Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 42
HESTAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fimikeppni hefur alltaf átt erfitt upp- dráttar í Íslandshestamennskunni. Eðli málsins samkvæmt hefur þátt- taka í henni aldrei risið verulega hátt og virðist það eiga bæði við um hér á Íslandi sem og í útlöndum. Ekki virð- ist hafa orðið breyting á þessu þrátt fyrir tilraunir til að þróa keppnina í ríkari mæli að íslenska hestinum og hæfileikum hans. Þá hefur kunnátta og færni Íslendinga í fimiæfingum tekið stórstígum framförum með til- komu allra þeirra reiðhalla eða skála sem byggð hafa verið hér á landi. Um það verður ekki lengur deilt að fimi- æfingar henta íslenska hestinum afar vel til uppbyggingar hans og gerir hann betri í því sem hann er bestur í nefnilega tölti og skeiði. Mikilvægur hlekkur í framförum Hiklaust má taka svo sterkt til orða að segja að fimiæfingarnar séu afar mikilvægur hlekkur í öllum framför- um í reiðmennsku og þær auki reið- mönnum mjög skilning á þeim mögu- leikum sem hesturinn getur boðið upp á og því hversu margar leiðir er hægt að fara í þjálfun hans. Þrátt fyrir miklar efasemdir hér áður fyrr um að fimiæfingar henti íslenska hestinum hefur blaðinu verið snúið í þeim efn- um. Það er orðið löngu ljóst að ís- lenski hesturinn með alla sína sér- stöðu á miklu meiri samleið í reiðmennsku og þjálfunaraðferðum með öðrum hrossakynjum og gildir þar einu hvort um ganghesta er að ræða eða ekki. Hvað íslenska hestinn varðar er það einnig ljóst að fimiæfingarnar eru fyrst og fremst tæki eða aðferð til að þjálfa upp fiman og þjálan reiðhest þar sem tölt og skeið eru aðalatriði. Fimiæfingarnar sjálfar eru ekki tak- markið eins og er víða í öðrum kynj- um erlendis enda er það nú svo að í samanburði við mörg önnur hrossa- kyn má íslenski hesturinn sín lítils á vettvangi fiminnar. En hvar finnum við hesta sem standa jafnfætis í tölti og skeiði í einum og sama hestinum? Gleymum ekki grunnþætti reiðmennskunnar Atli Guðmundsson, sem varð Ís- landsmeistari í fimi á Breka frá Hjalla, var ekki ánægður með þessi tíðindi. „Mér finnst það mjög miður ef hætt verður að keppa í fimi á íslensk- um hestum og sérstaklega tel ég það slæmt ef þessi grein verður aflögð í yngri flokkunum því þá er hætta á að grunnþættir reiðmennskunnar gleymist í uppeldinu. Ég tel að ástæð- ur þess að svona er komið megi rekja til uppsetningar á fimikeppni heims- meistaramótanna sem er með þeim hætti að í verkefninu er enginn erf- iðleikastuðull. Því má segja að bestu reiðmenn heims á íslenskum hestum séu að ríða reiðleiðaverkefni í stað þess að leysa af hendi metnaðarfullar æfingar eins og sniðgang á brokki og eða tölti. Þetta fyrirkomulag ýtir ekki undir metnað góðra reiðmanna til að sýna eitthvað sem bragð er að. Nú- verandi heimsmeistari í fimi, Karly Zingsheim, sem er óumdeilanlega með snjöllustu reiðmönnum heims, reið sniðgang á feti í sínu verkefni sem færði honum titilinn en gaman hefði verið að sjá hann útfæra ein- hverjar rishærri æfingar. Skynsamur maður í keppni er ekkert að gera erf- iðari æfingar en þarf til að tryggja sér sigur þegar engin umbun er veitt fyr- ir slíkt. Ég teldi það mikla afturför ef við hættum með fimikeppni hér á landi. Nú síðustu árin hefur komið fram breiður hóp- ur ungra reið- manna sem notar þessar æfingar í ríkum mæli við tamningu og þjálfun hrossa og kann að útfæra þær í keppni. Ég tel fulla ástæðu til þess að halda áfram með þetta sem keppnisgrein þótt þátttakan hafi ekki verið mikil til þessa. Spurning er svo aftur hvort ástæða sé til að hafa fimina með í samanlögðum stigum,“ sagði Íslands- meistarinn Atli að endingu. Dapurleg endalok en skiljanleg Eyjólfur Ísólfsson, reiðkennari á Hólum og margfaldur Íslandsmeist- ari í fimi, sagðist hafa lýsti því yfir við Sigurð Sæmundsson að þetta væri leiðinlegt skref sem þarna væri stigið en þó kannski skiljanlegt. „Í mínum huga var fimikeppnin eyðilögð þegar tillögur frá mér, Reyni Aðalsteins- syni, Sigurbirni Bárðarsyni og Bene- dikt Líndal fóru til FEIF (alþjóða- samband eigenda íslenskra) og voru settar þar í nefnd sem því miður gerði breytingar sem urðu þess valdandi að keppnin varð algerlega bitlaus þannig að hægt var að ríða til verðlauna með hálfgerðu fjórgangsverkefni. Eftir þessar breytingar nefndarinnar á til- lögunni hefur hallað undan fæti sem virðist ætla að fá þennan dapurlega endi. Í fimikeppni hér á landi gilda reglur samkvæmt okkar tillögum enda er þar um mun metnaðarfyllri keppni að ræða heldur en verið hefur á heimsmeistaramótunum. Nú er bú- ið að fella niður tvöfalt vægi hæga töltsins í töltkeppninni og næst er það fimikeppnin út og sýnist mér hlutirnir farnir að snúast meir um yfirferð og rými en minna um reiðlist. Er ég afar hræddur um að þessi ákvörðun muni valda því að keppni í fimi verði einnig aflögð hér á landi í framhaldinu. Ég hefði kosið að sjá menn þrjóskast við og finna fimikeppninni vænlegri far- veg, færa hana til dæmis nær því sem kallað hefur verið gæðingafimi þar sem höfðað er meira til aðals íslenska hestsins,“ sagði Eyjólfur. Ekki er hægt að horfa framhjá því að áhugi fyrir fimikeppni á Íslandi hefur verið afar takmarkaður. Síð- ustu árin hefur nær eingöngu verið keppt í fimi á Íslandsmótum og þar hafa keppendur verið afar fáir, oft ekki nema tveir eða þrír. Fimin hefur verið reiknuð með í keppninni um samanlagðan sigurvegara og því hafa mjög fáir verið gjaldgengir í keppn- inni um þann titil á Íslandsmótum. Atli Guðmundsson bendir á að hugs- anlegi mætti taka greinina út úr sam- anlögðum sigurvegara. Þá stendur hún alfarið á eigin fótum og spurn- ingin er þá sú hvort þessir örfáu missi áhugann. Það merkilega við fimina er að það eru fjölmargir hestamenn sem hafa áhuga fyrir æfingunum en þeir eru hverfandi fáir sem hafa uppburði í sér til að undirbúa hest sinn með þátt- töku í keppni fyrir augum. Íslendingar fáséðir í fiminni Þá heyrir það til tíðinda að Íslend- ingar keppi í fimi á heimsmeistara- mótum. Síðast var íslenskur skráður til leiks í Þýskalandi 1999 en það klúðraðist því Íslendingar kunnu reglurnar ekki nógu vel og ekkert varð af þátttöku. Bæði Atli og Eyjólfur og margir fleiri telja að hefð fyrir fimiþjálfun sé að tryggja sig í sessi hér á landi og því komi þessi niðurstaða á mjög óheppi- legum tíma. Í stað þess að leggja árar í bát hefði átt að endurskoða fimi- verkefni FIPO-reglnanna og snúast til varnar þessari undirstöðu reið- mennskunnar eins og hún hefur verið að þróast síðustu árin. Fimikeppnin blásin út af borðinu Morgunblaðið/Valdimar Þeir Atli Guðmundsson og Sigurbjörn Bárðarson hafa marga hildina háð í fimivellinum. Hér sitja þeir Breka frá Hjalla og Kóng frá Mið- grund eftir að hafa tekið við verðlaunum fyrir fimi á Íslandsmótinu á síðasta ári. Eyjólfi Ísólfssyni, reiðkennara á Hólum, finnst tíð- indin frá Amsterdam dapurleg en segist þó vel skilja að þannig skuli hafa farið, raunar hafi hann séð það fyrir. Hér situr hann Rás frá Ragnheið- arstöðum sem að sjálfsögðu hefur verið byggð upp og þjálfuð með aðstoð fimiæfinga. Svanasöngur fiminnar virðist yfirvofandi. Það má kannski orða það svo að raddæfingum sé lokið og nú sé aðeins eftir að samstilla kórinn fyrir sjálfan kons- ertinn. Valdimar Kristinsson kannaði viðbrögð manna við þeim tíðindum að samþykkt hefði verið að hætta keppni í fimi á heimsmeistaramótum. Klúðurslegt nefndarálit eyðilagði góða tillögu Íslands Íþróttaþing FEIF (alþjóðasamtök eigenda íslenskra hesta) var haldið síðustu helgina í janúar í Amsterdam í Hollandi. Þing þetta hefur með allar keppnisreglur samtakanna að gera. Þar voru gerðar ýmsar athygliverðar samþykktir um breytingar á FIPO- reglunum sem eru alþjóðlegar keppnisreglur sem keppt er meðal annars eftir á heimsmeistaramótum. Afgreiðsla íþróttaþingsins á málefn- um er ekki endanleg niðurstaða því allar samþykktir þingsins verða bornar undir aðalfund FEIF sem haldinn verður síðar á árinu. Þar eru samþykktirnar bornar upp til sam- þykktar eða höfnunar, engin umræða fer fram um þær né gerðar breyt- ingar á þeim. Meðal samþykkta íþróttaþingsins má nefna að fimi- keppnin hefur verið felld út úr FIPO- reglunum sem þýðir að framvegis verður ekki keppt í fimi á heims- meistaramótum eða öðrum þeim al- þjóðlegu mótum þar sem keppt er eftir FIPO-reglunum. Þá var einnig samþykkt að hafa tvo samanlagða sigurvegara eins og var 1983 þannig að þá verður einn sig- urvegari á fimmgangsvængnum og annar á fjórgangsvængnum. Á fimm- gangsvængnum verða stig úr þremur greinum lögð til grundvallar þ.e. tölt, fimmgangur og ein skeiðgrein. Getur þar verið um að ræða 250 metra skeið, gæðingaskeið eða 100 metra flugskeið. Á fjórgangsvængnum verður aðeins um að ræða tvær greinar við brottfall fimikeppninnar og er því verið að verðlauna fyrir það sem kallað er íslensk tvíkeppni hér á Íslandi en sú keppni var lögð af í FIPO-reglunum fyrir löngu. Mögu- leikar keppenda á fjórgangshestum til sigurs í samanlögðu hafa þótt litlir og því eru þessar breytingar gerðar. Þá voru einnig gerðar breytingar á stigaútreikningum úr 250 metra skeiði á þann veg að nú þarf skeið- hestur að ná 20 sekúndum sléttum til að fá tíu í einkunn fyrir greinina í stað 21 sekúndu áður. Með þessu vænkast heldur hagur góðra fimmgangshesta sem ekki búa yfir mjög miklum flýti á skeiði og að sama skapi minnka möguleikar hinna eldfljótu vekringa sem ekki þykja merkilegir á sviði tölts og fimmgangs. Tekið var á þolreiðarvandanum sem upp kom úrslitum töltkeppninn- ar á heimsmeistaramótinu í Austur- ríki í sumar. Samþykkt var að hafa tímamörk á hverju atriði úrslita en þetta gildir um öll úrslit á hringvelli auk forkeppni í slaktaumatölti þar sem eru þrír keppendur inni á velli í senn. Töldu þingfulltrúar að með þessu móti væri komið í veg fyrir leiðindaatvik eins og varð í Stadl Paura. Róttækar breytingar á FIPO-reglunum Tveir samanlagðir sigurvegarar á HM FORMAÐUR Landsambands hesta-mannafélaga, Jón Albert Sig- urbjörnsson, braut hefðina þegar hann færði Sigurbirni Bárðarsyni gullmerki samtakanna þegar Sig- urbjörn fagnaði hálfrar aldar af- mæli sínu í góðra vina hópi í félags- heimili Fáks á laugardag. Venjan hefur verið að afhenda slíkt ein- göngu á ársþingum samtakanna. Þakkaði Sigurbjörn fyrir þennan óvænta heiður og kvaðst hafa reiknað með að hann fengi merkið svona um sjötugt. Var þarna að vonum margt um manninn enda hefur Sigurbjörn eignast marga góða vini á löngum og farsælum ferli í hestamennsk- unni. Veislustjóri var Kristinn Huga- son, fyrrverandi hrossarækt- arráðunautur og núverandi starfs- maður í sjávarútvegsráðuneytinu. Sagði hann að það væri alkunna að Sigurbjörn væri mikill hrekkjalóm- ur og setti sig aldrei úr færi ef gott tækifæri byðist. Sagði Kristinn að þegar Sigurbjörn hringdi til að biðja hann um að taka að sér veislu- stjórn hefði hann villt á sér heim- ildir og sagst óska leyfis ráðuneyt- isins til seiðatöku. Sér hefði fundist eins og hann ætti að þekkja þennan mann sem talaði, sem var bæði kurteis og mjúkmáll, en þorði þó ekki að taka „sjénsinn“ að vera með einhvern galgopaskap enda slíkt ekki við hæfi hjá opinberum emb- ættismanni. Hefði honum þó létt stórum þegar fram kom í máli mannsins að hann hyggðist taka seiðin úr Úlfljótsvatni. Sagðist Kristinn þá hafa notað tækifærið og tilkynnt að þar með heyrði málið ekki undir sjávarútvegsráðuneytið og hann þar með laus úr þessu sím- tali. Hefði Sigurbjörn þá fellt grím- una og borið fram óskina. Í lok máls síns færði Kristinn honum bókina Samskipti manns og hests eftir Ás- geir Jónsson frá Gottorp sem ætti vel við þegar Sigurbjörn ætti hlut að máli enda hefði hann fyrir löngu skipað sér á bekk með fremstu hestamönnum landsins frá upphafi byggðar. Morgunblaðið/Valdimar Sigurbjörn með gullmerki LH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.