Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ANNARRI umræðu um frumvarp til laga um lögleiðingu ólympískra hnefaleika lauk á Alþingi í gær eftir fjörugar umræður, eins og jafnan í sal þingsins þegar umrætt frumvarp hefur verið þar til meðferðar. Meiri- hluti menntamálanefndar leggur til að frumvarpið verði samþykkt en minnihlutinn lýsir sig andvígan efni þess og gagnrýnir að það skuli komið svo skjótt á dagskrá þingsins eftir að hafa verið fellt í akvæðagreiðslu. Einn þingmaður, Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, kynnti í gær mála- miðlunartillögu sem gerir ráð fyrir að æfa megi og þjálfa hnefaleika hér á landi en keppni verði þó áfram bönn- uð. Tvísýnt þykir um lyktir atkvæða- greiðslu um frumvarpið í dag og sögðu þingreyndir menn sem Morg- unblaðið ræddi við í gær líklegt að stuðningsmenn þess og andstæðing- ar séu nokkurn veginn jafnmargir. Fjarvistir einstakra þingmanna í at- kvæðagreiðslunni við upphaf þing- fundar í dag kunni því að ráða úrslit- um. Verði frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu er gert ráð fyrir að hún fari fram öðru hvoru megin við næstu helgi. Hnefaleikafrumvarpið var lagt fram sl. haust í þriðja sinn óbreytt af Gunnari Birgissyni (D) og fleiri þingmönnum. Með frumvarpinu er lagt til að áhugamannahnefaleikar verði heimilaðir og að Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands (ÍSÍ) setji reglur um íþróttina. Öll keppni, svo og sýning eða kennsla, í atvinnu- hnefaleikum verði þó áfram bönnuð. Sigríður A. Þórðardóttir (D) for- maður menntamálanefndar gerði grein fyrir áliti meirihlutans í gær og benti m.a. á að áhugamannahnefa- leikar væru viðurkennd íþróttagrein af alþjóðaólympíunefndinni og keppt sé í íþróttinni á Ólympíuleikunum og í öllum vestrænum löndum. Sums staðar væru bannaðir s.k. atvinnu- mannahnefaleikar, en munurinn á slíkum hnefaleikum og þeim sem áhugamenn stunda, felist í því að í áhugamannahnefaleikum séu notað- ar höfuðhlífar og lotur geti verið allt að fimm talsins, en hver þeirra standi aldrei lengur en tvær mínútur í senn. Í hnefaleikum atvinnumanna geti hver keppni hins vegar staðið í tólf lotur og hver þeirra í þrjár mínútur. „Réttlætanlegt þykir að heimila iðkun áhugamannahnefaleika þar sem markmið þeirra er ekki það sama og í atvinnuhnefaleikum. Áhugamannahnefaleikar snúast um leikni í að fara inn fyrir varnir and- stæðingsins en ekki um að slá and- stæðinginn niður eða veita honum rothögg eins og í atvinnuhnefaleik- um,“ segir í áliti meirihluta mennta- málanefndar. Minnihluti menntamálanefndar, skipaður þeim Sigríði Jóhannesdótt- ur (S) og Kolbrúnu Halldórsdóttur (Vg), gagnrýnir harðlega þann fram- gang sem frumvarpið hefur fengið í ljósi þess að Alþingi hafi hafnað því í atkvæðagreiðslu fyrir hálfu öðru ári. „Það er álit minnihlutans að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu sem réttlætir að það skuli borið undir at- kvæði Alþingis að nýju,“ segir í álit- inu og undirstrikað að minnihlutinn haldi fast við fyrri afstöðu sína um að halda eigi fast við núgildandi bann við hnefaleikum, enda vegi enn þyngst rökstuddar vísbendingar um að al- varlegt heilsutjón geti hlotist af iðkun hnefaleika, jafnt áhugamanna sem at- vinnumanna, og vísbendingar um að skaðinn, sérstaklega tengdur höfuð- áverkum, sem hljótist af iðkun þess- ara tveggja tegunda hnefaleika sé fyllilega sambærilegur og jafnvel sá sami. Málamiðlun um að leyfa æfingar en banna alla keppni Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og læknir, hefur í um- ræðunni um hnefaleikafrumvarpið ekki farið leynt með andstöðu sína gegn efni þess. Hefur hún m.a. reifað í ýtarlegu máli læknisfræðilegar rök- semdir með áframhaldandi banni og lýsti hún því m.a. í gær að víða erlend- is væri litið á Ísland sem fyrirmynd að þessu leyti í ljósi alvarlegra slysa sem orðið hefðu á iðkendum í hnefa- leikakeppni. Katrín kynnti þó í gær breyting- artillögu sína við frumvarpið þar sem leitast er við að sætta hin ólíku sjón- armið. Snýr tillagan að þeirri breyt- ingu á frumvarpinu, að heimilt verði að æfa áhugamannahnefaleika en keppni í hnefaleikum sé áfram bönn- uð. Önnur umræða í gær um frumvarp um lögleiðingu ólympískra hnefaleika Tvísýnt er um lyktir atkvæðagreiðslu í dag GEIR H. Haarde (D) fjármálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að rík- isstjórnin muni koma til móts við Rík- isútvarpið vegna þeirra 140 milljóna króna sem stofnunin verður af eftir að ákveðið var að afturkalla 7% hækkun afnotagjalda í síðustu viku. Hann seg- ir að þótt hækkunin hafi verið dregin til baka, sé ekki útilokað að afnota- gjöldin verði hækkuð síðar á árinu. Þetta kom fram við upphaf þing- fundar á Alþingi í gær þegar Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, spurði ríkisstjórnina á hvern hátt Ríkisútvarpinu yrði bætt tekju- tapið vegna þeirrar aðgerðar að hætta við áður ákveðna hækkun af- notagjalda. Lýsti hann miklum áhyggjum af fjárhagsstöðu stofnun- arinnar og sagði hana rekna á yfir- drætti. Svo mikill væri vandinn að Ríkisútvarpið hefði ekki fyrir um- rædda hækkun getað staðið við skuld- bindingar sínar, t.d. gagnvart Sinfón- íuhljómsveit Íslands og fyrir vikið væri sú menningarstofnun einnig rekin á yfirdrætti. Sagði Steingrímur Björn Bjarna- son menntamálaráðherra ekki hverfa frá góðu búi þar sem væri fjárhags- staða þessara tveggja af öflugustu menningarstofnunum þjóðarinnar og lýsti raunar sérstökum áhyggjum sín- um yfir því hversu „stirt virtist í píp- unum“ milli fjármálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins. Kvaðst hann eiga von á frumvarpi til fjár- aukalaga á næstu dögum vegna þessa máls, enda væri gert ráð fyrir um- ræddum tekjum í fjárlögum og því brýnt að ræða hvernig bregðast eigi við breyttum forsendum. Formaður Samfylkingarinnar hælir ríkisstjórninni Fjármálaráðherra varð til svara fyrir ríkisstjórnina og tók af öll tví- mæli um að frumvarp til fjáraukalaga væri væntanlegt; svo væri ekki. „Það mun verða rétt að öllu staðið, svo mik- ið er víst,“ sagði Geir og sagði menn ræða tvö óskyld mál, annars vegar skipulag og rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar nýjar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í baráttunni gegn verð- bólgu. Sagði hann samspil fjárhags RÚV og Sinfóníuhljómsveitarinnar vissulega geta orkað tvímælis. Þetta megi ræða, sem og margt fleira í rekstri Ríkisútvarpsins, en þessi málaflokkur heyrði þó ekki undir hann. Athygli vakti í umræðunni, að Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, tók upp hanskann fyr- ir ríkisstjórnina. Össur sagði að þingmenn gætu ekki bæði sleppt og haldið. Hann hefði í síðustu viku lýst eftir aðgerðum ríkisvaldsins til lækk- unar verðbólgu og því hefði verið fylgt eftir af hálfu ríkisstjórnarinnar sem stæði í ákaflega lofsverðu sam- spili með verkalýðshreyfingunni. Fé- lagar hans í Samfylkingunni tóku ekki undir þetta. Mörður Árnason, varaþingmaður og fulltrúi í útvarps- ráði, sagði svör fjármálaráðherra ófullnægjandi, Sigríður Jóhannes- dóttir gagnrýndi áralangt „fjársvelti“ Ríkisútvarpsins og Guðmundur Árni Stefánsson sagði aðgerðir ríkisstjórn- arinnar til marks um lausatök hennar á efnahagsmálunum, fyrst væri hækkað og svo lækkað og ekkert mark tekið á þeim sem varað hefðu við afleiðingum gjaldskrárhækkana við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Afnotagjöld RÚV gætu hækkað síðar á árinu FÉLAG leikskólakennara bendir á að yfir 90% 5 ára barna hér á landi eru í leikskóla sem samkvæmt lögum er fyrsta skólastigið í íslensku skóla- kerfi. Félagið telur tímabært að skoða hvort ekki eigi að lækka skólaskyldu með því móti að gera síðustu ár leik- skólagöngu að skyldu þannig að hluti leikskólanáms verði foreldrum að kostnaðarlausu. Á fundi sínum 31. janúar sl. samþykkti stjórn Félags leik- skólakennara ályktun í tilefni af hugmyndum sem fram koma í skýrslu Hagfæðistofnunar Háskóla Íslands um styttingu grunn- og framhaldsskóla. Lögð megináhersla á félags- og tilfinningaþroska Í ályktuninni segir: „Félag leikskólakennara bendir á að í dag eru yfir 90% 5 ára barna í skóla, leikskóla, sem sam- kvæmt lögum er fyrsta skóla- stigið í íslensku skólakerfi. Löngu er orðið tímabært að skoða hvort ekki eigi að lækka skólaskyldu með því móti að gera síðustu ár leikskólagöngu að skyldu þannig að hluti leik- skólanáms verði foreldrum að kostnaðarlausu. Í leikskóla er lögð áhersla á leik sem náms- og þroskaleið og byggist leikskólastarf fyrst og fremst á þeirri hugmyndafræði sem er frábrugðin kennslu- fræði grunnskólans. Lögð er megináhersla á félags-, tilfinn- inga- og siðgæðisþroska ásamt því að efla samskiptahæfni og byggja upp sterka sjálfsmynd. Rannsóknir síðari tíma sýna að árangursríkasta leiðin fyrir nám barna á leikskólaaldri og besti undirbúningur fyrir frek- ara nám og starf síðar á lífsleið- inni er að læra í gegnum leik og eigin upplifanir í virkum sam- skiptum við börn og fullorðna.“ Tímabært að skoða hvort lækka eigi skóla- skyldu MÖRÐUR Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í gær og gat þess að fyrir helgi hefði sér verið bent á galla í frumvarpi þeirra Ástu R. Jó- hannesdóttur um afnám gjalds á menn utan trúfélaga, galla sem að óbreyttu hefði orðið til þess að frum- varpið hefði við samþykkt þess ekki náð þeim tilgangi sínum sem fram kemur í heiti þess. Þakkaði Mörður sérstaklega Ástu Möller, þingmanni Sjálfstæðisflokks- ins, fyrir þessa ábendingu. Frum- varpið hefði nú verið lagfært og prentað upp að sinni ósk. „Ég tel við hæfi að vekja athygli á þessu hér úr ræðustól þingsins til að menn geti áhyggjulausir búið sig und- ir efnisumræðu um þetta frumvarp um afnám þess gjalds á menn utan trúfélaga sem nú er innheimt með tekjuskatti,“ sagði Mörður Árnason. Ágalli lagfærður UM FJÖGUR hundruð manns mættu á opinn borgarafundi í Vestmannaeyjum með Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra og hafa ekki fleiri mætt á borgarafund í Eyjum um áratuga skeið. Fundurinn bar yfirskriftina Vestmannaeyjar á nýrri öld og voru samgöngu- málin í brennidepli. Nokkur óánægja hefur verið með það að ákveðið var að setja Herjólf í slipp um miðjan maímánuð og fá hvalaskoðun- arbát í staðinn. Ráðherra gaf það sterkt í skyn að ferðum með Herjólfi milli lands og Eyja yrði fjölgað og eins að settur yrði á fót sérstakur vinnuhópur sem yrði falið það hlutverk að skoða samgöngur milli lands og Eyja. Honum verði væntanlega einnig falið að standa fyrir rannsókn á því hvort mögulegt sé að koma fyrir ferjuhöfn eða lægi fyrir loftpúðaskip í Bakkafjöru í Landeyjum. Samgöngur ræddar á 400 manna fundi Borgarafundur í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Golli FUNDAÐ var fram á kvöld, eða til kl. 23 á alþingi í gær og lengi karpað um jafn óskyld mál og hnefaleika og áfengissölu, svo fátt eitt sé talið. Hér stinga Steingrímur J. Sigfússon og Hjálmar Árnason saman nefjum, en þær Lára Margrét Ragnarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir sitja álengdar. Kvöldfundur á þingi INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.