Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Íslendingar eigum og höfum átt marga frábæra íþróttamenn, sem hafa með markvissri þjálf- un og keppnisanda náð árangri á heims- mælikvarða og glatt hjarta okkar. Árangur handknatttleikslands- liðs okkar núna í Evr- ópukeppninni í Sví- þjóð gleður okkur svo sannarlega og kitlar jákvætt þjóðarstolt okkar. Landslið okkar í handknattleik karla hefur ekki að ástæðu- lausu fengið heitið „strákarnir okkar“ vegna þeirra ánægju, sem þeir hafa veitt okkur með drengilegum leik sínum og æðruleysi í sigrum sem ósigrum. Árangur liðsins undanfarna ára- tugi í keppni við bestu landslið heims á Ólympíuleikum, í Heims- meistara- og Evrópukeppnum er flestum nema strákunum sjálfum, þjálfurum þeirra og okkur dyggum stuðningsmönnum næsta óskiljan- legur. Þessi árangur í handknatt- leik er orðin ein af hefðum okkar Íslendinga. Því hefur það ávallt verið stefna og metnaður stjórnar HSÍ og forystumanna íslenskra handknattleiksfélaga að vera meðal þeirra bestu í þessari vin- sælu íþróttagrein, sem iðkuð er af tug milljóna manna í yfir 200 löndum. Sem einn af „strák- unum okkar“ gleymi ég seint þeirri ánægju sem lýsti úr augum eldri manns, þegar hann þakkaði mér og öðrum leikmönnum landsliðsins kærlega eftir fyrsta sigurleik Íslendinga á Dönum árið 1968 (15-10) með orðunum: „Loksins urðum við sjálfstæðir.“ Jákvæður þjóðarmetnaður. Nú orðið þykir okkur ekki merkilegt að „strák- arnir okkar“ sigri Dani eða aðrar stórþjóðir í þessari íþróttagrein. Okkur þykir það sjálfsagt. En það er langt frá því að þetta sé sjálf- sagt. Á bak við árangur landsliða okkar í handknattleik, sem og í öðrum íþróttagreinum, liggur ára- löng markviss þjálfun, sjálfsagi og keppnisreynsla. Að byggja upp „liðsheild“ sterkra einstaklinga felst í gríðarlegri vinnu leikmanna, þjálfara þeirra og stjórnenda í fé- lögum og sérsamböndum. Að öðl- ast þessa reynslu krefst þess að leikmenn fái ungir tækifæri til að keppa við jafnaldra sína frá öðrum þjóðum og fá keppnisreynslu og sjálfstraust. Kjarni núverandi landsliðs okkar í handknattleik hefur til að mynda verið meira eða minna saman við æfingar og keppnir frá því þeir voru 16 ára gamlir í 16 ára landsliði HSÍ, síðan í 18 og 21 árs liði, áður en þeir unnu sér sæti í sjálfu landsliðinu. Þessi kjarni liðsins náði þriðja sæti í Heimsmeistarakeppni 21 árs pilta árið1993 og var hársbreidd frá gullinu. Eins og gefur að skilja er það mjög kostnaðarsamt fyrir Hand- knattleikssambandið að kosta þjálfun og keppnisferðir allra átta landsliða, stúlkna, kvenna, pilta og karla. Mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta árangur stúlkna- og kvennalandsliða okkar. Þessi kostnaður er minnst 50 milljónir króna árlega vegna þjálfunar, keppnisferða og þátttöku í stór- mótum. Af þessari upphæð fá okk- ar landsliðsmenn ekki krónu í eigin vasa, þvert á móti þurfa þeir að leggja í mikinn kostnað sjálfir vegna þátttöku sinnar í undirbún- ingi og keppnisferðum landslið- anna. Stuðningur ríkisstjórnar hefur verið lítill sem enginn við afreks- íþróttir, enda ekki mörkuð íþrótta- stefna þar á bæ. Afreksstyrkur ÍSÍ að upphæð 4 milljónir króna nær skammt, en er kærkominn. Mörg fyrirtæki sjá sér hag í virkum stuðningi við landsliðin og hafa Flugleiðir sýnt þar fordæmi, enda fljúga þúsundir íþróttamanna með þeim árlega og þeir eru meðvitaðir um þá miklu og jákvæðu landkynn- ingu sem árangur íþróttamanna okkar leiðir af sér. Fjöldi annarra fyrirtækja hafa fylgt í fótspor þeirra. Góður árangur liðs okkar, keppnisandi, samstaða og leikgleði smitar út frá sér til starfsmanna fyrirtækja um að leggja sig fram til að bæta árangur sinn í alþjóðlegri samkeppni. Strákarnir okkar hafa vísað veginn. Sýnt fram á að þetta er hægt með sjálfstrausti sínu, byggðu á markvissri vinnu og áunninni reynslu. Það gilda sömu lögmál hjá íþróttaliðum sem fyr- irtækjum. Góður árangur skapast af áhugasömum og metnaðarfullum starfsmönnum/leikmönnum, hæfi- leikamiklum leiðtogum/þjálfurum og stjórnarmönum sem móta stefnu fyrirtækja/liða og útvega fjármagn til framkvæmda. Fjöldi einstaklinga hafa stutt dyggilega við landslið okkar með því að sækja leiki, með fjárfram- lögum sínum eða sjálfboðavinnu. Við skulum halda áfram að gera kröfur til landsliða okkar, en við „stuðningsmenn“ skulum um leið leitast við að auka stuðning okkar. Í landssöfnun HSÍ eftir að „strák- arnir okkar“ unnu gullverðlaunin í Heimsmeistarakeppninni í Frakk- landi 1989, þar sem 95% þjóðarinn- ar horfði á úrslitaleikinn í beinni útsendingu sjónvarpsins, söfnuðust um 5 milljónir króna frá einum 10.000 fjölskyldum sem greiddu heimsenda gíróseðla að upphæð 500 kr. Þetta var velkomin upp- hæð, en samt aðeins tuttugu krón- ur að meðaltali á hvern landsmann. Var þessi árangur landsliðs okkar virkilega ekki meira virði fyrir þig og mig en 20 krónur? Hvað með þá jákvæðu fyrirmynd unglinga okk- ar, sem þessir afreksmennn eru. Fyrir tvö hundruð króna árlegt framlag frá hverjum Íslendingi mun landslið okkar í handknattleik ávallt vera meðal þeirra bestu! Er það ekki þess virði? Tökum minnst 200 kall upp úr vasanum og söfnum því þessum 50 milljónum á næstu dögum. Höfum strax samband við skrifstofu HSÍ og greiðum framlag okkar í lands- liðssjóð HSÍ til styrktar öllum okk- ar landsliðum, stúlkna, kvenna, pilta og karla. Þá getum við með stolti sagt fyrir framan skjáinn: „Strákarnir okkar“ og „stelpurnar okkar“. Styðjum strákana okkar til stórsigra Jón Hjaltalín Magnússon Handbolti Tökum minnst 200 kall upp úr vasanum, segir Jón Hjaltalín Magn- ússon, og söfnum því þessum 50 milljónum á næstu dögum. Höfundur var formaður HSÍ 1984–1992. UNDANFARIN misseri hafa nokkrir aðilar hvatt sér hljóðs um samband ríkis og kirkju og er það vel að rætt sé um þjóðkirkj- una, stöðu hennar og hlutverk í samfélaginu. Bent hefur verið á að það sé mótsögn í því að hér á landi sé þjóð- kirkja en um leið sé því haldið fram í stjórnarskránni að trú- frelsi skuli ríkja. En er það endilega svo? Til þess að svara þessari spurningu þurfum við að skoða nánar hvað þjóðkirkja er og hvaða hlutverki hún hefur gegnt fyrir íslenska menningu og samfélag. Einföld og þægileg skilgreining á þjóðkirkju er að það sé sú kirkjudeild sem meiri- hluti þjóðar tilheyrir. Ef við tökum mið af fræðilegri skilgreiningu þá er það kirkja sem vill vera í virkum og nánum tengslum við þjóðlífið og leggur eitthvað verulega af mörkum til uppbyggingar samfélagsins, er hluti af mannlífinu hvurndags og á hátíð- um og tyllidögum. Það er kirkja sem boðar kristna trú og stendur vörð um kristið gildismat og mann- skilning. Ríkisvald og trúfrelsi Það vill nú svo til að þjóðkirkjan leysti ríkiskirkjuna af hólmi með setningu stjórnarskrárinnar árið 1874 og þá var trúfrelsi innleitt um leið í sömu stjórnarskrá. Það sama gerðist í Danmörku árið 1849. Þá sáu menn ekki í þessu fyrirkomu- lagi ósættanlegar andstæður og heldur óhjákvæmilega afleiðingu þess að konungur hafði afsalað sér einveldi. Þegar um ríkiskirkju er að ræða er stjórn hennar og lagasetn- ing varðandi helgihald, kenningar og skipulag í höndum ríkisvaldsins og frumkvæði safnaðanna lítið sem ekkert. Þar af leiðandi getur kirkj- an ekkert boðað nema það sem valdhöfum hverju sinni hugnast og kristinni trú því þröngur stakk- ur skorinn – og stund- um hreinlega í spenni- treyju. Kirkjan er þá eins og ráðuneyti rík- isstjórnar og þar sem einveldi ríkir er ríkis- stjórinn (konungur eða keisari) annaðhvort tekinn í guða tölu eða skilgreindur sem æðstiprestur. Í fyrstu var aðeins um nafnbreytingu að ræða á kirkjunni, en smám saman setti Al- þingi Íslendinga lög um kirkjumál, sem gerðu hana lýð- ræðislegri og færðu ábyrgð og ákvarðanatekt til safnaðanna sjálfra. Merkust eru lögin um utan- þjóðkirkjufólk, sóknarnefndir, prestskosningar, prestlaunasjóð, kirkjuráð og kirkjuþing. Með þjóð- kirkjulögunum frá 1997 fékk kirkju- þing það löggjafarvald sem Alþingi hafði áður í kirkjumálum og kirkju- ráð þau völd sem áður voru að miklu leyti í ráðuneyti dóms- og kirkjumála. Þar með var þeim enda- punkti náð að ríkiskirkjan, sem upphaflega var dönsk, er orðin ís- lensk þjóðkirkja, sem byggist á starfi kristinna safnaða í landinu og frumkvæði innan ákveðins ramma sem löggjafarsamkoma þjóðarinnar setur um starfsemi trúfélaga. Mér er því spurn: Hverju á að slíta í sambandi ríkis og kirkju þegar þetta fyrirkomulag er komið á? Þjónusta við þjóðina Kirkjumálin á Íslandi á 19. öld og framan af þeirri 20. voru nokkuð sérstæð. Segja má að það hafi bæði ríkt hér ríkiskirkja, dönsk, og þjóð- kirkja, sem talaði íslensku og var rótgróin í sveitasamfélaginu. Biskupinn og guðfræðikennarar svokallaðra æðri menntastofnana voru fulltrúar ríkiskirkjunnar, þ.e. danska ríkisvaldsins, enda launaðir af ríkissjóði og bundnir í báða skó sem embættismenn konungs. Prest- arnir úti um landið litu hins vegar ekki á sig sem embættismenn kon- ungs heldur sem þjóna kristinnar kirkju og fólksins í söfnuðunum. Þeir hikuðu ekki við að safna undir- skriftum undir bænaskrár meðal sóknarbarna sinna til að afla stuðn- ings kröfum róttæklinga um aukið pólitískt sjálfræði til handa Íslend- ingum. Þeir gerðust milligöngu- menn landsmanna og Baldvins Ein- arssonar, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar sem sátu úti í Kaup- mannahöfn og skrifuðu í ritum sín- um hvatningu til Íslendinga. Þegar kom að því að stofna lestrarfélög, búnaðarfélög, barnaskóla og bind- indisfélög gengu þeir fram fyrir skjöldu. Prestar á Alþingi létu dönsku stjórnina yfirleitt ekki segja sér fyrir verkum enda höfðu þeir afkomu sína af eigin búskap, arði af kirkjujörðum og sköttum og skyld- um sóknarfólks. Félagsleg og póli- tísk áhrif þessarar grasrótarþjóð- kirkju, sem stofnað var til á Þingvöllum árið 999/1000, eru ómet- anleg þegar vega á og meta tilurð og þróun íslenska ríkisins sem nú- tímalegs sjálfstæðs velferðarríkis. Þessi grasrótarkirkja gegndi víð- tæku þjónustuhlutverki, sem á máli guðfræðinnar er kallað díakónía. Sennilega eru fá ríki í hinum vestræna heimi þar sem þjóðkirkja hefur jafn sterka stöðu meðal al- mennings og á Íslandi. Setja má að lögin frá 1997 hafi einmitt viljað slá vörð um það fyrirkomulag sem hér hefur að mörgu leyti verið farsælt. Fólk kýs kirkjulega þjónustu við at- hafnir sem marka tímamót í lífi ein- staklinga, fjölskyldna og byggðar- laga og það jafnvel þeir sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni, sem trú- félagi formlega. Þetta á ekki að valda kirkjunni neinum höfuðverk því að hún starfar á þeim breiða grundvelli sem gerir ráð fyrir þjóð- legri kirkju sem stendur vörð um grundvallarmannréttindi eins og trúfrelsi jafnframt því sem hún tek- ur þjónustuhlutverk sitt alvarlega. Þetta getur hún gert vegna þess að fjárhagslegur grundvöllur hennar er tryggður með því að hún fær að njóta arðs af jörðum sem gefnar voru til kirkjuhalds á Íslandi og sóknargjöldum þeirra sem eru skráðir meðlimir. Trúfrelsi og samviskufrelsi eru mikilvægustu og helgustu mann- réttindi sem hverju ríki ber að standa vörð um. Pólitískt sjálfstæði eru einnig mikilvæg mannréttindi og það hefur löngum verið okkur Íslendingum efst í huga s.b. sjálfstæðisbaráttuna. Þessi rétt- indi eru aldrei í tómarúmi og eiga sér sögulegar og félagslegar for- sendur. Ef þjóðkirkjan væri á móti trúfrelsi og virti ekki gildi eins og umburðarlyndi, lýðræði, virðingu fyrir mannlífi og félagslega ábyrð á þeim sem minnst mega sín á sam- félaginu væri rík ástæða til að ríkið forðaðist hana og tæki afstöðu gegn henni. Niðurstaða mín er því sú að litlar líkur séu á því að mannréttindi á Ís- landi verði betur tryggð í framtíð- inni með því að afnema þjóðkirkju- fyrirkomulagið. Mannréttindi og þjóðkirkja Pétur Pétursson Kirkjan Litlar líkur eru á því, segir Pétur Pétursson, að mannréttindi verði betur tryggð með því að afnema þjóðkirkju- fyrirkomulagið. Höfundur er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. ÉG las í Mogga með andakt hvernig skipu- lagsteiknarar og brúa- hönnuðir ætla að leggja Sundabrautina yfir Kleppsvíkina fyrir 13– 20 milljarða eftir atvik- um. Ég man þá tíð, að ós- ar Elliðaáa voru frem- ur ókræsilegar klappir og klungur með álum á milli. Stebbi Ste sund- lagði hesta sína þarna og Helgi Ásgeirsson af Mýrum stakk sér til sunds í hádeginu þegar hann var búinn að reikna út kaupið í Steypustöðinni. Svo var Geirsnefið gert. Öllu til- tæku drasli var ekið í voginn og hann fylltur í núverandi mynd. Síðan gera allir hundar bæjarins hamingjusamlega stykki sín þarna á gras- inu og enginn man eftir vognum gamla. Til hvers er verið að halda upp á þessa Kleppsvík? Af hverju er hún bara ekki fyllt upp og þessi vesældar- legi Grafarvogur innan Gullinbrúar um leið? Spara alla þessa tug- milljarða og leggja Sundabrautina á fyll- ingu? Það væri afrek ef hægt væri að eyða milljarði í þennan val- kost. Tekur einhvern tíma? Sjálf- sagt, menn hafa þá gott kaup við að bíða. Sementsbryggjan má missa sig og Vogabakkinn má fara eitthvað ann- að. Fyllingin verður svo fljótlega komin út í Viðey, þar sem allir vilja fá lóð. Svo fara menn að fylla Fossvog og Kópavog þegar þeir gera sér ljóst, að það er ekkert gagn í þeim í núver- andi mynd en pláss fyrir götur vant- ar. Sjötti kostur Sundabrautar Halldór Jónsson Kleppsvík Það væri afrek, segir Halldór Jónsson, ef hægt væri að eyða millj- arði í þennan valkost. Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.