Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 43 ✝ Óskar Jónssonfæddist í Reykja- vík 4. júní 1916. Hann lést 23. janúar síðastliðinn á líknar- deild Landakotsspít- ala. Foreldrar Óskars voru Jón Jónsson frá Veiðileysu á Ströndum, hús- gagnasmiður í Reykjavík, f. 5. mars 1886, d. 1969, og Agnethe Larsen frá Noregi, húsmóðir, f. 14. janúar 1886, d. 1954. Óskar á eina eftirlifandi systur, Berthe Fumagalli, f. 25. september 1914. Hún er búsett á Englandi. Látin systkini Óskars voru: 1) Aðalsteinn, f. 1. júní 1918, d. 14. desember 1980. 2) Betsy, f. 5. september 1920, d. 5. ágúst 1988. Hinn 13. febrúar 1943 kvæntist Óskar eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur, foringja í Hjálpræðishernum, f. 5. maí 1921. Foreldrar hennar voru Jón Sig- urðsson, bæjarstarfsmaður á Ak- ureyri, og Rannveig Sigurðar- dóttir, húsmóðir. Óskar og Ingibjörg eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Þau eru: 1) Rannveig Agnethe Jóna, f. 19. vígðist í Hjálpræðisherinn 20. september 1932 og varð foringi í Hernum 25. júní 1936. Hann og Ingibjörg, kona hans, hafa unnið mikið starf á vegum Hjálpræð- ishersins. Fyrsta skipun þeirra var til Ísafjarðar en síðan störf- uðu þau á Siglufirði, Akureyri og í Reykjavík. Árin 1947–49 voru þau í Ringkøbing og Fredericia í Danmörku þar sem þau báru ábyrgð á flokksstarfinu. Þau komu heim til Akureyrar 1949 og voru flokksstjórar þar og síðar í Reykjavík. Þá voru þau flokks- stjórar í Noregi 1955–59, fyrst í Tønsberg og síðan í Gjøvik. Þau veittu Gesta- og sjómannaheimili Hjálpræðishersins í Reykjavík forstöðu á árunum 1959–67. Það- an héldu þau til Björgvinjar þar sem þau stýrðu drykkjumanna- heimili Hersins 1967–69 og voru síðan fangelsisritarar Hjálpræðis- hersins í Noregi. Þau voru leið- togar Hjálpræðishersins á Íslandi og í Færeyjum frá 1972 til 1978 en voru síðan send til leiðtoga- starfa í Noregi. Óskar og Ingibjörg létu form- lega af störfum fyrir Hjálpræð- isherinn 12. ágúst 1981 og hafa búið síðan í Reykjavík. Þau sett- ust þó ekki í helgan stein heldur störfuðu áfram af krafti í þágu Hersins. Óskar var sæmdur ridd- arakrossi fálkaorðunnar 1987 fyr- ir störf þeirra hjóna að líknar- og félagsmálum í Hjálpræðishernum. Útför Óskars fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. nóvember 1944, sjúkraliði, nú flokks- stjóri á Akureyri, gift Einari Björnssyni, starfar á meðferðar- heimili, og eru börn þeirra Óskar, Ingi- björg, Björn og Jak- obína Dögg. 2) Há- kon, f. 6. júlí 1946, kennari í MS. Hann var kvæntur Guðríði Öddu Ragnarsdóttur, en þau skildu. Sam- býliskona hans er Heiður Agnes Björns- dóttir, viðskiptafræð- ingur, og er sonur þeirra Kjartan. 3) Daníel, f. 17. apríl 1948, kvænt- ur Anne Gurine Óskarsson. Þau starfa fyrir Hjálpræðisherinn í Finnlandi. Börn þeirra eru Ester, Inger og Daníel. 4) Óskar, f. 3. október 1953, d. 28. desember 1996. Hann var kvæntur Unni Kurseth og eignuðust þau dæt- urnar Helenu og Jeanette. Þau skildu. Eftirlifandi eiginkona er Torhild Ajer hjúkrunarfræðingur og eru dætur þeirra Nína Kristín og Vigdís. 5) Miriam, f. 27. júní 1960, útvarpskona í Reykjavík og foringi í Hjálpræðishernum. Á unglingsárum var Óskar sendisveinn og stundaði af- greiðslustörf í Reykjavík. Hann Höfðingi Hjálpræðishersins á Íslandi er ekki lengur á meðal okkar. Ef við nefndum nafn hans, eða konu hans, þá vissu flestir að þau störfuðu í Hjálpræðishernum. Brigader Óskar Jónsson fæddist 4. júní 1916 og mætti snemma kalli Guðs, bæði til frelsis og þjónustu. Hann hóf nám við foringjaskóla Hjálpræðishersins 1935 og næsta ár varð hans fyrsta verkefni að starfa á Akureyri. Þar með hófst ríkur þjónustuferill í þeirri hreyf- ingu, sem hann hafði vígt líf sitt til. Frá Akureyri lá leiðin til Reykjavíkur og þaðan til Þórs- hafnar í Færeyjum. Aftur til Ís- lands og Siglufjarðar 1939. Þá fylgdi margra ára þjónusta á Ís- landi, þar sem hann starfaði ýmist á Siglufirði eða í Reykjavík. Hinn13. febrúar 1943 kvæntist Óskar Ingibjörgu Jónsdóttur. Hélt hann starfinu áfram, með konu sinni, bæði hér á Íslandi og erlend- is. Fyrsta starf þeirra saman var á Ísafirði. Störfuðu þau einnig í Reykjavík, áður en þau fóru til Fredricia í Danmörku 1946. Árið 1952 komu þau aftur til flokksins í Reykjavík. Meðan þau voru þar fór Óskar til London, þar sem hon- um bauðst tveggja mánaða fram- haldsnám fyrir foringja. Komu þar saman foringjar víðs vegar að frá þeim löndum þar sem Hjálpræð- isherinn starfar. Á þessum nám- skeiðum kynnast foringjarnir starfsemi Hjálpræðishersins um allan heim. Árið 1955 lá leiðin til Noregs, fyrst til Tönsberg, síðan til Gjövik og aftur lá leiðin til Íslands haust- ið 1959. Stjórnuðu Óskar og Imma þá gistiheimilinu í Reykjavík fram til haustsins 1967. Þá lá leiðin til Bergen í Noregi, þar sem þau stjórnuðu heimili fyrir áfengis- sjúklinga. Næsta starf Óskars var að heimsækja fanga í öllum fang- elsum Noregs. Haustið 1972 lá leiðin enn á ný til Íslands, sem yfirmaður Íslands og Færeyjadeildar Hjálpræðis- hersins. Þetta starf hafði Óskar fram til haustsins 1978, þegar sams konar starf beið hans í Upp- landadeild Hersins í Noregi fram til 1980. Síðasta starf Óskars áður en hann komst á eftirlaun var starf trúboða í Noregi. Ferðuðust þau hjónin þá víða um Noreg og héldu samkomur. Opinber starfs- lok Óskars voru 12. ágúst 1981, eftir 45 ára þjónustu í Hjálpræð- ishernum. Hafði Óskar þá unnið mikið og gott starf og árið 1987 var hann heiðraður með Riddara- krossi Fálkaorðunnar af þáverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Þegar Óskar náði eftirlaunaaldr- inum hefðu þau hjónin getað sest niður og notið tilverunnar. En hvorki Óskar né Imma voru þann- ig. Þau vildu áfram hjálpa til og svo lengi sem kraftarnir leyfðu var Óskar með í starfi Hjálpræðis- hersins af lífi og sál. Í mörg ár var Óskar hermannaleiðtogi flokksins í Reykjavík. Lét hann af því starfi í mars 2001. Leiðtogar Hjálpræðishersins, kommandörarnir Berit og B. Do- nald Ödegaard, ásamt okkur í Ís- lands- og Færeyjadeild þakka, fyr- ir hönd Hjálpræðishersins, af öllu hjarta félaga okkar, sem nú er far- inn heim. Við biðjum þess að Guð huggunarinnar verði með Immu og börnunum og fjöskyldunni allri. Að hann veiti kraft og styrk í sorginni og söknuðinum. Við lýsum friði yf- ir minningu Óskars Jónssonar. Majórarnir Turid og Knut Gamst. Í dag verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju Óskar Jónsson, leiðtogi í Hjálpræðishernum á Ís- landi. Hann hefur verið kallaður heim. Óskar var einn af fyrir- myndardrengjum þessarar þjóðar. Maður sem af heilum hug og í staðfastri trú helgaði líf sitt þjón- ustunni við samferðafólk sitt sam- kvæmt hinum kristnu gildum og eftir boðorðum föðurins á himnum. Það var okkur sem þessar línur rita einstök gæfa þegar við kynn- umst Ingibjörgu, Óskari og dætr- um þeirra, Miriam og Rannveigu. Með okkur skapaðist strax einlæg og náin vinátta. Óskar og Ingibjörg helguðu líf sitt og starf þjónustunni í Hjálp- ræðishernum. Í starfi sínu og leik voru þau sannir, vitrir og virtir trúboðar og glæsilegir fulltrúar fyrir söfnuð sinn og samstarfsfólk. Í huga flestra Íslandinga eru þau hjón tákn og einkenni Hjálpræð- ishersins. Þau voru fólkið sem bauð okkur Herópið á Laugaveg- inum eða í Kringlunni fyrir jólin. Hjónin sem birtust þegar Herinn var kynntur og þar sem hann kom fram. Fulltrúarnir sem fólkið þekkti og heyrði segja frá starfinu og verkefnum í Hjálpræðishern- um. Við lifum á tímum sem eru eng- um öðrum líkir. Heimurinn stefnir að hátindi tækniþróunar. Menn krefjast valda og yfirráða með góðu eða illu. Samtímis er veröldin á hraðri leið til tortímingar. Fólk er gripið ótta og skelfingu yfir því sem koma skal. Við þessar að- stæður starfaði og þjónaði Óskar ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu allt sitt líf. Það virtist sem ekkert fengi raskað hans hugarró. Traust hans og trú á frelsarann og fyr- irheit hans um fyrirgefningu synd- anna og eilíft líf var hans sverð og skjöldur. Bænin var hans vopn í sókn og vörn. Á hverjum degi gengu þau hjón til bæna fyrir mönnum og málefnum, fólki sem þarfnaðist hjálpar og átti erfitt. Allir voru jafnir í þeirra augum. Óskar var gæfumaður. Guð sá honum fyrir öllum hans þörfum. Hann eignaðist einstaka eiginkonu og stóra fjölskyldu. Börnin hafa fetað í fótspor feðranna. Hákon, elsti sonurinn, hefur staðið með foreldrum sínum í þeirra starfi. Hann er líffræðingur og starfar sem kennari og leiðsögumaður. Rannveig er leiðtogi fyrir Hjálp- ræðisherinn á Akureyri. Daníel starfar, ásamt eiginkonu sinni, fyr- ir Hjálpræðisherinn í Finnlandi. Óskar yngri lést úr krabbameini fyrir nokkrum árum, en hann var búsettur í Noregi þar sem hann vann að meðferðar- og forvarn- armálum. Miriam er yngst barna Óskars og Ingibjargar. Hún hefur fylgt foreldrunum í starfi þeirra og þjónustu. Hún hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir Hjálpræðisherinn á Íslandi og í Noregi. Einnig hefur hún verið við trúboð og kennslustörf í Panama. Hún starfar nú m.a. sem þátta- gerðarmaður við Kristilegu út- varpstöðina Lindina. Henni er gef- in gnægð hæfileika til að flytja hinn kristilega boðskap jafnt í töl- uðu orði og með framúrskarandi söng. Fjölmörg barnabörn Óskars eru virkir þátttakendur í kristilegu starfi og þjónustu. Enginn okkar er fullkominn eða syndlaus sagði Óskar stundum. Það kemur ekki að sök, því frels- arinn okkar, Jesú Kristur, hefur tekið á sig syndir okkar og gefið okkur fyrirheit um eilift líf með sér á himnum. Syndalisti Óskars er ekki langur. Lífshlaupi hans má lýsa með orðum skáldsins sem sagði: Hrygga vil ég geta glatt, gjört hið fagra, talað satt, verið til hins góða gjarn gott og ljúft og hlýðið barn. Guð blessi og styrki Ingibjörgu og aðstandendur Óskars. Helgi og Ómar. ÓSKAR JÓNSSON                                                   !"#! ! !" $ %&&'()  *+ && ,- *&+./&  !"      # #   $ % #  &  '   $$ $(() % 0+1  1' % '1 0) *''  )    )( ''  0 %  0 &%'1 2'  )( ''  03 0 &'1     *               !"  )  % (%' 4  '. 5- *&+./&      " +,'"    ( 6' )7 1('1 8%  ''  )    % 2 + ''  6'/' '( '1 1(' 91 2 + ''  21 #  2 + ''  )7   67''1                           $   ') && 1) ,: *&+./&   '    !"  " -    ( % #  ."  )7 1'3'1 1  ''  )7 2' '1 &7%  ''  % %'1 21   ''  !   '1 .   '1 ;% * ''  1   ''    '+ '1 2'  ''    + 0)'1   0%%1'1     /   0 " #6  !"         )% + 0+1 '+ 1 '' 0    "    0 4  2 2$   &   7' ( <= *&+./&  !"  -     ($'  %   &  ' 1  2 $(() + 0 1 ''  +& + ''  '/ + '1   + '1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.