Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í lögum Neytendasamtakanna segir svo, að allir skuldlausir
félagsmenn geti boðið sig fram til formanns Neytendasamtakanna.
Ef fram koma fleiri en eitt framboð, skulu allir skuldlausir
félagsmenn Neytendasamtakanna kjósa um þá frambjóðendur
sem í boði eru. Frestur til að gefa kost á sér til formennsku
er til og með 28. febrúar 2002.
Með vísan til þessa lýsir stjórn Neytendasamtakanna eftir
framboðum til formanns Neytendasamtakanna fyrir tímabilið
september 2002 til september 2004. Framboði skal skilað í síðasta
lagi 28. febrúar 2002 á skrifstofum Neytendasamtakanna í
Reykjavík og á Akureyri eða í pósti til skrifstofanna með póst-
stimpli, sem stimplaður er í síðasta lagi 28. febrúar 2002.
Sjá nánar í auglýsingu á heimasíðu Neytendasamtakanna
www.ns.is og í febrúarblaði Neytendablaðsins.
Reykjavík, 6. febrúar 2002.
F.h. Neytendasamtakanna,
Jóhannes Gunnarsson formaður.
Auglýsing um framboð
til formanns Neytendasamtakanna
AÐSTÆÐUR í blómaverslun hafa
breyst nokkuð á undanförnum vikum
og mánuðum, þar sem blómabúðum
sem kjósa að kaupa afskorin blóm
beint af bónda hefur fjölgað umtals-
vert. Sigríður Ingólfsdóttir, formaður
Félags blómaverslana, segir mega
áætla, að um þessar mundir kaupi um
20% blómaverslana afskorin blóm
beint af bændum, eða milli 15 og 20
verslanir. Er hér átt við verslanir sem
selja blóm og gjafavöru einvörðungu.
Milli 30 og 40 verslanir eru í Félagi
blómaverslana, en alls selja milli 70 og
100 verslanir blóm með einhverjum
hætti, segir Sigríður.
Afskorin blóm í verslunum eru af
margvíslegu tagi eftir árstíma, en rós-
ir sú tegund sem mest er selt af að
jafnaði. Mun smásöluverðmæti versl-
unar með afskorin blóm, pottaplöntur
og ýmislegt fleira þess háttar vera um
1,5 milljarðar á ársgrundvelli, að sögn
kunnugra.
Grænn markaður ehf. hefur verið
eina blómaheildsala landsins síðan
undir árslok 2000 og jafnframt með
80–90% markaðshlutdeild eftir að
Blómasalan ehf. varð gjaldþrota.
Eignarhaldsfélagið Fengur á 40% í
Grænum markaði og er Pálmi Har-
aldsson, stjórnarformaður fyrirtækis-
ins.
Mikil verðhækkun hefur orðið á
heildsöluverði á afskornum blómum í
kjölfarið og nefna viðmælendur
Morgunblaðsins, sem sumir kjósa
nafnleynd, allt að 30–35% hækkun á
heildsöluverði til blómaverslana eftir
breytinguna.
Hagræðing og fækkun milliliða
gagnast neytendum
Garðyrkjubændurnir, sem að
minnsta kosti tveir hópar blómaversl-
ana hafa kosið að skipta við milliliða-
laust, eru Fagrihvammur, Ylrækt og
Græna höndin, sem reyndar mun
hafa selt framleiðslu sína beint um
nokkurt skeið. Auk þeirra má nefna
þrjá garðyrkjubændur úr Mosfellsbæ
og Hveragerði sem standa að
Blómalagernum við Smáratorg, lág-
vöruverðsverslun með blóm þar sem
umræddir bændur selja milliliðalaust
til neytenda.
Ræktun blóma stendur illa sem
landbúnaðargrein og telja þeir sem
rætt var við að hagræðing í ræktun og
fækkun milliliða, svo sem dreifingar-
fyrirtækis og heildsala, geti bæði skil-
að miklu til þeirra sem starfa í grein-
inni og neytenda.
Smásöluverslanir með blóm eru
dreifðar og því hafa afskorin blóm
ekki verið seld á sérstökum markaði
til þessa, segja þeir sem til þekkja, en
bæta við að sá háttur eigi á hinn bóg-
inn að geta leitt til virkrar samkeppni
þar sem verslanir geti að sama skapi
ekki tekið sig saman um verðlagn-
ingu.
Á dögunum var viðtal við tvo
þriggja eigenda Blómalagersins við
Smáratorg á neytendasíðu Morgun-
blaðsins þar sem þeir benda á að „litl-
ar sem engar framfarir hafi orðið í
blómasölu“ í eina tvo áratugi hér á
landi og að álagning á afskornum
blómum hafi hækkað snarlega und-
anfarin misseri.
„Algengt verð á stakri rós út úr
blómabúð er 400–590 krónur en verð
til bónda er aðeins 130–150 krónur.
Við sleppum hlut milliliða og náum
verði stakrar rósar niður í 295 krón-
ur,“ er haft eftir Jóhanni Sigurðssyni,
einum eigenda verslunarinnar. Hann
segir jafnframt að vöruverð Blómala-
gersins sé að meðaltali 40–50% lægra
en í öðrum blómaverslunum, en skili
samt hærra verði til bóndans.
Framleiðsluverð á rósum er mis-
munandi eftir gæðum og stærð, en
rósir geta verið 20–90 sentímetra
langar. Smárósir fara aðallega í til-
boðsvendi eða búnt og þær stærri
notaðar í fínni blómvendi. Að sögn er
dæmi um meðaltalsverð til bónda af
öllu sem skorið er, 60 krónur. Verð
fyrir stóra rós í hæsta gæðaflokki get-
ur síðan verið 150 krónur, svo dæmi
séu tekin, og greiða stóru blómin nið-
ur verð á litlum blómabúntum, að
sögn kunnugra.
„Óviðunandi heildsöluverð“
Þegar önnur tveggja blómaheild-
sala á landinu, Blómasalan ehf., varð
gjaldþrota í lok ársins 2000, var haft
eftir Sigríði Ingólfsdóttur, formanni
Félags blómaverslana, nokkru síðar
að við endalok Blómasölunnar hefðu
sömu aðilar og stóðu að henni orðið
gjaldþrota í annað eða þriðja sinn.
Með þeim hafi garðyrkjubændur
jafnframt tapað milljónum króna,
sem ekki hafi verið bætandi við ann-
ars slaka afkomu.
Sagt er að blómabændur hafi verið
að fá 100–130 krónur fyrir hvert af-
skorið blóm frá Grænum markaði og
jafnframt að þeir hafi ekki borið
meira úr býtum þótt fyrirtækið hafi
hækkað heildsöluverð til blómakaup-
manna. Einn blómakaupmanna sem
rætt var við segir að eftir að heildsala
á blómum fluttist að mestu á eina
hendi hafi „heildsöluverð hækkað í sí-
fellu og verið orðið óviðunandi“.
Metur hann þróunina sem svo að
heildsöluverð á stakri rós í hæsta
gæðaflokki (70 sentímetrar) hafi farið
úr 165 í 195 krónur á rúmu ári.
„Þegar blómvöndur er farinn að
kosta jafn mikið út úr blómabúð og
vönduð bók er ekki lengur hægt að
tala um blóm sem tækifærisgjöf. Því
er ekki nema von að fólk vilji fá eitt-
hvað sem stendur lengur en í viku fyr-
ir peninginn og velji bók eða ein-
hverja listmuni til gjafa í stað blóma,“
segir hann.
Einn viðmælenda Morgunblaðsins
segir sem svo, að fyrirkomulagið sem
var við lýði áður en blómaverslanir
sameinuðust um að skipta við rækt-
endur milliliðalaust hafi verið „orðið
mjög rotið“.
Segir Eiríkur Eiríksson, eigandi
Eyjablóma, ljóst að garðyrkjumenn-
irnir hafi ekki borið mikið úr býtum
þrátt fyrir hækkandi smásölu- og
heildsöluverð. „Það liggur við að mað-
ur taki undir þessar lýsingar, enda
byrjaði verðið strax að hækka þegar
Grænn markaður varð eina blóma-
heildsala landsins,“ segir hann.
Hjördís Jónsdóttir, deildarstjóri
blómadeildar Blómavals, segir „mjög
flatt verð“ á afskornum blómum hér á
landi, sem ekki taki mið af ytri að-
stæðum. „Á sumrin er kannski allt yf-
irfullt af rósum sem kosta eftir sem
áður það sama í verslunum. Okkar
blómamenning hefur ekki boðið upp á
þann möguleika til þessa að bændur
selji sjálfir á torgum, til dæmis að
sumarlagi, og á lægra verði. En þegar
umframframleiðsla hefur verið á rós-
um hefur Blómaval getað keypt þær
með afslætti og selt 10 stykki af 50
sentímetra rósum á 790 krónur á
föstudögum, svo dæmi sé tekið. Það
er ekki hátt verð fyrir góða vöru,“
segir hún.
„Þungur róður“ að reka
blómaverslun
Hjördís kveðst einnig telja að af-
skorin blóm hafi ekki hækkað mikið
hér á landi þar til fyrir skömmu.
„Fólk er kannski að bera saman verð
sem það sér á blómum á markaðs-
torgi í útlöndum við verðlag í blóma-
verslunum hér. Ég myndi ekki vilja
reka blómaverslun í dag, það er þung-
ur róður,“ segir hún.
Helga Thorberg er eigandi Blóm-
álfsins og segir að dreifing og heild-
sala hafi verið í höndum blómabænda
einvörðungu um alllangt skeið.
„Dreifing á blómum fór lengi vel fram
í gegnum tvö fyrirtæki. Þeir hópar
bænda sem stóðu að baki heildversl-
ununum áttu allan innflutning á blóm-
um líka, lengst af, samt standa þeir
flestir mjög illa. Heildsölur bænda
hafa farið á hausinn og blómabúðir
orðið gjaldþrota og alltaf hefur bænd-
um blætt. En þetta er kerfi sem þeir
hönnuðu sjálfir,“ segir hún.
Hansína Jóhannsdóttir, eigandi
Blómagallerís, segir að eftir að stór-
markaðirnir byrjuðu að selja svokall-
aða heimilis- eða tilboðsvendi fari um
30% blómaverslunar fram þar og 70%
í blómabúðum. Nú fari heildsöluverð
á blómum lækkandi, sem leiði til þess
að kaupandinn geti bæði fengið til-
boðsvendi á svipuðu verði í blóma-
verslun og í stórmarkaði, auk þess að
fá stærri vendi fyrir sama verð og áð-
ur. „Verð getur lækkað um allt að
30% með því að sleppa milliliðum, en
álagning á afskornum blómum er
mjög mismunandi milli verslana. Af-
skorin rós í hæsta gæðaflokki getur
kostað 490–650 krónur. Auk þess
verður fólk að átta sig á þjónustustig-
inu sem það er að kaupa á,“ segir hún.
„Stórmarkaðir höfðu forgang“
Helga Thorberg segir að stórmark-
aðirnir hafi verið aðalviðskiptavinir
dreifingarfyrirtækjanna eftir að þeir
byrjuðu að selja blóm og jafnframt
haft forgang. Heildsöluverð til blóma-
verslana hafi „hækkað og hækkað“ og
skilaverð til bóndans lækkað. „Margir
blómabændur hafa líka selt út frá sér
beint í gegnum tíðina og ekki haldið
algerri tryggð, hvorki við heildsalann
né smásalann, einungis til þess að
eiga fyrir salti í grautinn. Þar að auki
hafa heildsölur selt beint til viðskipta-
vina okkar í gegnum tíðina, framhjá
blómaverslununum, til veitingahúsa,
verslana og hárgreiðslustofa. Það hef-
ur því verið allur gangur á þessum
viðskiptum í gegnum árin,“ segir hún.
Helga nefnir sem dæmi að blóma-
verslanir fái tilboðsbúnt með afskorn-
um blómum á sama verði frá heildsala
og stórmarkaðir selji þau á í smásölu
og því sé stykkjavara orðin ein helsta
söluvaran í blómabúðum. „Ef blóma-
verslanir ætla að lifa af verða þær að
bregðast við höftum, einokun,
skömmtunarkerfi og fákeppni. Stór-
markaðirnir seilast æ meira inn á
okkar svið líka, fyrst með tilboðs-
vöndum og nú með blómaskreyting-
um og fleiru og ætla bókstaflega allt
að éta. Viðskiptaumhverfi í blóma-
verslun er afskaplega óheilbrigt. Af
hverju megum við ekki hafa aðgang
að öllum heimsins blómum? Bænd-
urnir hafa það skítt þrátt fyrir að
blómainnflutningur sé háður tak-
mörkunum og verða einfaldlega bara
að taka til hjá sér,“ segir hún.
Helga segir framtíðarafkomu
blómabúða liggja í aukinni sérhæf-
ingu og meiri fagþekkingu, auk þess
sem hópur blómaverslana sem hún
tengist hafi gert samning við tiltekinn
bónda um að hann rækti fyrir þessar
verslanir sérstaklega. „Við látum
framleiða fyrir okkur tegundir og
laga framleiðsluna að þörfum okkar
og okkar viðskiptavina. Þeir sem ætla
að lifa af verða hreinlega að verða sér
út um blóm eftir öðrum leiðum en
hingað til hafa boðist, bæði með fyrr-
greindum hætti og með því að flytja
sjálfir inn. Þetta kerfi er að riðlast og
við látum engan skammta okkur eitt
eða neitt, hvorki heildsala né stjórn-
völd,“ segir Helga Thorberg.
Landbúnaðarráðuneytið auglýsir
eftir tilboðum í tiltekinn innflutnings-
kvóta, alls 175.000 blóm, tvisvar á ári
og ef sótt er um fleiri blóm en í boði
eru þurfa þeir sem áhuga hafa á inn-
flutningi að bjóða í kvótann, segir Sig-
ríður Ingólfsdóttir, formaður Félags
blómaverslana. Hún segir ennfremur
að samkeppni um fyrrgreindan kvóta
leiði til hækkandi kostnaðar ár frá ári,
því þeir sem vilji tryggja sér hluta
hans reyni að bjóða sem hæst. Síðan
sé reiknað út kvótagjald, grundvallað
á tilboðinu, sem innflytjendur borgi
síðan fyrir hvert stykki. Mun meðal-
verð á blómi í kvóta þessa árs vera um
50 krónur, að hennar sögn. Ofan á
þetta gjald leggst síðan 30% tollur,
flutningskostnaður, virðisaukaskatt-
ur og gjald fyrir svokallað neyðarleyfi
fyrir því að fá að leysa vöruna út úr
tolli með hraði.
Of margir bændur,
of mikið af blómum
Diljá Einarsdóttir rekur Nýblóm
og segir að hræringar í blómaverslun
hafi verið óhjákvæmilegar enda hafi
ríkt „einokun“ í greininni um nokkurt
skeið. Segir hún hægt að kaupa sum-
ar gerðir afskorinna blóma beint af
bónda, sem þýtt geti lægra verð, og
að með því að sameinast um innkaup
milliliðalaust með fleiri blómabúðum
hafi hún getað komist hjá því að
hækka rósir, svo eitthvað sé nefnt.
Fyrsti flokkur rósa hafi hækkað úr
390 í 450 krónur fyrir nokkru og hefði
þurft að fara upp í 490 krónur vegna
hækkandi heildsöluverðs ef verslanir
hefðu ekki tekið sig saman um að
versla beint við bændur.
Diljá nefnir sem dæmi að bændur
sem seldu gegnum millilið hafi ekki
getað fengið nákvæmar upplýsingar
um afföll eða fengið að sjá hversu
miklu af uppskerunni hafi þurft að
henda, þótt þeir hafi þurft að taka á
sig skaðann. Segja þeir sem til þekkja
að afföll hjá bændum hafi verið allt að
50%.
„Með því að selja beint til versl-
ananna er bóndinn í betri aðstöðu til
þess að fylgjast með því hversu mikið
selst og getur stýrt framleiðslunni í
samræmi við það. Garðyrkjubændur
eru mjög aðþrengdir og upp úr því
spretta þessar breytingar. Of margir
garðyrkjubændur eru að framleiða of
mikið af blómum. Þetta var óhjá-
kvæmilegt,“ segir Diljá Einarsdóttir
að endingu.
„Þegar blómvöndur er farinn að kosta jafnmikið út úr blómabúð og
vönduð bók er ekki lengur hægt að tala um blóm sem tækifærisgjöf.“
Afskorin blóm sögð 35%
dýrari í heildsölu en áður
Um 20% blómakaupmanna farin að kaupa milliliðalaust af blómabændum
Æ fleiri blómakaupmenn taka sig saman
um að kaupa beint af bændum, skrifar
Helga Kr. Einarsdóttir. Ein ástæðan er, að
sögn, síhækkandi heildsöluverð á blómum.
hke@mbl.is