Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ TIL mín í Gula sófann erumættir þeir Elvar Gunn-arsson og Kristján Þór Matthíasson, rapparar Afkvæm- anna en aðrir sem skipa sveitina eru þeir Hjörtur Már Reynisson og Páll Þorsteinsson taktsmiðir. Íslenskt rapp fer mikinn um þessar mundir en óþarfi er að tíunda góðan árangur XXX Rottweilerhunda að undanförnu en einnig kom fyrsta plata rapp- arans Sesar A út fyrir stuttu og um svipað leyti áðurnefndur frumburður Afkvæmanna. Svo lifa fleiri sveitir góðu lífi á net- heimum, t.d. hin akureyrska Skytturnar, Forgotten Lores og Mezzias. Ólíkt Rottweilerhundunum, sem óneitanlega gera nokkuð út á hið hneykslunargjarna – sem er gott og blessað sem slíkt – eru Afkvæmi guðanna að fjalla um daginn og veginn, með alls kyns táknfræði og oft og tíðum djúphuga texta að vopni. Dæmi- sögurnar gefa þeir sjálfir út, í einföldum og smekklegum um- búðum. Já, íslenska rappið er loksins orðið til. Sorakjaftur og fíflagangur Þeir piltar segja að vinnsla disksins hafi tekið um hálft ár. „Við skrifum vanalega heima hjá okkur,“ segir Elvar. „Og plötuna tókum við líka upp þar.“ Elvar var eitt sinn einn höf- uðpaura Rottweilerhundanna, en klauf sig síðar frá sveitinni. Er „hundarnir“ sigruðu Músík- tilraunir árið 2000 og „fóru með bikarinn heim í Árbæinn“ var Elvar, eða Seppi, valinn besti rapparinn. Um hundrað eintök eru nú farin af disknum og strákarnir hyggjast framleiða meira og um þessar mundir eru þeir að taka upp nýja plötu. Sveitin hóf að taka á sig mynd fyrir tveimur til þremur árum, að sögn Elvars. „Rottweiler var svona hliðar- verkefni í upphafi. Allt í einu unnum við svo Músíktilraunir þannig að ég fór að sinna því meira. En hætti svo þegar þeir ætluðu að gera plötu.“ Textar eru að heita má mátt- ur og megin rapplistarinnar. „Við höfum verið að keppa í ljóðakeppni, „slam-poetry“, og slíku,“ upplýsir Elvar. „Okkar textagerð er kannski undir áhrifum frá því. Svona blandað ljóða-hipp hopp“ Spurðir um áhrif tiltaka þeir sérstaklega útgáfur eins og Anticon og RhymeSayers. Þeir hlæja þegar þeir eru spurðir hvort þeir séu meira „West Coast“ eða „East Coast“ og fræða blaðamann um það að Chicago og Detroit séu að koma sterkar inn sem hipp-hoppsetur. Í kjölfarið er því velt upp hvort að nú sé hægt að tala um eitt- hvað sem heitir „íslenskt rapp“. T.a.m. er eitt einkenni sænska rappsins það að það er mikið „á götunni“ á meðan Danirnir eru meira í „meginstraumnum“. „Ef það er eitthvað eitt sem einkennir íslenska rappið núna,“ segir Elvar. „er að það er svolít- ið „halló“. Menn eru að reyna að smala saman íslenskum hljóð- bútum og það er mjög sjaldan sem það kemur vel út. Eina dæmið um virkilega vel heppn- aðan árangur í þessu er hjá Mezzíasi, í laginu „Viltu með mér vaka“. XXX Rottweiler- hundar tóku bút af íslenskri barnaplötu og núna eru allir að því. Svo er það líka þannig að ef þú ert að styðjast við gamla, ís- lenska dægurtónlist þá kemur það alltaf svolítið fíflalega út. Svo einkennir sorakjafturinn ís- lenskt rapp einnig.“ Sterk orð frá orðsterkum mönnum. Dæmisögur er hægt að nálgast í öllum betri plötu- búðum. Dæmisögur samtímans Afkvæmi guðanna gaf á dögunum út diskinn Dæmisögur sem inni- heldur átján nútímarímnasöngva um lífið og tilveruna á öndverðri 21. öld. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við tvö afkvæmanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Jó, vots öpp!“. Elvar og Kristján eru með taktana á hreinu. Ís le ns ka r ap ps ve it in A fk væ m i g u ð an na arnart@mbl.is Á DÖGUNUM var haldin hljóm- sveitakeppni í Höllinni í Vestmanna- eyjum sem bar yfirskriftina „Allra veðra von“. Alls tóku 9 ungar og efnilegar hljómsveitir þátt í keppninni og var til mik- ils að vinna. Ein Eyjahljóm- sveit tók þátt og 8 af fastaland- inu og kom um 50 manna hópur unglinga með Herjólfi gagngert vegna keppninnar. Það er óhætt að segja að við- burðurinn hafi borið nafn með rentu því töluverð bræla var þegar hópurinn kom með Herjólfi og einhverjir voru sjó- veikir, eins og gengur. Að- komufólkið gisti á ýmsum stöð- um í bænum og vel fór um alla að sögn Óðins Hilmissonar, eins af skipuleggjendum. Töluverður fjöldi unglinga fylgdist með tónleikaveislunni í Höll- inni en skemmst er frá því að segja að hljómsveitin Castor frá Seyðisfirði bar sigur úr býtum og hlaut að laun- um fría upptökutíma hjá Ríkisútvarp- inu auk þess sem hún fær að koma fram á þjóðhátíð Vestmannaeyinga komandi sumar. Að sögn Óðins var hér um tilraun að ræða en reiknað er með að „Allra veðra von“ verði árviss viðburður í tónlitarlífinu í Vestmannaeyjum. Hljómsveitirnar sem tóku þátt voru auk sigurvegaranna Castor, Made in China frá Vestmannaeyjum, Heróg- lymur, Reaper og Fake Disorder úr Kópavogi, Andlát úr Reykjavík, Dauðikross frá Selfossi, Org frá Hellu og Hinir Endalausu frá Reykja- nesbæ. Þátttakendum og fylgifiskum þeirra var ýmislegt gert til skemmt- unar; þeim boðið upp á skoðunarferð, haldnar myndbandasýningar og svo að sjálfsögðu slegið upp veglegri át- veislu. Óhætt er að segja að „Allra veðra von“ hafi tekist ágætlega og er gott innlegg í tónlistarstarf unglinga í Vestmannaeyjum og víðar. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Eyjapíur og -peyjar voru vel með á nótunum. Allra veðra von Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. G ró sk a í t ó nl is ta rl íf i í E yj u m Andlát á sviði. ESCAPISM ku vera fyrsta útgáfa Ingo, ungs manns sem fiktað hefur við raftónlist undanfarin ár. Starf- aði víst eitt sinn með manni í Lond- on sem er nú í bresku rafpopp- sveitinni Lamb. Eins og algengt er í dag er um lítið upplag að ræða og ekki hlaupið að því að nálgast það; helst þá í gegnum litlar plötubúð- ir eða í gegnum listamennina sjálfa. Hér má heyra raftón- list; einhvers- konar raf- popp sem nokkuð erfitt er að henda reiður á. Fyrir það fyrsta er heild- armynd plötunnar nær engin. Lögin ólík að lengd og byggingu og tilfinn- ingin sem maður fær er að hér sé ver- ið að tæma harða diskinn; sem safnað hefur verið á í dágóðan tíma virðist vera. Það er skiljanlegt með útgáfur sem þessar; en virkar þó sem löstur hér. Sumum lögunum mætti lýsa sem einhvers konar sveimpoppi; sum þeirra minna meira að segja á sveitina AmPop sem, eins og nafnið gefur til kynna, hefur fengist við slíkan bræð- ing. Þannig er hið sjö mínútna langa „Snow for the Fanatics“ næsta und- arlegur rafpoppóður, hvar helsta ein- kennið er hæg og dreymin rödd, sem búið er að véla um með. Lagið nær að heilla, á sinn sérstaka hátt. Besta lag- ið í sungna flokknum er „Time to go“, þar sem Ingo tekst að kreista út hina þekkilegustu melódíu. Önnur lög eru of keimlík til að vekja hjá manni eft- irtekt. Mörg ósungnu verkanna hér minna á eitthvað dufl frá Eno, Fripp, Hillage eða Budd; hljómar nokkuð níunda- áratugslega, jafnvel áttunda. Virkar í sumum tilfellum hálfafkáralega; í öðr- um alls ekki. „Sand“ inniheldur þó nóg af sprettum sem gefa vísbending- ar um að Ingo lumi á ýmsu. Þar virkar rafblandan ágætlega og vekur hjá manni heilnæma forvitni. Hljómur hér er oftast fornfálegur og „grannur“; og tölvu- og tækjabún- aður greinilega ekkert sérstaklega uppfærður. Umslagshönnuninni skal hrósa; smekkleg mjög í einfaldleika sínum. Nokkuð misjöfn smíð frá Ingo sem því miður nær aldrei neinum tilfinn- anlegum hæðum. Tónlist Ingo Escapism Slatur gefur út Escapism, geislaplata Ingo. Hljóð og raddir: Ingolfur-Earthwomit; Hjalti Thor Sverrisson, Benedict Birgisson. Tónlist er eftir Ingo/Earthworm. Hljóðvinnsla var í höndum Earthwomit. 65,29 mín- útur. Arnar Eggert Thoroddsen Ingo, eða Ingólfur Þór Árnason. Morgunblaðið/Jim Smart Vaðið á rafi SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12 ára Sýnd í LÚXUS kl. 6 og 10. „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com l i i . Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum „There´s Something About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gamanmynd allra tíma  SV Mbl  DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i 14. Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ath! síðustu sýningar á Lord of the Rings í Lúxussal.Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.I. 16 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.