Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 15 BJARKI Gunnarsson var sannarlega ekki feigur þegar hann á einum sólarhring, í ill- viðrinu nú um síðustu helgi, slapp tvisvar sinnum úr bráðum lífsháska. Bjarki, sem er vélstjóri hjá rækjuvinnsl- unni á Skagaströnd, var á leið heim til sín á Subaru Legacy bíl sínum um fjögurleytið á föstudag en þá var komið mikið rok og fór veður versnandi. Er hann var að aka fram hjá gömlu mannlausu húsi á leiðinni vildi ekki betur til en svo að ytri hurð á inngangi, sem sneri upp í vindinn, fauk af og kom fljúgandi á bílinn hjá Bjarka. Stefndi beint á framrúðuna Á sekúndubroti sá hann útundan sér hvar hurðin kom fljúgandi og stefndi beint á framrúðu bílsins. Bjarki náði að gefa í sem dugði til þess að hurðin lenti á aftari hliðarrúðu bílsins og braut hana. Síðan virðist hurðin hafa slegist fram með bílnum því afturbrettið og hurðin hægra megin eru stórskemmd. Má telja víst að Bjarki hefði ekki þurft að kemba hær- urnar ef hurðin hefði komið gegnum fram- rúðuna beint í andlitið á honum. En þar með var ekki raunum Bjarka lokið. Fram á laugardag var veðrið kolvitlaust með ofsaroki og mikilli snjókomu þannig að ekki sá út úr augunum. Þess vegna var rafmagns- laust á Skagaströnd aðfaranótt laugardags- ins og fram undir hádegi. Þegar rafmagn kom aftur á komu frystiklefar rækjuvinnsl- unnar ekki inn svo Bjarki varð að fara og koma rafmagni á þá. Eftir að vera búinn að koma rafmagni á þann klefa sem er í gömlu síldarverksmiðjunni fór Bjarki yfir í annan frystiklefa, sem stendur hinum megin á hafn- arsvæðinu á viðlegukanti sem kallast Skúffu- garður. Vegna veðurofsans þurfti hann að skríða yfir stærstu skaflana á leiðinni en komst á staðinn áfallalaust og gat fljótlega komið raf- magni á klefann. Lenti á bólakafi í sjónum í höfninni Bjarki hélt síðan út í óveðrið og ætlaði að fara heim. Skreið hann eftir stórum skafli að því er hann taldi sömu leið og hann kom. Varð hann nú að fara skáhallt upp í veðrið þannig að léleg skíðagleraugu sem hann var með komu að engu gagni. Tók hann þau því af sér og hélt áfram. Allt í einu sér hann eitt- hvað dökkt fyrir framan sig í snjókófinu neð- an við skaflinn og telur að þar sjái hann nið- ur í autt malbik, sem var á milli skafla, og hann hafði tekið eftir á leiðinni fram að klef- anum. Hoppaði hann því fram af skaflinum og bjóst við að lenda á föstu malbikinu. Honum brá því illilega þegar hann lenti á bólakaf í sjónum í höfninni. Hafði hann borið svo af leið að hann stökk fram af hengju sem náði fram af bryggjukantinum og lenti í ísköldum sjónum. Það varð Bjarka, sem er góður sundmað- ur, til happs að hann hitti strax á stiga eftir að hafa synt nokkur sundtök í átt að Skúffu- garðinum. Gat hann fljótlega klifrað upp stigann þangað til hann var ekki í sjó nema upp að hnjám. Þá komst hann ekki lengra fyrir snjóhengju sem slútti fram af brygg- jukantinum yfir höfði hans. Hann reyndi að hringja eftir hjálp hang- andi í stiganum utan á bryggjunni en komst strax að því að síminn var ónýtur eftir baðið í sjónum. Bjarki reyndi því að krafsa í hengj- una en varð í fyrstu ekkert ágengt því snjór- inn var svo harður. Það var ekki fyrr en hann gat teygt sig upp fyrir hengjuna og krafsað í hana ofanfrá að hann gat náð upp í efstu rim stigans og gripið í hana með báð- um höndum yfir hengjuna. Hann kom síðan öðru hnénu upp á hengjuna sem lét þá und- an þunganum og hrundi í sjóinn. Munaði minnstu að hann missti takið við slinkinn en komst þó loksins upp rennblautur og kaldur. Bjarki skreið síðan eftir skaflinum áfram og fór varlegar en í fyrra skiptið. Komst hann að rafmagnsverkstæði sem stendur of- an við hafnarsvæðið. Þar hitti hann tvo björgunarsveitarmenn fyrir tilviljun. Þeir fylgdu honum síðan heim og var hann að eigin sögn alveg búinn þegar þangað kom. Að sögn Bjarka var hann mjög vel búinn þegar hann lenti í sjónum og með góða vett- linga. Hann var líka í síðum nærbuxum og telur hann að þessi góði klæðnaður hafi bjargað sér. Honum varð ekki meint af volk- inu og mætti í vinnu eins og ekkert hefði í skorist á mánudagsmorgun. Segja má að á Bjarka sannist enn einu sinni máltækið: ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. Slapp tvisvar úr lífsháska á ein- um sólarhring Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Bjarki Gunnarsson bendir á snjóhengjuna sem hann hoppaði fram af. Hurðin mölbraut rúðuna. Skagaströnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.