Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 23 ÍRANAR brugðust í gær hinir verstu við fullyrðingum stjórnvalda í Bandaríkjunum þess efnis að þeir hefðu aðstoðað talibana og liðs- menn al-Qaeda-hryðjuverkasam- takanna við að komast frá Afgan- istan. Jafnframt vöruðu þeir Bandaríkjamenn við að fara með vopnavaldi gegn Írönum en George W. Bush Bandaríkjaforseti telur þá í hópi „öxulvelda hins illa“ í heimi hér. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali á sunnudag að „enginn vafi“ léki á því að stjórnvöld í Teheran hefðu hjálpað talibönum og liðs- mönnum al-Qaeda-hryðjuverka- netsins, sem Osama bin Laden kom á fót, að flýja yfir landamærin til Íran. Eigi þessi yfirlýsing ráð- herrans við rök að styðjast skjóta stjórnvöld í Íran þá skjólshúsi yfir menn þessa, sem bandarískar sér- sveitir hafa ákaft leitað í þeim til- gangi að handtaka eða fella. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöð- ina sagði Rumsfeld m.a: „Við höf- um margvíslegar upplýsingar þess efnis að Íranar hafi verið sveigj- anlegir mjög og heimilað al-Qaeda- liðum að fara um íranskt land.“ Tók hann fram að sjálfur efaðist hann ekki um að nefndar fregnir ættu við rök að styðjast. Íranar hefðu ekki farið að dæmi Pakistana og komið fyrir liðsafla við afgönsku landamærin til að tryggja að þar um færu ekki vígamenn og hryðju- verkaflokkar á flótta. Er Rumsfeld var spurður hvern- ig Bandaríkjamenn hygðust bregð- ast við þessum upplýsingum sagði hann: „Við erum ekki vanir að skýra frá slíku fyrirfram.“ Tilefni þeirra spurninga sem bornar voru upp við Rumsfeld var frétt í tímaritinu Time þar sem fram kemur að um 250 háttsettir talibanar og liðsmenn al-Qaeda hafi komist á 50 bifreiðum yfir landa- mærin og inn í Íran skömmu áður en andstæðingar talibana-stjórnar- innar náðu borginni Herat í vest- urhluta Afganistan á sitt vald í nóv- embermánuði. Fylgdi og fréttinni að mennirnir hefðu flúið eftir að háttsettur embættismaður, sem tengdist Ayatollah Ali Khameini, hæstráðanda í Íran, hafði rætt við þá og boðið þeim hæli. Íranar vísuðu í gær ásökunum þessum til föðurhúsanna. Sagði talsmaður íranska utanríkisráðu- neytisins þær tilhæfulausar með öllu. Talsmaðurinn Hamid-Reza Asefi lýsti og yfir því að það myndu reynast „óbætanleg mistök“ ákvæðu stjórnvöld í Bandaríkjun- um að beita hervaldi gegn Íran. „Þíðan“ úti Fullyrðingar Rumsfelds um liðna helgi vöktu mikla athygli og þóttu í anda þeirra herskáu ummæla sem frá bandarískum ráðamönnum hafa borist á undanliðnum vikum. Hafa snörp umskipti orðið á því sviði. Eftir árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september töldu margir fréttaskýrendur að vænta mætti þess að samskipti stjórn- valda í Washington og Teheran myndu batna. Var það mat byggt á fyrstu yfirlýsingum Írana, sem gáfu til kynna að ráðamenn þar væru tilbúnir til að aðstoða Banda- ríkjamenn í „stríðinu gegn hryðju- verkaógninni“. Íranar studdu við- leitni Bandaríkjamanna og Sameinuðu þjóðanna til að koma á nýrri ríkisstjórn í Afganistan eftir að talibönum hafði verið komið frá völdum þar. Þá lýstu Íranar yfir því er herför Bandaríkjamanna gegn al-Qaeda og talibönum hófst, að aðstoð yrði veitt við leit að flug- mönnum bandarískum færi svo að flugvélar þeirra yrðu skotnar niður. Viðbrögð Bandaríkjamanna við þessum þreifingum voru jákvæð og töldu því ýmsir að „nýrrar þíðu“ væri að vænta í samskiptum þess- ara fjandríkja. Þetta ástand ríkti allt þar til fyr- ir um fjórum vikum. Þá lýsti Bush forseti yfir því að Íranar hefðu reynt að beita áhrifum sínum í Afg- anistan í því skyni að grafa undan bráðabirgðastjórninni sem þar hef- ur tekið við völdum. Varaði hann ráðamenn í Teheran við afleiðing- um þess að hafa afskipti af afg- önskum innanríkismálum. Virtu Ír- anar þessi tilmæli að vettugi yrði brugðist við og þá „fyrst með dipló- matískum hætti“. Sakaðir um undirróður og vígvæðingu Í stefnuræðu sinni í liðinni viku lýsti Bush síðan yfir því að Íran, Írak og Norður-Kórea mynduðu saman „öxul hins illa“ í heiminum og að ríki þessi hefðu einsett sér að komast yfir gereyðingarvopn. Und- ir þessi orð tók síðan Codoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi forset- ans, í sjónvarpsviðtali um helgina er hún sagði að Íranar leituðust við að koma sér upp efna- og sýkla- vopnum auk þess sem unnið væri að endurbótum á langdrægum eld- flaugum sem þar væri að finna. Þá vildu stjórnvöld í Teheran færa rík- ið í hóp kjarnorkuvelda. Rice tiltók einnig að Íranar hefðu reynt að skapa óróa og usla í Afganistan með því að bjóða valdamiklum ætt- bálkahöfðingjum þar aðstoð sína. Íranar hafa jafnan sagt fullyrð- ingar Bush og undirsáta hans blá- beran tilbúning. Hafa þeir og minnt á að ráðamenn í Teheran hafi verið einna eindregnustu fjendur talib- ana-stjórnarinnar í Afganistan. Ír- anar eru sjítar en talibanar leiddu sunni-íslamska bókstafstrú yfir afg- önsku þjóðina. Á hinn bóginn hafa Íranar löngum tekist á við aðrar þjóðir um ítök í Afganistan einkum Rússa og Pakistana en þeir síðarnefndu studdu talibana-stjórnina fram til hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september. Þrýstingur- inn enn auk- inn á Írana AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við fréttamenn eftir viðtal við ABC-sjónvarpsstöðina. ’ Við erum ekkivanir að skýra frá slíku fyrirfram ‘ Bandaríkjastjórn segir Írana hafa hjálpað talibönum og al-Qaeda-liðum að flýja frá Afganistan NÍGERÍSKIR hermenn gengu um götur Lagos í gær í því skyni að stilla til friðar en 55 hafa nú látist í átök- um sem blossuðu upp í einu hverfa borgarinnar um helgina milli manna af þjóð Yoruba annars vegar og Hausa hins vegar. 200 hafa særst í átökunum. Má á myndinni sjá hvar maður af ætt Hausa beitir sverði sínu gegn Yoruba-manni í gær. Rauði kross landsins sá um að flytja særða á sjúkra- hús en átökin áttu sér stað í Mushin-borgarhlutanum, sem er niðurnítt hverfi í útjaðri Lagos. Sagði Kristín Ólafsdóttir, sem starfar fyrir Alþjóða Rauða krossinn í Lagos, að menn vonuðust til að ekki yrði um frekari víg að ræða. Mörg hundruð þjóðarbrot byggja Níger- íu og hefur oft og tíðum verið grunnt á því góða milli þeirra. Átökin nú um helgina munu hafa blossað upp eftir að Hausa-menn komu að manni af þjóð Yoruba, en hún er kristin, þar sem hann gekk örna sinna í ná- grenni mosku Hausa-mannanna, sem eru íslamstrúar. AP 55 falla í átökum í Lagos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.