnið sé þar með komið inn á heimili til fólks.“ Oft eru stór skref stigin svo lítið beri á. Til að átta sig á því hvað í þessu felst fær- ir samningurinn aðgang að rúmlega 30 tilvísanasöfnum og sjö tímaritasöfnum, sem í eru rúmlega 6.700 tímarit, bæði fræðileg og almenns eðlis. Þá er einnig aðgangur að fjölda bóka í heild sinni, bæði fræðiritum og skáldskap. Þessi bylting var ekki gerð með lúðrablæstri og skóflustungum. Hún var hljóðlát og á eftir að auðvelda mörgum vinnu sína og rannsóknir auk þess að greiða aðgang al- mennings að upplýsingum, sem fyrir nokkrum árum hefði kostað mikla vinnu og umstang að nálgast. EFLING RANNSÓKNARNÁMS VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Í ræðu Páls Skúlasonar háskólarektorsvið brautskráningu stúdenta sl. laug- ardag kom fram að umtalsverð fjölgun hefur orðið á nemendum í meistara- og doktorsnámi við Háskóla Íslands. Sem dæmi um þessa fjölgun nefndi hann að nú eru 750 nemendur í framhaldsnámi, þar af 70 í doktorsnámi, en fyrir þremur ár- um voru þeir 280 og 20 þar af í doktors- námi. „Ef svo fer fram sem horfir verður áætlun Háskóla Íslands um að 1.000 nemendur verði skráðir í framhaldsnám við skólann 2005 orðin að veruleika fyrr en varir – og þótti víst sumum sú áætlun glannaleg þegar hún var sett fram fyrir tæpum tveimur áratugum,“ sagði Páll. Hákólarektor benti ennfremur á það í ræðu sinni að auk þessarar fjölgunar nemenda á framhaldsstigum væru aðrir þættir tengdir rannsóknarstarfi einnig í sókn. Nefndi hann rannsóknarsamning við menntamálaráðuneytið sem hvetj- andi áfanga, þar sem fjárveitingar til skólans eru nú tengdar mati á árangri og gæðum rannsókna og rannsóknarnáms- ins. Aukið samstarf við rannsóknir í heil- brigðisvísindum í samvinnu við Land- spítala – Háskólasjúkrahús er einnig mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að nú hef- ur verið tekin ákvörðun um að byggja sjúkrahúsið upp í námunda við háskóla- svæðið. Þá er vert að gefa aukinni sam- vinnu Háskólans við erlenda háskóla gaum, en hún er vel til þess fallin að halda háskólastarfinu í nauðsynlegum tengslum við umheiminn auk þess sem slíkt samstarf kynnir það sem vel er gert hér á landi á erlendum vettvangi. Framfarir innan Háskóla Íslands í námi á framhaldsstigi eru þó án efa einn mikilvægast þátturinn í uppbyggingu skólans um þessar mundir, ekki síst hvað trúverðugleika hans sem rannsóknarhá- skóla varðar. Ekki má horfa framhjá þeirri staðreynd að þær rannsóknir sem nemendur í meistara- og doktorsnámi vinna, hafa mikil áhrif á starfsemi há- skólans í heild. Sú vitneskja sem safnast með rannsóknum þessara nemenda nýt- ist ekki einungis þeim sjálfum í sínu námi, heldur stuðlar hún einnig að ný- sköpun og öflugra starfi í grunnnámi hverrar deildar, auk þess að efla hug- myndaauðgi og það akademíska aðhald er gerir háskólann samkeppnisfærari við erlendar háskólastofnanir. Án fjöl- breytts framhaldsnáms er sú hætta fyrir hendi að háskólinn standi ekki undir nafni sem virkt fræðasamfélag og bjóði í raun einungis upp á kennslu í grunnþátt- um hverrar námsgreinar fyrir sig. Einn- ig má ljóst vera að ef Háskóli Íslands á að standa undir þeim væntingum sem sam- tíminn gerir til hans þarf hann að vera nógu öflugur sem rannsóknarstofnun til að hafa raunverulegt vægi í íslensku samfélagi. Framhaldsnámið kemur því ekki aðeins nemendum háskólans á öllum skólastigum til góða, þau áhrif sem rann- sóknarstarfið skilar út til samfélagsins geta einnig skipt sköpum fyrir nýsköpun og framþróun í þjóðlífinu öllu. MIKLAR deilur hafastaðið um útgáfu heil-brigðisvottorðs tilflugmanns, sem fékk blóðþurrðarsjúkdóm til heila í nóvember 1998. Hann jafnaði sig fljótlega og fór í framhaldi af því í ítarlegar læknisskoðanir. Málið kom inn á borð Þengils Oddssonar, trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar, en hann þurfti að meta hvort líkur á endurteknum sjúkdómseinkenn- um væru það miklar að hann upp- fyllti ekki skilyrði reglna Flugör- yggissamtaka Evrópu (JAA) um útgáfu flugskírteina. Niðurstaða Þengils var sú að hann uppfyllti ekki skilyrðin. Þessari niðurstöðu áfrýjaði flug- maðurinn, Árni G. Sigurðsson, til sérstakrar áfrýjunarnefndar sem skipuð var þremur læknum. Nið- urstaða hennar var að flughæfni flugmannsins væri óskert og að hann uppfyllti skilyrði reglugerðar Flugmálastjórnar. Í framhaldi af þessu gaf Þengill út heilbrigðis- vottorð til flugmannsins með þeim takmörkunum að hann mætti ekki fljúga einn og að hann færi í lækn- isskoðun á fjögurra mánaða fresti en ekki sex mánaða fresti. Þessa niðurstöðu sætti flugmað- urinn sig ekki við og vísaði málinu til samgönguráðuneytisins sem gerði Þengli skylt að taka út þær takmarkanir sem hann hafði sett í heilbrigðisvottorðið. Í framhaldi af því sagði Þengill sig frá málinu og 21. desember sl. vék flugmálastjóri honum tíma- bundið frá störfum eftir að alvar- legar athugasemdir höfðu borist frá Félagi íslenskra atvinnuflug- manna og samgönguráðuneytinu um störf Þengils. Í byrjun janúar skipaði sam- gönguráðherra fjögurra manna nefnd til að fara ofan í störf Þeng- ils. Í nefndinni sátu lögmennirnir Andri Árnason formaður og Gest- ur Jónsson, Sigurður Guðmunds- son landlæknir og Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, sem sagði sig úr nefndinni 25. janúar sl. Áfrýjunarnefndin hluti af stjórnsýslu Flugmálastjórnar Í niðurstöðu nefndarinnar segir að yfirlæknir heilbrigðisskorar Flugmálastjórnar sé hluti af stjórnsýslu ríkisins þegar hann taki ákvarðanir um rétt og skyldur manna. „Af því leiðir að við útgáfu heilbrigðisvottorðs, eða afturköll- un þess, ber að fara að stjórnsýslu- lögum og þeim viðhorfum sem á því sviði gilda að öðru leyti. Mjög ríkar kröfur verði að gera til vand- aðrar málsmeðferðar þegar fjallað er um stjórnarskrárvarin atvinnu- réttindi manna, svo sem er í því til- viki sem hér um ræðir.“ Í úttekt Flugöryggissamtaka Evrópu frá 14. nóvember er gerð athugasemd við að áfrýjunar- nefndin skyldi sækja umboð sitt til aðila sem standa utan við reglur samtakanna. Nefndin kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að nefndin sé hluti af stjórnsýslu Flugmálastjórnar. „Málskoti um heilbrigði skal beina til úrskurðarnefndarinnar og er niðurstaða hennar þar um end- anleg á sviði stjórn- sýslu vegna útgáfu heilbrigðisvottorða. Umrædd skipan nefndarinnar, sem þó á sér ekki beina laga- stoð, er ætlað að tryggja sérhæfða, hlutlausa og málefna- lega endurskoðun á þeirri stjórnsýsluat- höfn sem kærð er á þessu sviði. Verður að líta svo á að nefnd sem skipuð er sam- kvæmt reglugerð nr. 419/1999, gr. 1.2.4.10, sé hluti stjórnsýslu flugmálastjórnar hér á landi og hafi réttar- stöðu sem slík. Nefndinni ber því í málsmeðferð sinni að gæta að öllum þeim reglum og kröfum, skráðum sem óskráðum, sem gilda á því sviði sem um er fjallað í hvert sinn, þ.m.t. JAA-kröfum (JAR), ef við á.“ Nefndin tók tillit til 1% reglunnar Nefndin bendir á að engar at- hugasemdir hafi verið gerðar af hálfu Flugmálastjórnar við skipan úrskurðarnefndar jafnvel þó að legið hafi fyrir að nefndarmenn hafi ekki verið fluglæknar. Tekið er fram að í reglugerðinni séu ekki gerðar kröfur um að fluglæknar sitji í nefndinni. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að áfrýjunarnefndin, sem kvað upp úrskurð í málinu 7. maí í fyrra, hafi við ákvarðanatöku m.a. lagt til grundvallar leiðbeininga- handbók JAR-FCL 3 MED. „Af niðurstöðu úrskurðarnefnd- arinnar og að teknu tilliti til und- irbúnings hennar, sbr. erindi for- manns nefndarinnar til samgönguráðuneytisins, dags. 28. febrúar 2001, verður ekki annað ráðið en að nefndin hafi haft undir höndum og tekið viðeigandi tillit til reglna og viðmiðunarsjónarmiða, þ.m.t. JAR-FCL 3, leiðbein djónarmiða JAR-FCL v svokallaða 1% reglu.“ Í nefndarálitinu er fjal þær leiðbeiningar sem sam ráðuneytið gaf áfrýjunarne en samkvæmt reglugerð fer in með endanlegt stjórnsý Nefndin gerir ekki athuga við að ráðuneytið hafi veitt inni almennar upplýsingar reglur sem nefndinni bar a eftir. „Ekki verður séð að l ingarnar hafi verið rangar legar eða á annan hátt að verðar. Eins og hér stóð á að telja að úrskurðarnefnd fengið þær leiðbeiningar v fluglæknisfræðilegt mat s að gera henni kleift að tak stæða ákvörðun sem byg reglum og þeim viðmiðunar miðum sem í hverju tilvik leggja til grundvallar við heilbrigði flugmanns. Sérs skal bent á að leiðbeininga andi hina óbirtu hluta JAR anna sem skýringargagna uðu ekki á neinn hátt sjónarmið yrðu lögð til gru ar, ef við átti.“ Nefnd sem gerði úttekt á störfum tr Hefði átt hjá áfrýjun Trúnaðarlækni F gefa út heilbrigði yrðum að mati n hans. Landlæknir isins hafi byggst á g STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sagði að niðurstaða úttektar nefndarinnar væri einróma og ótvíræð. „Flugmálastjórn og trúnaðarlækni hennar var skylt að virða ákvörðun þeirrar áfrýjunarnefndar lækna sem úrskurðaði að flugmaðurinn teldist heilbrigður og ætti rétt á flug- skírteini án takmarkana,“ sagði Sturla. „Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar, en í henni sátu þrír sérfræðingar í lækn- isfræði, var afdráttarlaus og fól ekki í sér neina ráðagerð um að viðkomandi flug- maður fullnægði ekki kröfum sem gerðar voru eða að skilyrða ætti heilbrigðisvott- orð hans,“ sagði samgönguráðherra. Sturla vitnaði í því sambandi til skýrslu úttektarnefndarinnar þar sem segir: „Það er niðurstaða nefndarinnar að synjun á útgáfu heilbrigðisvottorðs, að fenginni niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, hafi ekki verið byggð á neinum rökum sem talin verða málefnaleg eða eðlileg.“ „Því voru stjórnsýslulög brotin þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli ráðuneytisins um að mál flugmannsins yrði afgreitt í sam- ræmi við niðurstöðu áfrýjunarnefnd- arinnar og gildandi lög og reglur,“ sagði Sturla. Sturla lagði áherslu á að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að stjórn- sýsluúrskurður samgönguráðuneytisins um málsmeðferðina hefði verið í samræmi við stjórnsýslureglur. Ráðuneytið hefði engin afskipti haft af efni heilbrigðisvott- orðs eða læknisfræðilegum álitamálum. „Samgönguráðuneytið hefur sent Flug- málstjórn Íslands skýrslu úttektarnefnd- arinnar. Jafnframt hefur ráðuneytið lýst þeirri skoðun sinni að í skýrslunni felist alvarleg áminning um að stjórnsýslu Flugmálastjórnar hafi verið áfátt við út- gáfu heilbrigðisvottorðs og flugskírteinis til flugmannsins. Ráðherra mun fara yfir málið í heild sinni með flugmálastjóra og óska skýringa hans og tillagna um að- gerðir í kjölfar álits úttektarnefnd- arinnar,“ sagði samgönguráðherra og bætti við. „Ég er mjög sáttur við nið- urstöðu nefndarinnar fyrir hönd ráðu- neytisins, en er að sjálfsögðu leiður yfir þeirri stjórnsýslu sem viðkomandi flug- maður hefur þurft að sæta.“ Sturla var son kæmi af væri lokið á „Það er m því. Þengill velli verktak aðarlæknir isskorar. Þa hvernig han er alveg ljós taka þessi m tryggja að s að vera og h manna, séu He Helgi Jóh Oddssonar, rækt sitt sta læknalög og vera trúnað Þetta væri ó að nefndin h unni. „Hafi Þen Sturla Böðvarsson samgöngur Alvarleg áminning á stj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.